Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 49. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 mbl.is Sjötíu ár í sjávarútvegi 70 á́r liðin frá stofnun Sigurðar Ágústssonar ehf. Viðskipti 12 Andri Sigþórsson stiginn upp úr erfiðum meiðslum Íþróttir 41 Rosaleg rómantík Sigrún Eðvaldsdóttir einleikari með Sinfóníunni Listir 22 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Sérferðabæklingur Heimsferða er kominn út Nældu þér í eintak ÍRÖNSK herflutningaflugvél fórst í gær og með henni allir um borð, 302 menn. Voru fréttir af slysinu fremur óljósar en fyrstu fréttir sögðu, að um borð í vélinni hefðu verið 250 til 280 manns. Íranska ríkissjónvarpið sagði, að flugvél- in hefði lagt upp frá borginni Zahedan, sem er við pakistönsku landamærin, og ætlað til borgarinnar Kerman í Mið-Íran. Hún hrap- aði til jarðar við borgina Shahdad, í um 80 km fjarlægð frá Kerman, klukkan 17.30 að staðartíma, og svo virðist sem það hafi dregist í einar sjö klukkustundir að skýra opinberlega frá slysinu. Sagt er, að með vél- inni hafi aðeins verið hermenn, aðallega liðsmenn í íranska byltingarverðinum. Í fréttum frá Íran var flugvélin ýmist sögð vera af gerðinni Ilyushin eða Antonov, hvortveggja rússnesk smíð, en allmargar rússneskar flugvélar hafa hrapað í Íran á síðustu mánuðum og árum. 23. desember sl. fórst þar úkraínsk An-140 og með henni all- ir um borð, 46 vísindamenn, og í febrúar fyrir ári fórust 119 manns með Tupolev Tu-154, er hún flaug á fjall skammt frá borginni Khorramabad. Mikið flugslys í Íran Fórst með 302 manns Teheran. AP, AFP. ALVARLEG staða hefur að mati Barnageðlæknafélags Íslands ver- ið lengi á barna- og unglingageð- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss. Segir félagið að deildin sé jafnan yfirfull og ekki óalgengt að innlagnir umfram burði deildar- innar séu um 25–40%. Deildin er eina bráðamóttaka og meðferðar- deild landsins sem sinnir börnum og unglingum. Segir félagið þver- sagnakennt að á sama tíma og nýr Barnaspítali Hringsins hafi verið vígður ríki neyðarástand í geðheil- brigðismálum barna. Þetta kemur m.a. fram í bréfi sem félagið hefur sent heilbrigð- isráðherra og landlækni. „Því miður hefur ítrekað þurft að leggja börn inn á fullorðinsgeð- deildir sem að okkar mati er al- gjört neyðarúrræði,“ segir í bréf- inu. Félagið bendir á að ekki hafi verið brugðist við á nokkurn hátt á deildinni er lögræðisaldur barna og unglinga var hækkaður í 18 ár. Þá lýsir félagið áhyggjum af uppbyggingu geðheilbrigðisþjón- ustu við börn og ungmenni við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og segir sérhæfðri geðheilbrigðis- þjónustu við dreifðari byggðir landsins mjög ábótavant. Einnig kemur fram í bréfinu að starfsemi einkarekinnar þjónustu barna- og unglingageðlækna sé í vanda. Segir félagið að fyrir liggi að draga þurfi stórlega úr þjónust- unni og endursenda fjölda tilvís- ana með þeim skilaboðum til for- eldra að fjármagn til þessarar þjónustu sé ekki fyrir hendi. Aðgerða þörf nú þegar Telur félagið ástandið í geðheil- brigðismálum barna mjög alvar- legt. Hafa beri í huga að ekki kæmi að gagni fyrr en eftir fáein ár þótt fljótlega yrði ráðist í ný- byggingu eða fjölgun meðferðar- plássa á barna- og unglingageð- deildinni. „Í millitíðinni verður að finna viðunandi lausn því málið þolir enga bið,“ segir í bréfinu. Barnageðlæknafélagið segir neyðarástand í geðheilbrigðismálum barna Börn ítrekað lögð inn á fullorðinsgeðdeild FORMAÐUR björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyð- isfirði, Guðni Sigmundsson, er á góðum batavegi eftir alvarlegt slys sem hann varð fyrir aðfaranótt þriðjudags. Þá geisaði fárviðri á Seyðisfirði og vind- hraði fór mest í yfir 50 metra á sekúndu. Guðni var í miðjum björgunarstörfum þegar vindhviða feykti honum á kerru fyrir utan heimili hans. Eiginkona Guðna kom að honum liggjandi í götunni og þar sem hann gat ekki staðið á fætur bar hún hann inn í hús og hringdi á hjálp. Í ljós kom að Guðni hafði höfuð- kúpubrotnað og slasast illa á öxl. Morgunblaðið átti samtal við Guðna og eiginkonu hans, Önnu Helgadóttur, á Landspítalanum í Foss- vogi í gærkvöldi. Læknar sögðu þeim að hann ætti að geta náð góðri heilsu á næstu vikum. Það blæddi inn á heilahimnuna og Guðni sagðist vera himinlif- andi yfir því að hafa sloppið þetta vel. „Ég var í björgunaraðgerðum þegar hringt var í mig og mér sagt að þakplöturnar væru byrjaðar að fjúka af húsinu okkar. Ég renndi heim og þegar ég hafði lagt bílnum fyrir utan sá ég að kerran mín hafði fokið til. Ég stökk yfir götuna til að ná í hana en í því kom vindhviða sem svipti mér á loft og þeytti mér að kerrunni. Síðan man ég í raun ekkert eftir mér fyrr en daginn eftir á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði,“ segir Guðni. Þar voru saumuð yfir 20 spor í höfuðið á honum og nokkur í annað eyrað. Anna var inni þegar þetta gerðist, hún heyrði Guðna koma á bílnum og síðan þegar vindhviðan skall á húsinu með miklum hávaða. Hún leit út um einn herbergisgluggann, sá Guðna hvergi og kallaði án þess að fá nokkurt svar. Þá fór hún inn í hjóna- herbergið og sá mann sinn þaðan úr glugganum. „Ég sá að hann gat ekki staðið upp og ákvað að fara út að sækja hann. Þegar ég kom að Guðna sá ég að hann var brotinn og með stóran skurð á höfðinu. Fyrst ætlaði ég ekki að þora að hreyfa hann en vildi ekki taka sénsinn á að láta hann liggja úti í þessu veðri,“ sagði Anna. Því næst bar hún hann nánast á höndum sér inn í forstofuna og hringdi eftir hjálp. Himinlifandi að sleppa Guðni ásamt eiginkonu sinni, Önnu Helgadóttur, á Landspítalanum í Fossvogi í gærkvöldi. Morgunblaðið/Ómar „Í því kom vindhviða sem svipti mér á loft og þeytti mér að kerrunni,“ segir Guðni Sigmundsson um óhappið. Hætt kominn við björg- unarstörf á Seyðisfirði Aftur í eldlínunni CAROL Moseley-Braun, fyrsta blökkukon- an, sem náði kjöri í öldungadeild Banda- ríkjaþings, tilkynnti í gær, að hún ætlaði einnig að keppa að því að verða fyrst blökkukvenna til að vera útnefnd forseta- frambjóðandi. Moseley-Braun gerði utan- ríkismál að umtalsefni er hún tilkynnti ákvörðun sína og sagði, að öryggi Banda- ríkjanna færi eftir samstarfinu við önnur ríki í baráttunni gegn hryðjuverkum. Gagn- rýndi hún síðan Bush forseta fyrir að glutra niður samúðinni, sem Bandaríkjamenn hefðu notið eftir hryðjuverkin vestra. Blökkukona vill verða forseti Chicago. AFP. NÁMSMAÐUR frá Marokkó var í gær dæmdur í 15 ára fangelsi í Þýskalandi fyrir aðild að hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september 2001 en þau kostuðu um 3.000 manns lífið. Dómurinn yfir Moun- ir El Motassadeq er há- marksrefsing samkvæmt þýskum lögum og í samræmi við kröfur saksóknara og lög- fræðinga ættingja 21 manns, sem lét lífið í hryðjuverkaárásunum. Er um að ræða fyrsta dóminn, sem kveðinn er upp vegna hryðjuverkanna. Otto Schily, innanríkisráðherra Þýska- lands, sagði í gær, að dómurinn væri ánægjulegur áfangi í baráttunni gegn hryðjuverkum. Fyrsti hryðjuverka- dómurinn felldur Í 15 ára fang- elsi fyrir aðild Motassadeq Hamborg. AP, AFP. Sýnist þetta mál mjög aðkallandi HAUKUR Valdi- marsson aðstoð- arlandlæknir seg- ir bréf Barna- geðlæknafélags Íslands vera til skoðunar hjá Landlæknisemb- ættinu og við því hafi ekki enn ver- ið brugðist. „Við eigum reglulega fundi með heilbrigðisráðherra og munum ræða þetta við hann sem fyrst. Okkar hlutverk er að vera ráð- gefandi um t.d. forgangsröðun verk- efna og mér sýnist svo að þetta mál sé mjög aðkallandi.“ Haukur segir vanda barna- og unglingageðdeildarinnar ekki nýjan og Landlæknisembættið taki að ýmsu leyti undir áhyggjur Barna- geðlæknafélags Íslands af ástandinu sem fram komi í bréfinu. Haukur segir tillögur um að bregðast við vanda deildarinnar hafa verið settar fram árið 1999 þegar sambærileg umræða um ástandið fór fram. „Við erum tiltölulega nýbúin að fá bréfið til okkar og erum að skoða það með- al annars með tilliti til þess sem áður hefur komið fram í þessu máli.“ Bréfið var einnig sent sviðs- stjórum á Landspítala, svo og Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, for- manni Læknafélags Íslands og forystumönnum þingflokka. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.