Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 13 SHISEIDO.COM Útsölustaðir: Hygea Kringlan, Hygea Laugaveg, Hygea Smáralind, Sigurboginn, Debenhams, Bylgjan, Jara Akureyri. Láttu þína himnesku fegurð skína T h e M a k e u p Vor- og sumarlitirnir 2003 Útsölustaðir: Clara Kringlunni Hygea Kringlunni Hygea Laugavegi Hygea Smáralind Sigurboginn Laugavegi Bjarg Akranesi Jara Akureyri Silfurtorg Ísafirði Myrra Selfossi alltaf á fimmtudögumVIÐSKIPTABLAÐ Í Morgunblaðinu föstudaginn 14. febrúar sl. var fjallað ítarlega um skýrslur skattrannsóknarstjóra um rannsókn hans á skattamálum Jóns Ólafssonar og fyrirtækis hans Jóns Ólafssonar & Co. sf. (JOCO) Í þeirri umfjöllun er vegið harkalega að starfsheiðri Símonar Á. Gunnarsson- ar og hann sakaður um að hafa tekið þátt í að rangfæra bókhald, árs- reikninga og skattframtöl JOCO án þess að andmælum hans hafi verið komið á framfæri. Ásakanir skattrannsóknarstjóra á hendur Símoni snúast í þessari um- fjöllun um að sala JOCO á eignar- hlutum í Fjölmiðlun hf. hafi verið færð í bókhald og ársreikning á röngu ári og að ákvörðun um það hafi verið tekin eftir á. Eftir að hafa skoðað skýrslu skatt- rannsóknarstjóra og þau gögn sem Símon hefur lagt fram með sínum andmælum er það niðurstaða okkar að þessar ávirðingar skattrannsókn- arstjóra eigi ekki við rök að styðjast. Reykjavík 19. febrúar 2003 f.h. KPMG, Aðalsteinn Hákonarson stjórnarformaður, Alexander Eðvardsson, Sigríður Helga Sveinsdóttir, Sæmundur Valdimarsson. Yfirlýsing frá KPMG Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi: Vegna umfjöllunar Morgunblaðs- ins 14. febrúar sl. um skattamál Jóns Ólafssonar og Jóns Ólafssonar & Co. sf. þykir mér undirrituðum rétt og nauðsynlegt að staðreyndir málsins eins og þær snúa að mér sem endurskoðanda komi fram. Af umfjöllun blaðsins má skilja að ég sitji á sakabekk skattrannsóknar- stjóra, sem er fjarri öllum sann- leika. Rannsókn skattrannsóknarstjóra (SRS) snýr að Jóni Ólafssyni per- sónulega, Jóni Ólafssyni & Co sf. (JOCO), Norðurljósum samskipta- félagi hf. og dótturfélögum þess. Ásakanir skattrannsóknarstjóra á hendur mér eru í skýrslu sem fjalla um skattskil Jóns Ólafssonar & Co. sf. Í annarri skýrslu um persónuleg skattskil Jóns Ólafssonar eru engar ásakanir í minn garð. Skýrslur frá sama aðila um Norðurljós sam- skiptafélag hf. og dótturfélög hafa ekki enn komið fram, en von er á þeim innan tíðar. Skýrsla SRS um fyrirtækið JOCO snýst um eitt atriði, þ.e. sölu þess á hlutabréfum í Fjölmiðlun hf. (síðar Norðurljósum) á árinu 1998. Ásakanir SRS eru þær að sala hlutabréfanna hafi í reynd átt sér stað á árinu 1999 og að ég hafi rangfært bókhald og ársreikninga JOCO með því að færa sölu hluta- bréfanna á árið 1998 en ekki árið 1999. Auk þess gerir skattrann- sóknarstjóri athugasemdir við verðlagningu hlutabréfanna sem seld voru með formlegum samningi milli JOCO og fyrirtækisins Inuit Enterprises Ltd, (Inuit), sem er hlutafélag skráð á Bresku jómfrúareyjum og er í eigu Jóns Ólafssonar. Gestur Jónsson, hæstaréttarlög- maður, sendi andmæli fyrir mína hönd til SRS 29. janúar sl. Í and- mælunum eru tilgreind sjö atriði sem studd eru skjölum sem sýna glögglega fram á að sala hlutabréf- anna átti sér stað á árinu 1998. Þrjú af þessum sjö skjölum voru í vörslu skattrannsóknarstjóra við vinnslu rannsóknarinnar og var starfsmönnum embættisins í lófa lagið að ganga úr skugga um inni- hald þeirra. Meðal þeirra gagna sem lögð hafa verið fram eru: 1. Hlutabréf í Fjölmiðlun hf., sem gefið var út til Inuit í júní 1998. 2. Bréf til Samkeppnisstofnunar skrifað í júní 1998 sem tilgreinir Inuit sem stærsta hluthafa Fjöl- miðlunar hf. 3. Gögn frá aðalfundi Fjölmiðl- unar hf. í ágúst 1998 þar sem Inuit er tilgreint sem stærsti hluthafi félagsins. 4. Faxsendingar frá Jóni Ólafssyni til undirritaðs í júní 1998 sem staðfesta Inuit sem stærsta hluthafa Fjölmiðlunar. 5. Ársreikningur Fjölmiðlunar hf. fyrir árið 1998 sem tilgreinir Inuit sem stærsta eiganda fé- lagsins í árslok 1998. Þar við bætist að þeim andmæl- um var komið á framfæri við SRS að það er ekki í skilgreindum verkahring endurskoðenda að koma að hugsanlegum athuga- semdum um verðlagningu í við- skiptum milli aðila í áritun eða í ársreikningi viðkomandi fyrirtækis. Ef um slíkar athugasemdir endur- skoðenda er að ræða þá er þeim jafnan komið á framfæri við stjórn viðkomandi félags, annaðhvort munnlega eða í formi endurskoð- unarbréfs. Það er því mín niðurstaða að sýnt hafi verið fram á það með óyggjandi hætti að ásakanir SRS á hendur mér eigi ekki við rök að styðjast. Niðurstaða skattrann- sóknarstjóra er fengin með rang- túlkunum á gögnum sem hann hefur kosið að taka tillit til í rannsókn sinni. Það er óásætt- anlegt að með þessum hætti sé vegið að starfsheiðri mínum sem löggilts endurskoðanda og um leið sé rýrð kastað á trausta ásjónu endurskoðunarskrifstofunnar KPMG. Reykjavík 19. febrúar 2003 Símon Á. Gunnarsson löggiltur endurskoðandi KPMG Yfirlýsing vegna umfjöllunar blaðsins um skattamál Jóns Ólafssonar og fyrirtækja hans Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.