Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 4
Ljósmynd/Landhelgisgæslan Langþráð stund! Andrína komin um borð í þyrlu Gæslunnar. ANDRÍNA Guðrún Erlingsdóttir, 31 árs kona sem þyrla Landhelg- isgæslunnar TF-LÍF bjargaði seinni partinn í gær eftir að hún hafði beðið í þrjá klukkutíma á vélsleða úti í miðjum krapaelg norðan við Landamannalaugar, segist ekki hafa verið hrædd meðan á biðinni stóð en að ýmislegt hafi farið í gegnum huga hennar. Henni varð ekki meint af volkinu, segir að at- burðir gærdagsins hafi bara hert hana. Andrína var á ferð ásamt eig- inmanni sínum, Benedikt Braga- syni, en þau reka vélsleða- ferðaþjónustu á Mýrdalsjökli og því bæði vant vélsleðafólk. Ekkert stöðuvatn er þar sem atvikið varð en leysingavatn og rigningavatn síðustu daga hafði safnast saman og myndað mikinn krapaelg. „Við vorum á leiðinni inn í Land- mannalaugar og það var mígandi rigning þarna inn frá, allt orðið blátt og blautt. Við vorum að fara yfir krapasvæði og svo opnaðist allt í einu hafsjór fyrir framan okkur og við reyndum að fleyta okkur yf- ir. Ég lenti í röstinni eftir sleðanum hjá [Benedikt], sleðinn fór nokkrar veltur og ég kastaðist af honum. Ég fór á bólakaf ofan í krapann og vissi ekki hvað sneri upp eða niður. Ég sá glitta í sleðann, sem stóð aðeins upp úr vatninu og náði að svamla að honum,“ segir hún. „Ég hugsaði um ýmislegt“ Andrína mátti bíða í um þrjá klukkutíma þar til henni var bjarg- að. „Ég var mjög vel búin, í ullar- nærfötum og fóðruðum Gore-Tex galla,“ segir Andrína, en við- urkennir að henni hafi verið kalt enda var mikill öldugangur í vatn- inu sökum hvassviðris og gengu gusurnar yfir hana. Andrína segir að vélsleðar sökkvi alltaf lendi þeir í vatni og telur að því hljóti sleðinn að hafa setið á steini. „Það var ótrúlegt lán,“ segir Andrína og bætir við að þyrlu- áhöfnin á TF-LÍF hafi talið að vatn- ið væri um tveggja metra djúpt. Hún telur að um hálfur kílómetri hafi verið frá sleðanum á fast land þangað sem Benedikt, maðurinn hennar komst. „Ég hugsaði um ýmislegt,“ segir Andrína aðspurð hvað fór í gegnum huga hennar meðan hún sat á sleð- anum, en á stundum þurfti hún að ríghalda sér, svo mikið var rokið. „Ég var alltaf að reyna að gera mér grein fyrir því hvernig væri hægt að ná í mig, ég vissi ekki að þyrlan væri á leiðinni. Ég frétti það ekki fyrr en svona hálftíma áður en hún kom að hún væri á leiðinni.“ And- rína segir að Benedikt hafi hringt í gsm-farsíma sem hún var með í vas- anum og þannig gat hann sagt henni að þyrlan væri á leiðinni. Andrína segir að hún hafi velt því fyrir sér hvort hún gæti synt í land. „Ég var með tóman bensínbrúsa á sleðanum og mér datt svona helst í hug að reyna að taka hann og nota hann sem flotholt. En það var rosa- legur öldugangur í vatninu,“ segir Andrína. „Þetta var svolítið óþægi- legt, ég þurfi að halda mér á sleð- anum til að fjúka ekki. Ég var nú aldrei neitt hrædd en þetta var ónotalegt samt.“ Andrína segir að henni hafi létt mikið þegar hún sá þyrluna koma. „Það var mjög notaleg tilfinning og gott að koma um borð í þyrluna.“ Hún segir að þrátt fyrir atburði gærdagsins ætli hún að halda áfram að fara á vélsleða. Hún verði ekkert hrædd við íþróttina í fram- tíðinni. „Þetta herðir mann bara,“ segir hún ákveðin. Þegar Morgunblaðið náði tali af Andrínu, stuttu eftir að henni var bjargað úr prísundinni var hún í góðu yfirlæti hjá vinum. „Það var svolítið kalt, en ég er orðin nokkuð hress núna og búin að ná upp hita. Ég drakk nokkra sopa af kaffi og fékk að fara í sturtu eftir að þyrlan lenti,“ segir hún galvösk. Andrína og Benedikt voru dag- inn áður með hóp af ferðamönnum frá National Geographic. „Við för- um ekki með túrista í svona, þetta var bara einkatúr,“ segir Andrína. Kona sat föst á vélsleða úti í miðjum krapaelg í þrjá klukkutíma „Þetta herðir mann bara“ Morgunblaðið/Jim Smart „Ég fór á bólakaf ofan í krapann og vissi ekki hvað sneri upp eða niður. Ég sá glitta í sleðann, sem stóð aðeins upp úr vatninu og náði að svamla að honum,“ segir Andrína sem sat á snjósleða í miklum krapaelg í þrjá tíma.                                   FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Prag er nú orðinn einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til að sækja heim enda ein fegursta borg heimsins sem geymir mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúmsloft sem á ekki sinn líka í Evrópu. Gullna borgin, borg hinna þúsund turna, gimsteinn Evrópu, borg töfranna, það er ekki að undra að þessari stórkostlegu borg hafi verið gefin öll þessi nöfn. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg með beinu flugi í vor. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalahverfið og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Helgarferð til Prag 6. mars frá kr. 39.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 25.450 Flugsæti til Prag, 10. mars, með 8.000 kr. afslætti ef bókað fyrir 15. febrúar. Flug og skattar. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Fyrstu 300 sætin. Verð kr. 39.950 Flug og hótel í 4 nætur. M.v. 2 í herbergi á Pyramida Hotel, 6. mars. Skattar innifaldir. Flug fimmtudaga og mánudaga í mars og apríl EIGINMAÐUR Andrínu Guðrún- ar Erlingsdóttur, Benedikt Braga- son, segir að miklu fargi sé af sér létt, en hann beið í gær á milli von- ar og ótta eftir að konu hans yrði bjargað, en hún sat föst í þrjá tíma úti í miðjum krapaelg norðan við Landmannalaugar. Fyrst eftir að Andrína datt af sleðanum reyndi Benedikt að vaða út í til hennar en vatnið náði hon- um upp að höndum um leið og hann steig út í vatnið. Eftir að Andrína hafði gefið honum merki um að það væri allt í lagi með hana, fór hann á sleðanum inn í Landmannalaugar, þar sem hann vissi af hópi jeppamanna. Hann sá að þeir voru fastir í krapa skammt frá Landmannalaugum, leist ekki á blikuna og sá að eina leiðin til að bjarga konu hans úr prísundinni væri að kalla til þyrlu Landhelg- isgæslunnar. Þar sem mjög hvasst var óttaðist Benedikt að þyrlan gæti ekki flog- ið. „Þeir voru í sambandi við mig allan tímann og ég vissi af því þeg- ar þeir voru að meta það hvort þeir gætu farið. Svo frétti ég af því um leið og þyrlan fór í loftið. En hún var ansi lengi á leiðinni eftir að hún fór í loftið,“ segir Benedikt. Nú væri þungu fargi af honum létt. „Við þekkjum þetta landsvæði eins og lófann á okkur. Við áttum ekki von á svo miklum hlýindum og þessari gríðarlegu hláku,“ segir Benedikt. Hann segir þau hafa ver- ið á venjubundinni leið. „Þetta er gönguleiðin inn í Landmannalaug- ar úr Sigöldu. Við vorum komin frá Landmannahelli og gátum þrætt okkur meðfram Eskihlíðarvatni og þannig niður á gönguleiðina og ákváðum að fara og athuga hvernig jeppunum gengi,“ segir Benedikt. Eins og hafsjór yfir að líta Hann segir mjög slæmar að- stæður fyrir ferðalög vera á þessu svæði. „Hálendið hér að Fjallabaki er allt á floti. Það hefur hlánað svo mikið að þetta er bara eins og haf- sjór yfir að líta. Við vorum ekki á neinu vatni, það var allt á floti og svo enduðum við úti í stærðarinnar stöðuvatni, bara leysingavatni og hún komst ekki yfir. Það var ekki nokkur leið fyrir mig að komast að henni eða fyrir hana að komast í land. Hún fór bara á kaf ef hún steig af sleðanum,“ segir Benedikt. Þó alltaf sé auðvelt að vera skyn- samur eftir á, segir Benedikt þeg- ar hann er spurður hvort eitthvað hefði verið hægt að gera öðruvísi, að enginn lendi í svona háska nema hann taki einhverjar óskynsamleg- ar ákvarðanir. „Við vorum búin að þrælast yfir mjög langt krapabelti sem við vorum að reyna að komast út úr. Það endaði bara í þessu stöðuvatni, við vissum ekkert fyrr en við vorum komin út í það. Ég hafði það yfir en hún ekki. Það var bara þannig. Hún lenti í öldugang- inum á eftir mér og stakkst á kaf.“ Benedikt segist vita um annan vélsleðamann sem missti sleðann ofan í krapa um helgina, en hann var við Vondugil sunnan við Land- mannalaugar. Hann segir að á næstu dögum verði skoðað hvernig verði hægt að ná sleðanum upp úr krapaelgnum. „Óttaðist að þyrlan gæti ekki flogið“ Benedikt Bragason Mikil fjölg- un barna- verndar- mála Barnaverndarnefndir höfðu af- skipti af 14% fleiri börnum árið 2001 en árið á undan. Tilkynn- ingum til barnaverndarnefnda fjölgaði einnig og þurftu þær að hafa afskipti af ríflega 4.000 börnum á árinu 2001, sem jafn- gildir því að barnaverndar- nefndum hafi borist tilkynning- ar vegna ellefu barna hvern einasta dag ársins. Langflestar tilkynningar komu sem fyrr frá lögreglu og opinberum aðilum. Í skýrslunni kemur einnig fram að afskipti barnaverndar- nefnda beinist ekki síður að hegðun barnanna sjálfra en for- sjáraðilum og að fjölgun mála síðustu ára sé einvörðungu af þeim toga. Í skýrslunni kemur fram að hækkun sjálfræðisald- ursins í 18 ár skýri þessa þróun að einhverju leyti ásamt breyttri samfélagsgerð. Enn fremur segir í skýrsl- unni að stórstígar breytingar hafi orðið í meðferð barna og unglinga á síðustu árum. Eft- irspurn eftir meðferðarvistun hafi aukist verulega, en á ár- unum 1997–2001 fjölgaði um- sóknum úr tæplega áttatíu í um tvö hundruð. Meðferðarúrræð- um hefur einnig fjölgað og á árinu 2001 voru starfandi tíu meðferðarheimili þar sem um sjötíu börn nutu meðferðar á hverjum tíma. Sparnaður næst Á árunum 1997–2001 var fimm ríkisreknum meðferðar- heimilum lokað. Sólarhrings- stofnanir með vaktafyrirkomu- lagi á þessum tíma víkja fyrir fjölskyldureknum meðferðar- heimilum. Með þessum breyt- ingum hefur náðst að minnka rekstrarkostnað á hvert með- ferðarrými um eina milljón króna. Nýting á meðferðar- heimilum ríkisins árið 1992 var innan við 60% en árið 2001 var hún komin í 90%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.