Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Samvera eldri borgara verður í kirkjunni í kvöld fimmtudag 20. febrúar kl. 15.00 Gestur samverunnar verður Aðalsteinn Bergdal leikari og mun hann ræða um „lífsins list“. Kór eldri borgara syngur undir stjórn Guðjóns Pálssonar. Að venju verður helgistund í upphafi og léttar veitingar í safnaðarsal. Allir velkomnir. Glerárkirkja FORELDRAR í Staðahverfi hafa ritað menntamálaráðherra bréf vegna Korpuskóla, sem þeir telja ekki uppfylla reglugerð um lág- markshúsnæði grunnskóla. Óska foreldrarnir eftir því að ráðherra sinni eftirlitsskyldu sinni gagnvart skólanum og láti athuga hvort lög um grunnskóla séu uppfyllt í skól- anum af hálfu Reykjavíkurborgar. Í bréfinu er rakið að deiliskipulag hverfisins geri ráð fyrir skóla í miðju hverfi en hann hafi hins vegar verið staðsettur til bráðabirgða á Korp- úlfsstöðum frá stofnun hans. Bent er á þá annmarka sem á húsnæðinu eru og telja foreldrarnir ljóst að það upp- fylli ekki reglugerð frá árinu 1996 um lágmarkshúsnæði grunnskóla. Er óskað eftir því að menntamála- ráðherra, sem lög kveða á um að hafi eftirlit með því að sveitarfélög upp- fylli grunnskólalög, reglugerðir við þau og aðalnámskrá grunnskóla, láti kanna hvort grunnskólalög séu upp- fyllt í skólanum. Undir bréfið rita átta foreldrar í hverfinu. Að sögn Öldu Bjarkar Marinósdóttur, eins foreldranna, er ástæða þess, að leitað er til mennta- málaráðherra nú, sú að foreldrafélag og foreldraráð hafi barist fyrir því að hafist verði handa við byggingu nýrrar skólabyggingar allt frá því að skólanum var komið á laggirnar. Hins vegar hafi íbúar í hverfinu ekki fengið nein svör um það hvenær byrjað verði á skólanum. Ekki kominn á byggingaráætlun „Við fórum í gegn um grunnskóla- lögin og ég tel að það sé alveg ljóst að þetta húsnæði uppfyllir ekki lög um lágmarksaðstöðu,“ segir hún. „Nú koma nýir bekkir inn næsta haust og það er ekkert pláss í húsnæðinu eins og það er í dag fyrir þau börn. Við höfum ekki fengið svör um hvar á að koma þeim fyrir þannig að þetta er allt í lausu lofti. Skólabyggingin, sem fyrirhuguð er á þessari lóð sam- kvæmt skipulaginu, er ekki einu sinni komin inn á byggingaráætl- unina hjá Reykjavíkurborg.“ Hún bætir við að þar sem til standi að flýta framkvæmdum hjá ríki og borg vilji menn með þessu reyna að þrýsta á borgaryfirvöld til að hefjast handa við skólann. „Þeir eru núna að forgangsraða hjá sér og við erum að reyna að hafa áhrif á þessa forgangs- röðun.“ Foreldrar rita menntamálaráðherra bréf vegna Korpuskóla Foreldrar í Staðahverfi segja Korpúlfsstaði ekki uppfylla reglugerðir um lágmarkskröfur til grunnskólahúsnæðis. Ráðherra kanni hvort grunnskólalögum sé fylgt Staðahverfi ERLENT BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ hyggjast auglýsa á næstunni eftir aðilum til að byggja og reka leik- skóla á Sjálandi, bryggjuhverfinu sem fyrirhugað er að rísi í Arn- arnesvoginum. Þetta verður í fyrsta sinn sem Garðabær auglýsir með þessum hætti eftir rekstrarað- ilum fyrir leikskóla í bænum. Að sögn Ásdísar Höllu Braga- dóttur bæjarstjóra er vilji til þess að kanna áhuga á slíkum rekstri. „Við höfum ekki gert þetta áður en við skynjum að það eru nokkrir að- ilar sem vilja gjarnan reka leik- skóla í eigin húsnæði. Þá yrði það gert með þeim hætti að Garðabær hefði forkaupsrétt að húsnæðinu ef skipt yrði um rekstraraðila. Við ætlum að prófa þetta og kanna hvort það er ekki markaður fyrir hendi.“ Hún segir hugmyndina ekki vera að leikskólinn verði byggður og rekinn í einkaframkvæmd. „Einka- framkvæmd er þegar sveitarfélagið leigir af einkaaðilanum en þarna erum við að tala um að einkaaðili fái lóð til að byggja og reka leik- skóla. Hins vegar yrði hann að sjálfsögðu með samning við Garða- bæ sem fæli í sér að Garðabær borgaði fyrir börnin í skólanum með sambærilegum hætti og við höfum gert í leikskólanum í Ása- hverfi.“ Athugað með grunnskóla á Sjálandi Þá var staðsetning grunnskóla fyrir Ása-, Grunda- og Strandhverfi til umræðu á fundi bæjarráðs á þriðjudag en að sögn Ásdísar Höllu hafa tvær tillögur þar að lútandi verið í skoðun bæjaryfirvalda um nokkurt skeið. „Önnur tillagan ger- ir ráð fyrir að hann verði staðsettur á hluta af Héðinslóðinni og hin að hann verði á Sjálandi og teygði sig út á Grundir. Við erum mjög alvar- lega að skoða leiðina á mörkum Sjálands og Grunda núna en þurf- um að kanna hana svolítið frekar áður en við getum tekið ákvörðun,“ segir hún og á von á að málið skýr- ist betur á næstu vikum. Á fundinum bókaði Einar Svein- björnsson, bæjarfulltrúi Framsókn- arflokks, að hann teldi mikilvægt að nýr grunnskóli yrði miðsvæðis, m.a. til að koma í veg fyrir mikinn akstur til og frá skóla. Með tilliti til þessa teldi hann skóla á hluta Héð- inslóðarinnar heppilegri kost. Einkaaðilar reki leikskóla Til athugunar að staðsetja grunnskóla á Sjálandi Garðabær NESLISTINN lagði til á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í síðustu viku að skipaður yrði starfshópur til þess að móta til- lögur að aukinni og endurbættri þjónustu við aldraða í bænum og leggja fyrir bæjarstjórn eigi síð- ar en 1. júní 2003. Leggur Nes- listinn til að tillögurnar verði hafðar til hliðsjónar við mótun heildarstefnu varðandi þjónustu við aldraða á Seltjarnarnesi. Taka þarf aukið tillit til aldraðra Neslistinn vill að áhersla verði lögð á að aldraðir geti búið sem lengst á eigin heimili með stuðn- ingi og fjölbreyttum úrræðum til dvalar utan heimilis um lengri eða skemmri tíma. Neslistinn vill að tillögur starfshópsins feli einnig í sér hvernig best verði staðið að félags- og tómstunda- starfi aldraðra, heilsurækt og annarri nauðsynlegri þjónustu. Tillögunni var vísað til Félags- málaráðs og verður hún tekin fyrir á næsta fundi bæjarstjórn- ar. Í greinargerð sem fylgdi tillög- unni segir að fyrir liggi nýleg út- tekt á þjónustu Seltjarnarnes- bæjar við aldraða. Þar er einnig sett fram áætluð þjónustuþörf til næstu ára á ýms- um sviðum þeirrar þjónustu. „Samkvæmt samantektinni eru aldraðir stækkandi hópur á Sel- tjarnarnesi sem taka verður auk- ið tillit til við ákvörðun um þjón- ustu af hálfu bæjarfélagsins og mikilvægt að aldraðir taki þátt í stefnumótun um eigin mál. Mikilvægt er að vinna að til- lögum um þjónustu við aldraða samhliða endurskoðun á aðal- skipulagi sem nú er hafin, þar sem m.a. verður að taka afstöðu til byggingar hjúkrunarheimilis fyrir Seltirninga og hugsanlega uppbyggingu á annars konar þjónustu fyrir aldraða,“ segir í greinargerð Neslistans. Vilja móta tillögur að bættri þjónustu við aldraða Seltjarnarnes FIMM lóðir í og við miðbæ Hafnarfjarðar verða auglýstar til úthlutunar á næstu dögum en bæjarráð hefur samþykkt tillögu þar um. Lóðirnar eru allar í hjarta bæjarins en um er að ræða Lindarhvamm 10, Gunnars- sund 4 og Austurgötu 44 sem allar eru ætlaðar fyrir íbúðar- hús auk þess sem Linnetsstíg- ur 2–4 og Strandgata 43 verða auglýst þar sem fyrirhugað er að hafa skrifstofu- eða verslun- arhúsnæði. Hafdís Hafliðadóttir skipu- lagsstjóri segist gera ráð fyrir að sumar lóðanna séu nokkuð eftirsóttar. „Lóðin á Austur- götu 44 hefur t.d. lengi verið til í deiliskipulagi og ég veit að það hefur þó nokkuð verið leitað eftir henni í gegn um árin. Sama er með lóðina á Strand- götu. Þegar við vorum í skipu- lagsvinnu vegna miðbæjarins fengum við þó nokkrar fyrir- spurnir um þá lóð,“ segir hún. Lóðum út- hlutað í miðbænum Hafnarfjörður NOKKRIR tugir manna mótmæltu heimsókn Roberts Mugabe, forseta Zimbabve, til Parísar í gær þegar hann kom þangað í boði frönsku stjórnarinnar til að sitja leiðtoga- fund Frakklands og Afríkuríkja. Einn mótmælendanna, Bretinn Pet- er Tatchell, sem hefur barist fyrir mannréttindum og réttindum sam- kynhneigðra, lagði fram formlega beiðni um að Mugabe yrði handtek- inn og sóttur til saka fyrir brot á al- þjóðasáttmála og frönskum lögum sem banna pyntingar. Tatchell sakaði stjórn Mugabe um að láta pynta stjórnarandstæðinga og blaðamenn til að kveða niður and- óf og krafðist þess að hann yrði handtekinn á grundvelli sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn pynting- um frá 1984. Frakkar undirrituðu sáttmálann og felldu hann inn í eigin lög. „Pyntingar eru glæpur sam- kvæmt frönskum lögum, hvar sem þær fara fram,“ sagði Tatchell. Beiðnin byggist á eiðsvörnum yfir- lýsingum tveggja stjórnarandstæð- inga í Zimbabve, sem segjast hafa sætt pyntingum og ofsóknum að fyr- irmælum forsetans síðustu þrjú árin. Ólíklegt þykir að beiðnin verði samþykkt og enginn sitjandi þjóðar- leiðtogi hefur verið handtekinn í Frakklandi. Tatchell og stuðningsmenn hans hafa tvisvar sinnum reynt að hand- taka Mugabe sjálfir, fyrst í miðborg London 1999 og aftur í Brussel 2001. Í síðara skiptið réðust lífverðir Mug- abe á Tatchell og börðu hann. Fékk undanþágu frá ferðabanni Franska stjórnin bauð Mugabe til Parísar þrátt fyrir andstöðu nokk- urra ríkja Evrópusambandsins, einkum Breta. Evrópusambandið bannaði fyrir ári að Mugabe og helstu samstarfsmönnum hans yrði leyft að ferðast til aðildarríkjanna vegna mannréttindabrota og að- gerða sem hafa valdið pólitískum og efnahagslegum glundroða í Zimb- abve. Sambandið bannaði einnig sölu vopna til landsins, hætti að veita því þróunaraðstoð og frysti eignir þess í aðildarlöndunum. ESB-ríkin sam- þykktu í vikunni sem leið að fram- lengja refsiaðgerðirnar í eitt ár en veita Mugabe undanþágu til að sitja leiðtogafund Frakklands og um 45 Afríkuríkja í París. Frakkar höfðu hótað því að hindra að refsiaðgerð- irnar yrðu framlengdar nema Mug- abe fengi undanþágu. Evrópusambandið hefur þurft að fresta eigin fundi með leiðtogum Afríkuríkja, sem fyrirhugaður var í apríl, vegna deilu um hvort Mugabe eigi að sitja hann. Reuters Bretinn Peter Tatchell, sem krafðist handtöku Roberts Mugabe, forseta Zimbabve, tekur þátt í mótmælum gegn honum í París í gær. Krefst þess að Frakkar hand- taki Mugabe París. AFP, AP. ALLT að 1,2 metrum af jafnfölln- um snjó kyngdi niður í hríðarbylj- um sem gengu yfir norðaustur- hluta Bandaríkjanna síðasta sólarhring. 44 dauðsföll eru rakin til vetrarhamsins, sem olli mikilli röskun á öllum samgöngum og sprengdi útgjöld sveitarfélaga til snjóruðnings upp úr öllu valdi. Þegar hríðina lægði í Boston- borg á þriðjudagsmorgun höfðu 70 cm af snjó fallið á einum sólar- hring, sem er met. Unnið var að því hörðum hönd- um að opna aftur flugvelli á svæð- inu, sem lokuðust að mestu af völdum fannfergisins. Meðal þeirra sem týndu lífi af völdum vetrarveðursins voru fjög- ur börn sem voru í bílum sem fennti inni í Maryland og dóu úr kolmónoxíðeitrun úr útblæstri. Metfannfergi í NA- Bandaríkjunum Boston. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.