Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NEYÐARÁSTAND Alvarleg staða hefur lengi verið á barna- og unglingageðdeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss að mati Barnageðlæknafélags Íslands. Inn- lagnir eru oft 25–40% umfram raun- verulega getu og börn ítrekað lögð inn á fullorðinsgeðdeild. Hryðjuverkadómur Þýskur dómstóll dæmdi í gær námsmann frá Marokkó í 15 ára fangelsi fyrir aðild að hryðjuverk- unum í Bandaríkjunum. Var hann fundinn sekur um að vera félagi í al- Qaeda. Minni niðurgreiðsla Niðurgreiðsla á vöxtum af íbúða- lánum í gegnum vaxtabótakerfið hefur minnkað á síðustu árum. Kom þetta fram hjá Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Vatnsskömmtun? Takist ekki að gera við vatns- leiðslu til Vestmannaeyja áður en loðnuvinnsla hefst fyrir alvöru verð- ur hugsanlega að skammta vatn í bænum. Uppfletting kostar Landsbanki Íslands rukkar við- skiptavini sína, sem hringja í þjón- ustuver eftir upplýsingum, um 60 kr. fyrir hverja uppflettingu. SPRON tekur 75 kr. en Íslandsbanki og Bún- aðarbanki ekkert. Frumvarp gagnrýnt Persónuvernd fellst ekki á mik- ilvæg atriði í frumvarpi heilbrigð- isráðherra um lyfjagagnagrunn. Telur hún það storka stjórnar- skrárvörðum rétti til einkalífs. RENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ C  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F SKEL VERSLUN OPIN KERFI Dræmri skelvertíð er lok- ið en alls var landað 3.566 tonnum sem er 29% minni afli en í fyrra. Umsvif BYKO hafa auk- ist verulega og hefur velta félagsins tvöfald- ast á síðustu 5 árum. Nýr forstjóri Opinna kerfa, Chris Jansen, var áður forstjóri HP í Danmörku. STOFNVÍSITALA/11 BYKO/8 OPIN/16 ÍSLENSKA ríkið kynnti í gær útboð á hlut sínum í Landsbanka Íslands í gær, allt að 2,5% hlutafjár að nafnvirði um 170 millj- óna króna. Sölu- tímabil í útboðinu er ein vika og hefst það 25. febrúar og lýkur í síðasta lagi kl. 16 hinn 3. mars. Seljist allt hlutafé fyrir þann tíma verður sölunni þó hætt fyrr, segir í til- kynningu frá Landsbankanum og framkvæmda- nefnd um einka- væðingu. Útboðsgengi verður ákveðið með hliðsjón af markaðsaðstæð- um síðustu vik- urnar fyrir út- boðið og verður það birt eftir lokun viðskipta í Kauphöll Íslands hinn 24. febr- úar nk. Allt hlutaféð í útboðinu verður selt í gegnum viðskiptakerfi Kauphallar Íslands og er athygli fjárfesta vakin á því að óskir um hlutafjárkaup verða afgreiddar jafnóð- um og í þeirri röð sem þær berast. Fjár- festum sem vilja taka þátt í útboðinu er bent á að til þess þurfa þeir að stofna vörslureikning fyrir rafrænt skráð verð- bréf, t.d. hjá Landsbanka Íslands. Um er að ræða svokallaðan VS-reikning en hann er hægt að stofna samhliða því að leggja fram ósk um viðskipti með hlutinn sem nú er ver- ið að selja. Þeir sem þegar eiga VS-reikning geta tekið þátt í útboðinu í gegnum síma en aðrir þurfa að koma á afgreiðslustað Landsbankans til að ganga frá viðskiptum, segir í tilkynningu. H L U T A B R É F Útboð á 2,5% hluta- fjár í Lands- bankanum Útboðsgengið kynnt 24. febrúar SAMTÖK banka og verðbréfa- yrirtækja, SBV, telja tímabært ð færa húsnæðislánamarkað á slandi í sambærilegt horf og al- mennt gerist í nágrannalöndun- m. Með því móti yrðu íslensk jármálafyrirtæki samkeppnis- æfari og gætu bætt arðsemi og ækkað kostnaðarhlutföll enn rekar. Þetta eru þær megin- herslur sem fram koma í nýrri kýrslu SBV um markaðs- æðingu húsnæðisfjármögnunar Íslandi, sem kynnt var á fundi amtakanna í gær. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, gerði á fundinum grein fyr- r helstu niðurstöðum skýrslunn- r. Öll viðskipti á einum stað Húsnæðislán hér á landi skiptast ú í almenn lán og lán til fé- agslegs húsnæðis. Í skýrslunni egir að SBV telji eðlilegt að til að yrja með verði almenni hlutinn ærður frá ríki til fyrirtækja á rjálsum markaði eins og tíðkist í lestum vestrænum ríkjum. Þá egir að ef fjármálafyrirtæki taki fir almenna húsnæðislánamark- ðinn myndu viðskiptamenn eiga ost á að hafa öll sín viðskipti á inum stað. Þar sem fyrirtækin afi heildarsýn yfir skuldbinding- r viðskiptamanna sinna séu þau í nn betri aðstöðu til að fylgjast með og veita ráðgjöf um fjármál vers og eins, ef húsnæðislán væru einnig á þeirra hendi. Það ætti að mati skýrsluhöfunda síð- an að leiða til minni vanskila og lægri afskrifta húsnæðislána. Þá segir að gera megi ráð fyrir að aðkoma fjármálafyrirtækja leiði til aukinnar vöruþróunar, svo sem möguleika lántakenda á að velja á milli skammtíma- og lang- tímavaxta eða breytilegra og fastra vaxta. Þrjár leiðir nefndar Nefndar eru þrjár leiðir í skýrsl- unni til breytinga á núverandi fyrirkomulagi húsnæðislána, svo- nefnd markaðsleið, yfirtökuleið og verðbréfunarleið. Markaðs- leiðin miðar að því að ríkið þrepi sig út af almenna húsnæðislána- markaðnum í áföngum. Vaxta- kjör á húsnæðislánum myndu þá að mati skýrsluhöfunda hækka um 0,9–1,3%, þar sem ríkis- ábyrgð á lánunum myndi þá verða aflögð, sem hægt væri að mæta með hækkun vaxtabóta. Yfirtökuleiðin gengur út á að markaðurinn yfirtaki lánveiting- ar Íbúðalánasjóðs en ríkisábyrgð- inni yrði viðhaldið. Vaxtakjör yrðu þá óbreytt. Þriðja leiðin sem nefnd er, verðbréfunarleiðin, gengur út á að hlutverki Íbúðalánasjóðs verði breytt þannig að hann hefði það hlutverk að annast endurfjár- mögnun húsnæðislána en lánveit- ingarnar færðust hins vegar til markaðarins. Vaxtakjör myndu þá ekki breytast. Í skýrslunni segir að fyrri tvær leiðirnar, þ.e. markaðsleiðin og yfirtökuleiðin, kalli ekki á fjölgun starfa í fjármálafyrirtækjum en umfangið ykist hins veger ef verðbréfunarleiðin yrði farin. Þróun ekki fylgt eftir hér Fram kemur í skýrslunni að fyr- irkomulag húsnæðislána í Evr- ópu hafi tekið miklum breyting- um á síðastliðnum tveimur áratugum. Með opnun fjármála- markaða heimsins og aukinni samkeppni milli landa hafi fjár- málafyrirtæki víðast hvar yfir- tekið þennan þátt lánamarkaðar- ins að mestu leyti. Íslandi hafi þó ekki fylgt eftir þeirri þróun. Þeg- ar húsbréfakerfinu hafi verið komið á fót á árinu 1989 hafi hins vegar komið fram í lagafrum- varpi þar um, að kerfið væri skref í þá átt að ríkið hyrfi af vettvangi húsnæðislána. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans og formaður SBV, var fundarstjóri á fundi samtakanna í gær. Hann sagði m.a. að ræða þyrfti um betri verkaskiptingu milli fjármála- stofnana og ríkisins varðandi hús- næðisfjármögnun á Íslandi. Skýrslan væri innlegg þar í. Húsnæðislán myndu auka arðsemi banka Samtök banka og verðbréfafyrirtækja telja að með því að færa almenn húsnæðislán til ánafyrirtækja á frjálsum markaði geti þau sinnt viðskiptavinum sínum enn betur en nú Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í skýrslu SBV um húsnæðisfjármögnun segir að fyrirkomulag húsnæðislána hér á landi hafi ekki fylgt eftir þróun víðast hvar annars staðar í Evrópu.  Miðopna: BYKO breiðist út Yf ir l i t Kynningar – Blaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið Sjónvarpsdagskráin frá Sone ehf. Blaðinu er dreift um allt land. Einnig fylgir blaðinu prentað auglýsingablað frá Europris. BLÓM fyrir konudaginn b ú n t i ð 399- 799-pr.kg. Ódýrt fyrir alla! Ódýrt fyrir alla! Ódýrt fyrir alla! LYNGHÁLSI 4 - SKÚTUVOGI 2 LÁGT OG STÖÐUGT VÖRUVERÐ! 290- GRANDIOSE pizza 585 gr. BIG ONE PEPPERONE pizza 680 gr. 390- O S T A VEISLA KYNNINGAR AFSLÁTTUR LAMBALÆRI 1/1 & 1/2 LAMBAHRYGGIR kryddað og tilbúið í ofninn 279- SVÍNASÍÐUR ferskar, ófrosnar pr.kg. 99- KAFFI 250 gr. OPIÐ 11-20 ALLA DAGA 199- PYLSUR 10 stk 699-pr.kg. SVÍNAHNAKKI úrbeinaður í sneiðum ferskur og ófrosinn 599-pr.kg. SVÍNAKÓTILETTUR ferskar, ófrosnar 269- SVÍNAHAKK ferskt, ófrosið pr.kg. KYNNING UM HELGINA 890- BEIKON frá Gæða grís 89- SVÍNASKANKAR nýir og léttsaltaðir pr.kg. 298-pr.kg. SVÍNABÓGAR ferskir, ófrosnir 1190- STEIKARHNÍFAPÖR FYRIR 6 (þola uppþvottavél) EXTRA LÁGT VERÐ! Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Erlent 16/18 Minningar 30/35 Höfuðborgin 18/19 Bréf 36 Akureyri 19 Kirkjustarf 37 Suðurnes 20 Dagbók 38/39 Landið 20 Íþróttir 41/43 Neytendur 21 Fólk 44/49 Listir 21/22 Bíó 46/49 Umræðan 23/25 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra brá sér í Melabúðina í gær og bar saman verð og magn á grænmeti nú og fyrir einu ári þegar tollar voru afnumdir á allflestum tegundum grænmetis. Fyrir 2.700 kr. fengust fyrir ári 7,5 kg af algengu græn- meti í versluninni en nú voru þau þrettán kílóin sem Guðni fékk fyrir sama pening, að því er fram kom í úttekt hans. Guðni sagðist eins og svo margir hafa haft ákveðnar efasemdir um að áhrifin yrðu svo víðtæk sem raun ber vitni. Sagði hann einkar ánægjulegt að sjá hliðaráhrifin sem afnám grænmetistolla hefði haft á ávexti, verð á algengum tegundum hefði lækkað um 10–30 prósent á einu ári. Aðspurður sagði hann að afnám grænmetistolla fyrir ári gæfi ekki endilega tilefni til frekari að- gerða í þá veru, t.a.m. í öðrum landbúnaðar- flokkum. Benti hann á að Íslendingar væru bundnir af samningum við Alþjóðaviðskiptastofn- unina og um mun flóknara mál væri að ræða en menn gerðu sér grein fyrir. Afnám grænmetis- tolla væri á hinn bóginn tiltölulega lítil og ódýr aðgerð. Guðni sagði að hátt verð á grænmeti hefði lengi verið gagnrýnt og bent hefði verið á þá staðreynd að það væri mun dýrara hér á landi en annars staðar í Evrópu. Með afnámi grænmetistolla og tíu ára aðlög- unarsamningi við garðyrkjubændur væri bæði komið til móts við neytendur og bændur. Von sín væri sú að fólk gæti framvegis átt „glaðari stund við eldhúsborðið“. Guðni Ágústsson um áhrif af afnámi grænmetistolla Morgunblaðið/RAX Guðni sýndi viðstöddum í Melabúðinni á myndrænan hátt að neytandinn fær tvær gúrkur nú fyrir verð einnar í fyrra. Hann segist ánægður með að afnám grænmetistolla hafi skilað sér í lægra verði á ávöxtum. Glaðari stund við eldhúsborðið BYKO ætlar að opna verslun á Reyðarfirði í vor og á Selfossi á næsta ári að sögn forstjóra fyr- irtækisins, Jóns Helga Guð- mundssonar. BYKO-samsteypan undir móðurfélaginu Norvik hefur verið að vaxa á síðustu árum en starfsemi þess er í Lettlandi, Bretlandi og Rússlandi auk Ís- lands. Velta samstæðunnar hefur tvöfaldast á undanförnum fimm árum eins og fram kemur í Við- skiptablaði Morgunblaðsins í dag. Á síðasta ári opnaði BYKO sölu- skrifstofu í Bretlandi undir nafn- inu BYKO-UK Ltd. Er ætlunin, að sögn forstjórans, að angar fyr- irtækisins teygi sig til fleiri landa í framtíðinni. BYKO er nú einn af stærstu útflytjendum á timbri frá Lettlandi og er bresku skrifstof- unni einkum ætlað að fylgja þeim viðskiptum eftir. Hráefnið til framleiðslunnar í Lettlandi kemur að miklu leyti frá Rússlandi en þar er BYKO með þrjár starfsstöðvar í samstarfi við rússneskan aðila. Auk þessara umsvifa heyrir undir BYKO-samstæðuna fyrir- tækið Axent sem er einn stærsti útflytjandi á íslenskri ull til Rúss- lands. Jón Helgi segir að sala á byggingarvörum hérlendis sé og verði áfram kjarni starfseminnar. BYKO opnar eystra í vor  BYKO breiðist út/B8–9 FLOKKSÞING Framsóknarflokks- ins, hið 27. í röðinni, fer fram á Hótel Loftleiðum í Reykjavík dagana 21. til 23. febrúar. Yfirskrift flokks- þingsins að þessu sinni er: Vinna, vöxtur, velferð. Setningarávarp formanns flokks- ins, Halldórs Ásgrímssonar utanrík- isráðherra, verður kl. 13.45 í Þjóð- leikhúsinu á morgun, föstudag, en almenn þingstörf hefjast um morg- uninn á Hótel Loftleiðum. Árni Magnússon, framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins, segir mikið lagt í þingið og að hæst muni bera ræðu formannsins en þar muni Halldór gefa tóninn fyrir komandi kosningabaráttu. „Að ræðunni lok- inni verður þinginu framhaldið á Hótel Loftleiðum og þar hefst hin almenna pólitíska umræða þingsins, þar sem rædd verða þau drög að ályktunum er liggja fyrir í sam- hengi við ræðu Halldórs. Þarna munum við móta stefnu okkar fyrir komandi kosningar,“ segir Árni. Flokksþingið er nú haldið í febr- úar og á Hótel Loftleiðum en löng hefð er fyrir því að flokksþing Fram- sóknarflokksins séu haldin í nóvem- ber á Hótel Sögu. Árni sagði ástæðu þess að þingið hefði verið flutt fyrst og fremst vera að flokksþing flokks- ins yrði stöðugt fjölmennara. Að þessu sinni eru skráðir þing- fulltrúar um 700 en að auki eiga allir framsóknarmenn rétt á að sitja þingið sem áheyrnarfulltrúar. „Þannig að þótt Hótel Saga hafi þjónað okkur vel og dyggilega um áratuga skeið þá vorum við búnir að sprengja það húsnæði utan af okkur. Á Loftleiðum er líka betri aðstaða til ráðstefnuhalds,“ segir Árni. Hátíð- arkvöldverður verður í Valsheim- ilinu. Á sunnudag verða kosningar um embætti formanns, varaformanns og ritara og eru allir þingfulltrúar í kjöri. 700 sækja flokksþing Framsóknar Línur lagðar fyrir kosningar ANNA Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, kom til Íslands í opin- bera heimsókn gær. Um kvöldið sat hún kvöldverðarboð í Perlunni í boði Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra. Í dag mun Lindh eiga viðræður við Halldór Ás- grímsson, Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. Í hádeginu verður hún gestur á opnum fundi í Odda á vegum Stofnunar stjórn- sýslufræða og stjórnmála við Há- skóla Íslands. Þar mun hún ræða reynslu Svía af Evrópusambands- aðild. Vel fór á með þeim Halldóri, eig- inkonu hans Sigurjónu Sigurðar- dóttur, Önnu Lindh og eiginmanni hennar Bo Holmberg. Morgunblaðið/Jim Smart Utanríkisráðherra Svíþjóðar í heimsókn SAMTÖK verslunar og þjónustu hafa gert athugasemdir við útboð Ríkiskaupa í elds- neytiskaup fyrir ýmsar ríkisstofnanir, en tilboð verða opnuð kl. 11 í dag. SVÞ gera at- hugasemdir við að ríkið skuldbindur sig ekki til að taka neinu tilboðanna en áskilur sér engu að síður rétt til að geta valið hluta úr hverju tilboði fyrir sig og þannig samið við fleiri en einn aðila. Loks kemur fram í útboðsskilmálum að einungis 60% þeirra bíla sem útboðið byggist á sé skylt að skipta eingöngu við þann sem hreppir hnossið. Útboðið gerir Ríkiskaup fyrir nokkur ríkisfyrirtæki, m.a. Íslandspóst, Vegagerð- ina og Ríkislögreglustjóra. Sigurður Jóns- son, framkvæmdastjóri SVÞ, segir undar- legt að Ríkiskaup áskilji sér þann rétt að geta samið við fleiri en einn þeirra sem bjóða í kaupin. „Til dæmis þannig að samið er við einn aðila um bensín austur á Rauf- arhöfn en einhvern allt annan í Reykjavík. Þessi aðili fyrir austan er þá býsna illa sett- ur því hann er búinn að reikna með að fá allt önnur viðskipti. Þegar menn bjóða í heilan pakka byggist tilboðið á vissum forsendum um hagræði og annað,“ segir Sigurður. Útboðið byggist á rúmlega 1.200 bílum, en Sigurður segir að eingöngu 700 þeirra séu tilgreindir sem skuldbindandi fyrir rík- ið verði af samningum. „Við hefðum helst viljað að opnun tilboða yrði frestað,“ segir Sigurður og bætir við að SVÞ muni í fram- haldinu gera frekari athugasemdir og taka síðan afstöðu til þess hvort útboðið verði kært til kærunefndar útboðsmála. Athugasemd- ir við útboð Ríkiskaupa HANNES Hlífar Stefánsson náði jafntefli gegn Ivan Sokolov í 2. umferð Stórmóts Hróksins á Kjarvalsstöðum í gærkvöldi. Hannes var með svart og sömdu þeir um jafntefli eftir 25 leiki. Aðrar skákir fóru þannig að Bartlomej Macieja sigraði Stefán Kristjánsson, Helgi Áss Grétarsson mátti sín lítils gegn hinum aldna Viktor Kortsnoj sem hafði magnaðan sigur, að sögn skákskýrenda, í aðeins 23 leikjum. Alexei Shirov sigraði Etienn Bacr- ot í 54 leikjum en jafntefli varð í viðureign Michaels Adams og Lukes McShane. Eftir tvær umferðir eru Macieja, Shirov og Kortsnoj efstir með 1½ vinning hver. Hannes Hlífar og Helgi Áss eru með einn vinning hvor. Þriðja umferð af níu hefst síð- degis í dag. Hannes Hlífar náði jöfnu gegn Sokolov  Kröftug taflmennska/11 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.