Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BÓKMENNTAVERÐLAUN Norðurlandaráðs hafa undanfarin tvö ár fallið í skaut Norðmanna. Í fyrra fékk Lars Saabye Christensen þau fyrir skáldsöguna Hálfbróð- urinn og árið þar áður komu þau í hlut Jan Kjærstad fyrir skáldsöguna Uppfinningamaðurinn. En skyldu Norðmenn vinna þriðja árið í röð? Ef svo færi myndi það brjóta blað í rúmlega fjörutíu ára sögu verð- launanna því aldrei hafa þau farið til sama lands oftar en tvö ár í röð, en slíkt hefur gerst nokkrum sinnum. Norsku höfundarnir Liv Køltzow og Jørgen Norheim eru því ef til vill ekkert sérlega vongóð um að hreppa heiðurinn (og milljónirnar) að þessu sinni, en þau eru tilnefnd hvort fyrir sína skáldsögu; Køltzow fyrir Óklár- uðu myndina (Det avbrutte bildet) og Norheim fyrir Sitji Guðs englar (Ingen er så trygg i fare). „A portrait of the artist as a middleaged woman“ Liv Køltzow (f. 1945) er með þekktustu og ástsælustu samtíma- höfundum í Noregi. Af verkum hennar má nefna skáldævisögu Amalíu Skram (Den unge Amalie Skram. Et portrett fra det 19. år- hundre). Ókláraða myndin segir sögu rithöfundarins Hönnu sem ákveður að láta æskudraum sinn um að mála rætast. Þessi listrænu um- skipti Hönnu verða táknræn fyrir ýmis önnur umskipti í lífi hennar. Hún á tvö hjónabönd að baki og í hinu nýja umhverfi kynnist hún list- málaranum Stig sem hún verður ástfangin af. Stór hluti frásagn- arinnar snýst um samband þeirra tveggja. Þessi stutta lýsing gerir bók Køltzow fráleitt viðunandi skil, en erfitt er að benda á spennandi flétt- ur eða hápunkta í þessari sögu. Hér er gefin „sneið“ eða brot af lífi lista- konu á okkar tímum fremur en heildarmynd og titillinn vísar því bæði til sjálfrar frásagnarinnar sem og þeirrar myndar sem Hanna lýkur ekki við að mála á sögutímanum. Það sem ber söguna uppi öðru frem- ur er hinn einlægi, leitandi, jákvæði og lífsglaði stíll höfundar, sem sagt hefur um Hönnu að hún sé „einfald- lega svo ánægð með lífið“. Það er ekki þar með sagt að hún fái ekki sinn skerf af erfiðleikum, nánir ætt- ingjar hverfa og ýmsir bera vanda- mál sín inn á hennar borð. En Hanna lætur ekki ganga af lífsþrá sinni og gleði dauðri – og það er efni í sögu ekki síður en svíðandi lífs- háskinn! Endurkoma (karl)hetjunnar í norskar bókmenntir? Ólíkt Liv Køltzow var Jørgen Norheim (f. 1952) lítt þekktur höf- undur í Noregi þegar tilkynnt var um tilnefningu hans. Ef marka má norska Aftenposten þá kom tilnefn- ingin mörgum bókmenntamann- inum þarlendis algjörlega í opnu skjöldu; til að mynda höfðu hvorki verðlaunahafi síðasta árs né Liv Køltzow heyrt á Norheim minnst áð- ur! En hver er hann þessi huldumað- ur norskra samtíma-bókmennta sem hefur skrifað verk sem gagnrýn- endur lofa í hástert? Jørgen Nor- heim er menntaður í sagnfræði en hefur lengst af starfað sem lest- arstjóri í Ósló. Ferill hans á ritvell- inum er ekki ýkja langur og Sitji guðs englar er þriðja skáldsagan sem hann sendir frá sér. Titillinn er vísun í norskan barnasálm: „Ingen er så trygg i fare / som Guds lille barneskare“ svo ég leyfi mér að þýða hann með vísun í íslenskan barnasálm sem býr yfir svipaðri merkingu. Í sögu Norheim segir frá Kapo, sem er karlmaður á fertugsaldri, sem ferðast á mótorhjóli suður Evr- Ástin, listin og lífsh í upphafi nýrrar ald Eftir Soffíu Auði Birgisdóttur lyftugöng, út í veitingasalin ur í líkamsræktarsalinn,“ se mynda í einu prósaljóði bók Rifjahylki Evu Ström ski þrjá hluta sem aðskildir eru vitnunum í William Blake o breska skáld, sem ýmist er sjáanda eða geðsjúkum snil kalla fylgisvein höfundar í b enda er sögusvið margra ljó heimaborg hans, London. Í frægasta ljóði sínu spyr Bla hvernig það geti verið að Gu skapað bæði saklaust lambi ógnvekjandi tígur og kanns einmitt þetta tvíeðli tilverun góða og hið illa, sem eru Ev einna hugleiknust í þessari ljóðabók hennar. Fortíð eða samtíð? Af öðrum toga er hin sög skáldsaga Stewe Claeson (1 Reyniberin glóa (Rönndruv er) sem hefur undirtitilinn: saga um Tegnér. Höfundur sjálfur mótmælt því að saga um þetta sænska þjóðskáld reyndar einnig biskup; það ákvörðun útgefandans að se þennan undirtitil á verkið! E lega snýst frásögnin um tvö ár í lífi Esaias Tegnérs (178 Árið 1834 þegar hinn virðul up sem hefur verið kvæntur áratugi hefur fallið flatur fy lega tvítugri giftri konu, og þegar Tegnér liggur á sjúkr Þessir tveir söguþræðir eru ofnir í frásögninni og mun h vera byggður á staðreyndu síðari uppspunninn frá rótu undi. En af hverju neitar Stew son að verkið sé um Tegnér skýrist af þeirri von hans að hafi tekist með því að nota þ sögulegu persónu og henna að varpa nokkru ljósi á tíma veru sinnar eigin kynslóðar tíma. Engu að síður mun þe skáldsaga Claeson eflaust v sem lýsing, fortíðarlýsing fy fremst, því hún tekur lesan í heldri manna heim 19. alda sem kannski er meira um ve hugarheim skálds sem hann þekkir. Skilyrði ástarinnar í nútí Finnar leggja fram tvær ólíkar skáldsögur eftir þau Hassinen og Kjell Westö. B fjalla þær þó um ástina og s hennar í nútímanum en leng samanburðurinn varla. Hinn finnlandssænski Kj Westö (f. 1961) hóf feril sinn ljóðskáld, en eftir að hafa ge þrjár ljóðabækur sneri han sagnagerð og tvær stórar o ópu og austur til Rússlands með átta ára dreng, Kain, meðferðis. (Minnir á fræga skáldsögu Robert M. Pirsig Zen and the Art of Motorcycle Maintainence, um ferðalag banda- rískra feðga um Bandaríkin á mót- orhjóli.) Kapo hefur verið fagnað sem tákni um endurreisn karlhetj- unnar í norskum bókmenntum; hann er lífsglaður og þróttmikill maður sem vílar ekkert fyrir sér og geislar af orku og sjálfsöryggi. For- tíð hans er óljós, að öllum líkindum hefur hann þó starfað sem predikari, enda stöðugt með biblíutilvitnanir á reiðum höndum. Kapo tekur Kain að sér, án leyfis yfirvalda, en dreng- urinn hefur misst föður sinn (sem framdi sjálfsmorð eftir að hafa farið með fyrirtæki sitt á hausinn) og móðir hans dvelur á geðsjúkrahúsi. Við að takast á hendur föðurhlut- verk fær Kapo áhuga á að finna sinn eigin föður sem hann hefur aldrei þekkt. Ferðalagið snýst einum þræði um þessa föðurleit, en einnig er um að ræða ferð um evrópskan samtíma (með sífelldum skírskot- unum til sögu og fortíðar) svo og innri ferð söguhetjunnar sem oft á tíðum tekur á sig fantatískar og súr- realískar myndir. Texti Norheims er víða skemmti- legur, í honum er mikil frásagn- argleði og hann er fullur af tilvís- unum til hefðar, ekki síst í Biblíuna og Ibsen, en einnig í þjóðsögur og ævintýri. Verkið má tengja end- urkomu ferðasagnanna sem áber- andi voru í norrænum bókmenntum á síðasta áratug. Jørgen Norheim hefur án efa stimplað sig inn hjá norskum bókmenntamönnum með þessu verki. Líkami manns og borgar Svíar leggja að þessu sinni fram sögulega skáldsögu eftir Stewe Claeson og ljóðabók eftir Evu Ström. Bók Evu Ström (f. 1947) ber hinn skemmtilega titil Revbensstäd- erna, sem kannski mætti útleggja á íslensku sem Rifjahylki, og í ljóð- unum má víða sjá myndmál sem tengist kannski fortíð höfundar inn- an læknisfræðinnar. Eva Ström starfaði nefnilega sem læknir í 15 ár áður en hún sneri sér alfarið að rit- störfum. Það er sérstaklega mannslíkam- inn sem Ström sækir myndmál sitt til og ljóðmælandi skoðar líkamann af allt að því klínískri nákvæmni, að utan sem innan, og spáir um leið í mannseðlið í öllum þess birting- armyndum. En það er ekki bara hinn holdlegi líkami sem birtist okk- ur í ljóðum Evu Ström heldur fá ólíf- rænir hlutir lífræna eiginleika þegar minnst varir: „Taugaþræðirnir lágu gegnum hótelið, um brunastiga og HALDIÐ YKKUR Á MOTTUNNI! Ummæli Jacques Chiracs for-seta Frakklands að loknumleiðtogafundi Evrópusam- bandsins um Íraksmálið á mánudag hafa vakið athygli. Frakklandsforseti beindi þar orðum sínum að þeim ríkj- um í mið- og austurhluta Evrópu, sem hafa samið um aðild að Evrópusam- bandinu eða sækjast eftir aðild. Þessi ríki eru flest í hópi þeirra átján Evr- ópuríkja, sem lýst hafa yfir stuðningi við stefnu Bandaríkjastjórnar í Íraks- málinu. Chirac sagði afstöðu ríkjanna vera „barnalega“, þau væru „illa upp alin“ og hefðu „misst af gullnu tækifæri til að þegja“. Hann sagði afstöðu þeirra hættulega og gaf í skyn að hún gæti haft áhrif á möguleika þeirra á aðild að Evrópusambandinu. Ekki síst væru Rúmenía og Búlgaríu í við- kvæmri stöðu en þau ríki vonast eftir ESB-aðild árið 2007. Frakkar hafa upp á síðkastið sakað Bandaríkin um að sýna hroka í sam- skiptum sínum við bandamenn vegna Íraksdeilunnar. Það er hins vegar erf- itt að sjá hvernig flokka á þessi um- mæli forseta Frakklands sem dæmi um æskilega hegðun í samskiptum sjálfstæðra ríkja. Það vekur athygli að forsetinn nefnir einungis þau ríki sem enn hafa ekki fengið aðild að sambandinu. Hann minnist ekki á Bretland, Dan- mörku, Spán og Ítalíu sem einnig hafa lýst yfir stuðningi við Bandaríkin og eru fullgildir aðilar að Evrópusam- bandinu. Varla ætlast Chirac til að ríki sem hyggja á aðild að Evrópusambandinu verði að lúta Frökkum í einu og öllu? Frakkar hafa ekki legið á skoðun sinni í þessu máli eða öðrum þó svo að stefna þeirra hafi oft verið í andstöðu við stefnu annarra ríkja, innan Evr- ópusambandsins sem utan. Frakkar telja til dæmis við hæfi að bjóða Ro- bert Mugabe, einræðisherra Zimb- abve, í heimsókn til Parísar þó svo að önnur ESB-ríki hafi mótmælt því. Eiga þá önnur ríki Evrópu ekki rétt á að láta skoðun sína í ljós og meta mál út frá eigin þjóðarhagsmunum? Ummælin eru ekki síst óheppileg vegna þess að þeim er beint gegn þeim ríkjum sem áratugum saman lutu harðstjórn Sovétríkjanna. Nú þegar þau stefna á aðild að sambandi evrópskra lýðræðisríkja virðist sem dagskipunin sé sú að þau eigi að halda sig á mottunni. Stefnan verði mótuð annars staðar. Að þessu sinni ekki í Moskvu heldur París. Hugsanlega eru ummæli Frakk- landsforseta einungis pirringur vegna þeirra breytinga sem eru að verða á Evrópusambandinu. Frakkar hafa haft verulegar efasemdir um ágæti stækkunar þótt þeir hafi ekki lagst gegn henni. Fjölgun aðildarríkj- anna mun hafa í för með sér miklar breytingar á ESB. Hún mun þegar fram í sækir kalla á uppstokkun á hinni sameiginlegu landbúnaðar- stefnu ESB sem Frakkar hafa notið góðs af. Stækkunin mun hins vegar einnig leiða til þess að hin pólitísku valdahlutföll innan sambandsins breytast. Fram til þessa hafa Frakk- ar og Þjóðverjar verið leiðandi í stefnumótun innan ESB, jafnvel eftir að aðildarríkjunum fjölgaði í fimmtán á síðasta áratug. Með tíu nýjum aðild- arríkjum árið 2005 mun þungamiðjan hins vegar færast austur á bóginn. Þá verður ekki lengur hægt að sniðganga ríkin sem Chirac skammaði á mánu- daginn. Þau verða fullgildir aðilar að sambandinu, sem munu vafalítið hafa mikil áhrif á stefnumótun innan þess. Helsti glæpur Austur-Evrópuríkj- anna í huga Frakklandsforseta virðist vera að þau lýstu yfir stuðningi við stefnu Bandaríkjanna. Flest Evrópu- ríki eru hins vegar sammála um að sterk tengsl yfir Atlantshafið séu for- senda stöðugleika í Evrópu og raunar heiminum öllum. Evrópusambandið stefnir að því að móta sameiginlega stefnu í utanríkis- og varnarmálum. Ef helsta markmið þeirrar stefnu á að vera að rjúfa tengslin við Bandaríkin er voðinn vís. Líkt og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, ítrekaði á blaða- mannafundi á mánudag stunda þeir, sem stefna að slíku, mesta hættuspil sem hægt er að hugsa sér í alþjóða- stjórnmálum. FLÝTING FRAMKVÆMDA Í REYKJAVÍK Flýting ýmissa verklegra fram-kvæmda á vegum borgaryfir- valda í Reykjavík, sem Alfreð Þor- steinsson, oddviti Framsóknar- flokksins í borgarstjórn, greindi frá í fyrradag, stuðlar að því að bæta at- vinnuástand til skamms tíma og jafna sveiflur í hagkerfinu. Ríkisstjórnin hefur þegar tilkynnt flýtingu fram- kvæmda fyrir samtals 6,3 milljarða króna og nú bætast við um þrír millj- arðar á vegum Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar. Samtals er því verið að flýta framkvæmdum fyrir meira en níu milljarða króna. Með því að flýta áformuðum fram- kvæmdum er annars vegar búinn til slaki á árunum 2005–2006, sem stuðl- ar að því að koma í veg fyrir ofþenslu þegar framkvæmdir vegna Kára- hnjúkavirkjunar og álvers á Reyðar- firði standa sem hæst. Hins vegar er unnið gegn vaxandi atvinnuleysi, sem hefur gert vart við sig að undan- förnu. Alfreð Þorsteinsson boðaði í gær flýtingu ýmissa verkefna á vegum Orkuveitunnar fyrir 1.700 milljarða króna. Þar að auki sagði hann líklegt að á næstunni myndi borgin flýta framkvæmdum við skólabyggingar, íþróttamannvirki, gatnagerð, þjón- ustuíbúðir fyrir aldraða og í hús- næðismálum. Rétt eins og hjá ríkisvaldinu er mikilvægt að halda þannig á málum að aðgerðir af þessu tagi verði ekki til þess að opinber rekstur þenjist út, sem síðar gæti orðið erfitt að vinda ofan af, heldur að tímabundin störf skapist í einkageiranum. Aðgerðir af þessu tagi væru ekki æskilegar sem lausn í atvinnumálum til lengri tíma litið, en geta verið skynsamlegar og hagkvæmar þegar horft er til skemmri tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.