Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nígería er fjölmenn- asta ríki Afríku og á landamæri að Benín, Kamerún, Tsjad og Níger. Nígería er 923,768 ferkílómetr- ar að flatarmáli. Land- ið er auðugt að nátt- úruauðlindum. Þar er m.a. að finna gas og olíu, tin, járngrýti, kol, kalkstein, blý, sink og ræktunarland. Þótt landið sé auð- ugt að olíu hafa óstöð- ugleiki í stjórnarfari, spilling og slæm hagstjórn löngum sett mark sitt á þjóðarhag. Áætlað var árið 2000 að um 45% þjóðarinnar lifðu undir fá- tæktarmörkum. Allt að tæpum þriðjungi fólks hefur verið án at- vinnu. Í Nígeríu búa um 130 milljónir manna sem skiptast í um 250 þjóðarbrot. Þau stærstu og áhrifamestu eru Hausar og Fulani 29%, Yoruba 21%, Íbóar 18%, Ijaw 10%, Kanuri 4%, Ibibo 3,5% og Tiv 2,5%. Opinbert tungumál er enska, en algeng mál eru hausa, yoruaba, íbó og fulani. Um helmingur íbúanna aðhyllist íslam og um 40% landsmanna eru kristinnar trúar. Heimild: The World Factbook 2002. http://www.odci.gov/cia/publications/factbook/                   !"                       Nígería Nýfætt sveinbarn í Otukpo Benne-fylki. Barnið fæddist í sjúkraskýli sem rekið er af kaþólskri nunnureglu og var strax sett á það húfa og það dúðað þótt ljósmyndaranum væri funheitt. Margra níger- ískra barna bíður erfið lífsbarátta. É g kom til Lagos, fyrrum höfuðborgar Nígeríu, í febrúar síðastliðnum,“ segir Þorkell. „Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að heimsækja Emmanuel Ache, sem gengur undir nafninu bróðir Emmanuel. Hann starfaði sem tollvörð- ur, en fékk ógeð á öllu bullinu og spillingunni í landinu. Bróðir Emmanuel er kristinn og fór að taka trúna alvarlega. Hann fékk köllun að hjálpa þessum börnum, hætti í tollinum og stofnaði litla hjálp- arstofnun, Youth Guards. Stofnunin hjálpar aðallega ungum drengjum. Bróðir Emmanuel leggur allt í sölurnar fyrir börnin og lifir sjálfur hálfgerðu meinlætalífi. Hann vaknar eldsnemma á morgnana og fer þá til kirkju, svo er hann vakinn og sofinn í hjálparstarfinu allan daginn. Á í raun ekkert einkalíf og býr þar sem hjálparstarfið er til húsa. Um tíma starfaði með honum ís- lenskur sjálfboðaliði, Baldur Steinn Helgason, sem kom mér í samband við bróður Emmanuel.“ Nígería er auðug að náttúrugæðum, en kjörunum mjög mis- skipt og lífsbarátta alls þorra fólks hörð. Margar fjölskyldur á landsbyggðinni senda elsta soninn eða synina til stóru borganna, einkum Lagos. Þar er þeim ætlað að afla tekna og senda heim til fjölskyldunnar. „Fjölskyldurnar heima fyrir sjá fyrir sér í hill- ingum að drengirnir verði ríkir og bjargi hag fjölskyldunnar. Raunin er sú að margir fá enga vinnu og leiðast út í afbrot og slæmt líferni. Enda í klóm lögreglunnar og fangelsi.“ Hjálparstofnun bróður Emmanuels hefur ekki síst hjálpað unglingspiltum, sem eru að losna úr fangelsi, og leitast við að afla þeim einhverrar starfsmenntunar svo þeir geti komið undir sig fótunum. Í Benun-fylki hefur bróðir Emmanuel sett á fót endurhæfingarstöð. Þar eru piltunum m.a. kennd undirstöðuat- riði trésmíði, bílaviðgerða og annars handverks sem getur orðið þeim að liði í atvinnuleitinni. „Kvöðin að senda peninga heim hvílir áfram á drengjunum, en fæstir geta staðið undir því. Þeir hafa hvorki menntun né reynslu til að komast í vel launaða vinnu. Sumir spjara sig og tekst að koma undir sig fótunum. Einn sem ég hitti hafði eignast lítinn bát og var í vinnu við að fleyta timbri í árósum Ogun- árinnar við Lagos.“ Fólk er mjög tortryggið gagnvart ókunnugum, til dæmis langt að komnum ljósleitum og bláeygum ljósmyndara. „Mörgum er illa við ljósmyndara og fréttafólk. Maður átti í stöðugum útistöðum um leið og myndavélin var munduð. Fólk byrjaði með leiðindi, hvað maður væri eiginlega að gera. Svo spurði það hvort maður væri kominn til að sverta nafn Nígeríu? Fólk varð jafnvel árásargjarnt. Mér virtust margir skammast sín fyrir ástandið í landinu og ekki vilja að utanaðkomandi yrðu vitni að því. Stundum fannst mér að fólkinu liði eins og maður væri að taka brot af sálu þess þegar tekin var af því mynd. Yf- irleitt brást það mjög illa við. Iðulega kom til háværra orða- skipta og oft þurfti maður að útkljá málin og koma sér í burtu. Isa, hjarðdrengurinn til vinstri á myndinni, ásamt bróður sínum. Þeir eru af Futani-ættbálki og eiga heima í Benue-fylki. Nútíminn hefur ekki hal hundruð ára. Isa er kominn á þann aldur að hann á líklega fyrir höndum að verða sendur bráðlega til stórborgar, helst Lagos. Þar eiga piltar á ha væntanlega við sem yfirgeitahirðir fjölskyldunnar. Ungmenni verða mörg að sjá fyrir sínum nánustu með betli. Al- mannatryggingar og velferðarkerfi eru óþekkt hugtök. Ungi mað- urinn til hægri var með sjúkan föður sinn á götu í Lagos og bað veg- farendur um ölmusu. Börn og unglingar þurfa oft að sjá fyrir veikum foreldrum og nánum ættingjum og verða þá að betla fyrir nauð- þurftum. Það hefur þær afleiðingar að möguleikar unga fólksins til að koma undir sig fótunum í lífinu verða enn minni en ella. Eigendur þessa húss merkja það rækilega að það sé ekki til sölu. Þetta verður að gera svo óprúttnir sölumenn selji ekki ofan af rétt- um eigendum. Þeir útvega sér fölsuð afsöl, eða falsa þau sjálfir. Svo sitja væntanlegir kaupendur í súpunni og réttir eigendur verða að færa sönnur á eignarrétt sinn. Það styrkir stöðu þeirra ef á húsinu stendur að það sé ekki til sölu. Sálarbrot frá N Nígería er vettvangur mikilla þjóðfélagsátaka og hrópandi andstæðna. Þar takast á ríkidæmi og fátækt, siðvæðing og spilling. Góðir menn reyna að sporna við fótum og styðja lítilmagna í erfiðri lífsbaráttu. Einn þeirra er bróðir Emmanuel, fyrrverandi tollvörður, sem setti á fót litla hjálparstofnun. Hann reynir að hjálpa fátækum drengjum á rétta braut. Margir þeirra hafa verið sendir til stórborga að afla fjöl- skyldum sínum tekna. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari heimsótti fjölmennasta ríki Afríku og sagði Guðna Einarssyni ferðasöguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.