Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ EKKERT útfall hefur verið í Dyrhólaósi í miðjum Mýrdalnum í langan tíma og því flæðir yfir hundruð hektara túna. Mikið hefur rignt ásamt því að ár og lækir renna í ósinn sem hefur staðið uppi lengi í vetur án útfalls. Því hefur vatnið enga undankomuleið í sjó og flæðir yfir tún hjá mörgum bænd- um í Mýrdalshreppi. Ófært er út í Dyrhólaey, þar sem flæðir yfir veginn, og talin er hætta á að vegurinn fari í sundur undir sjó. Bændur á svæðinu hafa töluverð- ar áhyggjur af því að það frysti því þá er hætt við kali og skemmdum á túnum. Búið er að reyna að opna Dyr- hólaósinn en hann lokast alltaf jafn- óðum. Ástæðan er sú að lengi hafa verið ríkjandi austan- og suðaust- anáttir. Þá tekur sjórinn sandinn milli Reynisfjalls og Dranganna og flytur hann að Dyrhólaósnum. Venjulega jafnar ósinn sig í vest- anáttum sem hafa verið sjaldséðar í Mýrdalnum undanfarið. Ekki bætir úr skák að fullt tungl er um þessar mundir og stór- streymt. Í gær flæddi yfir kambinn og inn í ósinn, yfir alla Reynisfjör- una. Guðni Einarsson, bóndi á Þór- isholti, er einn þeirra sem eiga land að ósnum. Hann segir oft hafa flætt, en sjaldan svona mikið. Hann segir einnig fróðlegt að sjá hvað gerist við þessar aðstæður þar sem marg- ir vilja leggja veg um ósinn. „Menn hafa verið að velta því fyrir sér að bora gat í gegnum Reynisfjall og fara svo með veginn hér út eftir Dyrhólaósnum. Fróðlegt að sjá hverju menn geta átt von á,“ sagði Guðni og benti á að við mennirnir værum afar máttlausir gegn hinu kröftuga Atlantshafi. Flæðir yfir hundruð hektara Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Dyrhólaós flæðir yfir hundruð hektara af túnum í Mýrdal. Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti, skoðar flóðið ásamt Ívari syni sínum. TAKIST ekki að gera við vatns- leiðslu til Vestmannaeyja áður en loðnuvinnsla hefst aftur af fullum krafti eftir brælu undanfarna daga er hugsanlegt að vatn verði skammt- að í bænum en fiskvinnslufyrirtæki njóti forgangs. Friðrik Friðriksson veitustjóri vonast til þess að viðgerð verði lokið áður en til þess kemur. Tæplega helmingurinn af vatninu lekur út en talið er að önnur af tveimur vatnsleiðslunum hafi skemmst í stórsjó aðfaranótt 11. febrúar sl. Bæjarbúar og fyrirtæki hafa verið beðin um að fara sparlega með vatnið. Tvær vatnleiðslur liggja frá landi til Vestmannaeyja. Þær eru alls 35 km langar, þar af eru um 13 km á hafsbotni á allt að 90 metra dýpi. Eldri leiðslan var lögð árið 1968 en sú yngri árið 1971. Um 47 lítrum af vatni er dælt í leiðslurnar á sekúndu en nú skila aðeins 25 sekúndulítrar sér til Eyja. Friðrik segir að þegar mest sé að gera hjá fiskvinnslufyrirtækjunum taki þau til sín um 75% af vatninu í bænum. Um 40 sekúndulítra þurfi til að mæta vatnsþörf fyrirtækjanna. Veldur okkur hugarangri Friðrik telur að yngri leiðslan leki en hún er sverari en sú eldri en veik- byggðari. „Þetta veldur okkur hug- arangri því þetta rétt dugar til að halda kyrrstöðu í birgðatanknum hér í Eyjum,“ segir hann. Takist ekki að gera við leiðsluna áður en loðnuvinnsla hefst aftur af fullum krafti sé fyrirsjáanlegt að vatnskort- ur verði í bænum. Hugsanlega verði að grípa til skömmtunar á neyslu- vatni en láta fiskvinnslufyrirtækin njóta forgangs. Friðrik telur að skemmdin á leiðslunni sé á milli Heimaeyjar og Elliðaeyjar en dýpi þar er um 45 metrar. Fyrir nokkrum árum flækt- ust veiðarfæri í leiðslunni á þessum kafla og löskuðu hana. Þrátt fyrir að gert hafi verið við skemmdirnar tel- ur Friðrik að leiðslan sé einna veik- ust þar. Kafarar munu sjá um að gera við leiðsluna en fyrst þarf að lyfta henni um einn metra frá hafsbotni. Búið er að panta efni til viðgerða og kemur það til Eyja á næstu dögum. Ekki hefur verið hægt að kafa niður að leiðslunni vegna slæms sjólags en von er á köfurum á sunnudaginn. Vonast Friðrik til að viðgerð geti hafist skömmu síðar og verði lokið áður en loðnuvinnsla hefst fyrir al- vöru á ný. Friðrik segir að ýmsar endurbætur hafi verið gerðar á vatnsleiðslunum undanfarin ár. Mið- að hafi verið við að endurnýja neð- ansjávarleiðslurnar eftir 10 ár en í ljósi skemmdanna nú verði hugsan- lega að endurskoða þær áætlanir. Hann segir að líklega kosti ný vatns- leiðsla 200–400 milljónir. Hitaveita Suðurnesja á vatnsleiðslurnar. Bíða eftir betra veðri Ægir Páll Friðbertsson, fram- kvæmdastjóri Ísfélags Vestmanna- eyja, vonast til að loðnuvinnsla hefj- ist á ný um leið og veður gefur tilefni til. Hann býst ekki við að vatnslek- inn muni hefta starfsemi fyrirtæk- isins á nokkurn hátt. Þegar mest er notar Ísfélagið um 400 tonn af vatni á sólarhring. Ingi Sigurðsson bæjarstjóri segir að málið sé í höndum Hitaveitu Suð- urnesja. Bæjarbúar verði að sýna því skilning að þeir þurfi að fara sparlega með vatn þar til viðgerð lýkur en vonast til að það takist sem fyrst. Mikill leki úr vatnsleiðslu milli lands og Vestmannaeyja Neysluvatn gæti þurft að skammta Morgunblaðið/Sigurgeir Tvær vatnsleiðslur liggja á milli lands og Vestmannaeyja. Á myndinni sem tekin var 18. júlí árið 1971 má sjá þegar síðari leiðslan var lögð til Eyja. VINNUSLYS varð við Kára- hnjúkagöng í fyrrinótt þegar starfsmaður við göngin rifbeins- brotnaði og marðist í grjóthruni í sprengingum. Er þetta fyrsta vinnuslysið sem verður í göng- unum að því er Sveinn Jónsson verkfræðingur og umsjónar- maður Landsvirkjunar á staðn- um segir. Slysið var tilkynnt kl. 3.25 og var hinn slasaði fluttur með sjúkrabifreið til Egilsstaða en áður hafði TF-LÍF, þyrla Land- helgisgæslunnar, verið kölluð út kl. 3.55 þar sem læknir á sjúkra- bifreið á leið til hins slasaða taldi sig verða of lengi á leiðinni vegna færðar. Þyrluaðstoð var þó afturkölluð þegar í ljós kom að maðurinn væri ekki það mik- ið slasaður að sækja þyrfti hann á þyrlunni. Sneri hún við kl. 6.23 eftir 71 mínútna flug. Að sögn Sveins Jónssonar eru öryggismál starfsmanna við Kárahnjúkagöng í góðu lagi, á staðnum er snjóbíll og ruðnings- tæki ávallt til staðar ef flytja þarf slasaða á sjúkrahús á Eg- ilsstöðum ef færð leyfir ekki akstur bifreiða. Við venjulegar aðstæður er um 90 mínútna akstur á bifreið til Egilsstaða. Sveinn segir að til sé fullkomin áætlun um viðbrögð við slysum og þá er Landsvirkjun í sam- bandi við Landhelgisgæsluna varðandi sjúkraflutninga. Að- spurður segir hann þó ekki lækni eða hjúkrunarfólk á staðnum. Ekki stendur heldur til að fá slíkan starfskraft á stað- inn. Teitur Guðmundsson, læknir á heilbrigðisstofnun Austur- lands telur líklegt að hinn slas- aði verði útskrifaður af sjúkra- húsinu í dag, fimmtudag, og segir hann hafa sloppið mjög vel. Slys við Kára- hnjúka LÝSTAR kröfur í þrotabú Frétta- blaðsins ehf., sem gaf samnefnt blað út í um eitt ár þar til í fyrravor að nýtt félag tók við rekstrinum, eru komnar í rúmar 432 milljónir króna, að sögn Sigurðar Gizurarsonar skiptastjóra. Þar af nema forgangs- kröfur, einkum launakröfur, rúmum 100 milljónum kr. Um það leyti sem kröfulýsingar- frestur rann út námu kröfurnar rúmum 300 milljónum kr. Skipta- fundur verður í þrotabúinu 27. febr- úar næstkomandi en félagið var lýst gjaldþrota í nóvember sl. Almennar kröfur í búið eru upp á rúmar 330 milljónir. Stærstu kröfu- hafar eru Hömlur, eignarhaldsfélag Landsbankans, með tæpar 94 millj- ónir, Tollstjóraembættið gerir ríf- lega 66 milljóna kr. kröfu í búið, Fjárfestingafélagið Látrabjarg ehf., sem tengist þáverandi eigendum blaðsins, er með tæpar 62 milljónir, pappírsframleiðandinn Norske Skog með rúmar 25 milljónir og Útgáfu- félag DV er með um 17 milljóna kr. kröfu. Skiptafundur hjá FF og Nota bene Sigurður er einnig skiptastjóri í þrotabúi auglýsingaskiltafyrirtækis- ins Nota bene, einu dótturfélaga eig- enda Frjálsrar fjölmiðlunar, FF. Skiptafundur í því búi fer fram á morgun, ásamt skiptafundi í þrotabúi Frjálsrar fjölmiðlunar þar sem lýstar kröfur nema rúmum 2 milljörðum króna. Lýstar kröfur í þrotabú Nota bene nema 213 millj- ónum kr. Þar af eru almennar kröfur upp á 174,5 milljónir og forgangs- kröfur nema 38,6 milljónum. Stærstu kröfuhafar eru Landsbank- inn með 59,7 milljónir og Tollstjórinn með 50,3 milljónir. Gjaldþrot Fréttablaðsins ehf. Kröfur komnar í 432 milljónir ENGIN kennsla hefur verið í Snyrtiskóla Íslands í rúma viku. „Við erum í rekstrarstöðvun vegna erfiðr- ar skuldastöðu,“ segir Hanna Kristín Didriksen, skólastjóri, en málið er til skoðunar í menntamálaráðuneytinu. Skólinn hefur verið starfræktur síðan 1999, en við hann starfa níu kennarar og nemendur voru 18, mis- langt komnir í tíu mánaða námi, þeg- ar kennslu var hætt. Námið kostar 1.250 þúsund krón- ur og segir Hanna Kristín að sumir nemendur hafi greitt allt gjaldið, en aðrir minna og fái skólinn ekki fyr- irgreiðslu í formi fjármagns sé ljóst að nemendur og kennarar skaðist. Hanna Kristín segir um einka- skóla sé að ræða og geti skólinn ekki farið í gang aftur tapi allir. Erfiðlega hafi gengið að fá starfsleyfi frá ráðu- neytinu og hafi það bitnað á starf- seminni, en 18. júlí í fyrra hafi loks fengist leyfi til tveggja ára. Tómas Ingi Olrich, menntamála- ráðherra, segir að mál Snyrtiskólans sé í skoðun í ráðuneytinu og meðan svo sé, sé óeðlilegt að hann tjái sig um það. Jónína Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Iðnnemasam- bands Íslands, segir að ráðuneytið verði að bera ábyrgð í þessu máli, en skólinn hafi frest til mánudags til að gera ráðuneytinu grein fyrir stöð- unni. „Aðalatriðið hjá okkur eru hagsmunir nemendanna,“ segir hún. „Við viljum að menntamálaráðu- neytið geri eitthvað í þessum málum, taki einhverja ábyrgð.“ Engin kennsla í Snyrtiskóla Íslands ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.