Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 31 ✝ Hrefna Svan-laugsdóttir fædd- ist á Varmavatnshól- um í Öxnadal 7. desember 1912. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri 12. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar Hrefnu voru Svan- laugur Jónasson, f. á Sólborgarhóli í Glæsibæjarhreppi 5. nóv. 1882, d. 15. okt. 1946, og Kristjana Rósa Þorsteinsdóttir, f. á Engimýri í Öxnadal 23. nóv. 1882, d. 20. febr. 1957. Hrefna var áttunda í röð fimm- tán systkina. Þau eru: Sigurlaug, f. 29. maí 1904, d. 31. okt. 1991, Jenný, f. 29. maí 1905, d. 29. maí 1905, Jónasína Eva, f. 1. maí 1906, d. 27. júní 1999, Ragnheiður Frið- rika, f. 15. maí 1907, Klara Guð- björg Soffía, f. 15. mars 1909, d. 4. mars 1913, Hjalti Öxndal, f. 22. okt. 1910, d. 10. janúar 1997, Garðar Öxndal, f. 20. nóv. 1911, d. 19. apríl 1976, Hrefna, sem hér er kvödd, Baldur Öxndal, f. 3. nóv. 1913, d. 4. nóv. 1914, Klara Hulda, f. 12. okt. 1914, Sigríður Jónína, f. 10. febr- úar 1916, d. 22. febrúar 1994, Anna, f. 8. júní 1918, d. 11. febrúar 1996, með Rannveigu Ingibjörgu Þor- móðsdóttur, f. 26. maí 1933, d. 29. maí 2000: a) Ómar, f. 29. nóv. 1961, maki Kristrún Inga Geirsdóttir, f. 12. sept. 1959. Hann á þrjú börn, tvær fósturdætur og þrjú barna- börn. b) Þormóður, f. 5. júní 1963, d. 23. janúar 1969. 2) Rósa, verka- kona á Akureyri, f. 10. okt. 1938, maki Gunnlaugur Jóhann Gústafs- son, starfsmaður Norðurorku, f. 10. jaúar. 1939, þau eiga fjögur börn, þau eru: Jón Kristján, f. 21. apríl 1958, Anna Pálína, f. 2. okt. 1962, hún á þrjú börn, Gústaf, f. 29. jan- úar 1965, sambýliskona Jóhanna Rögnvaldsdóttir, f. 13. júní 1960, hann á tvö börn, og Helgi Þór, f. 10. júní 1970, maki Sigrún Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, f. 8. febrúar 1968, þau eiga tvö börn. 3) Helga, f. 24. nóv. 1944, búsett í Svíþjóð. Maki Nils Oskar Esperi, f. 8. sept. 1939. 4) Ármann Óskar sjómaður, f. 1. janúar 1956, maki Jóhanna Sigur- laug Daðadóttir leiðbeinandi, f. 5. okt. 1953. Hann á tvo syni, fóstur- dóttur og eitt barnabarn: Lísbet Vala Snorradóttir, f. 5. ágúst 1975, sambýlismaður Þorgils Sævarsson, f. 8. apríl 1967, Daði, f. 15. desem- ber 1980, og Jón Eiður, f. 29. maí 1986. Hrefna bjó í Syðsta-Samtúni í Kræklingahlíð til 1962 að þau fluttu til Akureyrar og var hún verkakona hjá Sambandsverk- smiðjunum til 1981. Útför Hrefnu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þorsteinn Jónas Öxn- dal, f. 6. ágúst 1920, d. 2. júlí 1998, Helga, f. 6. sept. 1922, og Baldur Öxndal, f. 14. apríl 1926, d. 9. júní 1931. Hrefna giftist 19. des. 1936 Jóni Magnús- syni, f. á Hesjuvöllum í Kræklingahlíð 24. nóv. 1901, d. á Akureyri 27. nóv. 1973. Þau eignuð- ust sjö börn en þrír drengir þeirra dóu á fyrsta sólarhring. Upp komust: 1) Svanlaugur Júlíus, bifreiðastjóri á Akureyri, f. 18. ágúst 1937, d. 9. júlí 1995, maki Jónína Jónsdóttir, f. 2. nóv. 1940. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Hrefna, f. 25. ágúst 1958, sambýlismaður Hallur Guðmundsson, f. 7. júlí 1956. Hún á tvær dætur og eitt barnabarn. b) Garðar, f. 5. sept. 1959, maki Thor- dis Vilhelmina Albinus, f. í Færeyj- um 5. apríl 1956. Hann á tvö börn og eitt fósturbarn. c) Halla, f. 9. des. 1960, maki Njáll Kristjánsson, f. 28. maí 1954, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. d) Margrét, f. 2. ágúst 1963, maki Guðmundur Viðar Gunnarsson, f. 26. maí 1960, þau eiga þrjár dætur. Svanlaugur eignaðist tvo drengi Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Andlát Hrefnu tengdamóður minn- ar kom mér svosem ekkert á óvart, og þó. Sennilega kemur andlát alltaf á óvart. Maður vill hafa fólkið sitt þar sem það er, á vísum stað. Geta farið í heimsókn þegar það hentar manni sjálfum. En nú er það ekki lengur hluti af hinu daglega lífi að fara á Hlíð í heimsókn, sitja hjá tengdó stund og spjalla við hana. Hún var alveg heil í hugsun þar til síðustu vikurnar, en elli kerling var farin að láta á sér kræla lík- amlega. Alltaf spurði hún eftir krökk- unum og nú undir lokin vissi ég að Hrefna þekkti mig ef hún spurði hvað Daði væri að stúdera og hvað Jón, Lísa og Tinna væru að gera. Hrefnu líkaði ákaflega illa að þurfa að biðja um að- stoð því hún vildi síður biðja um hjálp, vildi helst komast leiðar sinnar sjálf með grindina sína sem hún sat jafnoft á og ýtti sér afturábak með fætinum. Ekki þótti mér það skynsamlegur ferðamáti. Var ég hrædd um að hún myndi detta, sem kom fyrir. En ég gat alveg skilið að hún vildi ráða sinni för, eins sterkur persónuleiki og hún nú var blessunin. Hún var nú vön að stjórna en ekki láta stjórna sér sagði hún stundum við mig þegar ég var að reyna að stjórnast í henni. Hrefna var afskaplega dugleg kona og ósérhlífin, allt vildi hún láta ganga strax og ekki geyma til morguns það sem hægt er að gera í dag. Góður starfskraftur var hún. Sem dæmi um það var þegar Daði, næstyngsta barnabarnið, fæddist, þá vildi Hrefna hætta að vinna og vera heima og passa hann og Lísbetu systur hans. Sagði hún upp vinnunni með venju- legum fyrirvara. Verkstjórinn var nú ekki hrifinn af þessu ráðslagi Hrefnu og hélt að það væri hægt að fá ein- hvern annan til að passa börnin. En þetta var hún búin að ákveða og þar við sat. Hrefna hafði ákaflega gaman af að ferðast. Fór hún margar ferðir bæði innanlands og utan, sagði hún að það væri skynsamlegt að ferðast því maður gæti rifjað upp ferðirnar þegar maður gæti ekki ferðast lengur og víst er að það gerði hún. Nú er hún lögð af stað í ferðina miklu sem hún var búin að þrá, eftir að heilsan bilaði og hún gat ekki lengur gert neitt í höndunum. Það var mikið tekið frá henni þegar sá eiginleiki glataðist. Ég þakka elskulegri tengdamóður fyrir allar góðu stundirnar okkar saman. Einnig þakka ég Hrefnu fyrir hvað hún var elskuleg og góð við Lís- betu Völu sem hún tók sem sitt barna- barn og mundi ekki eftir að hún var ekki Ármannsdóttir, enda sagði hún við Ármann þegar við tókum saman að hann skyldi gera sér grein fyrir því að Hanna væri ekki ein og að hann yrði að taka barnið sem sitt eigið. Kveð ég Hrefnu með söknuð í hjarta, en ég veit að nú líður henni vel Jóhanna S. Daðadóttir. HREFNA SVANLAUGSDÓTTIR að hlaupa út í búð og kaupa í matinn. Því að hún var viss um að við værum svangar eftir langa ferð. Þetta átti ekki eingöngu við okkur systurnar heldur einnig við vini okkar sem komu með okkur í heimsókn. Núna á seinni árum höfum við haft nokkur tækifæri til að endur- gjalda henni ástúðina. Höfum við sem dæmi ferðast saman um landið og hafði hún mikið yndi af því. Gam- an hafði hún af því að heimsækja dóttur sína að Hrísum og komast á æskuslóðirnar að Minni-Bæ í Grímsnesi. Eftirfarandi erindi lýsir vel viðmóti og persónuleika ömmu okkar. Hér hvílir væn og göfug grein af gömlum sterkum hlyni, hún lokaði augunum hugarhrein með hvarm mót sólarskini. Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel, í vinskap ætt og kynning. Hún bar það hlýja holla þel sem hverfur ekki úr minning. (Einar Ben.) Blessuð sé minning góðrar konu. Margrét, Anna og Bryndís. Nú er elsku Magga amma farin til englanna. Nú fær hún ekki lengur lánað rúmið mitt eða spilar við mig ólsen ólsen. Síðasta heimsókn þín til okkar var um jólin. En þá varstu orðin ansi mikið veik, elsku amma. En þú vild- ir samt ekki missa af að fara alla leið til Sandgerðis á aðfangadagskvöld og aftur á jóladag, því þá kom öll fjölskyldan saman. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Helgi. Elsku langamma, nú ertu farin og við söknum þín mikið. Alltaf var gott að hafa þig hjá okkur og alltaf varstu tilbúin að hjálpa okkur. Þú komst jafnvel alla leið til Hellis- sands til að passa þegar þess þurfti og eyddum við þá löngum tíma sam- an í að spila. Þegar við komum í heimsókn tókstu alltaf vel á móti okkur og bauðst okkur alltaf að borða. Það var gott að hafa þig hjá sér. Við vonum að þér líði vel. En nú ert þú farin til afa og við vonum að hann taki vel á móti þér. Með þessu ljóði viljum við kveðja þig elsku amma. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson.) Guðrún og Björn Axel. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS JÓHANNSSON vélstjóri, Lagarási 17, Egilsstöðum, áður til heimilis í Einarsnesi 56, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsinu Egilsstöðum föstu- daginn 7. febrúar. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á sjúkradeildina Egilsstöðum. Þórarinn Lárusson, Guðborg Jónsdóttir, Gunnsteinn Lárusson, Guðbjörg Ólafsdóttir, Halldór Lárusson, Asieh Ása Fadai, Jóhanna Lárusdóttir, Sigfús Vilhjálmsson, barnabörn og barnbarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA HANSDÓTTIR, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík að kvöldi þriðjudagsins 11. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hans Ágúst Einarsson, Oddný Þóra Helgadóttir, Jóhann Einarsson, Vilborg Kristinsdóttir, Ingólfur Kristinn Einarsson, Halldóra Tryggvadóttir, Helgi Einarsson, Heiðrún Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR KRISTJÁN BJARNASON, Hlíðarhjalla 44, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 18. febrúar. Börn, tengdabörn og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNÓR AÐALSTEINN GUÐLAUGSSON frá Tindum, til heimilis á Digranesheiði 5, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstu- daginn 21. febrúar kl. 13.30. Svanfríður Ingunn Arnkelsdóttir, Arnór Heiðar Arnórsson, Margrét Jónsdóttir, Þuríður Sveinbjörg Arnórsdóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Guðbjörn Arnórsson, barnabörn og barnabarnabarn. Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík, lést þriðjudaginn 18. febrúar. Málfríður K. Björnsdóttir, Guðmundur A. Þórðarson, Margrét Björnsdóttir og fjölskyldur. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.