Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 B 7 bílar Nissan Patrol SE+ (44”) árg. 2000, ek. 116 þ. km, skriðgír o.fl. Áhv. 2.500.000. Verð 4.700.000. Ath. skipti. Nissan Terrano II, árg. 1996. Verð 1.180.000. Ath. skipti á ód. VW.Polo 1,4i, árg. 1998, ek. 98 þ. km. 5 dyra. Verð 610.000. Ath. skipti á ód. Isuzu Trooper 3,0 Tdi, árg. 1999, ek. 112 þ. km. Áhv. 1.200.000. Verð 2.290.000. Ath. skipti á ód. Toyota Yaris Sol Tiptronic, árg. 1999, ek. 57 þ. km. Verð 900.000. Ath. skipti á ód. Opel Zafira, árg. 11/2000, ek. 25 þ. km. Áhv. 1.050.000. Verð 1.680.000. Ath. skipti á ód. Range Rover 4,0 SE, vel búinn, árg. 1996, ek. 112 þ. km. Góðir lánsmöguleikar. Verð TILBOÐ 2.590.000. Nissan Patrol SE (38”), ek. 100 þ. km. Verð 2.900.000. Ath skipti á ód. Oldsmobile Cutlas Ciera, árg. 1993, ek. 115 þ. km. Góðir lánsmöguleikar. Verð TILBOÐ 420.000. Ford Focus stw, árg. 1999, ek. 79 þ. km. Áhv. 670.000. Verð kr. 1.090.000. Ath. skipti á ód. VAKTAÐ OG AFGIRT ÚTIPLAN Bílasalan er staðsett í Vatnagörðum 38 (gegnt IKEA) S. 517 0000 netfang: planid@planid.is Til sölu NÝR Chrysler p/t cruiser Limited Vel búinn og mjög fallegur bíll. Verð 2.890 þús. Sjón er sögu ríkari. Til sýnis og sölu á Bílasölu Reykjavíkur, sími 587 8888.Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossiwww.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 480 8000 SELFOSSI Toyota Land Cruiser 100 TDI árg. 04/2000, ek. 56 þús., sjálfsk., tems, leður, filmur, bakkskynjarar o.fl. Verð 5.390 þús. Chevrolet Silverado Z 71 6,5 TD árg. 1998, ek. 76 þús., sjálfsk., leður, camper-festingar o.fl. Verð 2.750 þús. Toyota Land Cruiser 100 TDI árg. 12/2000, ek. 48 þús., sjálfsk., tems, leður, grillgrind o.fl. Verð 5.850 þús. Toyota Hiace langur 4x4 TD árg. 12/200, ek. 79 þús. Er á vsk.nr., topp- grindarbogar o.fl. Verð 1.890 þús.  ENSKA fyrirtækið Morpheous Limited hefur þróað nýja gerð bún- aðar sem aðvarar ökumann þegar hann nálgast fastar og hreyfanlegar hraðamyndavélar og veitir auk þess margvíslegar aðrar upplýsingar sem lúta að umferðaröryggi, t.a.m. lækkaðan hámarkshraða í grennd við skóla. Búnaðurinn, sem kallast RoadPilot, er með 9,6 cm snerti- skjá sem veitir ökumanni aðgang að margvíslegum upplýsingum. Búnaðurinn er löglegur í Bretlandi. RoadPilot er í álkassa sem er komið fyrir á armi í mælaborði bíls. Hægt er að snúa skjánum og hann er baklýstur sem tryggir að auðvelt er að lesa af honum jafnt í birtu sem myrkri. Auðvelt er að færa búnaðinn yfir í aðra bíla og sömu- leiðis að losa skjáinn af arminum og hafa hann með sér þegar bíllinn er yfirgefinn. Búnaðurinn byggist á nýjustu kynslóð GPS-tækninnar, sem nýtt er til að miðla nákvæmum og áreið- anlegum sjónrænum upplýsingum í skjáinn. Á skjánum má lesa hraða bílsins á mun nákvæmari hátt en af hefð- bundnum hraðamæli, staðsetningu og drægi hraðamyndavélar nálægt bílnum, leyfðan hámarkshraða í umhverfi hraðamyndavélarinnar og staðsetningu ökutækisins með 5– 10 metra skekkjumörkum. Auk sjónrænnar aðvörunar á skjánum gefur búnaðurinn frá sér aðvörunarhljóð þegar bíllinn nálg- ast hraðatakmarkanir og hraða- myndavélar. Hljóðið getur ökumað- ur stillt og valið á milli raddar eða hljóða og styrkleika þess. Notendur geta líka bætt við í minni tækisins sínum eigin „hættu- stöðum“ þannig að RoadPilot vari ökumann við næst þegar hann ekur þá leið. Í Bretlandi er hraðamyndavélum einkum komið fyrir á þeim stöðum sem lögregla og staðaryfirvöld telja hættuleg með tilliti til slysa- og dánartíðni í umferðinni. RoadPilot dregur því úr hættunni á hraðakstri á slíkum stöðum og á því þátt í að auka umferðaröryggið og jafnframt minnka líkurnar á því að ökumenn missi ökuleyfið. Búnaðurinn stjórnar ekki hraða bílsins en ef ökumaður ekur hraðar en löglegt er í nánd við hraða- myndavél gefur hann frá sér há- vært hljóð. Auk þess er einfalt að skrá öku- ferðir í búnaðinn, þ.e.a.s. dagsetn- ingu, tíma og leiðir. Gögnunum má síðan hlaða í venjulega borðtölvu til geymslu og greiningar, sem getur verið gagnlegt fyrirtækjum. RoadPilot kostar í Bretlandi 495 sterlingspund. Finnur hraðamyndavélar og leyfðan hámarkshraða RoadPilot virkar líka sem fullkominn hraðamælir. Morpheous Limited, Unit 43/44, Riverside 2, Sir Thomas Longley Road, Medway City Estate, Rochest- er, Kent, United Kingdom, ME2 4DP. Sími: +44 870 2401702. Fax: +44 870 2401704. KEPPENDUR í Global Extremes- leiknum, sem sýndur er í Bandaríkj- unum á Outdoor Life Network, eru komnir til landsins en næstsíðasta þraut leiksins fer fram hér á landi. Leiknum svipar til Survivor sem sýndur er við miklar vinsældir í sjónvarpi. Í gær var hópurinn staddur á Ísafirði og þrautir dagsins fólust m.a. í skíða- göngu í Selja- landsdal og einnig var fyrirhugað að klífa fjöll og róa kajak. Frumlegasta þrautin verður þó líklega sú að moka flórinn í fjár- húsinu á Laugarbóli. Í upphafi voru valdir fimmtíu menn og konur til keppninnar og þeir fengu að glíma við ýmsar þraut- ir í Moab í Utah og Elk-fjöllunum í Colorado. Meðal þrauta er akstur í óbyggðum, fjallaklifur, kappakstur í eyðimörkum, ísklifur og keppni á fjallahjólum. Eftir þrekraunina í Bandaríkjunum fækkaði í hópnum niður í tólf manns sem fengu það verkefni að takast á við miklar lík- amlegar þrekraunir víðs vegar um heiminn. Tólfmenningarnir eru nú þegar búnir að reyna með sér í Kalahari-eyðimörkinni í Suður-Afr- íku, þar sem hitinn fer vel yfir 40 gráður á daginn en fellur niður fyrir frostmark á næturnar. Þaðan lá leið- in inn í frumskóga Costa Rica, þar sem keppendur þurftu að takast á við úrhellisrigningu, snáka og blóð- sugur. Og nú eru þeir komnir hing- að til lands, „Ís- lands, þess lands sem býr við ein- hverjar mestu veðurhörkur á jörðinni, þar sem leiðin liggur yfir ísilögð fjallaskörð og dali íslensku snjósléttunnar“ eins og segir á heimasíðu Global Extremes. Þrek- rauninni lýkur síðan á Everest-tindi. Þar verður hópurinn kominn niður í fimm manns og þeir munu gera til- raun til að klífa tindinn. Þaðan er jafnframt ráðgert er að senda í fyrsta sinn út í beinni útsendingu. Farartæki keppendanna eru Toyota 4Runner jeppar af nýjustu gerð. Toyota í Bandaríkjunum er samstarfsaðili Outdoor Life Net- work við gerð þessa sjónvarpsefnis. Keppa í kajakróðri og flórmokstri Ljósmynd/Þorsteinn J. Tómasson Mannskapurinn í Global Extremes í gærmorgun. Farkostirnir eru Toyota 4Runner, árgerð 2003. TENGLAR .............................................. http://media.yahoo.com/ globalextremes/ Global Extremes á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.