Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar MMC Pajero GLS 3200 Diesel, f.skr.d. 28.09.2001, ek. 24 þús. km., 5 dyra, sjálfskiptur, 33“ breyting, leðurinnrétting, sóllúga, varadekkshlíf o.fl. Verð 4.980.000. EITT af best varðveittu leyndar- málunum á jeppamarkaðnum er Suzuki Grand Vitara XL-7. Þetta er jeppi í besta skilningi þess orðs; byggður á sjálfstæða grind, með háu og lágu drifi, sjálfskiptur, tek- ur sjö manns í sæti og er með feykilega skemmtilegri 173 hest- afla, V6 bensínvél. Og verðið er rétt um 3,3 milljónir kr. fyrir sjálf- skiptan bíl. Kannski að þar standi hnífurinn í kúnni. Menn veigri sér við að kaupa bensínvélar af ótta við of mikinn rekstrarkostnað og ef til vill vilja margir togmeiri dísilvélar. En eins og margoft hefur komið fram, nota langflestir sína jeppa eingöngu á vegum og fullyrða má að V6 vélin stendur sig vel í öllum venjulegum drætti. Eyðslan er þar fyrir utan ekki meira en rúmir 10 lítrar í blönduðum akstri. XL-7 ætti ekki að vera leyndarmál; það er búið að hlaða bílinn lofi. Hann var kjörinn bíll ársins á Íslandi 2002 en engu að síður seldust ein- vörðungu 30 bílar á síðasta ári. Ný innrétting Nú er XL-7 kominn með nýja innréttingu. Breytingarnar eru ekki stórvægilegar en þó má minn- ast á viðarskreytingu, ný innbyggð hljómtæki og almennt minni plast- keim yfir mælaborðinu. Það er í raun allt til alls í stjórnrýminu en samt er bíllinn laus við allan lúxus. Það er t.a.m. ekki ljós í speglum á sólskyggninu og ekki er aðdráttur á stýrinu. Bíllinn er ekki heldur loft- kældur eins og margir keppinautar eða með hraðastilli eða rafstýringu á ökumannssæti en á hinn bóginn er færanlegur armstokkur milli framsæta, geymslubakki undir fremsta farþegasæti, hiti í sætum og rafmagn í rúðum og speglum. Sjö sæta Grand Vitara XL-7 er fremur hefðbundinn í útliti. Framendinn er líkur minni bílnum, Grand Vit- ara, en lengd XL-7, 4,7 metrar (hálfum metra lengri en Grand Vit- ara), kemur í ljós þegar hliðarsvip- urinn er skoðaður. Hurðir eru stórar með traustvekjandi og stórum hurðarhúnum og afturhler- inn, með varadekkinu, opnast til hliðar. Gott rými er fyrir ökumann og farþega í framsæti og þrír full- orðnir komast fyrir í aftursætum. Aftursætin eru tvískipt, 60/40, og bæði sætin eru á sleðum og hægt að renna þeim fram á við til að auka fótarými farþega í þriðju sætaröð, eða aftur á bak til að auka fótarými aftursætisfarþega. Sömuleiðis þarf að renna sætum fram til að hleypa farþegum inn í þriðju sætaröðina. Þar komast fyr- ir tveir farþegar, en líklega bara af minnstu gerð, og það er vel búið að þeim með hnakkapúðum og þriggja punkta beltum. Þegar þriðja sæt- isröðin er í notkun er farangurs- rýmið orðið æði lítið. Einfalt er hins vegar að fella sætisbökin nið- ur til þess að auka farangursrýmið þegar þess þarf. Traustvekjandi frágangur og smíði er á öllu. Aflmikil vél Eins og fyrr segir fæst Grand Vitara XL-7 eingöngu með V6- bensínvélinni, sjálfskiptur og bein- skiptur og það er kannski það sem háir bílnum í sölu. Óhætt er þó að mæla með þessari vél sem gefur bílnum sportlega takta og eykur í raun virkt öryggi bílsins, því vélin auðveldar t.a.m. framúrakstur og allt viðbragð er gott. Þetta er gangþýð fjölventlavél með tveimur yfirliggjandi knastásum, alls 170 hestöfl. Vélin togar líka talsvert miðað við bensínvél, eða 231 Nm að hámarki við 3.200 snúninga á mínútu. Sjálfskiptingin er fjögurra þrepa með yfirgír og Power-still- ingu. Skiptingin er mjúk en um leið virk þegar þess er krafist af henni með inngjöf. Bíllinn hefur óvenju sportlegt upptak af jeppa að vera og það er gaman að keyra þennan bíl. Fjöðrunin er vel- heppnuð; hraðahindranir virðast minnka og auk þess heldur fjöðr- unin bílnum í góðu vegsambandi. XL-7 er fullmótaður jeppi með gormum að framan og aftan og ætti að henta vel til breytinga. Honum er að jafnaði ekið í aft- urdrifi en hægt er að skipta í fjór- hjóladrif með lítilli drifstöng án þess að stöðva bílinn. Bíllinn er síðan stöðvaður áður en lága drifið er tengt. Lítið mál er að setja und- ir hann 31 tommu dekk en 33 tommu breyting hefur einnig verið útfærð. XL-7 er fyllilega samkeppnis- fær í verði og gott betur en það. Það sem meira er þá hækkar bíll- inn ekki í verði þrátt fyrir end- urbæturnar. Grunngerðin í sjö manna útfærslu, án sjálfskipting- ar, kostar 3.090.000 kr. en sjálf- skiptur kostar hann 3.290.000 kr. Grunngerðin er ágætlega búin. Má þar nefna rafdrifnar rúður, hita í sætum og útispeglum, sjö sæti, geislaspilara og álfelgur. Tví- mælalaust einhver bestu jeppa- kaupin í dag. Sætisbök í þriðju sætaröð falla fram og gott farangursrými myndast. V6-vélin er 173 hestafla og eyðslan rúmir 10 l á hundraðið. Talsverð breyting er á innréttingu bílsins. XL-7 er 4,7 metra langur og byggður á sjálfstæða grind. Leyndarmál Suzuki XL-7 Morgunblaðið/Árni Sæberg Suzuki Grand Vitara XL-7 er fullbúinn jeppi á góðu verði. gugu@mbl.is REYNSLUAKSTUR Suzuki Grand Vitara XL-7 Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.