Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 13
ÍT-FERÐIR hafa nú hafið sölu á gönguferðum innanlands og í sumar geta viðskiptavinir valið um ýmsar mislangar gönguferðir bæði á Norðurlandi, Austfjörðum og Vest- fjörðum. „Áhugi á gönguferðum hefur aukist gífurlega hér á landi og við hjá ÍT-ferðum viljum leggja okkar af mörkum við að framleiða og kynna góðar gönguferðir, um spennandi svæði á Íslandi,“ segir Hjördís Hilmarsdóttir hjá ÍT-ferðum.. Hún bendir á að gönguferðir sem þessar henti gjarnan fjölskyldufólki því stálpuð börn geta tekið þátt í öllum ferð- unum. „Í sumar verður boðið upp á fjórar gönguferðir, allt trúss- ferðir sem þýðir að fólk þarf ekkert að bera sjálft nema það sem það ætlar að nota yfir daginn.“ Hjördís segir að fyrsta ferðin verði farin í samvinnu við Fjörðunga á Grenivík. Þá er gengið í Fjörður og út Látraströnd dagana 14.–17. júlí. Önnur ferðin verður farin dagana 13.–18. júlí. Gengið verður um Víknaslóðir í samvinnu við heimamenn á Borg- arfirði eystri. Þar er farið um eyðivíkurnar fyrir austan m.a. til Breiðavíkur og Brúnavíkur. Þá er einnig í boði gönguferð frá Borgarfirði eystri um víknaslóðir og há- lendi norðan Vatna- jökuls. Í þeirri göngu- ferð er líka farið að Kárahnjúkum og gengið að Tröllafossi og gist í Hrafnkels- dal. Síðasta ferðin í ár verður farin í Jökulfirði dagana 18.–21. júlí. Sú gönguferð er skipulögð í samvinnu við Grunnvíkinga. Gengið er frá Snæfjallaströnd og inn í Hrafnsfjörð. Hjördís segir að ferðirnar kosti frá 32.500 krónum og upp í 43.000 krónur. Innifalið er trúss, fararstjórn, fæði og akstur frá byrjunarreit ferðar. ÍT-ferðir hefja sölu á gönguferðum innanlands Morgunblaðið/RAX Í sumar gefst viðskiptavinum ÍT-ferða meðal annars kostur á að fara í gönguferð að Kárahnjúkum.  Nánari upplýsingar hjá ÍT ferðum í Laugardal sími 588 9900, e-Mail: itferdir@itfer- dir.is www.itferdir.is Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is Ertu á leið til útlanda? er með frábær tilboð á bílaleigubílum um allan heim. Ekki eyða öllum gjaldeyrinum í leigubíla. Pantaðu bíl hjá Hertz. Hringdu og bókaðu í síma 50 50 600 Ef leiðin liggur til Vín- arborgar er þessi slóð gagnleg: www.vienna.info. BERGLJÓT Leifsdóttir Mensuali sér eins og undanfarin ár um út- leigu sumarhúsa fyrir fasteignasöl- una G.E.G. Immobiliare í Flórens. „Við erum með íbúðir og einbýlis- hús til leigu í nágrenni Greve in Chianti og í Flórens. Á fyrri staðn- um eru allar íbúðir og einbýlishús með sundlaug en eitt einbýlishús í Flórens er með sundlaug.“ Berg- ljót segir að Greve in Chianti sé í rúmlega 30 km fjarlægð frá járn- brautarstöðinni í Flórens en þaðan eru rútuferðir til Greve sem taka klukkustund. Hún segir að Greve sé miðja vegu á milli Flórens og Siena ef farinn er vínvegurinn svo- kallaði. Þá segir hún að það taki klukku- tíma að aka frá Bologna til Flór- ens og einn og hálfan klukkutíma að aka frá Bologna til Greve. „Við erum með íbúðir frá 650 evrum á viku eða sem samsvarar um 54.000 íslenskum krónum á viku og upp í lúxuseinbýlishús fyr- ir 16 manns. Innifalið í leigunni er þá þjónustufólk og kokkur. Leigan á þessu einbýlishúsi er 12.000 evr- ur eða um 100.000 íslenskar krón- ur á viku. Auk þess erum við með tvö einbýlishús við strönd og er annað þeirra lúxusvilla á eyjunni Elbu. Við erum síðan með íbúðir í öllum verðflokkum.“ Bergljót hefur verið leiðsögu- maður fyrir þýsku- og enskumæl- andi ferðamenn í Flórens, Siena og San Gimignano og segist hún hlakka til að veita Íslendingum leiðsögn. Bergljót segir að lokum að auk þess sem Flugleiðir fljúgi til Míl- anó í sumar og Heimsferðir til Verona og Bologna fljúgi ítalska flugfélagið Meridiana frá Stan- sted-flugvelli í London til Flórens en slóðin er www.meridiana.it. Þá flýgur írska flugfélagið Ryanair frá Stansted til Pisa. Veffang þess er www.ryanair.com. Leigir út sumar- hús á Ítalíu  Þeir sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar geta sent tölvupóst til Bergljótar á begga@inwind.it. Einnig er hægt að hafa samband við Bergljótu í síma: 0039 348 8716986. Faxnúmerið er: 0039 055 8544863. Í VIKUNNI var í Hafnarfirði opnað nýtt hótel sem heitir Hótel Viking. Það er í eigu Jóhannesar V. Bjarna- sonar, sem einnig rekur Fjörukrána. „Á þessu nýja hóteli erum við með 29 herbergi sem öll eru vel bú- in með baðherbergi, sjónvarpi, kaffi- vél og innan skamms einnig net- tengingu.“ Eins og liggur í nafni hótelsins segir Jóhannes að það sé hannað í víkingastíl. „Öll neðri hæð- in er innréttuð í víkingastíl. Arki- tektar frá Litháen sáu um hönn- unina og innréttingarnar eru keyptar þaðan.“ Jóhannes segir að herbergin á neðri hæðinni beri nöfn íslenskra víkinga; Leifs heppna, Gunnars á Hlíðarenda og slíkra kappa. Herbergin eru tileinkuð þessum mönnum og málverk ef þeim prýða vistarverurnar. Jóhannes segir að rúmin í her- bergjunum minni á gamla vagna. Herbergin uppi tilheyrðu gistiheim- ilinu sem Jóhannes rak þar áður. Þar bera herbergin nöfn græn- lenskra bæja og þekktra staða í Færeyjum og íslensku herbergin bera nöfn heimkynna guðanna. Starfsfólkið er klætt að hætti vík- inga og ef gestir vilja er tekið á móti þeim með allsérstökum hætti. Þá er þeim rænt áður en komið er að hótelinu og farið með þá þangað í ræningjahöndum. Þar er þeim boð- ið upp á snafs og brennivín. Þetta reyndar stendur öllum gestum Jó- hannesar til boða hvort sem þeir eru hótelgestir eða ekki. Í sumar mun Jóhannes taka í notkun mynd- arlegan helli sem tengist veit- ingasal hótelsins og þangað verður í framtíðinni farið með gesti sem bú- ið er að ræna. Hellirinn mun einnig hýsa bar fyrir hótelgesti. Þegar Jóhannes er spurður hvers vegna hann hafi ráðist í að opna hótel í Hafnarfirði segir hann að í þessum 20.000 manna bæ hafi ekkert hótel verið og það hafi verið kominn tími til. „Hafnarfjörður er einn fallegasti bær á landinu og býður upp á ótal möguleika í ferðaþjónustu. Þetta var hlekkurinn sem vantaði í ferðaþjónustuna og svo styrkir hótelið auðvitað rekstur Fjörukrár- innar.“ Það er ýmislegt framundan hjá Jóhannesi eins og danskir dagar og svo Víkingahátíðin, sem hefur að sögn hans aldrei verið stærri en í sumar. „Á dönsku dögunum kemur til landsins dönsk hljómsveit sem spil- ar hjá okkur og matseðillinn verður með dönsku ívafi.“ Jóhannes segir að lokum að viðbrögð við hótelinu hafi verið vonum framar og hann er bjartsýnn á hótelrekstur í Hafn- arfirði. Fyrsta hótelið í Hafnarfirði opnað Innréttað í víkingastíl Morgunblaðið/Golli Hótel Víking er við hlið Fjörukrárinnar í Hafnarfirði. Veitingasalur hótelsins á neðri hæðinni rúmar um 70 gesti. Hann er við- arklæddur og innréttaður í sannkölluðum víkingastíl. DAGANA 19.–25. mars næstkom- andi verður efnt til ellefta antik- og listmunamarkaðarins (BADA Antique & Fine Art Fair), en hann verður í höfuðstöðvum hertogans af York í Chelsea. Á markaðinn koma hundruð fornmunasala. Á meðal þeirra verða fornmunasalar sem eru í hinum virðulegu sam- tökum British Antique Dealer’s Association. Þótt athyglin muni einkum beinast að húsgögnum verður þar mikið úrval breskra listaverka, olíumálverka, teikninga og eftirprentana. Meðan á markaðnum stendur verða haldnir fyrirlestrar sem fjalla um fornmuni. Listmunamark- aður í Chelsea  Þeim sem vilja forvitnast nánar um fornmunamarkaðinn er bent á netslóðina: www.bada-antiques-fair.co.uk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.