Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 17 UM 50 skriðdrekar Ísraela, studdir herþyrlum og jarðýtum, réðust í gærmorgun inn í Gazaborg og var markmiðið sagt að granda verkstæð- um Hamas-samtaka bókstafstrúar- manna sem standa oft fyrir hryðju- verkum. Alls féllu 11 Palestínumenn í árásinni á Gaza og þrír að auki í átökum á öðrum svæðum milli Ísr- aela og Palestínumanna. Liðsmenn Hamas sprengdu á laugardag skriðdreka á Gazaspild- unni og féllu allir hermennirnir fjórir sem í honum voru. Hét Shaul Mofaz varnarmálaráðherra í fyrradag grimmilegum hefndum en Hamas- menn höfðu auk þess skotið flug- skeytum á iðnaðarsvæðið Sderot í Ísrael undanfarna daga. Harðir bardagar urðu á götum Gazaborgar í gærmorgun og einn Palestínumannanna er sagður hafa sprengt sjálfan sig við ísraelskan skriðdreka. Ísraelar sögðu hins veg- ar að sennilega hefði létt sprengju- flaug sem hann var með á öxlinni sprungið of fljótt. Talsmenn stjórnar Yassers Ara- fats Palestínuleiðtoga sögðu að þrír hinna föllnu í Gazaborg hefðu verið liðsmenn öryggissveita er hefðu haft það hlutverk að koma í veg fyrir að Hamas-menn skytu heimasmíðuðum Qassam-flugskeytum sínum á Ísrael. Apache-þyrla Ísraela hafi sprengt bíl mannanna og þeir látið lífið. „Ísraelar eyðilögðu allt sem við höfum gert til að reyna að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi,“ sagði hátt- settur embættismaður stjórnar Yassers Arafats. Talið er að verkstæðin í Gazaborg séu meðal annars notuð til að smíða sprengjur, flugskeyti og annan bún- að handa sjálfsmorðssprengjumönn- um sem myrt hafa hundruð óbreyttra borgara í Ísraela á und- anförnum árum. Allmörg hús voru lögð í rúst í gær- morgun og munu nokkrir hinna föllnu hafa orðið undir braki er féll á þá. SÞ fordæmi árásir Gazaspildan er afar þéttbýl, þar býr nær milljón Palestínumanna auk nokkur þúsund landtökumanna úr röðum gyðinga. Ísraelar hafa ekki hernumið hana á ný eins og megnið af borgunum á Vesturbakkanum en á Gaza hafa lengi verið öflugar bæki- stöðvar herskárra samtaka á borð við Hamas. Ólíklegt er samt talið að Ísraelsher verði látinn leggja svæðið undir sig enda gæti það komið sér af- ar illa fyrir Bandaríkjamenn sem undirbúa nú átök við Íraka. Ísraelsher réðst einnig inn í gamla hverfið í borginni Nablus á Vestur- bakkanum í gær og féllu þar tveir Palestínumenn í átökunum auk þess sem tugir særðust. Annar hinna föllnu er sagður hafa verið geðsjúk- ur. Taer Zakani, einn af liðsmönnum al-Aqsa-píslarvottaherdeildarinnar, samtaka sem tengjast Fatah-hreyf- ingu Arafats, féll í borginni Jenin á Vesturbakkanum í gær er bíll hans sprakk. Kenndu Palestínumenn Ísr- aelum um og sögðu þá hafa notað fjarstýrða sprengju. Nokkrum klukkustundum eftir innrásina í Gazaborg skutu Hamas- menn fjórum Qassam-flugskeytum frá Gaza á Sderot í sunnanverðu Ísr- ael, skammt frá Gaza-spildunni og við endimörk Negev-eyðimerkurinn- ar. Eitt skeytanna hitti borgina og særðust þrír, að sögn talsmanna Ísr- aelshers. Einnig var skotið flug- skeyti á landtökubyggðina Dugit á Gaza. Palestínska heimastjórnin hvatti í gær Sameinuðu þjóðirnar til að for- dæma árásina á Gaza. „Stjórn Ísr- aels er að notfæra sér ástandið í heimsmálunum til að fremja glæpi gegn palestínsku þjóðinni,“ sagði í yfirlýsingu heimastjórnarinnar. Vís- aði hún þar til deilnanna um gereyð- ingarvopn Íraka sem athyglin hefur beinst mest að síðustu vikurnar. Ísraelsher réðst inn í Gazaborg Reuters Palestínskur drengur við tvö bílflök í Tufah, úthverfi Gazaborgar, í gær. Ísraelskir hermenn réðust inn í borgina í gærmorgun og féllu tólf Palestínumenn í átökunum. Gazaborg, Jerúsalem. AFP. Ellefu liðsmenn Hamas-samtakanna sagðir hafa fallið þegar Ísraelsher lagði sprengjuverkstæði í rúst VLADIMIRO Montesinos, fyrrver- andi yfirmaður leyniþjónustunnar í Perú, neitaði að bera vitni í gær þegar hann var leiddur fyrir rétt vegna ásakana um spillingu. Mont- esinos hefur verið í fangelsi í tvö ár og gefnar hafa verið út yfir 70 ákær- ur á hendur honum fyrir spillingu, auðgunarglæpi, alvarleg mannrétt- indabrot, vopnasmygl og peninga- þvætti. „Þetta er upphafið að réttarhöld- um yfir spilltasta manni í sögu Perú; loksins, eftir tvö ár,“ sagði saksókn- arinn í málum Montesinos. Í málinu sem tekið var fyrir í gær er Montesinos, sem hefur verið kall- aður „Raspútín Andesfjalla“, sakað- ur um að hafa misnotað aðstöðu sína sem yfirmaður leyniþjónustunnar og hægri hönd Albertos Fujimoris, fyrrverandi forseta, til að tryggja bróður fyrrverandi ástkonu sinnar sakaruppgjöf. Hann er einnig sak- aður um að hafa aðstoðað frænda hennar í lagaþrætu við banka í Perú. Fyrrverandi ástkona Montesinos, Jackeline Beltran, kvaðst aldrei hafa beðið hann um slíka greiða og óskaði eftir því að hann bæri vitni til að veita upplýsingar sem gætu orðið til þess að hún yrði leyst úr haldi. Montesinos hlýddi þögull á hana og neitaði síðan að bera vitni. Gert var hlé á réttarhaldinu þar til í dag. Montesinos á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi verði hann fund- inn sekur í fyrsta dómsmálinu á hendur honum. Hann hefur verið í fangelsi í herstöð vestan við Lima og var fluttur með þyrlu í Lurigancho- fangelsið þar sem réttarhöldin fara fram. Um 300 lögreglumenn voru á varðbergi við vegi nálægt herstöð- inni og 500 manna lögreglusérsveitir voru við Lurigancho-fangelsið. Réttarhaldinu var sjónvarpað í beinni útsendingu og margir lands- menn fylgdust grannt með henni. Um 400 fréttamenn voru á staðnum en þurftu að fylgjast með réttar- haldinu í sjónvarpi í nálægum sal þar sem þeir voru of margir til að komast fyrir í réttarsalnum. Reuters Vladimiro Montesinos, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Perú, og fyrr- verandi ástkona hans, Jackeline Beltran, fyrir rétti í gær. Montesinos saksóttur í Perú Lima. AFP, AP. AÐDÁENDUR Saparmurat Niy- azovs, forseta Mið-Asíuríkisins Túrkmenistan, fögnuðu í gær 63 ára afmæli hans með því að ausa hann lofi og færa honum gjafir. Afmælisdagur Niyazovs er jafnan haldinn hátíðlegur í Túrkmenistan þar sem stalínískir stjórnarhættir og persónudýrkun halda enn velli. Fjöldagöngur voru farnar víða um landið, tónleikar haldnir og mikill fjöldi fólks flykktist út á göt- ur höfuðborgarinnar, Ashkhabad, til að lýsa yfir aðdáun sinni á for- setanum. Niyazov hefur tekið upp heitið „Turkmenbashi“ sem þýðir „faðir allra Túrkmena“ og gefið út tilskipanir ýmsar er vakið hafa at- hygli víða um lönd. Þannig hafa 12 mánuðir ársins fengið ný nöfn og eru nú kenndir við hetjur í sögu þjóðarinnar, Niyazov sjálfan og móður hans. Þá hefur forsetinn lýst yfir því að æsku manna ljúki við 37 ára aldur en gamlir geti þeir talist eftir 85 ár. Forsetinn fylgdist með hátíð- arhöldunum í gær í Ashkhabad. Hermenn gengu hjá og hrópuðu í takt: „Halk, Watan, Beit Turkm- enbashi“ sem þýða mun: „Þjóð, föðurland, mikli Turkmenbashi.“ Hamslaus gleði var sögð hafa ein- kennt samkunduna og höfðu við- staddir á orði að svo virtist sem enn fleiri myndum af Niyazov hefði verið komið fyrir en venja er. „Turkmenbashi“ var ausinn lofi í tilefni dagsins og hafa dagblöð í landinu birt gríðarlegan fjölda af kveðjum til afmælisbarnsins m.a. frá embættismönnum og erlendum fyrirmönnum. Í bréfi sem ríkis- stjórn Túrkmenistans sendi Niyaz- ov af þessu tilefni sagði m.a: „Guð gefur aðeins þeim sem hann hefur velþóknun á þvílíkan styrk og slík- an mikilfengleik. Aðeins þeir sem Guð elskar af einlægni og telur sendiboða sína hljóta slík örlög.“ Innanríkisráðherra Túrkmenist- ans lýsti yfir því að forsetinn væri „stórkostlegur persónuleiki, sem býr yfir gáfu spámannsins“. Teikn eru þó á lofti um að óánægja fari vaxandi í Túrkmen- istan. Í fyrra var Niyazov sýnt banatilræði og sérfróðir telja að andstaða við stalínsíska stjórn- arhætti hans hafi aukist. „Útvalinn spámaður“ Reuters „Faðir allra Túrkmena“ hlýðir á þjóðsönginn. Túrkmenar fagna afmæli forseta síns Ashkhabad. AFP. ’ Stórkostlegurpersónuleiki, sem býr yfir gáfu spá- mannsins. ‘ RITSTJÓRAR 32 viðurkenndra vísindatímarita ákváðu á árs- fundi sínum í Denver í Banda- ríkjunum fyrir skömmu að framvegis yrðu lagðar hömlur á birtingu greina sem talið væri að hryðjuverkamenn gætu not- fært sér, að sögn fréttavefjar BBC. Sumir stjórnmálamenn hafa krafist róttækra takmarkana á frelsi til að birta rannsóknanið- urstöður sem gætu nýst til að búa til sýklavopn. Einn ritstjór- anna, Ronald Atlas, segir hins vegar að menn verði að gæta sín, slík stefna gæti haft slæm áhrif á heilbrigðismál og jafnvel valdið ótímabærum dauða. Hins vegar megi ekki aðstoða hermd- arverkamenn með upplýsingum. „Hér er því um hárfínt jafnvægi að ræða, jafnvægi sem við verð- um fyrir alla muni að finna,“ sagði Atlas. Ritstjórarnir segja ljóst að ekki sé hægt að hindra vísinda- menn í að setja niðurstöður sín- ar á Netið og gera þannig öllum kleift að nálgast þær. Einn ritstjóranna sagði að um þáttaskil í sögu vísindanna væri að ræða, „öld sakleysis“ væri liðin. Hömlur á birt- ingu greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.