Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 27 skáldsögur skutu honum upp á stjörnuhimin finnskra bókmennta: Flugdrekarnir yfir Helsinki (Drak- arna över Helsingfors, 1996) og Skelfingin að vera Skrake (Vådan av vara Skrake, 2000). Fyrir þá síð- arnefndu var Westö tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs 2001. Skáldsagan Lang tekur útgangs- punkt í formi glæpasögunnar en fyr- irferðarmesta flétta bókarinnar er þó ástarsaga, þannig að segja má að Westö slái saman á árangursríkan hátt tveimur vinsælustu form- gerðum samtímabókmennta. Bók- artitillinn vísar til aðalsöguhetj- unnar, Christians Lang, sem er bæði vinsæll rithöfundur og sjón- varpsstjarna en frægðarsól hans er þó byrjuð að dala, auk þess sem hann á við nokkurn vanda að etja í einkalífinu. Líf og líðan Lang tekur þó gagngerum breytingum þegar hann verður ástfanginn af ungri ein- stæðri móður, Saritu. Ást Lang þróast þó fljótt upp í þráhyggju þar sem afbrýðisemi hans, svo og af- skipti barnsföður Saritu af sam- bandi þeirra, á eftir að hafa ör- lagaríkar afleiðingar. Kjell Westö gefur lesanda góða tilfinningu fyrir stórborgarlífinu í Helsinki og vel má segja að borgin sé í einu af aðal- hlutverkum frásagnarinnar ekki síð- ur en persónur hennar: stein- steyptar götur, háhýsi, krár, húsasund og aflokaðar íbúðir um- breytast í frásögn Westö í táknrænt rými, þröngt, skuggalegt og ein- angrað; umhverfi sem býr ást sögu- hetjanna ekki góð skilyrði. Á hinn bóginn er einnig að finna í sögunni mótvægi við þetta lokaða rými, sem er hið galopna rými fjölmiðlanna þar sem kastljósið er óvægið og hlífir engum og kröfur um áhorf og aug- lýsingar ráða ferðinni. Westö teflir þessum andstæðum saman á skemmtilegan hátt í sögunni af Lang. Ástin og illskan Þótt bók Pirjo Hassinen (f. 1957), Jarðarber í nóvember ( Mansikoita marraskuussa) gerist á sama tíma og sama stað og bók Kjell Westö og fjalli einnig um ástarsamband eru þessar tvær bækur afar ólíkar. Líkt og í sögu Liv Køltzow er hér fjallað um samband konu, Önnu, sem jafn- framt er sögumaður, við listamann, sem hér heitir Lasse og er leikari. En lengra nær varla samanburð- urinn við Køltzow því sögu Hassinen verður vart lýst sem sögu af lífsgleði og einlægni, heldur þvert á móti er hér um að ræða sögu af kúgun, of- beldi, hatri og misnotkun – og það er konan sem er kúgarinn. Hassinen leikur sér að Pygmal- ion-mýtunni, nema hér er um um- snúning að ræða; það er konan sem tekur að sér ungan svein og mótar hann eftir eigin höfði.En sköp- unarverk hennar gerir að lokum uppreisn og draumarnir splundrast. Tveimur sögum vindur fram sam- tímis í verkinu: annars vegar segir Anna frá því hvernig hún hefur mót- að og þroskað elskhuga sinn, stuðlað að frama hans í leiklistinni og því hvernig samband þeirra þróast. Hins vegar lýsir hún eigin tilfinn- ingalífi á opinskáan og ágengan hátt og skirrist ekki við að tjá sig hrein- skilnislega um þau brögð sem hún beitir til að fá vilja sínum framgengt. Kannski mætti lýsa sögunni sem frásögn af þeirri tegund ástar sem gerir mestar kröfur, þ.e.a.s. ástin á listinni sem er í eðli sínu eigingjörn, hégómleg og miskunnarlaus – og þessir sömu eðliseiginleikar eru ein- mitt þeir sem steypa sköpunarkraft- inum og kærleikanum í glötun. Sárs- auki, illska og óhamdar hvatir ráða oft ríkjum í skáldsagnaveröld Pirjo Hassinen og spennandi gæti verið að bera verk hennar saman við verk Vigdísar Grímsdóttur sem einnig kannar hyldýpi ástar og illsku víða í sínum sögum. háskinn dar nn og nið- egir til að karinnar. iptist í u með til- og það lýst sem llingi, má bókinni, óðanna einu ake uð hafi ið og hinn ski er það nnar, hið vu Ström fínu gulega 1942) van glöd- Skáld- r hefur an fjalli d sem var var etja En vissu- ö aðskilin 82–1846). legi bisk- r í þrjá yrir rúm- árið 1840 rabeði. u sam- hinn fyrri m en sá um af höf- we Clae- r? Það ð honum þessa ar tíma, a og til- r – okkar essi vera lesin yrst og dann inn ar og, það ert: inn í n gjör- ímanum gjör- Pirjo Báðar skilyrði gra nær jell n sem efið út n sér að og miklar GÓÐ reynsla hefur verið af starfs- þjálfun í íslensku utanríkisþjónust- unni. Átta manns fengu sex mánaða starfsþjálfunarsamninga við sendi- ráð erlendis eftir að auglýst var eft- ir umsóknum síðastliðið vor og stendur til að endurtaka leikinn í mars næstkomandi. Að sögn Jóhönnu Bryndísar Bjarnadóttur, sendiráðsritara hjá utanríkisþjónustunni, má upphafið að verkefninu rekja til þess að starfsnemi var ráðinn hjá fasta- nefnd Íslands í Strassborg árið 2000. „Þar eru bara tveir, sendi- herra og ritari, og reynslan af því að fá starfsnema þangað varð mjög góð. Í kjölfar þessarar góðu reynslu var ákveðið vorið 2002 að auka enn fólk geti kynnst verkefnum og störfum utanríkisþjónustunnar af eigin raun og á vettvangi. Í leiðinni fái utanríkisþjónustan notið starfs- krafta fólks sem er áhugasamt og hæft. „Sendiskrifstofur Íslands er- lendis eru oft fámennar en þær af- greiða töluvert af erindum og fylgj- ast með miklu þannig að það veitir oft ekki af viðbótarstarfsfólki.“ Í fyrravor var ráðið í tvö tímabil, frá 1. júlí 2002 og frá 1. janúar í ár. Hvort tímabilanna var sex mánuðir og fóru fjórir starfsnemar utan í hvort skipti. „Bæði sendiskrifstof- urnar og starfsnemarnir hafa mjög góða sögu að segja af þessu. Gert er ráð fyrir að í þá sex mánuði sem starfsþjálfunin varir gangi starfs- neminn inn í dagleg störf á sendi- skrifstofunni og leysi krefjandi verkefni og við bindum vonir við að þetta sé reynsla sem fólk geti nýtt sér þegar það er að sækja um vinnu eða skóla erlendis. Þetta er lagt upp þannig að báðir njóti góðs af.“ Vegna þessarar góðu reynslu hefur verið ákveðið að auglýsa eftir starfsnemum á ný í mars næstkom- andi. „Þeir staðir sem voru í boði í fyrra eru fastanefndin í New York, Genf, Strassborg og sendiráðið í Ottawa. Hins vegar er ekki fast- ákveðið hvort það verða alltaf þess- ir staðir eða hvort það verði eitt- hvað breytilegt þannig að hægt væri að takast á við tímabundnar annir á einhverjum tilteknum stað.“ þennan þátt í utanríkisþjónustunni enda er oft boðið upp á svona starfs- þjálfun hjá alþjóðastofnunum og ut- anríkisþjónustum erlendis.“ Ákveðið var að auglýsa eftir um- sækjendum í slíka starfsþjálfun í apríl í fyrra og voru undirtektirnar betri en menn áttu von á. „Þá bár- ust okkur 70 umsóknir og þær menntunarkröfur sem voru gerðar var BA- eða BS-nám eða samsvar- andi og svo tungumálakunnátta. Þannig að þetta voru mjög góðar umsóknir,“ segir Jóhanna. Veitir oft ekki af viðbótarstarfsfólki Hún segir tilgang starfsþjálfun- arinnar vera þann að áhugasamt Starfsþjálfun hjá utanríkisþjónustunni hefur gefið góða raun „Lagt upp þannig að báðir njóti góðs af“ MARGRÉT Einarsdóttir og Ragnar Hjálm- arsson eru meðal þeirra sem nýlokið hafa starfsþjálfun í íslensku utanríkisþjónustunni. Margrét starfaði hjá fastanefnd Íslands í Genf en Ragnar hjá sendiráði Íslands í Ottawa í Kan- ada. Þau segja þjálfunina hafa verið mikla og góða reynslu sem hafi aukið víðsýni þeirra verulega. „Ég kynntist með þessu íslensku utanrík- isþjónustunni og hvernig hún virkar,“ segir Margrét, „og af því að nefndin í Genf er fasta- nefnd gagnvart Sameinuðu þjóðunum, EFTA og Alþjóða viðskiptastofnuninni fékk ég innsýn í þessar þrjár stofnanir. Ég hef mikinn áhuga á Evrópurétti og alþjóðarétti og fyrir tveimur ár- um, þegar ég var Erasmus-nemi í Leuven í Belgíu, fékk ég löngun til að kynnast þessum stofnunum af eigin raun í stað þess að lesa ein- göngu um þær í bókum.“ Ekki bara hanastél Ragnar segir sendiráðsstarfið öðru vísi að því leyti að starfsemi þess snúi fyrst og fremst að ákveðnu landi, í hans tilfelli Kanada. Með vinnunni þar hafi hann fengið góða innsýn í þá starfsemi. „Margir halda að þetta séu endalaus boð og hanastél en það var alls ekki þannig og það kom ánægjulega á óvart.“ Þau eru sammála um að þeirra kynni af starfi innan utanrík- isþjónustunnar hafi þvert á móti leitt í ljós að það sé hörkuvinna og mikið sé að gera. Aðspurð segir Margrét að hennar starf hafa mikið falist í að sækja fundi hjá þeim stofnunum sem fastanefndin heyrir til og skila síðan skýrslum um framgang fundanna. „Innan Al- þjóða viðskiptastofnunarinnar var ég t.d. að fylgjast með því hvað væri að gerast í samn- ingaviðræðum um landbúnaðinn svo að stjórn- völd heima gætu fylgst með þannig að þau gætu gætt okkar hagsmuna innan stofnunarinnar. Svo er fastanefndin reyndar líka sendiráð gagnvart Slóveníu þannig að ég var aðeins að vinna skýrslur um Slóveníu.“ Álfkonur og íslenskir hagsmunir Ragnar segist hafa verið að fást við afar fjöl- breytileg viðfangsefni. „Ég man eftir því að ég þurfti eitt sinn að hafa upp á konu á Íslandi sem gæti séð álfa og huldufólk fyrir kanadískan fræðimann því hann var að rannsaka það. Svo gátu verkefnin á hinn bóginn snúist um mál sem skipta Íslendinga og íslenska hagsmuni veru- legu máli því sendiráðsstarfið snýst mikið um hagsmunagæslu fyrir Ísland.“ Þannig segir hann venjulegan starfsdag hafa mikið gengið út á að fylgjast með kanadískum fjölmiðlum, m.a. hvernig umfjöllun þeirra um Ísland og sjávarútvegsstefnu Kanada væri. „Svo þurfti ég einfaldlega að fylgjast með því sem var að gerast í kanadísku þjóðfélagi, hvort það væri eitthvað sem við gætum lært af. Á viss- an hátt var þetta því svolítið eins og maður væri rannsóknarblaðamaður.“ Heimilislegt og skemmtilegt Þau segjast einnig hafa kynnst fólki víðs- vegar úr heiminum í gegn um starfsþjálfunina henginu. Svo hef ég heyrt að í svipuðum pró- grömmum í stærri löndum séu starfsnemarnir jafnvel að vinna í hálft ár í ímynduðum verk- efnum í ímynduðum aðstæðum, því þeim er ekki treyst fyrir alvöru verkefnum.“ Ætlaði að verða aðalritari Sameinuðu þjóðanna Innt eftir því hvort þessi reynsla hafi ýtt und- ir áhuga þeirra á starfi innan utanríkisþjónust- unnar segja þau það vel koma til greina. „Mér fannst þetta mjög áhugavert og ég gæti vel hugsað mér að starfa í utanríkisþjónustunni einhvern tímann í framtíðinni,“ segir Margrét. „Hins vegar er ég núna að stefna að lögmanns- prófi og ætla að starfa við lögmennsku í nokkur ár. En þetta kemur vel til greina seinna.“ Ragnar er öllu ákveðnari. „Þetta hefur alltaf verið á áhugasviði mínu. Þegar ég var fimm ára ætlaði ég að verða aðalritari Sameinuðu þjóð- anna og þetta er kannski eitt skref á þeirri leið,“ segir hann og hlær. „Svo er það þannig með þá menntun sem maður er að sækjast eftir, að oft bjóðast ekki mörg tækifæri hér heima að henni lokinni. Þannig að þarna vil ég vera í framtíðinni.“ og almennt hafi þessi reynsla víkkað sjóndeild- arhringinn verulega. „Ég held að það kæmi fólki mjög mikið á óvart hvað þessar alþjóðlegu stofnanir hafa gríðarlega mikil áhrif á íslenskt þjóðfélag,“ segir Margrét. „Margar breytingar sem hafa orðið í íslenska landbúnaðarkerfinu síðustu árin eru vegna þess að samningar, sem gerðir hafa verið á vegum Alþjóða viðskipta- stofnunarinnar, hafa gert kröfur um breytingar og það mun örugglega halda þannig áfram næstu árin.“ Þau segja fólkið sem þau kynntust á skrifstof- unum hafa verið frábært og tekið mjög vel á móti þeim. „Það skemmtilega við íslensku utan- ríkisþjónustuna er að þetta eru litlir póstar svo þetta verður allt mjög heimilislegt og skemmti- legt,“ segir Margrét. „Ég sagði t.d. ungu fólki frá öðrum löndum sem var í samskonar þjálfun og ég frá því að ég væri að fara í mat til sendi- herrans eitthvert kvöldið og það varð mjög upprifið. Fyrir okkur var þetta bara eðlilegt.“ Ragnar kannast vel við þetta. „Finnsku starfsnemarnir töluðu aðeins einu sinni við sendiherrann og á þjóðhátíðardaginn átti ekki einu sinni að bjóða þeim til veislu sem var hald- in í sendiráðinu. Síðan fengu þeir að vera í fata- Starfsþjálfun víkkar sjóndeildarhringinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnar og Margrét eru ánægð með starfsþjálfunina hjá íslensku utanríkisþjónustunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.