Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 19 STJÓRNARFLOKKARNIR njóta mests fylgis í Norðausturkjördæmi nú að því er fram kom í þjóðmála- könnun Rannsóknastofnunar Há- skólans á Akureyri á fylgi stjórn- málaflokkanna í kjördæminu en hún var kynnt í gær. Samfylkingin bætir við sig mestu fylgi miðað við síðustu kosningar, en athygli vekur að Framsóknarflokkurinn er í mik- illi uppsveiflu á Austurlandi. Könnunin var gerð dagana 29. til 12. febrúar síðastliðinn og var úr- takið 1.000 manns á aldrinum 18 til 80 ára búsett í kjördæminu. End- anlegt úrtak var 900 manns og svör- uðu 635 eða 71%. Um símakönnun var að ræða. Alls tóku 64% afstöðu til ákveðins stjórnmálaflokks, 30% voru óákveðin eða neituðu að svara og 6% ætluðu ekki að kjósa. Fylgi stjórnmálaflokkanna er samkvæmt könnuninni þannig að Framsóknarflokkur fengi 27,8%, Sjálfstæðisflokkur 28,1%, Frjáls- lyndi flokkurinn 2,4%, Samfylking- in 24,1% og Vinstrihreyfingin– grænt framboð 17,8%. Framsóknarflokkur fengi því þrjá þingmenn, sem og Sjálfstæð- isflokkur, frjálslyndir engan, Sam- fylking tvo og þá vinstri-grænir tvo, þ.e. einn kjördæmakjörinn auk upp- bótarmanns. Fylgi í síðustu kosningum var áætlað vegna breytinga á kjör- dæmaskipan, en miðað við það bæt- ir Samfylkingin við sig og fengi nú rúmum 6% meira fylgi en við síð- ustu kosningar, 1999. Framsókn tapar um 4% miðað við síðustu kosningar, en þegar fylgið var skoð- að eftir landssvæðum kom í ljós að fylgi við flokkinn er langmest á Austurlandi, um 7% meira nú en var árið 1999 eða samtals um 45% um þessar mundir. Mun færri eða 19% íbúa á Eyjafjarðarsvæðinu segjast styðja Framsókn nú. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn dreifðist nokkuð jafnt yfir allt svæðið en fylgi við Samfylkinguna mældist mest í Eyjafirði en minnst á Austurlandi. Á því svæði kjör- dæmisins var fylgi við vinstri- græna einnig áberandi minnst eða um 7% á meðan um 23% íbúa í Eyjafirði og á norðausturhorninu styðja flokkinn. Flokkunum helst misvel á kjós- endum sínum milli kosninga að því er fram kemur í könnuninni. Þannig ætla 71% þeirra sem kusu Sjálf- stæðisflokkinn síðast að kjósa hann aftur nú og 66% kjósenda Samfylk- ingar ætla einnig að kjósa flokkinn aftur. Framsóknarmenn halda 59% af sínum kjósendum en vinstri- grænir einungis helmingnum eða 50%. Stærsti hluti þeirra sem kusu VG síðast en ætla ekki að gera það nú hefur ekki gert upp hug sinn en 13% hafa afráðið að kjósa Samfylk- inguna næst og 8% Framsókn. Í könnuninni kom fram að 36% kjósenda í kjördæminu vilja sjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem næsta forsætisráðherra og 26% Davíð Oddsson en 10% nefndu Halldór Ásgrímsson. Þjóðmálakönnun RHA á fylgi stjórn- málaflokka í Norðausturkjördæmi Samfylking bætir við sig 6% fylgi Morgunblaðið/Kristján Sigurður Þór Salvarsson, kosningastjóri Samfylkingarinnar, rýnir í tölur úr skoðanakönnun Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri. Við hlið hans situr Þórarinn E. Sveinsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins. Mikil uppsveifla hjá Framsókn á Austurlandi debenhams S M Á R A L I N D Capture r60/80 fullkomnara hrukkukrem Kynnum frábæra nýjung frá Dior; fyrsta kremið sem byggir á R60/80 tækni og sléttir úr hrukkum! 60% minni hrukkur eftir eina klst. 80% finnst húðin unglegri og frísklegri. Komdu í Debenhams vikuna 20. - 26. febrúar og kynnstu úrvalinu í Capture - kaupaukar fylgja. Vorlitirnir komnir. Að gera góða auglýsingu betri Morgunblaðið býður auglýsingahönnuðum og prentsmiðum upp á námskeið þar sem farið verður yfir helstu tæknilegu þætti þess hvernig hægt er að gera góða auglýsingu betri. Meðal þess sem farið verður yfir er:  Að velja liti í Morgunblaðið.  Stillingu tölvuskjáa og gerð skjáprófíla.  Að setja upp Photoshop forritið þannig að það henti vinnslu fyrir Morgunblaðið.  Notkun prófíla.  Nokkur helstu atriði í myndvinnslu.  Nokkur atriði varðandi letur.  Acrobat Distiller og gerð pdf skráa.  Sendingu auglýsinga til Morgunblaðsins. Námskeiðið er 3ja daga og ókeypis, mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur frá kl. 17:00-20:00. Fyrirhugað er að halda fyrsta námskeiðið 7., 8. og 9. október og ef þátttaka verður mikil, fleiri námskeið næstu vikur á eftir. Fyrsti dagurinn er byggður upp á kynningu, en seinni tveir dagarnir eru byggðir upp á verkefnavinnu þátttakenda. Námskeiðið verður haldið í auglýsingadeild Morgunblaðsins. Leiðbeinendur verða Ólafur Brynjólfsson og Snorri Guðjónsson. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til auglýsingadeildar Morgunblaðsins, í netfang augl@mbl.is, þar sem fram kemur nafn, símanúmer og vinnustaður. Að gera góða auglýsingu betri Morgunblaðið býður auglýsingahönnuðum og prentsmiðum á Akureyri og nágrenni upp á námskeið þar sem farið verður yfir helstu tæknilegu þætti þess hvernig hægt er að gera góða auglýsingu betri. Meðal þess sem farið verður yfir er:  Að velja liti í Morgunblaðið.  Stillingu tölvuskjáa og gerð skjáprófíla.  Að setja upp Photoshop forritið þannig að það henti vinnslu fyrir Morgunblaðið.  Notkun prófíla.  Nokkur helstu atriði í myndvinnslu og nýjungar í Photoshop 7.  Nokkur atriði varðandi letur. Námskeiðið er 2ja daga og ókeypis þriðjudaginn 25. febrúar frá kl. 17:00-20:00, Á Hótel KEA í Múlabergi, en seinni dagurinn verður í sa ráði við þátttakendur. Fyrsti dagurinn er byggður upp á kynningu, en seinni dagurinn er á verkefnavinnu þátttakenda. Leiðbeinandi er Ólafur Brynjólfsson, gæðastjóri Morgunblaðsins. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skrifstofu Morgunblaðsins á Akureyri, í netfang runar@mbl.is, þar sem fram kemur nafn, símanúmer, vinnustaður. alltaf á fimmtudögumVIÐSKIPTABLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.