Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 10
10 B MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar HAUKUR Ingi Guðnason skrifaði nýlega undir samning við Fylki í Árbænum um að leika með þeim næsta keppnistímabil í efstu deildinni í knattspyrnu. Haukur Ingi er borinn og barnfæddur í Keflavík, þar sem bílaáhugi er meiri en víðast hvar annars stað- ar. „Ég er ekki með bíladellu á háu stigi og hún er reyndar mjög væg í samanburði við margan Keflvík- inginn. En ég kaupi stundum bíla- blöð og fletti í gegnum þau. Ég er núna á BMW 316 Compact. Hann er mjög fínn en ég er búinn að eiga hann síðan 1991,“ segir Haukur Ingi. Fer hann ekki bráðum að skipta bílnum upp í nýjan 7-línu BMW, núna þegar hann hefur skrifað undir hjá Fylki? „Jú, ég fer náttúrulega bara beint á slíkan grip,“ segir Haukur Ingi hlæjandi. „Nei, reyndar dauð- langar mig að skipta og ég er að spá. Mig langar helst að kaupa Mercedes-Benz C180. Hann er á viðráðanlegu verði og skuggalega flottur. Það er draumabíllinn um þessar mundir. Reyndar hefur karl faðir minn alltaf verið BMW- maður, alveg frá því ég man eftir. Afi var alltaf á Benz og það virð- ist fylgja ætt okkar að vera á þýskum eðalgripum. Haukur Ingi við BMW 316. Draumabíllinn Langar mest í Mercedes-Benz C180 Hyrjarhöfða 7, sími 567 8730 LAKKVÖRN Á BÍLINN Gerðu betur í vetur Teflon húðun Fólksbíll 10 þús. Jeppi 13 þús. Pantaðu tíma og gerðu innkaupin í Kringlunni á meðan Kringlubón sími 568 0970 Bifreiðaverkstæði Vesturhraun 3, 210 Garðabæ sími 565 5333 VAL FAGMANNSINS • Sala • Varahlutir • Viðgerðir Tjónaskoðun Bónstöð Reykjavíkur Tilboð Fólksbílar í alþrif frá kr. 3.600 Smiðjuvegi 5, Kóp. - grá gata Sími 551 7740 Bílaréttingar - Bílamálun - Bílaleiga - Tjónaskoðun - Glasurit bílalakk Bílgreina sambandið Bílgreina sambandið Fagmennska í fararbroddi INNFLUTNINGSFYRIRTÆKIÐ IB ehf. á Selfossi hefur flutt inn risa- jeppann Ford Excursion, sannkall- aðan bandarískan alríkislögreglu- vagn, sem verður reyndar breytt eftir íslenskum kúnstarinnar reglum í alhliða og líklega öflugasta björg- unarsveitarbíl landsins. Við gripum í bílinn um leið og hann var leystur út úr tolli síðastliðinn fimmtudag og er óhætt að segja að aflið í þessu tæp- lega fjögurra tonna flykki sé eftir- tektarvert. Vélin er splunkuný, Pow- erstroke 6.0 lítra, V8 dísilvél, og við hana er tengd ný fimm þrepa sjálf- skipting, TorqShift með sérstakri dráttarstillingu sem leyfir meiri vél- arsnúning en ella. Bíllinn er keyptur af söluaðila í Kanada og segir Ingimar Baldvins- son hjá IB á Selfossi, að þetta sé í fyrsta sinn sem bíll með þessari vél komi til Evrópu og fáir slíkir bílar séu ennþá fáanlegir í Kanada. Hing- að kominn kostar bíllinn 6.790.000 kr. Björgunarsveitir fá endurgreidd aðflutningsgjöld og virðisaukaskatt og er verðið því til björgunarsveita 4 milljónir kr. Hálfum metra lengri en Expedition Bíllinn er 5,76 metrar á lengd, eða hálfum metra lengri en Ford Ex- pedition og tæpum metra lengri en Explorer. Hann er líka rúmir tveir metrar á breidd og það var magnað að finna hvernig þessi 6,0 lítra sam- rásardísilvél þeytti bílnum áfram. Hestöflin eru 325 við 3.300 snúninga á mínútu og hann togar 550Nm við 2.000 snúninga á mínútu. Eldri dís- ilvélin er 250 hestöfl og settir hafa verið kraftkubbar í hana sem eykur hestaflafjöldann upp í 310 hestöfl og fer niður í eyðslu um þrjá lítra. Sé settur kubbur í nýju vélina er hægt að ná út úr henni 400 hestöflum. Togið eykst þá úr 550 Nm í 635 Nm. Bíllinn er byggður á sama undir- vagn og F250 pallbíllinn. Hann er með blaðfjaðrir og auðvitað meira einangraður en pallbíllinn. Honum fylgir DVD-spilari og skjár og með einum takka er hægt að stilla fjar- lægðina á pedölunum. Sjálfvirk, 70% læsing er á afturhásingu en settar verða loftlæsingar að framan og aft- an þegar bílnum verður breytt. IB ehf. hefur verið stærsta fyrir- tækið í innflutningi á bandarískum bílum síðan 1996. Mikið hefur verið flutt inn af bílum fyrir björgunar- sveitir og einir 29 sjúkrabílar fyrir Rauða krossinn og auk þess einnig slökkvibílar. „Okkur sýnist þróunin vera sú að björgunarsveitir og fjallaferða- mennskuaðilar séu að snúa sér að bandarískum bílum. Það er hægt að selja fleiri sæti í t.d. Excursion, þ.e.a.s. sex sæti á móti fjórum í t.d. Nissan Patrol,“ segir Ingimar. 10% sparneytnari og 40% aflmeiri Hann segir að þótt ótrúlegt megi virðast eyði Excursion jafnframt jafnmiklu eða minna eldsneyti og vísaði þar í eyðsluna samkvæmt aksturstölvunni sem sýndi 15,4 lítra í blandaðri keyrslu. Ford gefur upp að nýja vélin eyði 10% minna en eldri dísilvélin, mengi 20% minna og aflið er 40% meira í prófi þar sem bíllinn dregur 23.000 pund upp brekku með 7° halla. Þar munar líka mikið um fimm þrepa skiptinguna og togstill- inguna sem snareykur togið. Hún nýtist líka sem mótorbremsa þegar farið er niður brekkur sem eykur endinguna á bremsuhlutum. Bílnum verður breytt af IceCool, þ.e.a.s. Gunnari Egilssyni, í sam- starfi við bræðurna á Ljónsstöðum, sem sjá um drifbúnaðinn. Gunnar annast hins vegar breytinguna sjálfa. „Það er svo einfalt að þetta verður öflugasti björgunarsveitarbíllinn á landinu. Það er enginn annar bíll með svo mörg hestöfl.“ Öflugasti björgunarsveitarbíll landsins verður til Úr FBI-vagni í 44" tröll Ford Excursion er tæplega sex metra langur, tekur átta manns í sæti og er með einni aflmestu dísilvélinni, 323 hest- afla Powerstroke. Bílnum verður breytt fyrir 44 tommu dekk fyrir björgunarsveit og þar með verður til einn öfl- ugasti björgunarsveitarbíll landsins. Morgunblaðið/Sverrir Ford Excursion sem á að verða öflugasti björgunarsveitarbíll landsins. gugu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.