Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                           ! "#  !                 !" #$ % "     $"    $  & "     '  "   ' #"   #  ! "            (    $ % & &                   ' (    ) ! )  *   !" # +   ,- NEMENDUR Menntaskólans við Hamrahlíð (MH) spurðu for- ystumenn stjórnmálaflokkanna spjörunum úr á lagningardögum MH í gær en fyrir svörum sátu Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, Halldór Ágrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, Ögmundur Jón- asson, þingflokksformaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, og Margrét Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins. Nemendur fýsti sérstaklega að fá að vita afstöðu talsmanna flokkanna til samræmdra prófa í framhalds- skólum og hvenær nýtt íþróttahús við MH yrði reist en eins vildu þeir fá að heyra hvað flokkarnir væru og ætluðu sér að gera fyrir unga fólk- ið, hvort þeir teldu hag af því að ganga í Evrópusambandið og hvort þeir styddu stríðsrekstur gegn Írak. Þá bar menntamál almennt töluvert á góma og virtust talsmenn allra flokka sammála um mikilvægi menntunar fyrir framtíð bæði unga fólksins og þjóðarinnar í heild. Geir sagði að ríkisstjórnin hefði þegar unnið margt sem kæmi unga fólkinu til góða í framtíðinni, s.s. fjölbreytt og öflugt atvinnulíf sem tryggði að Ísland væri samkeppn- isfært við önnur lönd. Ráðherrann sagði sinn flokk vilja skapa hér fyr- irmyndarþjóðfélag sem byði upp á bestu fáanlegu lífskjör og bætti þannig upp fjarlægðina frá öðrum löndum. Halldór sagði að menn byggju unga fólkið einna best fyrir framtíð- ina með öflugu og sterku mennta- kerfi. Unga fólkið þyrfti að eiga þess kost að stunda háskólanám, fá námslán, fara til útlanda til náms og hafa þannig aðgang að alþjóðavæð- ingunni og búa á Íslandi sem opnu landi. Þá þyrfti ungt fólk að geta fengið störf við hæfi þegar það kæmi á vinnumarkaðinn. Ingibjörg Sólrún sagði að Sam- fylkingin legði áherslu á að byggja upp samfélag þar sem jafnrétti og félagslegt réttlæti og jöfn tækifæri væru höfð að leiðarljósi. Búa þyrfti þannig um hnútana að allir fengju notið sín og það væri sín trú að menntunin væri lykillinn að fram- tíðinni. Menntun og hugvit byggt á menntun yrði sú eign sem mestu máli mundi skipta og allir þyrftu að eignast hlutdeild í. Ögmundur sagði nauðsynlegt að fjárfesta í menntuninni. Hlúa þyrfti að bæði skólastofnunum og eins þeim sem sæktu sér menntun með góðu námslánakerfi. Ögmundur benti á að velferðarkerfið skipti einnig máli enda hefði t.d. komið fram í könnun meðal atvinnurek- enda í Danmörku að þeir töldu mik- ilvægt fyrir atvinnulífið að fyrir hendi væru góð barnaheimili, góðir skólar, góð heilbrigðisþjónusta, góðar samgöngur o.s.frv. VG teldi það einmitt hlutverk ríkisins og sveitarfélaga að tryggja þetta. Margrét sagði áherslu á menntun algert frumskilyrði og sagðist hafa áhyggjur af vaxandi skólagjöldum í tíð þessarar ríkisstjórnar. Flokk- urinn væri á móti því að slík stefna yrði tekin upp, það þyrfti t.d. að tryggja að Háskóli Íslands væri styrktur þannig á fjárlögum að fólk þyrfti ekki að kaupa sig inn í nám þar þó svo það gæti valið að fara í aðra skóla sem væru dýrari. Að- gangur að menntakerfinu yrði að vera jafn fyrir alla. Menntun auðlind framtíðarinnar Morgunblaðið/Kristinn Fýsti nemendur að heyra afstöðu talsmanna flokkanna til samræmdra prófa í framhaldsskólum og spurðu hvenær íþróttahús yrði reist við MH. MH-ingar fengu tækifæri til að spyrja leiðtoga stjórnmálaflokkanna spjörunum úr á lagningardögum í gær. Virt- ust leiðtogarnir sammála um að menntun væri mikilvæg fyrir framtíð unga fólksins og þjóðarinnar í heild. FLUGSKÓLI Íslands hefur auglýst námskeið fyrir flugmenn sem vilja afla sér réttinda til að fljúga B767- þotum. Flugfélagið Atlanta hefur verið með þotur af þeirri gerð í rekstri og Flugleiðir – leiguflug taka slíka þotu í notkun síðar á árinu. Þegar hefur á annan tug flugmanna sótt um að komast á námskeiðið. Baldvin Birgisson, skólastjóri Flugskólans, segir að skólinn hafi áður annast námskeið fyrir tegund- arréttindi á B737-þotur í samvinnu við Íslandsflug og Bláfugl, sem ís- lenskir og erlendir flugmenn sóttu. Baldvin segir námskeiðið nú rekið í samvinnu við Atlanta. Fyrst er þriggja vikna bóklegt námskeið, síð- an þriggja vikna kafli í flughermi er- lendis og loks nokkrar lendingaræf- ingar í þotu frá Atlanta. Að því loknu fá menn réttindi en hvert flugfélag hefur síðan reglur um að flugmenn sem fá nýja tegundaráritun fljúgi til- tekinn fjölda ferða undir eftirliti þjálfunarflugstjóra. Námskeiðið kostar 2,5 milljónir króna og er þá allt meðtalið, ferð og uppihald vegna þjálfunar í flughermi erlendis. Þjálfar flugmenn á B767-þotur ÞRÍR af hverjum fjórum Íslending- um, eða 74% aðspurðra, borða þorra- mat, samkvæmt nýrri könnun Talna- könnunar fyrir Frjálsa verslun. Greint er frá niðurstöðunum á heimasíðu Talnakönnunar. Fram kemur að þorramatur sé vinsælli meðal karla en kvenna, þar eð fjórir af hverjum fimm körlum borði þorramat en um það bil tvær af hverjum þremur konum. „Mjög skýr munur kom fram milli kynslóða í könnuninni. Af yngsta hópnum sagðist aðeins um helming- ur leggja sér þetta lostæti til munns en 85 ára og eldri sögðust allir borða þorramat með bestu lyst,“ segir á talnakonnun.is. Þorri lands- manna borð- ar þorramat að það hafi lent hér tvisvar á skömm- um tíma hér á Seyðisfirði þá er þetta sem betur fer undantekning en ekki reglan,“ segir Tryggvi. Menn standi varnarlausir gagnvart slíkum veður- ofsa og sjálfsagt muni margir huga að þakfestingum og öðrum frágangi. „Það vill enginn lenda í því að það fjúki ofan af honum,“ segir hann. Þeir sem höfðu keypt fasteigna- eða húseigendatryggingu fá tjón á íbúðarhúsnæði væntanlega bætt. SEYÐFIRÐINGAR hafa að mestu lokið við að hreinsa til í bænum eftir hamfaraveðrið sem gekk þar yfir að- faranótt þriðjudags. Fulltrúar trygg- ingafélaganna hafa verið á staðnum til að leggja mat á tjón en ljóst er að það skiptir milljónum. Tryggvi Harð- arson bæjarstjóri segir að stormurinn sé með þeim mestu sem hafi gengið yfir Seyðisfjörð, elstu menn muni í besta falli eftir einu slíku fárviðri en tekur einnig fram að suðvestanrokið geti oft verið talsvert. Tjón varð á yfir 30 húsum og fjölmörgum bifreiðum en Tryggvi segir að fáir hafi orðið fyr- ir mjög miklum skakkaföllum. Sumt fáist bætt en annað ekki og eigi það jafnt við um einstaklinga, fyrirtæki og bæjarfélagið sjálft. Seyðfirðingar hafa verið frekar óheppnir með veður í vetur. Í nóvember varð talsvert tjón af völdum hellirigningar og nú þessi hvellur. „Menn vita að það ganga yfir af- brigðileg veður ef svo má segja. En þó Hafi orðið tjón á innbúi eru bætur greiddar úr heimilistryggingu. Engin lögbundin trygging bætir tjón eins og varð í hamfaraveðrinu á Seyðisfirði og viðlagatrygging bætir ekki tjón vegna vinds. Sigurður Ingi Geirsson, deildar- stjóri í tjónadeild Sjóvár-Almennra segir að fasteignatrygging bæti tjón sem verði á íbúðarhúsnæði í meira hvassviðri en sem nemur 28,5 m/sek., jafngildi þess sem áður var kallað 11 vindstig. Sú trygging tekur til þess þegar vindur nær að rjúfa þak, glugga eða veggi húsbyggingarinnar. Tryggingin tekur einnig til sólpalla og garðskála, séu þeir metnir til bruna- bótamats. Sigurður segir að því miður séu dæmi um að húseigendur gleymi að tilkynna um breytingar eða viðbætur við húsnæði og sitji eftir með sárt ennið þegar í ljós kemur að þeir fá ekki bætur. Sömu reglur gildi um at- vinnuhúsnæði. Bændur og aðrir sem eiga útihús geti keypt sér sérstaka foktryggingu til viðbótar við lög- bundna brunatryggingu. Heimilis- trygging bæti tjón á innbúi vegna óveðurs, hafi vindurinn verið meiri en 28,5 m/sek. Sigurður segir mikilvægt fyrir hús- eigendur að ganga frá lausum munum á lóð, þar sem eigandi gæti orðið bóta- skyldur, fjúki hlutirnar af stað í minni vindstyrk en 28,5 m/sek., og eigand- inn hafi sýnt gáleysi við frágang. Hreinsunarstarfi eftir fárviðrið á þriðjudag að ljúka á Seyðisfirði „Það ganga yfir afbrigði- leg veður“ TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráð- herra segir að svigrúm sé til kennslu í skák innan valgreina í grunnskólum en sveitarstjórnir hafi mikið um málið að segja þar sem grunnskólinn sé á verksviði þeirra. Hrafn Jökulsson, forseti Skák- félagsins Hróksins, varpaði fram þeirri hugmynd við setningu Stór- mótsins í skák í fyrradag að skák yrði sett á námskrá grunnskólanna og nemendur í 2. til 10. bekk fengju eina kennslustund á viku í skák. Tómas Ingi segir að þegar miðað sé við 30 til 37 vikustundir eftir bekkjum séu meðtaldar valgreinar frá 4 til 11 vikustundum. Valgreinarnar séu hluti af skyldunáminu og grunnskólarnir eigi að skilgreina markmið þeirra val- greina sem standi til boða og leggja fram kennsluáætlanir og yfirlit yfir námsefni, kynna það nemendum og foreldrum og fá samþykki sveitar- stjórnar. Þarna sé hins vegar mögu- leiki á því að koma skákkennslu fyrir. „Það er svigrúm fyrir viðfangsefni af þessu tagi innan skipulagsins eins og það er en sveitarstjórnirnar hafa mikið með þetta að segja þar sem grunnskólinn er á þeirra verksviði,“ segir hann. „Það er mjög mikilvægt að byggja á sjálfstæði skólanna og sveitarfélaganna í þessum efnum.“ Svigrúm til skák- kennslu í skólum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.