Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 B 17 bíó ANNARS hef ég fyrir satt aðmörgum konum þyki HughGrant kynbomba. Yfirleitt ein- kennast kynbombur af sjálfsöryggi, ögrandi framkomu, spengilegum, jafnvel vöðvastæltum, vexti. Því er út- affyrirsig fagnaðarefni ef kynþokki er tengdur við óöryggið uppmálað, hlé- drægnina, bælinguna, venjulegan mann jafnvel, sem gerir sig að fífli með reglubundnum hætti og lifir það af. Kannski er kynþokka þarna rugl- að saman við móðurtilfinningu, löng- un til að ráða yfir karlmönnum, hug- myndinni um að karlar séu veikara kynið og konur sterkara. Ég veit það ekki. Hvað vita karlmenn svosem um- fram það sem þeir læra af Sex And the City? Ég veit það heldur ekki. Hugh Grant er auðvitað snoturt ein- tak af karlmanni en hann er eintak sem engum, hvorki karli né konu, stafar ógn af. Hann er einnig góður gamanleikari, hefur ágæta tímasetn- ingu og krúttlegan, strákslegan sjarma, einhverja blöndu af kæru- leysi og yfirspennu. Og af því fjöl- miðlar, umboðsmenn og áróðurs- meistarar eru sífellt að stimpla fólk og fyrirbæri með samlíkingum, ann- aðhvort af ótta við að viðkomandi standi ekki undir sér annars eða til að auðvelda hugarletingjum lífið, hefur Hugh Grant verið kallaður „nútíma Cary Grant“. Það passar hvað varðar þá eig- inleika sem að ofan eru nefndir. En það nær ekki lengra og því ekki nógu langt vegna þess að Cary Grant gat einnig gefið til kynna ranghverfuna á þessum eiginleikum; hann gat opnað innsýn í myrkrið í „góðu gæjunum“ sem hann lék, sálsýki hversdags- mannsins. Þetta gat hann þegar hann fékk tækifæri til, umfram allt hjá Al- fred Hitchcock. Hugh Grant hefur enn ekki skapað sér tækifæri til annars en að endur- taka það sem hann gerir svo vel og fyrr er nefnt. „Góðu gæjarnir“ hans í t.d. Bridget Jones’ Diary (2001) eða About a Boy (2002) eru ívið kantaðri eða yddaðri, örlítið sjálfsöruggari í hinni fyrrnefndu og meiri slúbbert í þeirri síðarnefndu en þessir gegn- ummjúku sem hann hefur oftast leik- ið. Samt sem áður eru þeir tilbrigði við sama stef; útkoman, túlkunin er ósköp svipuð. Því er enn ekki vitað hvort Hugh Grant getur meira en hann hefur þegar gert. Hann reyndi í félagi við þáverandi konu sína, Elizabeth Hurl- ey, að framleiða spennutrylli með sjálfum sér í aðalhlutverkinu. Þetta var Extreme Measures (1996) sem fá- ir muna sjálfsagt eftir af þeirri ein- földu ástæðu að myndin er ekki minn- isstæð. Grant var rétt frambærilegur sem læknir og hetja en hvorki persón- an né túlkunin var á djúpmiðum. Kannski þorir hann ekki taka mikla áhættu. Sagt er að Grant sé í rauninni álíka taugaveiklaður og flestar per- sónurnar sem hann leikur. Þegar hann lék enskan uppboðshaldara í New York sem lendir á mafíustigum í heldur mislukkaðri gamanmynd, Mickey Blue Eyes (1999), öðru verk- efni frá fyrirtæki þeirra Hurleys, gaf meðleikari hans, töffarinn gamli James Caan, honum viðurnefnið Whippy vegna þess að Grant væri sí- fellt með áhyggjur af öllu „eins og litlu Whippet-hlaupahundarnir sem spennast upp í taugaóstyrk og maður verður að breiða yfir þá peysu þegar þeir fara að skjálfa“. Og kannski sýndi hann mestan átakaleik sinn í fyrsta alvöru kvik- myndahlutverki sínu sem ungur mað- ur á Játvarðartímanum í Englandi í kreppu með kynhvöt sína, þar sem var búningadrama Merchants-Ivory, Maurice (1987) eftir sögu EM Forsters. Þarna sýndi Grant að hann getur með hófstilltum hætti leikið í þrívídd. Hann gerði það reyndar líka 1992 sem bældur Breti í sálfræðilegum klóm perrans Peters Coyote í hinni mögnuðu og vanmetnu Bitter Moon eftir Polanski. En eftir að hann lék tví- víða Englendinga af svipuðum toga árið 1994, annars vegar klerk í kyn- ferðislegri endurnýjun í Sirens og hins vegar forfallinn piparsvein í ást- arnauð í hinum framúrskarandi róm- antíska grínsmelli Four Weddings and a Funeral hefur Hugh Grant verið á beinu brautinni, þ.e. þeirri braut sem er mörkuð mikilli velgengni og lítilli áhættu. Í rauninni hefur Hugh Grant verið að leika Hugh Grant í mynd eftir mynd. Þegar hann sveigði af henni í einka- lífinu kvöld eitt í Los Angeles og var handtekinn með buxurnar á hælunum ásamt vændiskonunni Divine Brown hafði það bara jákvæð áhrif á ferilinn og jók aðsóknina að næstu róman- tísku gamanmyndum hans, Nine Months og The Englishman Who Went Up a Hill but Came Down a Mountain, auk Sense and Sensibility (allar 1995). Það hafði ekki eins já- kvæð áhrif á samband þeirra Hurleys, sem fjaraði út, þótt þau séu enn vinir og samverkamenn í framleiðslufyrir- tækinu Simian Films. Hugh Grant, sem er nú 42 ára, er son- ur teppaverksmiðjustjóra og kennslukonu og hefur háskólapróf í enskum bókmenntum frá Oxford-há- skóla. En það er eins og áhugi hans hafi alla tíð beinst að gamanleik og að námi loknu stofnaði hann eigin grín- hóp sem kallaðist The Jockeys of Norfolk. Hann hefur, a.m.k. í fjölmiðl- um, grínaktuga lífssýn og sjálfs- hæðna, gerir endalaust grín að sjálf- um sér. Julia Roberts, meðleikkona hans í öðrum miklum rómantískum grínsmelli, Notting Hill (1999), hefur lýst Grant þannig að hann sé maður sem geti sagt „ég er með fótsvepp“ og slegið sér upp á því. Tökum dæmi um hnyttni hans í viðtölum:  „Ég hef aldrei gert mynd sem fjölmiðlar fullyrtu ekki um að ég hefði lent í ástarsambandi við mótleikara minn, nema ef til vill drenginn í About a Boy. Þegar ég les kjaftasögur af þessu tagi um annað fólk tek ég al- gjörlega mark á þeim. Sérstaklega ef þær eru andstyggilegar.“  „Ég vildi að ég væri ákveðnari þegar kemur að því sem ég sækist eft- ir hjá konum. Því miður veltur það al- gjörlega á því í hvernig skapi ég er, hversu vel sofinn ég er, í hvaða landi ég er, hversu mikið ég hef drukkið... Stór áhrifavaldur er hversu mikið ég hef drukkið kvöldið áður. Stúlkur sem ég hef áhuga á þegar ég er timbraður eru gjörólíkar þeim sem ég hef áhuga á þegar ég er ótimbraður.“  „Við höfum sérstaka möppu á skrifstofunni sem kölluð er Loonies og er troðfull af kynlegum kveðjum frá aðdáendum mínum. Í Skotlandi er til dæmis kona sem sendir mér nær- föt sín; þau eru lík nærbuxunum í Bridget Jones’ Diary, frekar háar á hliðunum en hún lítur mjög vel út í þeim á myndunum.“  „Konur fá enskan gaur aldrei til að tala um sjálfan sig eða Sambandið sem slíkt. Ég tel að hinn stóri leynd- ardómur lífsins sé fólginn í því að sópa öllu undir teppið.“ Eftir 13 ára samband sitt við Hurley er Hugh Grant á lausu. Mótleikkona hans í Two Weeks Notice, Sandra Bull- ock, sem fjölmiðlar sögðu að venju að hann hefði átt í sambandi við á töku- tímabilinu, vill endilega að hann gangi út. „Ég er að reyna að vera mellu- dólgurinn hans vegna þess að ég vil að hann fjölgi sér. Hann er sannur herramaður, indæll og greindur. Mér finnst hann himneskur.“ Hljómar þetta ekki frekar eins og meðmæli stoltrar móður en yfir sig hrifinnar ástkonu? Englendingurinn sem stam- aði sig upp á stjörnuhimininn og deplar þar enn augum STUNDUM minnir Hugh Grant á breska útgáfu af Goldie Hawn, að vísu karlkyns, dökkhærða og áratug yngri. Í stað heimsku ljóskunnar hennar Goldie hefur Hugh boðið uppá seinheppna Englendinginn, eintóm- an vandræðagang, stam, deplandi augu og grallaralegt bros, tauga- veiklun karlmanns sem ekki rís und- ir hefðbundnum kröfum um karl- mennsku en reynir að skáka í skjóli ensks yfirstéttarhreims. Hugh Grant er breskt framlag til rómantískra gamanmynda eins og Goldie Hawn er bandarískt. Í enn einni slíkri, Two Weeks Notice sem frumsýnd er hér- lendis um helgina, leikur hann á móti einum af arftökum hennar, Söndru Bullock. Hún er dökkhærð. Árni Þórarinsson SVIPMYND Reuters Hugh Grant leikur í Two Weeks Notice eigingjarnan og yf- irborðslegan stórforstjóra sem kemur svo illa fram við aðalráðgjafa sinn, lögfræðing, sem Sandra Bullock leik- ur, að hún ákveður að segja upp. Þá sannast auðvitað hið fornkveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þau Bullock höfðu lengi haft í hyggju að leika saman í gam- anmynd og niðurstaðan er Two Weeks Notice sem Bullock framleiðir að auki. „Hún er stórsnjöll gam- anleikkona, falleg og heillandi,“ segir Grant um framleiðanda sinn og o.s.frv. Næsta mynd Grants er fyrsta leikstjórnarverkefni Richards Curtis, handritshöfundar Four Weddings and aFuneral og Notting Hill. Myndin heitir Love Actually og kæmi veru- lega á óvart ef hún er rómantísk gam- anmynd. Ráðstefna um skapandi markaðsstarf Funky Business: Talent makes capital dance Gleymdu gamla fyrirkomulaginu! Gleymdu því sem þú vissir í gær! Forskot í samkeppni næst aðeins með því að skera sig úr, að vera öðruvísi. Og í æ ríkari mæli er þetta „öðruvísi“ þankagangur fólks en ekki fyrirtækja. Í dag eru það aðeins hæfileikar sem koma fjármagninu á hreyfingu. Einstök upplifun! Aðalfyrirlesari dagsins, Jonas Ridderstråle, einn yngsti og ferskasti gúrúinn í evrópsku viðskiptalífi og annar höfunda bókarinnar Funky Business: Talent makes capital dance, kennir hvernig á að líta framtíðina í skapandi ljósi og þróa snjöll sóknarfæri. Hann er fagmaður fram í fingurgóma en gengur ekki í jakkafötum, hefur litríkar hugmyndir, mikinn sannfæringarkraft og lifandi sviðsfram- komu. Sagt er að fyrirlestur hjá Ridderstråle sé einstök upplifun enda lætur hann hefðirnar lönd og leið. Þátttökugjald er 19.900 kr. fyrir ÍMARK-félaga en 26.900 kr. fyrir aðra. Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu ÍMARK í síma 511 4888 og 899 0689. Einnig má tilkynna þátttöku með tölvupósti til imark@imark.is. Sætafjöldi er takmarkaður — tilkynnið þátttöku sem fyrst! • Eftir höfðinu dansar fjármagnið Ráðstefna um skapandi markaðsstarf Háskólabíói kl. 9.00—15.30 • Hádegisverður á Hótel Sögu með fulltrúa markaðsfyrirtækis ársins 2002 • AAÁ; Athyglisverðasta auglýsing ársins 2002 Verðlaunaafhending í Háskólabíói 16.30—19.00 • AAÁ-dansleikur í Iðnó Minnisstæðasti fyrirlestur sem ég hef upplifað. Ólöf Þorvaldsdóttir, auglýsingastofunni Hér og Nú. Fyrirlestur Dr. Jonasar er mér mjög minnisstæður og ég hef oft vitnað í hann. Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykjavík. Íslenski markaðsdagurinn 21. febrúar 2003

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.