Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 10
10 C SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Tilboð óskast í húseignir fyrrum Skjöldólfsstaðaskóla á Jökuldal 13187 Um er að ræða heimavistarskólahúsnæði fyrrum Skjöldólfsstaðaskóla sem er á Jökuldal 56 km frá Egilsstöðum og 210 km frá Akureyri. Húsin standa á eignarlóð. Öll húsin eru kynnt með rafmagnskyndingu sem tengd er heimaraf- stöð og einnig er uppsett olíukynding sem vara- afl. Eftirfarandi hús tilheyra skólanum: Heimavistarhús 335 m² byggt 1945; steypt með valmaþaki, einangrað og klætt að utan og skipt um glugga á níunda áratugnum, gólfefni mikið til endurnýjuð og eldhús sömuleiðis á síðustu árum. Skólastjóraíbúð 162 m² byggð 1964; steypt með timburþaki, máluð að utan og innan og baðher- bergi endurnýjað 2000 og eldhúsinnrétting frá tíunda áratungum. Íþróttahús með anddyri 258 m² byggt 1980; steypt með timburþaki, salur u.þ.b. 7x14 m og lítið svið við enda salar með baðherbergjum í kjallara. Sundlaug byggð 1996; sundlaugarker 12x6 m, heitur pottur sundlaugarhús alls 178 m², steyptur kjallari fyrir tækjabúnað og timburhús með bún- ingsherbergjum. Brunabótamat eignanna er kr. 83.151.000 og fasteignamat er kr. 28.522.000. Nánari upplýsingar um ofangreinda veita Jónas Þór Jóhannsson, símar 471 2715 og 853 1001 og Ríkiskaup í síma 530 1412, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, þar sem tilboðseyðublöð ásamt leið- beiningum um útfyllingu tilboðseyðublaða liggja frammi. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 11.00 þann 5. mars 2003 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. Útboð F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi efniskaup fyrir 5. áfanga Nesjavallavirkjunar:  2 stk. 900 kW, 6,6 kV dælumótorar. Mótor- ana skal afhenda fob. í ágúst 2003. Opn- un tilboða: 12. mars 2003 kl. 14:00 á skrifstofu Innkaupastofnunar.  4 stk. 1250 kVA, 11/6,6 kV þurrspennar. Spennana skal afhenda fob. í júní 2003. Opnun tilboða: 6. mars 2003 kl. 11:00 á skrifstofu Innkaupastofnunar.  3 stk. 12 kV háspennuskápar. Skápana skal afhenda fob. í júní 2003. Opnun til- boða 4. mars 2003 kl. 10:00 á skrif- stofu Innkaupastofnunar. Útboðsgögn á ensku fást á skrifstofu Inn- kaupastofnunar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Einnig er hægt að óska eftir tölvutækri út- gáfu útboðsgagna hjá Innkaupastofnun, netfang isr@rhus.rvk.is . Leikskólinn Krakkakot — stækkun Opið útboð Bessastaðahreppur óskar eftir tilboðum í stækkun leikskólans Krakkakots í Bessastaða- hreppi. Fyrirhuguð stækkun er 365 m². Framkvæmdin felur í sér að reisa byggingu ásamt fullnaðarfrágangi að utan og frágangi innanhúss. Einnig er um að ræða jarðvinnu vegna bygg- ingar og hluta lóðarfrágangs. Verklok eru eigi síðar en 1. júlí 2004. Útboðsgögn verða afhent í móttöku VSÓ Ráð- gjafar ehf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík, sími 585 9000, frá og með þriðjudeginum 18. febrú- ar 2003, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila í móttöku VSÓ Ráðgjafar ehf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík, eigi síðar en þriðjudaginn 11. mars 2003 kl. 14.00 og verða tilboðin þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. ÚU T B O Ð Útboð 13238 Netarall 2003 — Stofnmæling hrygningarþorsks með þorskanetum Ríkiskaup fyrir hönd Hafrannsóknastofnunarinn- ar óska eftir tilboðum í útboði 13238. Óskað er eftir 7 netabátum til verksins, 5 á svæðinu frá Breiðarfirði að Hornafirði og 2 fyrir Norðurlandi. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 frá og með þriðjudeginum 18. febrúar hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7, 105 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað hinn 4. mars 2003 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Verðfyrirspurn nr. 13240 Netabátur fyrir merkingar og stofngerðarrannsóknir Ríkiskaup fyrir hönd Hafrannsóknastofnunarinn- ar leita eftir upplýsingum um leigukostnað á rúmlega 200 tonna netabát, með áhöfn, í 10 til 20 daga á tímabilinu 30. mars til 20. apríl 2003. Verkefnið felst í veiðum á hrygningarþorski á nokkrum svæðum við Suðurland vegna atferlis- og erfðafræðirannsókna; samkvæmt verklýs- ingu. Verðfyrirspurnargögn eru til sýnis og sölu á kr. 2.000 frá og með þriðjudeginum 18. febrúar hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7, 105 Reykjavík. Verðtilboð verða opnuð á sama stað hinn 4. mars 2003 kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska. Auglýsing um afgreiðslu bæjarstjórnar Kópavogs á auglýstri tillögu að deiliskipulagi. Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyting- um, er hér með auglýst afgreiðsla bæjarstjórnar Kópavogs á eftirfarandi deiliskipulagstillögu: Digranesvegur 79. Bakki í Kópavogsdal. Deiliskipulag. Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjar- stjórn Kópavogs þann 10. desember 2002 samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi við Bakka, Digranesvegi 79. Í tillögunni felst að heimilt verði að byggja skátaheimili allt að 390 fm að grunnfleti á einni hæð með aðkomu frá Digranesvegi. Tillagan er breyting á deiliskipu- lagi sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. nóvem- ber 1997 og af skipulagsstjóra ríkisins 22. desember 1997. Tillagan var auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. frá 20. september til 18. október 2002 með at- hugasemdafresti til 1. nóvember 2002. Með tilvísan í athugasemdir og ábendingar er bár- ust á kynningartíma var tillagan samþykkt með þeirri breytingu að akstursleið frá Digranesvegi að fyrirhuguðu skátaheimili (s.k. norðurleið) var aflögð. Þess í stað verði gerð ný akstursleið að skátaheimilinu frá fyrirhuguðu bílastæði við Digranesveg. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið málsgögnin sbr. bréf dags. 5. febrúar 2003 og gerði ekki athugasemd við að birt yrði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda 20. febrúar 2003. Nánari upplýsingar eða gögn um ofangreinda deiliskipulagsáætlun og afgreiðslu hennar er hægt að nálgast á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 200 Kópavogi, milli kl. 8.30 og 16.00 alla virka daga. Skipulagsstjóri Kópavogs. TILBOÐ / ÚTBOÐ ÚU T B O Ð Eftirfarandi útboð eru til sýnis og sölu á skrifstofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík. * Nýtt í auglýsingu 13227 Forval — Kvennaskólinn við Fríkirkju- veg, endurbætur utanhúss. Opnun 25. febrúar 2003 kl. 14.00. Verð forvalsg- agna kr. 2.000. 13212 Nemendagarðar við Menntaskólann á Akureyri — Húsgögn. Ríkiskaup, fyrir hönd Rekstrarfélagsins Lundar ses., óska eftir tilboðum í smíði og uppsetningu á húsgögnum í Nemendagarða við Menntaskólann á Akureyri. Útboðs- gögn eru til sýnis og sölu hjá Ríkiskaup- um á kr. 6000. Útboðsgögn eru einnig afhent á Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks ehf., Kaupangi, Mýrarvegi, Akur- eyri, að undangenginni greiðslu hjá Ríkis- kaupum. Opnun hjá Ríkiskaupum 25. feb- rúar 2003 kl. 14.00. 13235 Glerperlur (glassbeads) fyrir Vega- gerðina. Opnun 26. febrúar 2003 kl. 11.00. Verð útboðsgagna kr. 2.000. 13237 Sjóflutningur á vegræsarörum. Óskað er eftir tilboðum í sjóflutning á um 800 tonnum af vegræsarörum á gámafletjum. Opnun 26. febrúar 2003 kl. 14.00. Verð útboðsgagna kr. 2.000. 13164 Sjúkrahús Akraness norðurálma — endurbætur. Opnun 6. mars 2003 kl. 11.00. Verð útboðsgagna kr. 6.000. Vett- vangsskoðun verður haldin á verkstað 18. febrúar nk. kl. 14.00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. 13143 Ræsting Barnaspítali Landspítala há- skólasjúkrahúss. Ríkiskaup, fyrir hönd Landspítala háskólasjúkrahúss, óska eftir tilboðum í ræstingu og hreingerningu í húsnæði Barnaspítala Landspítala há- skólasjúkrahúss. Opnun tilboða 18. mars 2003 kl. 11.00. Verð útboðsgagna kr. 3.500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.