Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa hjá þekktu þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Um dagvinnu er að ræða og fullt starf. Starfið tengist lífi og heilsu fólks. Leitað er að þjónustulunduðum einstaklingi sem er leikinn í mannlegum samskiptum. Umsóknir óskast sendar til Hagvangs, merktar „Hjúkrunarfræðingur“ fyrir 24. febrúar nk. Upplýsingar veita Katrín S. Óladóttir og Ari Eyberg. Netföng: katrin@hagvangur.is og ari@hagvangur.is Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Hjúkrunarfræðingur Spennandi tækifæri fyrir hjúkrunarfræðing. Delta ehf. er leiðandi fyrirtæki í þróun og sölu samheitalyfja á alþjóðlegum markaði. Meginstyrkur fyrirtækisins liggur í öflugu þróunarstarfi, traustu sambandi við viðskipta- menn og fyrsta flokks lyfjaframleiðslu. Félagið var stofnað árið 1981 og hjá því starfa nú um 340 manns. Stærsti hluti sölu Delta er á alþjóðlegum markaði og er sala á lyfjatengdu hugviti einn af öflugustu vaxtarbroddum starf- seminnar. Delta hefur meira en 200 lyf á skrá á Íslandi og markaðsleyfi fyrir lyf í yfir 20 lönd- um. Delta er hluti af Pharmaco samstæðunni sem er öflugt alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki og rekur lyfjaverksmiðjur og rannsóknarstofur á Íslandi, Möltu, í Búlgaríu og Serbíu. Gæðasvið Delta Delta ehf. óskar að ráða starfsmann til starfa í mælideild. Starfið felst í gæðaeftirlitsmælingum á hráefnum og framleiðsluvörum félagsins, úrvinnslu gagna, skýrslugerð, uppbyggingu gæðakerfis á rannsóknarstofu o.fl. Hæfniskröfur: Háskólanám í meinatækni, líffræði, matvælafræði, lyfjafræði eða sambærilegum greinum. Nákvæmni og öguð vinnubrögð. Góð samskiptahæfni og skipulagshæfileikar. Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Umsóknir óskast sendar til Hagvangs merktar „Gæðaeftirlitsmælingar-3156“ fyrir 24. febrúar nk. Upplýsingar veitir Guðný Sævinsdóttir. Netfang: gudny@hagvangur.is Kraftvélar ehf sér um innflutning, sölu og þjónustu á Komatsu vinnuvélum og Toyota lyfturum, sem og fjölda annarra véla undir þekktum vörumerkjum. Fyrirtækið er í nýlegu húsnæði að Dalvegi 6-8, Kópavogi. Hjá fyrirtækinu starfa tæplega 30 manns. www.kraftvelar.is Við leitum að sölumanni Kraftvélar ehf óska að ráða sölumann fyrir vinnuvélar. Starfið felst í sölu til viðskiptavina og öflun nýrra viðskipta. Starfinu fylgja ferðalög bæði innanlands og utan. Mikið er um erlend samskipti við birgja, pantanir, áætlanagerð, fundi o.þ.h. Leitað er að einstaklingi sem hefur mikla ánægju af samskiptum við viðskiptavini og sölumennsku. Í boði er áhugavert framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir óskast sendar til Hagvangs merktar „Sölumaður-Kraftvélar“ fyrir 24. febrúar nk. Upplýsingar veitir Baldur G. Jónsson. Netfang: baldur@hagvangur.is Hæfniskröfur: Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði. Starfsreynsla er mikill kostur. Heiðarleiki, snyrtimennska og þjónustulund eru mjög mikilvægir kostir. Góð enskukunnátta skilyrði. Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Kaffi Perlan óskar eftir vönu starfsfólki í afgreiðslu, vaktstjó- ra og matreiðslu. Kokkur ekki skilyrði en reynsla er nauðsynleg. Erum opin fyrir nýjungum. Upplýsingar gefnar í síma 562 0200 mánu- daginn 17. febrúar, Gerður eða Stefán. Flugmálastjórn Íslands óskar eftir að ráða umsjónarmann verkefna flugöryggissviðs Starfssvið: Starfssviðið felst annars vegar í framkvæmd bóklegra flugprófa og hins vegar í skráningu, meðhöndlun og eftirfylgni ýmissa erinda. Ennfremur þarf viðkomandi að halda utan um gæðakerfi flugöryggissviðs. Hæfnis- og menntunarkröfur: Gerð er krafa um háskólapróf og/eða kennara- menntun eða sambærilegt. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi mjög gott vald á enskri tungu. Hann þarf einnig að vera mjög sam- viskusamur og nákvæmur, hafa góða tölvu- kunnáttu og færni í uppsetningu og miðlun efnis. Þekking á flugmálum er æskileg. Við leitum að starfsmanni sem hefur góða samskiptahæfileika, með lipra og þægilega framkomu og með hæfileika til miðlunar. Hann þarf að geta sýnt frumkvæði í starfi og vera skipulagður í verkum sínum. Hann þarf að geta unnið undir miklu álagi. Laun samkvæmt viðeigandi kjarasamning- um starfsmanna ríkisins. Umsóknir Frekari upplýsingar um starfið gefur Pétur Maack, framkvæmdastjóri í síma 569 4121 og Ingunn Ólafsdóttir, starfsmannastjóri í síma 569 4303. Skriflegar umsóknir með ítarlegum upplýs- ingum um menntun, fyrri störf og mynd sendist starfsmannahaldi Flugmálastjórnar fyrir 3. mars 2003. Hægt er að nálgast um- sóknareyðublöð á heimasíðu Flugmála- stjórnar, www.flugmalastjorn.is. Öllum umsóknum verður svarað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.