Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Hjólalegusett Öxulhosur Tímareimar BÍLA- VARAHLUTIR w w w .d es ig n .is © 2 0 0 3 „ÞEGAR ég sel jeppa finnst mér áríðandi að geta bent á að hann hafi sjálfstæða grind. Til þess að ná sama styrk án sjálfstæðrar grindar eins og í jeppa með sjálfstæða grind þarf sá fyrrnefndi að vera að minnsta kosti 150-200 kg þyngri. Ef grindin er ekki sjálfstæð er mikil hætta á braki og bresti í yfirbygg- ingunni þegar ekið er utan vega. Það er alveg ljóst að yfirbygging á hálf- berandi grind sveigist mikið og það er hreyfing á henni,“ segir Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri sölu- sviðs hjá Toyota. „Það er ekki hægt að bera saman hljóðeinangrun slíkra bíla. Veghljóð og öll hljóð sem koma utan frá eru miklu lægri í bíl sem er með sjálf- stæða grind. Það gefur auga leið því tenging hjólanna er upp í grindina og síðan aðskilja púðar yfirbyggingu og grind. Grindarbíll er bæði einfaldari í breytingu og hentar betur og þolir betur breytingar. Í utanvegaakstri er svo mikil hreyfing í yfirbyggingunni á þeim jeppa sem er ekki á sjálf- stæðri grind að bíllinn slitnar hraðar. Það er líka talið að þessir bílar geti ryðgað hraðar því hreyfingin er að nudda yfirbygginguna. Það er einnig þekkt vandamál að þeir jeppar sem ekki eru byggðir á sjálfstæða grind eru að hreyfa fram- og afturrúðuna þegar ekið er utanvega. Gúmmílistar í kringum fram- og afturrúðu nudda lakkið og það sést oft á jeppum sem ekki eru á grind að hringinn í kring um rúðuna er eyða og þar byrjar ryðmyndun,“ segir Skúli. Hann segir að annað vandamál með bíla sem eru ekki með sjálf- stæða grind er dráttur. „Bíll sem er með krók eða dráttarbeisli fest við grind getur kippt og rykkt. En það er þekkt að bílar án grind- ar sem kippa bílum úr erfiðum fest- um er hættara á skemmdum, hurð- abil getur breyst og þeir jafnvel orðið hornskakkir. Fyrir íslenskar að- stæður eiga jeppar að vera með sjálfstæðar grindur.“ Hann segir nokkuð ljóst að það sem framleiðandinn sækist eftir með framleiðslu á heilstæðri yfirbygging sé lægri framleiðslukostnaður. Bílar sem eru svona byggðir henti betur á malbik og eru byggðir fyrir malbik. „Það þekkist ekki í Evrópu að fara á jepplingi í torfæru eins og Íslendingar eru að gera. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þeir bílar sem ekki eru byggðir á sjálfstæða grind veikari sem jeppar; þ.e.a.s. tæki sem eru notuð utan vega. Þetta kemur minna að sök á vegi en árekstraröryggið hlýtur að vera tals- vert meira í bíl með sjálfstæða grind. Léttari bílar eru veikbyggðari og ég myndi því ekki telja það til kosta bíla með heildstæða yfirbygg- ingu að þeir eru léttari.“ Skúli segir að margir af þeim nýju jepplingum sem kynntir hafa verið séu ekki smíðaðir til þess að fara í torfærur. Þeir eru smíðaðir fyrir mal- bikið og hraðbrautir og hafa eig- inleika til þess að fara út af veg- unum. Drifkerfið sem slíkt þurfi eftir sem áður að vera gott því svona bílar eigi að takast á við hálku og hugsanlega erfiða sveitavegi en ekki meiriháttar torfærur. Yfirbygging á hreyfingu í bíl án sjálfstæðrar grindar Skúli Kristófer Skúlason, fram- kvæmdastjóri sölusviðs hjá Toyota. „ÞAÐ þótti nú ekki góðs viti hjá gömlu mönnunum þegar fyrstu fólksbílarnir komu „grindarlausir“, eins og sagt var. Þetta var þó rang- nefni því þótt hinir berandi hlutir, þ.e. yfirbyggingin og grind, séu ein heild, geta þeir alveg haft sama styrkleika og bíll byggður á sjálf- stæða grind,“ segir Finnbogi Eyj- ólfsson, talsmaður og reyndasti starfsmaður Heklu. „Þessir hlutir eru núna efnismeiri og gjarnan úr sterkari málmi og eru hluti af yfirbyggingunni. Á ensku kallast þetta „monocoque body“ og ég held að Bandaríkjamenn hafi fyrstir komið með þetta fram fyrir meira en þrjátíu árum. Við höfum nefnt þetta heildstæða yfirbyggingu. Viðhorfið var það að yfirbyggingin yrði að vera byggð á þungum, mikl- um og voldugum undirvagni og hás- ingarnar og mótorinn hengdur neð- an á hann. Þetta á auðvitað enn við í dag um bíla sem eiga að bera mikinn þunga, eins og vörubíla og sendibíla. Fyrir fólksbílinn er fyrir löngu búið að sanna að heildstæð yfirbygging er yfirgnæfandi kostur og framleiðend- ur áttuðu sig á því að þetta gefur bílnum miklu betri aksturseigin- leika. Í fyrsta lagi dregur þetta byggingarlag úr vindingi og sveigj- um á yfirbyggingunni. Hún getur ekki hreyfst sér eins og þegar hún er fest með gúmmílegum á grindina. Nú hreyfist allur massinn fyrir ofan hjól sem ein heild. Nú er það sem áð- ur var grind og yfirbygging ein heild og engin togstreita þar á milli. Þetta er aðalkosturinn. Það er enginn vindingur og sveigjur til staðar sem getur framkallað marr og hljóð. Þungamiðjan færist neðar og það vita bílamenn að er kostur. Veghæð- in getur aukist sé önnur hönnun í samræmi við það. Heildarþunginn minnkar og það eru bara hreinir peningar, bæði í framleiðslukostnaði og rekstrarkostnaði. Auk þess hlýðir bíllinn betur öllum boðum bílstjór- ans og lætur betur að stjórn. Það stuðlar að meiri stöðugleika í beygj- um – þeim mun meira eftir því sem hraðar er ekið. Með sjálfstæðri fjöðrun verður líka ófjaðraður þungi ennþá minni. Það er mikill kostur upp á þægindin. Heildstæð yfirbygg- ing auðveldar einnig allar réttinga- viðgerðir. Komin er viðgerðartækni í samræmi við þetta byggingarlag sem eru réttingarbekkirnir. Nú eru teknir ákveðnir mælipunktar á yfir- byggingunni og síðan er bíllinn tjakkaður í rétta stöðu. Mikið mis- ræmi milli þykktar grindarstálsins, sem gat verið tveir til þrír millimetr- ar, og yfirbyggingarinnar, sem nú er algengt að sé 0,6-0,9 mm, gerði mönnum erfitt fyrir með allar rétt- ingar á bílum með sjálfstæða grind,“ segir Finnbogi. Hann segir að menn skiptist nokk- uð í hópa í afstöðu sinni til bíla með grind og heildstæða yfirbyggingu ef nota á þá til fjallaferða. „Það er til hópur manna sem trúir á torfærubíla með grind. En svo er að koma fram hópur manna sem hefur séð að það er vandkvæðalaust að breyta bílum og hækka þá upp þótt þeir séu með heildstæða yfirbyggingu. Sjálfstæð- ar grindur eru náttúrulega gerðar til að auka styrkleikann; þetta eru burðargrindur. Mér finnst hins veg- ar að heildstæða yfirbyggingin sé rökræn þróun og nú dettur engum fólksbílaframleiðanda í hug að vera með grindur í fólksbílum. Það er líka tímanna tákn að tveir dýrustu jepp- arnir á markaðnum núna, þ.e.a.s. VW Touareg, og Porsche Cayenne, eru báðir með heildstæða yfirbygg- ingu. Þar svífur yfir vötnunum andi ekki ómerkilegri manns en Ferdin- ands gamla Porsche. Ég held að það verði ekki aftur snúið því kostirnir eru svo yfirgnæfandi. Enn frekari staðfesting á ágæti þessarar lausnar á byggingarlagi bifreiða er árangur Mitsubishi Pajero í Dakar-rallinu en þar hefur Mitsubishi náð frábærum árangri og borið sigur úr býtum síð- astliðin þrjú ár en rallið er erfiðasta torfærukeppni í heimi,“ segir Finn- bogi. Kostir heildstæðrar yfir- byggingar yfirgnæfandi Finnbogi Eyjólfsson, talsmaður Heklu, mælir stoltur með Pajero. Grindin í Toyota Land Cruiser er sjálfstæð. Grind og yfirbygging eru sambyggð í Mitsubishi Pajero. Sjálfstæð grind eða heildstæð yfirbygging Á síðustu árum hefur rutt sér til rúms ný gerð fjórhjóladrifsbíla, jeppar sem eru ekki með sjálfstæða grind heldur heildstæða yfirbyggingu, þar sem grindin er sambyggð yfirbyggingunni. Um kosti þessa og galla eru skiptar skoðanir eins og Guðjón Guðmundsson komst að þegar hann ræddi við talsmenn Toyota, sem selja m.a. Land Cruiser á sjálfstæðri grind, og Heklu, sem selja Mitsubishi Pajero með heildstæðri yfirbygg- ingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.