Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 C 11 BÁTAR SKIP Útboð Hitaveita Suðurnesja hf. óskar eftir tilboðum í verkið: „Vogaæð - Endurnýjun 1. áfangi, HS01003.“ Verkið fellst í lagningu hitaveituæðar frá brunni norðan Reykjanesbrautar, um 1 km vestan Grindavíkurvegar, að Vogum á Vatnsleysu- strönd. Helstu magntölur: Lengd hitaveitulagna í plastkápu, skurðlengd: Stofnæð 250/400 3.820 m Dreifikerfi og tæmilagnir 40 m Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2003. Útboðsgögn verða til sölu á skrifstofum Hita- veitu Suðurnesja hf., Brekkustíg 36, Njarðvík, og Hverfisgötu 27, Hafnarfirði, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á Brekkustíg 36, Njarðvík, kl. 11.00 fimmtudaginn 6. mars 2003. Hitaveita Suðurnesja hf. Farþegabátur til sölu Til sölu er farþegabáturinn Anna 6718. Yanmar 191,20 kw árgerð 1999 keyrð 1700 tíma. Lengd: 9,5 m (lengd ca 1997) Breidd: 2,52 m. Báturinn er í toppstandi og vel útlítandi, DP 290 hældrif. Í bátnum er Garmin 180 GPS, Hondex lita dýpt- armælir, Furuno 16 m radar, Mitsubishi NMT sími, Danita VHF talstöð, CB talstöð, Garmin VHF handtalstöð, STK staðsetningartæki, Frí- fljótandi neyðarbauja, 8 manna Lifegard björg- unarbátur árg. 1987, 12 manna Viking björgun- arbátur árg. 2000, Gasmiðstöð og Vatnsmið- stöð, björgunarvesti fyrir 18. Vatnssalerni. Hefur farþegaleyfi fyrir 15 og 2ja manna áhöfn. Uppl. í síma 820 1909, netfang:hornstrandir.is og rubbi@isl.is Danski Pétur VE 423, stálskip, smíðað á Akranesi 1971 Skipið hefur verið mikið endurnýjað, m.a. sett ný aðalvél í skipið 1991, aflvísir 2190. Skipið selst með aflahlutdeild í þorski (um 139.000 kg. úthlutun 2002/2003) og ýsu (um 95.000 kg úthlutun 2002/2003). Skipið er tilbúið á veiðar og selst með veiðarfærum. Gunnar I. Hafsteinsson, hdl., Magnús Helgi Árnason, hdl., Hafnarhvoli, Reykjavík, sími 552 3340, fax 562 3373. Auglýsing um afgreiðslu bæjarstjórnar Kópavogs á auglýstri tillögu að deiliskipulagi Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyt- ingum, er hér með auglýst afgreiðsla bæjar- stjórnar Kópavogs á eftirfarandi deiliskipulag- stillögu: Nýbýlavegur 72. Deiliskipulag. Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjar- stjórn Kópavogs þann 14. janúar 2003 sam- þykkt tillögu að deiliskipulagi við Nýbýlaveg 72. Í tillögunni felst að heimilt verður að byggja þriggja hæða íbúðarhús á lóðinni með 5 íbúð- um og tveimur innbyggðum bílskúrum. Tillaga var auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 frá 25. janúar til 22. febrúar 2002 með athugasemdafresti til 12. mars 2002. Athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var lögð fram að nýju og samþykkt í skipulagsnefnd 7. janúar 2003. Á tillögunni höfðu þá verði gerðar breytingar til að koma til móts við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Var tillögunni vísað til bæjarstjórn- ar þar sem hún var samþykkt eins og að ofan greinir. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið málsgögnin sbr. bréf dags. 31. janúar 2003 og gerði ekki athugasemd við að birt yrði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda 20. febrúar 2003. Nánari upplýsingar eða gögn um ofangreinda deiliskipulagsáætlun og afgreiðslu hennar er hægt að nálgast á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 200 Kópavogi, milli kl. 8.30 og 16.00 alla virka daga. Skipulagsstjóri Kópavogs. Styrkur til Noregsfarar Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða á árinu 2003. Samkvæmt skipulagsskrá fyrir sjóðinn er til- gangur hans „að auðvelda Íslendingum að ferðast til Noregs. Í þessu skyni skal veita við- urkenndum félögum, samtökum og skipulögð- um hópum ferðastyrki til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna, t.d. með þátttöku í mótum, ráðstefnum eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhliða grundvelli". Ekki eru veittir styrkir til þátttöku í fjölþjóðlegum mótum, þ.m.t. samnorrænum, sem haldin eru til skiptis á Norðurlöndum, og ekki er úthlutað ferða- styrkjum til einstaklinga eða þeirra sem eru styrkhæfir af öðrum aðilum. Í skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að veita styrki, sem renna til beins ferða- kostnaðar, en umsækjendur beri sjálfir dvalar- kostnað í Noregi. Hér með er auglýst eftir umsóknum frá aðilum sem uppfylla framangreind skilyrði. Í umsókn skal getið um hvenær ferð verður farin, fjölda þátttakenda, tilgang fararinnar og tengilið í Noregi. Auk þess skal tilgreina þá fjárhæð, sem farið er fram á. Umsóknum óskast beint til stjórnar sjóðsins og sendar forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðs- húsinu við Lækjartorg, 150 Reykjavík, fyrir 18. mars 2003. Í forsætisráðuneytinu, 11. febrúar 2003. Útboð Utanhússviðgerðir o.fl. Húsfélögin Hamraborg 14 og 14a og Hamraborg 16 og 14a, Kópavogi, óska hér með eftir tilboðum í utanhússviðgerðir. Verkið felst í hefðbundnum múr- og steypuviðgerðum, málun o.fl. Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofunni Hamraborg, Hamraborg 10, Kópavogi, 3. hæð, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Verklok 1. nóvember 2003. Tilboð verða opnuð á Verkfræðistofunni Hamraborg, Hamraborg 10, 3. hæð, miðviku- daginn 26. febrúar 2003 kl. 16.00 að viðstödd- um þeim bjóðendum sem þess óska. ÚU T B O Ð Útboð 13226 — Rekstrarleiga á bifreiðum fyrir Heilsugæsluna í Reykjavík Óskað er eftir 50 litlum fólksbifreiðum í þrjú á, með 20.000 km akstri á ári, á rekstrarleigukjör- um fyrir Heilsugæsluna í Reykjavík. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 frá og með miðvikudeginum 19. febrúar hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7, 105 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað hinn 24. mars 2003 kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Byggingarnefnd Forval - alútboð Byggingarnefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands óskar eftir umsóknum um þátttöku í alútboði vegna byggingar íþróttahúss og viðbótar kennsluhúsnæðis við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Verkefnið nær til hönnunar, byggingar og fullnaðarfrágangs húss og lóðar. Áætlað er að íþróttahúsið og viðbótar kennslu- húsnæði verði brúttó um 2.500 fm og um 2.000 fm að grunnfleti. Skiladagur verksins er áætlaður 16. júlí 2004. Forvalsgögn fást afhent frá og með mánudegin- um 17. febrúar nk. á skrifstofu Fjölbrautaskóla Suðurlands, Tryggvagötu 25, 800 Selfossi, og skal skila þeim útfylltum á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 4. mars 2003 fyrir kl. 12.00. Byggingarnefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands. ÚU T B O Ð 13216 — Innréttingar og tækjabúnaður í Náttúrufræðahús Háskóla Íslands — útboðsverk 16 Ríkiskaup óska eftir tilboðum í innréttingar og tækjabúnað í rannsóknastofur og kennslurann- sóknastofur í Náttúrufræðahús Háskóla Íslands. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 6.000 frá og með miðvikudeginum 19. febrúar hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7, 105 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað hinn 17. mars 2003 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. LÓÐIR Stórglæsilegar sumar- húsalóðir! Til sölu eru tvær samliggjandi lóðir með trjá- gróðri undir sumarhús úr jörðinni Hvammi í Skorradal, þar sem Skógrækt ríkisins ræktaði upp í 50 ár. Óviðjafnanlegt útsýni til suðurs yfir vatnið. Kjörið fyrir einstaklinga eða starfs- mannafélög. Hagstætt verð ef samið er strax. Til greina kemur að taka nýlegan bíl upp í kaup- verðið. Eignanaust fasteignasala, Vitastíg 12, sími 551 8000, 690 0807.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.