Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 18. febrúar 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsinsblað B Stendur með þér í orkusparnaði Í dag þriðjudag og á morgun miðvikudag milli kl. 16 og 18 gefst þér kostur á að skoða eina af okkar glæsilegu íbúðum að Laugarnesvegi 87 (íbúð 404). Þar mun sölumaður okkar taka á móti þér og svara öllum þínum spurningum. Íbúðirnar að Laugarnesvegi 87 og 89 eru glæsilega hannaðar, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, og allar með sérinngangi af yfirbyggðum svalagangi. Húsin eru með lyftu, einangruð að utan og klædd áli og harðviði og þarfnast því lágmarksviðhalds. Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar 25. apríl nk. Komdu og skoðaðu glæsilega sýningaríbúð Góðir kostir: • Sér bílastæði í bílageymsluhúsi. • Þvottahús innan íbúðar. • Dyrasími tengdur myndavél í anddyri. Söludeild okkar er að Höfðabakka 9, sími 530 4200. Ítarlegar upplýsingar um eignirnar eru á www.iav.is. Laugarnesvegur 87 og 89 • Möguleiki á sjónvarps-, síma- og nettengingum í öll herbergi. • Vandaðar innréttingar og hurðir. • Lögð er sérstök áhersla á góða hljóðeinangrun. Dæmi um 3ja herbergja íbúð Þvottur 3,2 fm Eldhús 14,3 fm Svalir 9,7 fm Baðh. 5,5 fm Svefnherb. 9,1 fm Svefnherb. 14 fm Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Vaxtastig og ávöxtunar- krafa 16           Fjölbýlishúsið Eskihlíð 12 Gagnsemi retúrlokans Dæmisaga um viðgerð 26 Gólfhitinn vinsæll 43 Ástæður affalla                                                           $% & ' ( ) % (* + * % $ & )* * % % ' ) % ( + (%( * + * % % $ & '  ) ," #!# ! !"- *   ! # "-     ./0 1 ./0 1        ! "# $%# &''% 2 3-4- & 4 ! *! !5  678  049  : 5  / !!! ;# & !  <#-#= *   <#-#= +- 3"  <#-#= *   <#-#=     # (    0 "" 1(! " -"!"! *- !>"1???##"!              @!"  4ABC # # # # ! !" !" !# $ %   )*   +& 4A B C    "- ' . $. &% % $ $&/ $#"-% $01& 2 "$1/ -1' ( 5#C   3 !  4   ! $'# $/# &''% : !""-" . " ( "     " # # #            # #    #  #  VINNA við hið nýja hverfi í Arn- arnesvogi í Garðabæ er þegar hafin af fullum krafti, en óhætt er að fullyrða, að margir bíði eftir þessu hverfi með mikilli óþreyju. Jarð- vinna við fyrstu lóðirnar stendur nú sem hæst og gert ráð fyrir að byggingaframkvæmdir geti hafizt í apríl. Eins og fram er komið hefur hverfið fengið nafnið Sjáland eftir Sjálandi í Danmörku og götur í hverfinu munu bera heiti á þekkt- um götum í Kaupmannahöfn, þar sem Íslendingar komu við sögu fyrr á öldum. Alls er gert ráð fyrir, að um 750 íbúðir verði byggðar á Sjálandi í Garðabæ, þar af verða um 250 fyrir eldri borgara, og íbúar hverfisins verði um 2.000 alls. Það eru fyr- irtækin Björgun ehf. og Bygginga- félag Gylfa og Gunnars ehf. sem standa að uppbyggingu hverfisins í samvinnu við Garðabæ. „Það verður væntanlega byrjað á fyrstu húsunum í apríl næstkom- andi og þau munu rísa á lóðum, sem eru vestast í hverfinu,“ segir Sigurður Helgason, forstjóri Björg- unar. „Fyrstu íbúðirnar gætu þá orðið tilbúnar um næstu áramót. Þarna er mjög gott byggingarland með miklu útsýni til Reykjavíkur og til fjalla en síðast og ekki sízt út á sjó- inn og til Snæfellsjökuls. Nær 300 íbúðir í fyrsta áfanga Hverfið verður byggt í þremur áföngum. Að sögn Sigurðar verða reistar tæplega 300 íbúðir í fyrsta áfanga á bilinu 70 – 130 ferm. að stærð. Þær verða allar í fjölbýlis- húsum, sem verða frá þremur og upp í sex hæðir. Lægri húsin verða úti á landfyllingunni úti í sjóinn, en hún tilheyrir þriðja áfanga. Gert er samt ráð fyrir að ljúka við landfyll- inguna um næstu áramót. Hönnuður hverfisins er Björn Ólafs, arkitekt í París, en margir arkitektar munu hanna húsin. Það á að tryggja fjölbreytni í húsagerð og að yfirbragð hverfisins verði ekki of einsleitt. „Það er greinilega mikill áhugi til staðar á þessu hverfi, því að það er mikið spurt,“ sagði Sigurður Helgason. „Fyrirspurnir koma einkum frá Garðbæingum, frá yngra fólki í bænum en kannski í enn meira mæli frá eldri borgur- um. Margt af þessu eldra fólki hefur búið lengi í Garðabæ og á þar hús fyrir en hefur hug á að minnka við sig og komast í húsnæði, sem hent- ar því betur nú. Það er greinilegt, að Garðbæingar halda mikilli tryggð við sitt bæjarfélag og vilja hvergi annars staðar vera.“ Sigurður sagði, að enn hefði ekki verið tekin nein ákvörðun varðandi verð á íbúðum í Sjálandi en bætti við: „Ég ímynda mér, að verð verði frá meðalverði og upp fyrir það en ekki rándýrt, eins og sums staðar er verið að bjóða.“ Sigurður kvaðst vera sannfærður um, að þetta yrði afar heillandi hverfi: „Vestast við Arnarnesvog er náttúruleg fjara, sem verður áfram óhreyfð,“ sagði hann. „Í beinu framhaldi af henni til austurs er gert ráð fyrir svæði, þar sem verða leikskóli, sparkvöllur og sjóbaðs- strönd, sem snýr í sólarátt. Aðstöðu til fuglaskoðunar verður komið komið fyrir á tanga og strandlengjan verður öll opin al- menningi, en gangstígur tengir hana og hverfið við miðbæ Garða- bæjar.“ Sjávarstemmningin verður áberandi í Sjálandi í Garðabæ Morgunblaðið/Árni Sæberg Horft yfir Arnarnesvog. Jarðvinna stendur nú yfir við fyrstu húsin og framkvæmdir ættu að geta hafizt í apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.