Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 1
Sunnudagur 16. febrúar 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.655 Innlit 16.655 Flettingar 70.546 Heimild: Samræmd vefmæling Póls hf. er leiðandi fyrirtæki á sviði vigtar, flokkunar- og stýritækni fyrir matvæla-iðnaðinn. Sölumaður Póls hf. óskar eftir að ráða sölumann til starfa í sölu- og markaðsdeild félagsins í Reykjavík. Sölu- og markaðsdeildin hefur umsjón með stefnu fyrirtækisins í markaðs- og sölumálum ásamt tilboðs- og samningsgerð á vörum og lausnum félagsins. Upplýsingaöflun og grein- ing á markaðsaðstæðum er stór þáttur í starfs- emi deildarinnar ásamt umsjón og ábyrgð á sýningarhaldi og gerð kynningarefnis. Starfinu fylgja mikil ferðalög bæði innanlands og er- lendis. Hæfniskröfur: Háskólamenntun eða sambærileg framhalds- menntun. Víðtæk starfsreynsla og þekking í matvæla- framleiðslu. Krafa um góða spænsku og/eða frönsku- kunnáttu auk ensku. Góð tölvukunnátta æskileg. Leitað er eftir metnaðarfullri persónu sem er til í að takast á við fjölbreytt verkefni í ört stækkandi fyrirtæki, með gott frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar og skal skila umsóknum til Póls hf. fyrir þann tíma, á eftirfar- andi póstföng: ebg@pols.is, pso@pols.is eða í P.O. Box 8836. 105 Reykjavík merktum: „Sölumaður - Póls hf“. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Pálmar Sveinn Ólafsson, sími 456 6411. Austur-Hérað Leikskólinn Tjarnarland Egilsstöðum Leikskólinn Tjarnarland óskar að ráða: Aðstoðarleikskólastjóra frá 1. júní nk. Um er að ræða fullt starf sem skiptist í 80% starf á deild og 20% stjórnunar- starf. Umsækjandi skal hafa lokið leikskólakennara- námi. Leikskólakennara í 100% starf frá 1. júní eða eftir samkomulagi. Hlutastarf kemur til greina. Tjarnarland er 4ra deilda leikskóli. Lögð er áhersla á að vinna í anda Reggio-hugmynda- fræðinnar. Nánari upplýsingar gefur leikskóla- stjóri í síma 471 2145. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist til leikskólastjóra Tjarnarlands eigi síðar 10. mars nk. Leikskólastjóri. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Háskólakennari Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri auglýsir stöðu háskólakennara lausa til umsóknar. Til greina kemur að ráða í hlutastarf. Hér er um að ræða stöðu háskólakennara með sérmenntun á sviði skipulagssfræða, landslagsarkitektúrs eða með hliðstæða menntun (dósent/lektor). Laun og önnur starfskjör samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna og aðlögunarsamningum LBH við viðkomandi stéttarfélög. Menntunar og hæfniskröfur: Háskólamenntun með meistara- eða doktorsgráðu í viðkomandi fræðigrein. Frumkvæðishæfileikar við uppbyggingu nýrrar þekkingar. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í kennslu á háskólastigi. Umsækjendur láti fylgja ítarlega skýrslu um námsferil, kennslu- og fræðastörf svo og önnur störf. Einnig skulu fylgja eintök af þeim fræðilegu gögnum sem þeir óska að tekið sé tillit til. Nauðsynlegt er fram komi hvaða verkefnum umsækjendur hafa unnið að, hverju þeir eru að sinna og áform þeirra ef til ráðningar kemur. Umsækjendur láti fylgja nöfn a.m.k. tveggja meðmælenda. Nánari upplýsingar veita Magnús B. Jónsson rektor (magnusb@hvanneyri.is) eða Auður Sveinsdóttir dósent (audurs@hvanneyri.is) eða í síma 437 0000. Umsóknir sendist til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, 311 Borgarnesi, fyrir 7. mars 2003. Skemmtilegt og krefjandi verkefni fyrir þroskaþjálfa/ stuðningsfulltrúa Hæfingarstöðin Bjarkarás Styrktarfélag vangefinna óskar eftir þroskaþjálfum og/eða stuðningsfulltrú- um til starfa á nýrri deild sem verið er að opna í Bjarkarási, Stjörnugróf 9. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs. Vinnutíminn er frá kl. 8:30-16:30 á virk- um dögum. Deildin er ætluð einstakling- um sem þurfa sértæka þjónustu vegna hegðunarfrávika. Umsóknarfrestur er til 21. febrúar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við leitum að starfsfólki sem: Býr yfir skipulögðum og nákvæmum vinnubrögðum. Er sveigjanlegt og tilbúið að tileinka sér nýjungar. Hefur góða samstarfshæfileika. Hefur tamið sér jákvæða hugsun og viðhorf. Við bjóðum: Góðan stuðning og ráðgjöf. Ágæta starfsaðstöðu og tíma til undir- búnings. Samvinnu við góðan starfsmannahóp. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Þroskaþjálfafélags Íslands eða Starfs- mannafélags ríkisstofnana og Styrktarfé- lags vangefinna. Nánari upplýsingar veita Þórhildur Garðarsdóttir forstöðuþroskaþjálfi og Krist- rún Sigurjónsdóttir yfirþroskaþjálfi í síma 568 5330. Prófessorsstöður Við fiski- og náttúrufræðideild Háskólans í Bodø eru lausar 3 stöður prófessora. Stöðurnar eru hluti af áætlun Háskólans um að styrkja fiskeldissviðið, og felur m.a. í sér að hleypa af stokkunum nýrri landsstöð fyrir lúðueldi og koma á fót meistara- og doktorsnámi í sjávarfræðum. St. nr. 1522: Prófessor í sjávarfiskeldi og stjórnandi rannsóknaráætlunar um lúðueldi. St. nr. 1523: Prófessor í sjávarfiskeldi. St. nr. 1525: Prófessor/førsteamanuensis í sameindaerfðafræði. Fulla starfslýsingu má finna á heimasíðu okkar. Nánari upplýsingar um stöðuna fást hjá Terje Solberg, dekanus, Terje.Solberg@hibo.no eða Jarle Nordeide førsteamanuensis, Jarle.Nordeide@hibo.no (sími +47 75 51 7200). Umsóknir séu á ensku, merktar stöðunr. og sendist til Høgskolen i Bodø, N-8049 Bodø. Umsóknarfrestur: 9. mars 2003. Skrifstofustarf Kraftur hf., umboðsaðili fyrir m.a. MAN vöru bifreiðar, óskar að ráða starfskraft á skrifstofu. Um er að ræða heilsdagsstarf við merkingar og skráningu á bókhaldi, afstemmingar og undirbúning fyrir uppgjör, auk annarra tilfall- andi starfa á skrifstofu fyrirtækisins. Við leitum að einstaklingi með góða kunnáttu á bókhaldsstörfum. Unnið er með bókhaldskerfi frá TOK. Viðkom- andi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. júní nk. Umsóknum skal skilað til Krafts hf., Vagn- höfða 1, eða á netfangi kraftur@kraftur.is, fyrir 22. febrúar nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.