Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MISJAFNT er hvernig kortafyrir- tæki á Íslandi umbreyta upphæð, sem keypt er fyrir með kreditkorti í erlendri mynt, yfir í íslenskar krónur. Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri MasterCard – Kredit- korta hf., segir að frá 18. febrúar séu allar erlendar færslur MasterCard- korta strax reiknaðar í íslenskar krónur. Hann segir að við þessa um- breytingu verði miðað við gengi sem er hliðstætt því sem viðskiptavinir fá þegar þeir kaupa gjaldeyri hjá bankastofnunum bæði hér á landi og erlendis. Þóknun fyrirtækisins felst í mis- mun á kjörum sem alþjóðlegt stórfyr- irtæki fær vegna kaupa á gjaldeyri sem síðan er seldur viðskiptavinum á hærra gengi. Ragnar segir að geng- istafla verði öllum korthöfum að- gengileg á vefsíðu Kreditkorta á há- degi á degi hverjum. Aðferð VISA-Ísland í þessu ferli er lík þeirri sem MasterCard viðhafði fyrir 18. febrúar. Samkvæmt upplýs- ingum frá Þórði Jónssyni, forstöðu- manni þjónustusviðs, felst í henni að VISA notar Bandaríkjadollar sem uppgjörsmynt. Allar úttektir erlendis eru færðar yfir í dollara sama dag eða daginn eftir að viðskipti fara fram og upphæðin skuldfærð hjá VISA-Ís- land. Sú færslufjárhæð stendur óbreytt í dollurum á reikningi kort- hafa fram til útskriftardags, sem að jafnaði er um 20. hvers mánaðar. Þá er upphæðin umreiknuð í krónur á skráðu sölugengi dollars hjá Seðla- bankanum og kemur þannig fram á reikningsyfirlitinu. Skv. upplýsingum Þórðar er ekk- ert álag reiknað á þessi viðskipti ef þau fara fram í Bandaríkjadollurum enda þá um uppgjörsmyntina að ræða. Varðandi færslur sem eru upp- runnar innan Evrópu er að jafnaði reiknuð þóknun sem nemur 0,85% af upphæðinni. Fari viðskiptin fram fyr- ir utan það svæði hækkar þóknunin upp í 1%. Fimm þúsund færslur á dag Á árinu 2001 voru 1,8 milljónir kreditkortafærslna framkvæmdar erlendis samkvæmt tölum frá Seðla- banka Íslands. Heildarvelta þeirra viðskipta var 18,4 milljarðar króna. Að meðaltali var því verslað með ís- lenskum kreditkortum erlendis fimm þúsund sinnum á hverjum degi þetta ár fyrir um 50,5 milljónir. Dýrara er fyrir korthafa að taka út reiðufé úr hraðbanka og áskilja kortafyrirtækin sér að taka sérstaka viðbótarþóknun fyrir þá þjónustu. Sú þóknun er fundin út með sama hætti hjá báðum fyrirtækjum. Greiða þarf að lágmarki fjóra Bandaríkjadali eða rúmlega 300 íslenskar krónur. Auk þess er þóknun 2,5% af úttektinni. Söguleg skýring Þórður segir að báðir aðilar, kort- hafi og VISA-Ísland, séu í óvissu um hvort gengishagnaður eða tap leiði af greiðslufrestinum. Þegar krónan styrkist, eins og fréttir undanfarna daga hafa gefið til kynna, hagnast við- skiptavinir VISA því ódýrara verður að greiða fyrir Bandaríkjadalina þeg- ar uppgjör er sent til viðskiptavina. Leifur Steinn Elísson aðstoðar- framkvæmdastjóri segir að ítrekað hafi verið rætt um breytingar á upp- gjörsaðferð. Núverandi aðferð eigi sér sögulegar skýringar frá því að ís- lensku krónunni var ekki treyst sem uppgjörsmynt. Þar sem þetta hafi breyst megi búast við samþykki frá VISA International að uppgjör fari strax fram í íslenskum krónum. Ólíkar upp- gjörsaðferðir kortafyrirtækja Gervitunglamyndin sýnir framkvæmdasvæði Kárahnjúkavirkjunar, séð frá Vatnajökli og til norðausturs yfir landið. Birt með leyfi Landsvirkjunar. Kárahnjúkavirkjun séð úr gervitungli LANDSVIRKJUN hefur fengið í hendur gervitunglamynd sem tekin er til norðurs og austurs yfir Vatnajökul og gefur nýtt sjónarhorn yfir svæði Kára- hnjúkavirkjunar. Myndin er birt arlóni. Minnt er á að stærð- arhlutföll skekkjast á myndinni. Þannig lítur Hálslónið út fyrir að vera margfalt stærra en Lög- urinn á Héraði en í raun munar aðeins um fimm ferkílómetrum. Hálslónið á að verða um 57 fer- kílómetrar að flatarmáli en Lög- urinn 52 ferkílómetrar. Þegar lónið verður fullt á það að vera 27 km langt en Lögurinn mun vera 35 km langur. á vefnum karahnjukar.is. Landsvirkjun hefur teiknað Hálslón inn á myndina sem og jarðgangaleiðina með punktalínu frá lóninu í stöðvarhúsið í Fljóts- dal, ásamt veitugöngum úr Ufs- SAMTÖK atvinnulífsins (SA) fagna því að reynt sé að koma til móts við sjónarmið foreldra og vinnuveitenda með því að samræma vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur en telja að einfaldast væri að sleppa þeim alveg. Þá lýsa þau yfir ánægju með að stefnt sé að því starfsdagar í leik- og grunnskólum verði haldnir samtímis en telja jafnframt að ósamræmi þar á milli sé með ólík- indum. Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður stefnu- mótunar- og samskiptasviðs SA, segist fagna því að verið sé að reyna koma til móts við óskir for- eldra og vinnuveitenda um samræmd vetrarfrí en tekur jafnframt fram að í rauninni hafi lítið verið komið til móts við óskir SA í þessum efnum. Ákvörðun um vetrarfrí hafi t.a.m. verið tekin án nokkurs samráðs við vinnuveitendur og foreldra þrátt fyrir að ákvörðunin hafi augljóslega mikil áhrif á þá. Gústaf segir að innan SA hafi menn velt fyrir sér leiðum til að vetrarfrídagarnir valdi sem minnstri röskun. Hugsanlega megi leysa vandamálið með því að taka upp almenna frídaga að vetri, líkt og gert sé í mörgum nágrannalönd- um Íslands. SA sé þó ekki endilega hlynnt því að málin þróist með þessum hætti og Gústaf segir að einfaldast væri að sleppa vetrarfrídögunum al- gjörlega. Það sé ljóst að með því að gefa grunn- skólanemendum frí í nokkra daga að vetri sé ver- ið að valda mikilli röskun fyrir fjölmargar fjölskyldur og vinnustaði. Það sé alvarlegt að slík ákvörðun hafi verið tekin án samráðs við foreldra og vinnuveitendur. Gústaf segir ekki síður mik- ilvægt að samræma starfsdaga leikskóla og grunnskóla innan hverfa en ósamræmi þar á milli sé í rauninni með ólíkindum. Ósamræmið valdi því að foreldrar þurfi að takast á við fleiri slíka frídaga en ella en það valdi gjarnan mikilli rösk- un fyrir foreldra og vinnustaði þeirra, að ógleymdum börnunum sjálfum. Ekkert samráð við vinnu- veitendur og foreldra Samtök atvinnulífsins fagna því að vetrarfrí skuli samræmt Á FUNDI kjördæmisráðs Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs nýlega var tillaga uppstillingar- nefndar um framboðslista Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi samþykkt sam- hljóða. Listinn er þannig skipaður: 1. Jóhanna B. Magnúsdóttir um- hverfisfræðingur, Mosfellsbæ. 2. Þórey Edda Elísdóttir, verk- fræðinemi og stangarstökkvari, Hafnarfirði. 3. Ólafur Þ. Gunnarsson öldrunarlæknir, Kópavogi. 4. Simar Þormar félagsfræðingur, Kópavogi. 5. Jón Páll Hallgrímsson, varaformaður Regnbogabarna og áfengis- og vímuvarnarráð- gjafi, Hafnarfirði. 6. Oddný Friðriksdóttir nemi, Kópavogi. 7. Anna Ólafsdóttir Björnsson sagnfræðingur, Bessastaða- hreppi. 8. Sigurður Magnússon, mat- reiðslumaður og stjórnarmaður í MATVÍS, Hafnarfirði. 9. Þóra Sigurþórsdóttir leirlistamaður, Mosfellsbæ. 10. Jens Andrésson, vélfræðingur og form. Starfsmannafélags ríkis- stofnana, Seltjarnarnesi. 11. Anna Tryggvadóttir mennta- skólanemi, Seltjarnarnesi. 12. Gestur Svavarsson íslenskufræð- ingur og gæðastjóri, Hafnarfirði. 13. Guðbjörg Sveinsdóttir hjúkrun- arfræðingur, Kópavogi. 14. Ólafur Gunnarsson véltæknifræðingur, Mosfellsbæ. 15. Ásdís Bragadóttir talmeinafræð- ingur, Bessastaðahreppi. 16. Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri. 17. Indriði Einarsson nemi, Garðabæ. 18. Svanur Halldórsson leigubílstjóri, Kópavogi. 19. Kristján Jónasson jarðfræðing- ur, Seltjarnarnesi. 20. Kolbrún Valvesdóttir garðyrkjumaður, Kópavogi. 21. Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkja- bandalags Íslands, Seltjarnar- nesi. 22. Kristín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri VG, Seltjarn- arnesi. Kosningastjóri Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi er Guðný Dóra Gestsdóttir. Kosningaskrifstofa hef- ur ekki verið opnuð, en kosninga- stjóri hefur aðsetur á skrifstofu VG í Hafnarstræti 20 í Reykjavík. Listi VG í Suðvestur- kjördæmi VEGNA gildistöku nýrra laga um úvinnslugjald á umbúðum mjólkur- afurða hefur verðlagsnefnd búvara ákveðið að hækka heildsöluverð á mjólkurvörum sem eru í samsettum pappaumbúðum. Heildsöluverð drykkjarvara í pappaumbúðum mun hækka um 61–65 aura á hverja fernu og fer hækkunin eftir þyngd um- búðanna. Hækkunin mun skila sér beint í verslanir og má búast við að mjólkurvörur í pappaumbúðum hækki 1. mars. Lög um úrvinnslugjald pappaum- búða tóku gildi 1. janúar en þar sem nokkuð var til af gömlum fernum var ákveðið að hækkunin tæki ekki gildi fyrr en 1. mars. Heildsöluverð hækkar samtals um 22,23 krónur á hvert kílógramm um- búða. Úvinnslugjaldið kemur til af kostnaði við endurvinnslu mjólkur- ferna. Mjólkurvörur sem eru í ann- ars konar umbúðum hækka ekki. Mjólk hækkar um mánaða- mótin ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.