Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skylmingar æfðar í þremur félögum Vaxandi gróska í skylmingum EKKI verður sagt aðskylmingaíþróttinsé stöðugt í um- ræðunni hér á landi, enda er þar á ferðinni íþrótta- grein sem landsmenn tengja við allt aðrar þjóðir en Íslendinga. Eigi að síður stunda einhver hundruð manna skylmingar á Ís- landi og hafa íslenskir skylmingamenn náð lofs- verðum árangri á sterkum alþjóðlegum mótum. Ragn- ar Ingi Sigurðsson er einn hinna sigursælu skylm- ingamanna Íslands og svar- aði hann nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins. – Hvers vegna ertu í skylmingum? „Hjá mér byrjaði þetta haustið 1992. Ég hafði aldr- ei heyrt um skylmingar, hvað þá vitað að þær væru æfðar hér á landi, en eldri systir mín kom einn daginn heim og vissi af skylminga- æfingum og stakk upp á því að við prófuðum þetta. Við fórum, ásamt tvíburasystur minni. Þær entust í viku, en ég er enn að.“ – Var mikil gróska árið 1992? „Þetta var hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur. Það var stofnað 1987 og var þá eina félagið með skylm- ingar á sínum snærum. Það var ekki mikið barnastarf, en svona 30 til 40 manns viðloðandi.“ – Hvernig var svo þróunin? „Það má segja að veturinn 1990– 91 hafi orðið gífurleg breyting til hins betra fyrir skylmingaíþróttina hér á landi, því þá fengum við hing- að búlgarskan þjálfara Nikolai Matev. Hann starfar hér enn og koma hans skipti sköpum. Auk þess höfðum við fram að því nánast eingöngu æft og keppt með stungusverðum, en bættum þarna við okkur höggsverðum.“ – Fyrir þá sem ekki þekkja mun- inn, hver er hann? „Stungusverðin eru með takka framan á oddinum, markmiðið er að stinga og skotmarkið er búkur- inn, ekki armar og höfuð. Með höggsverðum má bæði stinga og slá og skotmarkið er allt ofan mitt- is. Það er nokkuð meiri hraði þegar æft er og keppt með höggsverðum og nú orðið erum við nánast ein- göngu í höggsverðum.“ – Það er sum sé mikil gróska í skylmingum á Íslandi núna? „Já, það er óhætt að segja það. Félögin eru nú orðin þrjú, árið 1995 bættist skylmingadeild FH við og nýverið var stofnað skylm- ingafélag á Bifröst, Sturlungarnir. Skylmingafélag Reykjavíkur hefur verið með öflugt barna- og ung- lingastarf síðustu árin og slíkt starf hefur einnig verið vaxandi hjá FH.“ – Hvernig er staðan gagnvart íþróttahreyfingunni? „Við erum ekki komin með sér- samband ennþá. Til þess þurfum við 4–5 starfandi félög. Það er hins vegar verið að vinna í því og það stendur til bóta. Fyrirsjáanlegt er að 1–2 félög bætist við á næsta ári, eitt á höfuð- borgarsvæðinu og ann- að úti á landsbyggðinni. Að stofna sérsamband innan ÍSÍ mun ger- breyta stöðu okkar þar sem það er kannski fyrst og fremst peninga- leysi, auk þess sem fáir þjálfarar eru til staðar, sem stendur þessari íþrótt hvað mest fyrir þrifum hér á landi. Æskilegt er að komast á mót um það bil mánaðarlega, en segja má að nú sé allt stopp hjá okkur af því að peningarnir eru á þrotum. Við höfum verið að keppa bæði á World Cup Satellite-mótum og heimsbikarmótum sem gefa bæði stig á heimslista.“ – Getið þið eitthvað? „Við miðum okkur gjarnan við nágrannaþjóðirnar og í þeim sam- anburði stöndum við vel að vígi. Á síðustu Norðurlandamótum höfum við verið mjög sigursæl. Á síðasta Norðurlandamóti unnum við strák- arnir t.d. liðakeppnina. Guðrún Jó- hannsdóttir varð Norðurlanda- meistari kvenna, Sigríður María Sigmarsdóttir unglingameistari og Þorbjörg Ágústsdóttir önnur í opn- um kvennaflokki. Guðrún er auk þess ofarlega á heimslistanum.“ – Hvað er hægt að segja um þetta meira, hvernig getur fólk komið sér af stað, er þetta dýrt, er þetta hættulegt? „Öllum fyrirspurnum er svarað í netfanginu skylmingar@hotmail- .com. Ég myndi ekki segja að þetta væri dýrt, a.m.k. ekki miðað við margar aðrar íþróttir sem börn og unglingar eru að æfa. Mánaðar- gjald er frá 2.500 kr. og upp í 4.000 kr. eftir því hvar er verið að æfa og hve oft. Allur búnaður, hanskar, sverð, jakkar og grímur eru á staðnum. Með tímanum vilja keppendur síðan eignast sinn eigin búnað og þá þarf að borga fyrir það. Þessi búnaður fæst ekki hér á landi, en við höfum ýmist pantað hann að utan eða keypt hann í tengslum við mót sem við höfum sótt eða keppt á. Ég býst við að heildarpakkinn geti þá farið í 150 þúsund krón- ur, en þetta er ekki allt saman reitt fram í byrjun. Menn geta komið sér þessu upp smátt og smátt. Þú spyrð hvort þetta sé hættu- legt. Það held ég varla. Menn eru svo vel varðir að það getur ekkert gerst. Við erum með andlitsgrímur og vesti úr sams konar efni og skot- held vesti eru hönnuð úr. Þau þola mikil högg. Menn fá varla annað eða meira en marbletti, utan að stöku sinnum snýr sig einhver um ökklann.“ Ragnar Ingi Sigurðsson  Ragnar Ingi Sigurðsson fæddist í Reykjavík 12. desem- ber 1976. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breið- holti 1999 og leggur nú stund á íþróttafræði við Kennarahá- skóla Íslands. Lýkur því námi í vor. Ragnar Ingi kenndi íþrótt- ir í þrjú ár í Landakotsskóla og hefur auk þess starfað sem flokksstjóri á leikjanám- skeiðum Æskulýðs- og tóm- stundaráðs Hafnarfjarðar. Unnusta Ragnars er Arna María Geirsdóttir og eiga þau sex mánaða dóttur, Viktoríu Huld. … þær entust í viku en ég er enn að Er ekki lífið skrítið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.