Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir Opnun steikhússinsHereford á Laugavegisætir nokkrum tíð-indum. Það hefur veriðfremur dauflegt um að litast í íslensku veitingahúsaflór- unni síðustu misseri. Samdráttur í efnahagsmálum hefur bitnað á veitingamönnum sem öðrum og lítið hefur verið um opnun nýrra veit- ingahúsa. Það vekur því óneitanlega athygli þegar opnað er stórt, nýtt veitingahús sem tekur 136 mat- argesti í sæti. Enn athyglisverðari er sú ákvörð- un að selja 75 cl karöflu af rauðvíni á einungis 1.290 krónur. Há álagning á léttvíni hefur verið landlæg á ís- lenskum veitingahúsum og vonandi verður þetta frumkvæði Hereford til að fleiri taki sér nú tak og bjóði gestum léttvín á skynsamlegu verði. Hereford, sem dregur nafn sitt af sýslu í Bretlandi, er á annarri hæð í nýbyggingu á Laugavegi 53b. Öll aðstaða er í stóru opnu rými og í suðurendanum eru stórir gluggar þar sem hægt er að sitja og fylgjast með umferð og mannlífi á Lauga- veginum. Lágir skilveggir skilja að rými í salnum, matsal, setustofu og grillaðstöðu matreiðslumannsins. Þegar komið er inn í Hereford geng- ur maður því beint inn í geiminn og steikarlyktina. Forréttirnir ollu satt best að segja nokkrum vonbrigðum. Kavíar á blinis var hvorki mikið fyrir augað né önnur skynfæri. Blinis-kökurnar minntu helst á þurrar skonsur og á þær hafði verið bætt sýrðum rjóma og ódýrum dósakavíar. Það hafa orðið það miklar framfarir á íslensk- um veitingahúsum að ég átti nú ekki von á þessu. Af hverju ekki að nýta loðnuhrogn eða bleikjuhrogn svo dæmi sé tekið og baka alvöru blinis og baka þær þegar pöntunin kemur ætti að vera með kartöflunni en reyndist væn klípa ofan á steikinni. Loks er hægt að velja um béarn- aise- eða rauðvínssósu. Báðar steikurnar komu á borðið steiktar eins og um hafði verið beð- ið og kjötið sjálft var ágætt. Lund- in mjúk og meyr, T-bone-steikin fitusprengd með stökkri grill- skorpu. Kartöflurnar voru eins og kartöflur eru en sósurnar hefðu báðar mátt vera bragðmeiri. Það fór ekki mikið fyrir fáfnisgrasinu í béarnaise-sósunni og rauðvíns- sósan var bragðdauf. Vínið á karöflunum ódýru er flutt inn í tönkum frá Frakklandi og það verður að segjast eins og er að þetta er nú fremur einfalt og karakterlaust vín. Fyrir þá sem gera ekki aðrar kröfur en þær að fá ódýrt rauðvín með matnum er þetta hins vegar eflaust góður kostur, ekki síst í ljósi verðsins. Mun betri kaup þóttu mér í víni mánaðarins sem var suður-afrískt Cabernet-vín frá framleiðandanum Bon Courage. Það kostaði 2.290 kr. og voru mjög góð kaup á því verði. Vín mánaðarins er einnig fáanlegt í glasavís. Jafnvel þótt þetta vín sé þúsundkallinum dýrara heldur en karöfluvínið er það mun ódýrara en sambærileg vín almennt á veitinga- húsum. Vínlisti Hereford að öðru leyti er sæmilegur. Uppsetning hefði mátt vera skýrari, t.d. skortir oft upplýsingar um framleiðanda og árganga. Álagning á öðrum vín- um en þeim ódýrustu sýnist mér vera svipuð og gengur og gerist á mörgum veitingahúsum en þó fremur í lægri kantinum. Þá mætti laga stafsetningu á matseðli, ekki síst enska hlutanum. „Ruccula“, „curved salmon“, „springleek“ og „Laugarvegur“ eru dæmi um leiðinda lýti. Hereford steikhús bætir litlu við hvað matargerð varðar í reykvískri veitingahúsaflóru. Opnun þess er hins vegar engu að síður fagnaðar- efni vegna þeirrar hófsömu stefnu sem fylgt er í verðlagningu. Þarna geta hjón farið út að borða í ágætu umhverfi tvírétta máltíð með ágætri nautasteik og víni og greiða fyrir minna en tíu þúsund krónur. Þetta ætti sömuleiðis að vera tilval- inn staður fyrir fjölskyldur að fara á saman og í hádeginu er boðið upp á ágæta rétti á hóflegu verði. Here- ford er staður sem setur fólk ekki á hausinn. Það eitt og sér ætti að skapa honum sérstöðu og sam- keppnisgrundvöll. fá gestir litla miða þar sem þeir skrá þá steik sem þeir hafa valið sér (í boði eru margskyns nautasteikur í mismunandi stærðum, kjúklinga- kjöt, lambakjöt, svínakjöt og kálfa- kjöt), merkt er við hvernig steik- ingu maður vill, hægt er að velja um franskar kartöflur, bakaða kartöflu með smjöri eða þá bakaða kartöflu með fyllingu. Hvers kyns fyllingu fylgdi ekki sögunni. Þá var hægt að velja um einar fjórar tegundir af smjöri sem ég gerði ráð fyrir að en ekki löngu áður, eins og þarna virtist vera raunin? Graflax og reyktur lax var sömu- leiðis ekkert spes. Fiskurinn frem- ur þurr, sósan hefðbundin og klettasalatið með þurrt og óspenn- andi. Með því sletta af einhvers konar vinaigrette, sem ekki var mjög afgerandi. Hereford er hins vegar steikhús og af steikunum skuluð þér dæma það. Ég fékk mér T-bone og borð- félagi minn nautalund. Við borðið Ágæt kjarabót Morgunblaðið/Áslaug Veit ingahús S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n Morgunblaðið/Áslaug Það er skiljanlegt að fólk spái mikið í verð þegar það er að velja vín. Hvergi í hinum vestræna heimi er vín dýrara en á Íslandi og því ekki að furða að neytendur horfi í peninginn. Hins vegar er það svo, vegna þess hvernig áfengisgjaldið er byggt upp, að þegar keypt er vín í kringum þús- und krónur er fyrst og fremst verið að borga skatt en ekki vín. Þannig má gera ráð fyrir að þús- und króna vín kosti 50–100 krón- ur í innkaupum. Afgangurinn er áfengisgjald, álagning heildsala og ÁTVR auk virðisaukaskatts. Eftir því sem vínið verður dýrara erum við aftur á móti að borga hlutfallslega meira fyrir sjálft vín- ið þar sem áfengisgjaldið er föst krónutala. Við hættum að borga skatta og byrjum að borga fyrir vínið. Gæðastökkið frá þúsund krónum upp í 1.300–1.500 krónur er því verulega mikið. Eftir sem áður er einhver al- gengasta spurningin sem ég fæ sú hvaða vín séu best í kringum þús- und krónur. Og vissulega er hægt að fá nokkur ágæt vín á því verð- Chateau Anniche er Bordeaux-vín sem sýnir að ódýru vínin frá Bordeaux geta ekki síður sýnt fína takta en þau dýrari. Hér eru það beiskar möndlur og dökkur rauður ávöxtur sem ráða ferðinni, vínið smákryddað. Ágætasta vín, einfalt en með góðri uppbyggingu og karakter. Bordeaux þarf ekki að vera dýrt til að vera gott. 15/20 Gato Negro Cab- ernet Sauvignon 2001 er eitt af þessum snotru og aðlaðandi Chile-vínum sem hafa stormað inn á markaðinn. Hreinn og bjartur berja- ilmur, bláber og sólber. Bragðið heldur áfram hreint og ávaxtamikið í munni. Ávaxtaríkt, milt og þægilegt. 16/20 er ágætur fulltrúi Portúgala, sjarm- erandi sveit- aruddi sem heillar mann strax. Grófur kryddaður ávöxt- ur, hjólbarðar og olía eru meðal þess sem finna má í ilmi vínsins. Það er óalþjóðlegt í alla staði, sem er helsti kostur þessa víns 15/20 Promessa Rosso Salento 2000 er vín frá Púglía á Suður-Ítalíu frá sama framleið- anda og vínið A Mano. Púglía nýtur sívaxandi vinsælda víða um heim og ekki nema von ef tekið er mið af þessu víni. Yndislegur blóma- ilmur, fjólur og angan af krydd- jurtum. Minnir á síðdegi á ítölskum sumardegi. Heldur áfram í sama stíl í munni, bragðmikið og ávaxtamikið, þroskuð ber undan ítölsku sólinni. 17/20 bili. Þau sem helst hafa vakið at- hygli mína síðasta árið eru eftirfar- andi. Barton & Guestier Caber- net Sauvignon Vin de Pays d’Oc 2001. Þetta er létt og skemmti- legt vín með mildum ávexti. Þurr kirsuber og sólber með nokkurri stemmu og sýru er gerir þetta að ákjósanlegu matarvíni. 16/20 Solaz er vín úr þrúgunum Tempranillo og Cabernet Sauvig- non, ræktað á hinum heitu slétt- um Spánar. Mjúkt og krydd- að með heitum og þykkum ávexti og nokkurri eik. Stíllinn minnir óneitanlega á Rioja. 16/20 J.P. Tinto Vinho Regional do Sado Vín S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n Góð á 990 krónur  Belgíski kokkurinn Peter Ionneville verður gestakokkur á Humarhúsinu til 21. febrúar. Ionneville hefur starfað undanfarin ár á veitingahúsinu Oud Sluis í Brussel, sem státar af tveimur Michelin-stjörnum. Matargerðin þar tekur mið af nýjustu straumum í mat- argerð og endurspeglast það í þeim réttum sem hann býður upp á hér. Boðið verður upp á fjögurra rétta seðil þar sem einnig er val milli rétta. Byrjað er á humartartar með kúrbít og sætu lime-geli og lárperutartar með ætiþis- tilhjörtum og eplageli. Þá kemur svart- fugl í sveppafroðu. Síðan eggald- inhjúpaður þorskur á kryddjurta-risotto í Hoegaarden og sítrussafa-eðallambahryggur m/ tómat- og kartöflu-eggaldini, grænum aspas og salvíusósu. Loks súkkulaði- moulleux með vanillu- og greipávaxta- millefeulle og súkkulaði-sorbet. Morgunblaðið/Golli Belgi á Humarhúsinu Laugavegi 53b. Umhverfi: Bjartur, opinn salur í norður-evrópskum stíl. Verð: Forréttir: 990–1.390 kr. Fiskur: 2.150–2.750 kr. Nautasteikur: 1.990–4.940 kr. Mælt með: Verðlaginu, ekki síst á víni. Þjónusta: Þægileg og vinaleg en mætti vera betur samhæfð. Vínlisti: Skortir fókus og upplýs- ingar. Vín mánaðarins á hóflegu verði gott framtak. Hereford Einkunn Viðunandi Góður Mjög góður Frábær Afburða veitingastaður Einkunnagjöf byggist á mati á þjónustu, húsnæði, vínlista og mat, að teknu tilliti til verðlags.    Einkunnagjöf vína byggist á heild- stæðu mati á gæð- um, upp- runaeinkennum og hlutfalli verðs og gæða. Vín getur fengið að hámarki 20 stig í ein- kunn. Ef um mjög góð kaup er að ræða er vínið merkt með buddu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.