Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 16
16 B ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446 INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. ÞÓRÐUR JÓNSSON SÖLUM., SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR SKJALAGERÐ, MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR. EINAR SIGURJÓNSSON SÖLUM. ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR RITARI asbyrgi@asbyrgi.is • www.asbyrgi.is STÆRRI EIGNIR DALHÚS - HAGSTÆTT VERÐ Mjög gott 128,9 fm raðhús á tveimur hæðum með stórri suðurverönd. Fjögur stór svefnherbergi. Stór stofa og borð- stofa með parketi. Stór verönd. Barnvænt og rólegt hverfi með skóla og alla íþrótta- aðstöðu við þröskuldinn. Hagstætt verð. Tilv. 15250 SKIPASUND - LÍTIÐ EINBÝLI Mjög skemmtilegt einbýlishús að stærð samtals 145 fm. Húsið er kjallari og hæð, auk góðurskála. Stór og falleg ræktuð lóð. Bílskúrsréttur. Frábær staðsetning. Laust fljótlega. Verð 18,7 millj. SOGAVEGUR - ENDARAÐHÚS Lítið pent endaraðhús, ca 82 fm, á einni hæð, vel staðsett og glæsileg lóð. Tilv. 4894 4RA-5 HERB. JÖRFABAKKI Mjög vel skipulögð og góð 4ra herb. 104,8 fm íbúð á 2. hæð í fjölb.húsi. Þvottaherb. innan íbúða. Stórar suðursvalir. Stórt íbúðarherb. í kjallara. Laus. Verð 12,2 millj. Tilv. 30840 ASPARFELL - STÓR ÍBÚÐ Góð 7 herb. 154,7 fm íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi. Fimm svefnherbergi og tvær stofur. Baðherbergi með baðkari og gestasnyrting með sturtu. Stórar suður- svalir og aðrar í norður með frábæru út- sýni. Þvottahús á hæðinni. Húsvörður. Gervihnattadiskur. Áhv. 11,5 millj. Verð 14,3 millj. Tilv. 31248 TORFUFELL 4ra herb. 97 fm mjög vel skipulögð íbúð á 4. hæð. 3 stór svefnherbergi, góð stofa. Nýtt parket, yfirbyggðar svalir. Húsið allt nýklætt að utan. Góð sameign inni. Verð 10,6 millj. Tilv. 15028 GALTALIND - KÓPAV. Glæsileg 4ra herb. 107,6 fm íbúð á 2. hæð í vönduðu húsi. Fallegar innréttingar, park- et á gólfum. Flísalagt baðherbergi. Flott útsýni. Laus 1. júlí ‘03. 3 HERBERGJA GNÍPUHEIÐI - 3JA HERB. - MEÐ BÍLSKÚR Falleg og vönduð 3ja herb. 80,4 fm íbúð á jarðhæð í nýlegu 5 íbúða húsi. Vandaðar og fallegar innréttingar, mjög gott skipu- lag. Sérinngangur, mjög stór suðurverönd. Frábært útsýni. 24,6 fm fullbúinn bílskúr. Verð 15,1 millj. SAMTENGD SÖLUSKRÁ FJÖGURRA FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR SÍÐUMÚLI - HÚSEIGN Til sölu húseign sem er 540 fm að stærð og skiptist í um 180 fm lagerhúsnæði með góðum innkeyrsludyrum, gott 180 fm verslunarhúsnæði á jarðhæð og um 180 fm mjög gott skrifstofuhúsnæði á 2. hæð. Jarðhæðin og lagerhúsnæðið er laust fljótlega, en 2. hæðin er í langtíma- leigu. Hagstæð kjör. KLETTHÁLS - LAGERHÚSNÆÐI Til leigu 525 fm nýtt og glæsilegt iðnað- ar- eða lagerhúsnæði. Húsnæðið skiptist í um 475 fm lagerhúsnæði með mikilli lofthæð og 2 stórum innkeyrsludyrum, um 50 fm skrifstofuhúsnæði á jarðhæð. Stór malbikuð lóð. Til afhendingar strax. HLÍÐASMÁRI - VIÐ SMÁRALIND Til leigu 100 til 400 fm. mjög bjart og gott verslunarhúsnæði á jarðhæð í sama húsi Sparisjóður Kópavogs. Húsnæðið leigist í einingum frá um 100 fm. Mikið auglýs- ingagildi. Til afhendingar strax. tilv. 4022 SKELJAGRANDI 3ja-4ra herbergja, 87 fm endaíbúð á 3. hæð með sérinn- gangi af svalagangi. Forstofa, eldhús m. vandaðri innréttingu, sofa, suðursvalir. 2 svefnherbergi og baðherbergi m. baðkari og tengi f. þvottavél. Fallegt útsýni. Stæði í bílskýli. Verð 12,4 millj. Tilv. 31341 SÚLUHÓLAR Góð ca 75 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð með fallegu útsýni. Til afh. strax. Verð 9,5 millj. Tilv. 31238 NÝBÝLAVEGUR - BÍLSKÚR - KÓP. Góð 3ja herb. 68,9 fm íbúð á jarð- hæð í góðu fjórbýlishúshúsi. Þvottaherb. innan íbúðar, góð verönd. 28,8 fm bílskúr. Góð verönd. Tilv. 30417 2 HERBERGJA NJÁLSGATA - SÉRBÝLI 2ja her- bergja 36,4 fm íbúð á 1. hæð með sérinn- gangi. Íbúðin skiptist í: Svefnherbergi, gang, baðherbergi með sturtu, stofu með opið inn í eldhús. Áhv. 3,2 millj. Verð 5,8 millj. Tilv. 31290 VALLARBARÐ Góð 2ja herb. 63 fm íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi. Áhv. 4,1 millj. Verð 8,4 millj. Tilv. 15239 NÖKKVAVOGUR - MEÐ AUKA- HERB. Mjög góð 2ja herb. 58,4 fm rúm- góð íbúð á 1. hæð í góðu fjórbýlishúsi. Endurnýjað eldhús og baðherb., nýjar flís- ar á gólfum. Gott aukaherb. í kjallara, sér- geymsla og sérþvottaherb. ATVINNUHÚSNÆÐI SKEIÐARÁS - GARÐABÆ Ódýrt ca 230 fm iðnaðarhúsnæði sem þarfnast standsetningar, tvennar innkeyrsludyr, lofthæð ca 3-3,5 m. Miklir möguleikar. Hringdu og gerðu tilboð. VIÐARHÖFÐI - SALA - LEIGA Til sölu eða leigu 350 fm mjög gott iðnað- arhúsn. með 2 góðum innkeyrsludyrum og góðri lofthæð. Selst eða leigist í einu eða tvennu lagi. Malbikuð lóð. Laust strax. TIL LEIGU BORGARTÚN 33 - TIL LEIGU Til leigu 300 til 600 fm gott skirfstofuhús- næði á 2. hæð og 130 fm lagerhúsnæði með innkeyrsludyrum í kjallara. Skrifstofu- húsnæðið leigist í einu eða tvennu lagi. Mjög góð sameign, tvær lyftur, innan- gengt er í kjallara. Næg bílastæði, frábær staðsetning í hinu nýja stofnanahverfi Reykavíkur. Til afhend. strax. Tilv. 15114 S TÓRLÆKKUN affalla að undanförnu hefur vakið athygli margra. Því er ekki úr vegi að fjalla um ástæður affalla og yfirverðs húsbréfa og fara yfir þróun affalla á starfstíma Íbúða- lánasjóðs. Hin almennu íbúðalán eða hús- bréfalán Íbúðalánasjóðs eru ætluð til að fjármagna venjuleg húsnæð- iskaup almennings. Húsbréfin eru verðtryggð markaðsverðbréf með ríkisábyrgð og föstum vöxtum sem fást í skiptum fyrir fasteignaveð- bréf að ákveðnum skilyrðum upp- fylltum. Húsbréfin eru til 25 eða 40 ára og bera nú 4,75% fasta vexti. Að þeim tíma loknum eru þau greidd út í eingreiðslu sem tekur mið af verðtryggingu og föstum vöxtum af húsbréfinu, nema að húsbréfin hafi verið dregin út í sérstökum mán- aðarlegum útdrætti. Þá eru þau greidd út með ein- greiðslu á uppreiknuðu verði út- dráttardags. Eftir að húsbréf voru rafvædd árið 2001 þá varð verð- gildi hvers húsbréfs 1 króna. Það þýðir að endurgreiðsla húsbréf- anna dreifist tiltölulega jafnt á líf- tíma húsbréfanna sem er ýmist 25 eða 40 ár eins og áður sagði. Fasteignaveðbréf sem skipt er út fyrir húsbréf bera 5,1% vexti. Vaxtamunurinn er 0,35% og er sú fjárhæð sem rennur til Íbúðalána- sjóðs og ætlað er að standa undir rekstri húsbréfakerfisins. Markaðurinn leiðréttir vaxtastigið Þar sem húsbréfin bera fasta vexti, en vaxtastig og ávöxt- unarkrafa í landinu getur verið mjög mismunandi á líftíma hús- bréfanna, þá leiðréttir markaður- inn raunverulega vexti húsbréf- anna í takt við vaxtaþróun með afföllum eða yfirverði. Ef ávöxtunarkrafan er hærri en fastir vextir húsbréfanna þá bera húsbréfin afföll. Það þýðir að hús- bréf að reiknuðu verði að fjárhæð kr. 1.000.000 selst fyrir lægra verð, t.d. 900.000 krónur. Þá eru afföllin 10% og ávöxtunakrafan um 6% ef um er að ræða 25 ára bréf. Þannig má segja að húsbréfin beri um 6% vexti en ekki 4,75% vexti eins og fastir vextir húsbréfanna segja til um þegar afföll eru um 10%. Ef ávöxtunarkrafa á fjármagns- markaði er hins vegar lægri en vaxtastig húsbréfanna, þá seljast þau á yfirverði. Þá getur húsbréf sem er á reiknuðu verði kr. 1.000.000 selst á kr 1.100.000 sem er 10% yfirverð. Það þýðir að ávöxtunarkrafan er 3,7% en ekki 4,75%. Við skulum líta á þróun affalla frá því í byrjun árs 1999 til árs- byrjunar 2003. (Sjá meðfylgjandi mynd.) Á árinu 1999 voru vextir á Íslandi mjög lágir. Ávöxtunarkrafa hús- bréfa var að sama skapi lág og því yfirverð á húsbréfum allt það ár. Það þýddi að seljendur íbúða voru í raun að fá meira fyrir húsbréf sín en kaupverð íbúða sagði til um, enda voru fasteignaviðskipti á árinu mjög lífleg. Í byrjun árs 2000 hækkaði ávöxtunarkrafa húsbréfa þannig að í stað yfirverðs mynduðust afföll. Þau voru ekki mikil til að byrja með en urðu veruleg upp úr miðju ári 2000, enda voru vextir almennt að hækka á því tímabili, auk þess sem mikið framboð á húsbréfum á fjármagnsmarkaði á þessum tíma hlaut að lækka markaðsverð þeirra. Ávöxtunarkrafa húsbréfa og þar af leiðandi afföll þeirra héldust há allt fram á síðari hluta ársins 2002. Hélst þar í hendur mjög hátt vaxtastig og tiltölulega mikið fram- boð húsbréfa. Síðari hluta ársins 2002 tók ávöxtunarkrafa að lækka verulega. Ástæður þess voru að líkindum nokkrar. Í fyrsta lagi varð hrun á hlutabréfamörkuðum sem varð til þess að aukin ásókn varð í traust, verðtryggð skuldabréf eins og hin ríkistryggðu húsbréf. Í öðru lagi tóku vextir almennt að lækka. Þá varð stóraukin og vandaðri upplýsingagjöf til þess að minnka óvissu um útgáfuþróun húsbréfa. Stærsti áhrifaþátturinn var þó að líkindum stórauknar fjár- festingar erlendra aðila í íslenskum húsbréfum, enda leitun að eins traustum fjárfestingakosti. Þessi þróun varð til þess að á undanförnum vikum hafa afföll nánast horfið og telja greining- ardeildir fjármálafyrirtækja að framundan geti orðið tímabil yf- irverðs líkt og varð árið 1999. Hækkun ávöxtunarkröfu í síðast- liðinni viku mun að líkindum vera tímabundin, en ástæður hækkunar- innar telja margir sérfræðingar vera ákveðna taugaveiklun vegna yfirlýsinga stjórnvalda um að til greina komi að breyta erlendum skuldum ríkissjóðs í innlendar skuldir. Vegna þess hafi margir þeir sem fjárfestu í húsbréfum þegar afföll voru há ákveðið að selja húsbréf sín og innleysa þann- ig söluhagnað á bréfunum. Þessi hækkun ávöxtunarkröfu virðist þegar tekin að ganga til baka, enda virðast forsendur vera fyrir enn frekari raunvaxtalækkun á íslenskum fjármálamarkaði í kjöl- far aukinnar þátttöku erlendra fjárfesta í honum. Þróun affalla húsbréfa 1999–2003   &  ' &  '       #$---  #&''% ##!9 ;A!5>68;9 D! !     Markaðurinn eftir Hall Magnússon, yfirmann gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs/hallur@ils.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.