Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar  „Þótt ég sé með bíladellu veit ég ekkert um bíla. En ég er á Range Rover árgerð 2001, 4,6 HSi – þarna fína útgáfan. Hann er átta strokka, 240 hestöfl,“ segir Bubbi Morthens. „Ég tók bílpróf í fyrsta sinn fyrir þremur árum. Ég ákvað hins vegar að fá mér strax fínan bíl og örugg- an. Þetta er lúxusbíll og margir hneykslast á því að hann sé svo dýr. En það er ekki málið; þetta er ör- yggið. Þetta er eins og að eiga góð- an gítar. Með góðan gítar er maður öruggur uppi á sviði og ef maður hefur efni á því að borga sex til sjö milljónir króna fyrir bíl þá bara gerir maður það. Svo er bíllinn fínn í veið- ina og hljómleikaferðalög,“ segir Bubbi. Morgunblaðið/Kristinn Bubbi á öruggan gítar og öruggan bíl, Range Rover, átta strokka. „Margir hneykslast á því hvað bíllinn er dýr“ L EITAÐ var til fjögurra þekktra bílamanna og þeir beðnir um að tengja bíl við mann og leikurinn heitir: Hvaða bíll er maðurinn? Bílamennirnir eru Hannes Strange, markaðsstjóri hjá Ingvari Helgasyni og Bílheimum, Ágúst Hallvarðsson, sölufulltrúi hjá Brimborg, og Guð- mundur Albertsson hjá Bílasölu Reykjavíkur. Persónurnar eru Val- gerður Matthíasdóttir, sjónvarps- kona og arkitekt, Auður Haralds rit- höfundur og Bubbi Morthens tónlistarmaður. Hannes Strange Bubbi Morthens: Ég sé hann fyrir mér á einhverjum amerískum dreka, t.d. Chevrolet, svona þessum gömlu stóru. Fyrir mér hefur hann þessa ímynd tónlistarmannsins sem fer á milli staða úti á landi og þá klikkar ekki svona eðalgripur. Vala Matthíasdóttir: Hún er lítill bíll. Bíll sem hefur einhvern hönn- unarlegan frumleika sem tengist hennar starfi þar sem oft er verið að sýna furðulega hluti. Mér dettur í hug gömul VW-bjalla. Auður Haralds: Hjól og strætó er eitthvað sem mér dettur fyrst í hug þegar hún er nefnd. Mér finnst allt vera rautt við hana. Bæði hárið og hugsunin. Er þá ekki einhver góður og gegn austantjaldsbíll við hæfi? Lada Samara, það er málið. Ágúst Hallvarðsson Vala Matthíasdóttir: Vala er Citroen C3. Arkitektúr og fagur- fræði í einum pakka. Bubbi Morthens: Range Rover. Gamall jálkur sem gengið hefur í gegnum súrt og sætt á sinni lífsleið. Betri nú en nokkru sinni. Auður: VW bjalla ’73. Menning- arlegt „statement“. Guðmundur Albertsson Vala Matthíasdóttir: Ég myndi segja Toyota Yaris; samlitur 5 dyra, gullsanseraður. Hann er eins og Vala – „alveg æðislegur“. Bubbi Morthens: Bubbi er að mínu mati þessi veiðimannatýpa, ég myndi segja breyttur Nissan Patrol á 35" dekkjum. Patrolinn er grófur jeppi eins og Bubbi, sem er gróf týpa. Auður Haralds: Hún vill aka um á ódýrum eyðslugrönnum bíl, ég myndi segja 3 til 4 ára Suzuki Swift 3 dyra, 5 gíra með 1000 vél. Hvaða bíll er maðurinn? Bílar hafa sinn persónuleika, alveg eins og mannfólkið. Sumir sjá andlit í bílum og enn öðrum getur fundist bílar líta letilega út eða vera fullir af krafti eftir atvikum. En skyldi vera hægt að kenna menn við bíla út frá útliti þeirra og persónuleika?  „Ég er á mjög spennandi bíl sem er tvinnbíllinn frá Toyota, sem sagt Toyota Prius. Þess bíll er bylting því hann gengur bæði fyrir raf- magni og bensíni. Hann mengar því minna en hefðbundnir bensínbílar og er bara alveg æðislegur. Auk þess eyðir hann minna og er líka flottur. Mér skilst að Cameron Diaz og Gwyneth Paltrow í Hollywood séu á svona bíl svo það er ekki leiðum að líkjast,“ segir Valgerður Matthíasdóttir sjónvarpskona og arkitekt. Hún segir að það sé al- gjörlega meðvitað af sinni hálfu að vera á þessum bíl. Hún er nýkomin á bílinn og líkar vel við hann. „Þetta er nýi Innlits-Útlits bíllinn.“ Ekur Toyota Prius Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Valgerður Matthíasdóttir kann vel við Toyota Prius.  „Dollaragrínið mitt heitir Fav- oritt. Þetta er barnahjól frá Tékk- landi, framleitt líklega um 1960, og kostaði nálægt 5.000 krón- um. Ég hef aldrei haft bílpróf og þarf ekki á því að halda. Ég hef ímugust á bifreiðum. Svo er allt- af verið að reyna að aka mig nið- ur og svo menga bílar. Ef fleiri væru á hjóli væru færri á spítöl- um,“ segir Auður Haralds. Morgunblaðið/Einar Falur Auður Haralds á reiðhjól. Hef ímugust á bifreiðum Margra áratuga reynsla • við smíði yfirbygginga. Sýningarbíll á staðnum. Símar 453 7480 eða 453 7481 Húsbílaáhugamenn! Smíðum vandaðar yfirbyggingar á húsbíla, gerðar fyrir íslenskar aðstæður, stálprófílgrind létt og þrælsterk. Seltuvarin álklæðning. kostur fyrir þá sem vilja innrétta bílana sjálfir. Alternatorar – Startarar í allflesta fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar, bátavélar á lager og hraðpantanir. Trumatic gasmiðstöðvar í bíla, báta o.fl. Bílaraf Auðbrekku 20, s. 564 0400, f. 564 0404, n.bilaraf@isl.is umboðið umboðið Skoðið www.bolstrun.is/hs H.S. Bólstrun, ehf. Auðbrekku 1, Kóp., s. 544 5750B Ó L S T R U N og öll almenn bólstrun Bílsætaviðgerðir Vandaðir uppgerðir skrifstofustólar með fullri ábyrgð Hjá okkur fara verð og gæði vel saman SMÁAUGLÝSINGAR Aðeins 1.689 kr. án myndar og 2.948 kr. með mynd. Við myndum bílinn fyrir þig. Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins. Sími 569 1111 eða augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.