Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Kaldal fædd-ist í Reykjavík 14. mars 1942. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 11. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Kaldal hús- móðir, f. 14. ágúst 1918, d. 10. janúar 1984, og Jón Kaldal ljósmyndari, f. 24. ágúst 1896, d. 30.10. 1981. Systur Jóns eru Dagmar, f. 30. janúar 1945, gift Ágústi Friðrikssyni, f. 26. október 1944, og Ingibjörg, f. 11. apríl 1947. Hinn 30. apríl 1967 kvæntist Jón eftirlifandi eiginkonu sinni Stein- unni Kaldal tækniteiknara, f. 9. des- ember 1945. Foreldrar hennar eru Ragna Halldórsdóttir, f. 14. desem- ber 1919, og Kristinn R. Sigurjóns- son, f. 4. ágúst 1920. Börn Jóns og Steinunnar eru: 1) Jón ritstjóri, f. 24. júní 1968, maki Ragna Sæ- mundsdóttir birtingastjóri, f. 18. maí 1968, börn þeirra eru Jón, f. 19. mars 1996, og Arna, f. 5. apríl 1999. 2) Guðrún, forstöðumaður og íþróttakennari, f. 16. júlí 1970, maki Jóhann G. Jóhannsson, leikari sumur í fæðingarsveit föður síns, Austur-Húnavatnssýslu, hjá frænda sínum Jóni Pálmasyni á Akri. Hann stundaði nám við Mynd- listaskólann í Reykjavík 1958 til 1962. Sveinsprófi lauk hann í húsa- smíði 1964 og lauk prófi sem bygg- ingafræðingur árið 1966 frá Köb- enhavns Bygningskonstruktur- skole. Á árunum 1966 til 1971 starfaði Jón á Teiknistofunni Ár- múla 6, en hann starfaði sjálfstætt frá 1971 og rak um árabil teikni- stofuna ARKO, ásamt félögum sín- um Jóni Róberti Karlssyni og Ás- mundi Jóhannssyni. Jón teiknaði fjölmargar bygging- ar sem setja svip sinn á höfuðborg- arsvæðið, þar á meðal skipulagði hann og teiknaði íbúðarhverfi sem Byggung lét reisa í Selási og við Eiðisgranda á níunda áratug síð- ustu aldar. Meðal síðari verka má nefna skipulag og hönnun sumar- húsabyggðar við Vatnsenda í Skorradal. Jón var stofnfélagi og fyrsti for- maður Byggingafræðingafélags Ís- lands á árunum 1967 til 1972. Helstu áhugamál Jóns voru skíða- mennska og djasstónlist. Hann var félagi í skíðadeild Víkings og skipu- lagði meðal annars ýmis öldunga- mót á skíðum. Djassáhuginn vakn- aði strax á ungaaldri og sat Jón í stjórn Djassvakningar frá 1986 og í stjórn Múlans frá stofnun árið 1997. Útför Jóns verður gerð frá Hall- grímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og rekstrarhagfræð- ingur, f. 23. nóvember 1971, börn þeirra eru Jóhann, f. 9. júní 1999, og Krummi, f. 7. jan- úar 2003. 3) Steinar nemi, f. 24. maí 1979, unnusta Soffía Erla Einarsdóttir nemi, f. 4. júní 1980. 4) Sóley nemi, f. 21. janúar 1983, unnusti Jakob Þór S. Jakobsson nemi, f. 27. janúar 1984. Dóttir Jóns fyrir hjónaband er Anna, lögfræðingur í Sví- þjóð, f. 25. maí 1966, maki Henrik Lörstad tónskáld, f. 22. október 1964, börn þeirra eru Felix, f. 29. janúar 1991, og Vera, f. 24. maí 1996. Sonur Steinunnar fyrir hjóna- band er Kristinn Ragnar Sigur- bergsson kennari, f. 1. febrúar 1963, maki Helga Guðrún Jónas- dóttir kynningarstjóri, f. 6. desem- ber 1963, börn þeirra eru Tinna, f. 11. nóvember 1985, Lára, f. 8. febr- úar 1991, Hulda Hvönn, f. 15. febr- úar 1994, og Jökull Jónas, f. 1. júní 1997. Jón fæddist og ólst upp í Reykja- vík, auk þess sem hann var fimm Ég set Cörlu Bley á fóninn og læt hugann reika. Margar minningar skjóta upp kollinum. Síðustu daga og vikur hafa hin ýmsu minningabrot flogið um hugann. Já, og það eru fal- legar minningar. Minningar um einstakan pabba. Minningar um yndislega fjölskyldu. Minningar um okkur. Minningar um pabba með alpahúfu og klút um háls- inn að sækja okkur Nonna á Grænu- borg á Volkswagen bjöllu í gamla daga, já, pabbi minn var töffari. Minningar um ferðalög. Upp á Laugarvatn, upp á Langjökul þar sem pabbi og fleiri kappar snöruðu upp toglyftu og settu á okkur lyftu- belti og svo var skíðað frá morgni til kvölds. Frábærar stundir í Kerling- arfjöllum, öll fjölskyldan saman og alltaf voru nokkur aukabörn með í för. Síðast skíðuðum við saman í Val Gardena. Við kepptum í samhliða- svigi og aldrei var jafngaman og þeg- ar við fengum að keyra okkur út í braut með innfæddum. Pabbi hafði flottan skíðastíl og skemmti sér best í braut og æfði skíði og keppti með Víkingi alveg þar til hann veiktist. Allar helgar var skíðunum skellt á toppinn, mamma smurði vel af nesti og svo var brunað upp í Hengil og þá skipti engu máli hvernig veðrið var, út var farið og viðkvæðið var að „eng- inn verður óbarinn biskup“ og allir hefðu gott af smáveðurbarningi. Það sama gilti um sundferðirnar. Við fór- um saman í sund um helgar og pabbi kenndi okkur flugsund. Minningar um yndislega djasstón- list. Öllum stundum hljómaði djass- tónlist og stundum héldum við krakk- arnir að pabbi væri að leyfa gestunum á tjaldstæðinu í Laugardal líka að njóta tónanna þegar hækkað var í botn til að fá góðan fíling. Alltaf á gamlárskvöld settum við Cörlu Bley á fóninn og spiluðum ,,The Lord is Listenin’ To Ya, Hallelujah!“ á hæsta styrk. Ég mun áfram setja Cörlu á fóninn og ávallt hugsa til elsku pabba. Minning pabba lifir í djassinum. Minningar um góðan fjölskylduföð- ur sem innrætti okkur að ekkert ann- að kæmi til greina en að gera allt sem við tækjum okkur fyrir hendur á sem bestan hátt. Það var honum mjög mikilvægt að við stæðum okkur vel og kláruðum okkur á hlutunum á metn- aðarfullan og frumlegan hátt. Að fá öðruvísi hugmyndir en ekki fylgja meðalnorminu var pabba stíll. Minningar frá brúðkaupi okkar Jóa í nóvember árið 2000 þegar pabbi flutti á svo skemmtilegan hátt heim- spekilegar hugleiðingar sínar um hjónabandið út frá setningu Dukes Ellingtons „It don’t mean a thing if it aint got the swing“. Minningar af pabba sem afa að teikna myndir eftir pöntun fyrir barnabörnin. Afa sem fór með þau í sund og í bíltúr að skoða skipin niðri á höfn. Pabbi var fyrstur til að hringja í okkur Jóa eftir að Krummi litli fædd- ist nú í janúar. Þá lá hann sárþjáður á 11E á Landspítalanum, en ekki var hann að láta það stoppa sig í að gleðj- ast yfir yngsta barnabarninu og ekki síður yfir að Jói litli væri nú orðinn stóri bróðir. Svo lagði hann á sig að koma yfir á fæðingarganginn með mömmu, sem var öllum stundum hjá honum, til að kíkja á litla krílið og auðvitað er Krummi alveg eins og afi hans! Sárar minningar um veikindi pabba síðustu ár og nú undir lokin þegar hann barðist eins og hetja við krabbameinið og ætlaði ekki að láta það buga sig. Þrátt fyrir ótrúlegan viljastyrk náði þessi vágestur yfir- hendinni að lokum. Saman áttum við fjölskyldan dýrmæta stund á Laug- arásveginum andlátsdaginn og það var mikilvægt fyrir okkur að vera hjá pabba þegar hann fluttist á annan stað, á stað þar sem við hin munum fá að hitta hann þegar okkar stund rennur upp. Það er gott að eiga góðar minn- ingar og pabbi, elsku pabbi, lifir áfram í hjörtum okkar. Guð blessi minningu þína, elsku pabbi minn. Guðrún Kaldal. Tengdapabba kynntist ég fyrst fyr- ir næstum fjórtán árum þegar ég rakst á hann, í orðsins fyllstu merk- ingu, í skíðabrekku í Kerlingarfjöll- um. Þá var hann ekki orðinn tengda- pabbi minn og ég þekkti hann ekki neitt en þetta voru aðstæður sem voru dæmigerðar fyrir hann, með fjölskyldu og vinum á skíðum, og einnig viðmótið, sem var hlýlegt og vinalegt. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst svo einstökum manni og ég er honum þakklát fyrir allt sem hann hefur gef- ið. Hann var hlýr og blíður, um- hyggjusamur og traustur, mikill fjöl- skyldumaður og það er ómetanlegt að hafa fengið að vera hluti af hans ynd- islegu fjölskyldu. Það er alltaf gott að koma á Laugarásveginn, til Steinu og Nonna, þar sem er góð stemning og falleg djasstónlist á fóninum. Tengdapabbi var glæsilegur mað- ur og virðulegur. Og hann bar sig alltaf vel, sama hvað bjátaði á. Alltaf. Hann kvartaði ekki, var kraftmikill og ákveðinn. Hann reyndi alltaf að leysa málin og til hans var mikið leitað. Hann var skemmtilega sér- vitur og það var alla tíð stutt í húmorinn og fjörið. Hann var vinamargur og átti mörg áhugamál. Hann var mikill kattavinur og það var mjög gaman að hlusta á hann tala um og við kisurnar á heimilinu. Afi Kaldal, eins og barnabörnin kölluðu hann, var yndislegur afi. Litlu krílin leituðu oft í fangið á honum, í hlýjuna og góða ilminn. Gott var að fá að gista hjá ömmu og afa Kaldal og horfa á bíómynd í sjónvarpinu undir sæng og afi útskýrði rólega hvað var í gangi í bíóinu. Svo ef lítil augu urðu þreytt og klukkan orðin margt en bíó- ið spennandi, gaf afi sérstakt afaráð: að sofna bara með öðru auganu, og horfa áfram með hinu. Þetta var auð- velt að fallast á. Ekki leið á löngu þar til bæði litlu augun lokuðust. Afi breiddi sængina fallega yfir börnin sín og blessaði þau. Nú blessum við afa, elsku fallega afa sem við söknum svo sárt. Ragna Sæmundsdóttir. Elsku Nonni minn. Ég kveð þig með söknuði, elsku tengdapabbi minn, það er sárt að þurfa að sætta sig við að þú sért farinn frá okkur. Atorkusamur maður á besta aldri sem þurfti að lúta í lægra haldi fyrir skelfilegum sjúkdómi. Það eru svo margar stundir sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Alla þá tíma þegar þú reyndir að gera úr mér smið. Teiknaðir og út- skýrðir fyrir mér hvernig hlutirnir ættu að vera en einhvern veginn gat ég alltaf klúðrað því. Þú varst þó það hugulsamur að hrósa mér þrátt fyrir allt og hvetja mig í næsta verk. Það er fyrir þína tilstuðlan að ég get litið stoltur á skjólvegginn hannaðan af þér og sagt: „Ég smíðaði þetta,“ þó að þú hafir í raun átt heiðurinn. Allt gerðirðu af nákvæmni, yfirleitt rifinn upp penni og blað, svo var teiknað og reiknað þangað til hárrétt niðurstaða fékkst. Þá hafði maður vit á að stíga til hliðar og brosa því að ekki hafði maður roð við þér. Það var sama hvort það var verið að byggja brennu, smíða skjólvegg, grilla eða raða borðum fyrir brúðkaupsveislu. Sem betur fer náði ég nokkrum góðum árum með þér áður en sjúk- dómurinn fór að draga af þér. Skíða- ferðir og sundferðir þar sem þú varst hrókur alls fagnaðar og primus mótor í leikjum, grilli og gleði. Við gátum rætt saman endalaust um listir, þú varst hafsjór upplýsinga um tónlist, ekki bara djass þó að það hafi verið þitt forte, heldur rokk og popp og við náðum vel saman í spjalli um Bítlana. Leiklist og kvikmyndir voru vett- vangur margra spjalla og svo auðvit- að myndlist sem þú hafðir einstaka hæfileika í. Það er líka huggun að þú hafir fengið að kynnast Krumma litla og fagna nafninu hans, því Jói litli mun aldrei gleyma elsku afa sínum og þeim yndislegu stundum sem þið átt- uð saman. Guð blessi þig og varðveiti. Jóhann G. Jóhannsson. Eflaust ertu hvíldinni feginn, kæri Nonni, eftir þær þrautir sem þú hefur mátt lifa við síðustu ár. Í þau skipti sem veikindi þín bárust í tal, vildir þú sjaldnast gera mikið úr þeim og eyða of mörgum í þau, þrátt fyrir allt. Æðruleysi þitt og baráttuvilji var aðdáunarverður. Þú varst margbrotinn maður, fín- legur en svipsterkur, hlédrægur en um leið ákveðinn, skemmtilegur og skarpgreindur. Skapandi máttur hugar og handar var þér eiginlegur og verkin þín stílhrein, með frumlegu ívafi. Best kunnum við þó við hvað þú varst tilgerðarlaus og þægilegur í allri framkomu og með hlýja kímni- gáfu. Það var því bæði gaman og gott að hafa kynnst þér, kæri Nonni, og átt þig að. Við munum minnast með söknuði margra góðra stunda sem við áttum saman fjölskyldan. Guð blessi minningu þína. Kristinn Ragnar (Ninni), Helga og börn. Maðurinn með ljáinn hefur höggvið skarð í fjölskyldu og vinahóp Jóns Kaldals. Ég kynntist þér, Jón Kaldal, þegar ég steig í vænginn við systur þína á mínum yngri árum. Ég er þér þakklátur fyrir hvað þú tókst mér vel þegar ég átti mín fyrstu spor tengd fjölskyldu þinni. Mikill vinskapur tókst með okkur og fyrir okkur lá að búa undir sama þaki í rúm þrjátíu ár. Fyrst byggðum við blokkaríbúðir ásamt fleiri vinum í Keldulandi, síðar reistum við parhús við Laugarásveg og þar búa fjölskyldur okkar enn þann dag í dag. Fljótlega eftir að við kynntumst fórum við að stunda skíðaíþróttina í hópi vina. Þú gerðist mikill áhuga- maður um þá íþrótt. Fyrir árið 1970 fórum við í nokkrar skíðaferðir til Ísafjarðar, margar ferðir voru farnar í Kerlingarfjöll og nokkra vetur skíð- uðum við í Bláfjöllum áður en vegur var lagður þangað. Eftir að þar varð skíðasvæði Reykvíkinga áttum við oft góða daga á þeim slóðum, en okkar staður var skíðasvæði Víkings á Hengilssvæðinu. Þangað sóttum við með fjölskyldum okkar og vinum, tókum þátt í uppbyggingu staðarins og áttum þar margar góðar stundir þrátt fyrir að þú værir fæddur ÍR- ingur. Í mörg ár varstu aðalhvatamaður þess að nokkrar fjölskyldur lögðu leið sína á vorin upp í Húsafell. Þú fékkst lánaðan traktor og settir upp skíða- lyftu á Langjökli og í vikutíma var skíðað. Skíðaíþróttin átti hug þinn og þú lagðir oft leið þína til Austurríkis og Ameríku til að njóta skíðasvæð- anna á þeim slóðum. Áhugi þinn á skíðaíþróttinni kom berlega í ljós þegar þú gerðist aðalhvatamaður og stjórnandi skíðamóta öldunga í Blá- fjöllum og Kerlingarfjöllum. Í áratugi stunduðum við leikfimi hjá Valdimari ásamt hópi skíðaáhugamanna og vina. Áhugi þinn á jasstónlist var mikill. Í mörg ár stóðuð þið á Teiknistofunni fyrir jasskvöldum þar sem hljóm- sveitin Mezzoforte spilaði. Þessi kvöld urðu til þess að ég lærði að meta jass. Í nærri tvo áratugi fórum við í haustferðir á fjöll með vinum okkar til að skoða og kynnast hálend- inu. Fegurð ósnortinna öræfa kunnir þú að meta. Í nokkur ár áttir þú við veikindi að stríða og fyrir rúmu ári greindist þú með krabbamein sem dró þig í þína hinstu ferð. Mágur minn. Þú ert horf- inn. Ég er þakklátur þér fyrir að hafa fengið að lifa lífinu með þér. Ég kem á eftir en sú tímasetning er öllum hulin. Ég votta Steinu, börnum og fjöl- skyldum samúð mína. Ágúst Friðriksson. Elsku Nonni minn. Mikið er sárt, að þú sért farinn frá okkur, sem elsk- uðum, dáðum og virtum þig. Þú varst alltaf göfugur og góður maður, sem reyndir með þínu listamannsgeði að hjálpa fólki að „fókusera“ á raunveru- leikann. Þú varst sannkallaður heimsmaður. Listamaður í hugsun, athöfn og dáð. Þú hefur alltaf verið kallaður Nonni mágur af okkur systkinum Steinu: „Svo þú ert Nonni mágur,“ sagði einn frændi okkar Steinu þegar hann var kynntur fyrir þér á sínum tíma. Hann vissi vel hver Jón Kaldal var, en ekki fyrr en þá hver Nonni mágur var. Eftir það var alltaf talað um „Nonna mág“. Við höfum þekkst í mörg ár, Nonni minn. Alltaf reyndist þú mér vinur og kenndir mér svo margt. Í minni ung- æðislegu fljótfærni á sínum tíma tal- aði ég um alla hluti við alla, sem ég hitti. Þetta átti langt frá því alltaf við. Ef þú varst til staðar tókst þú mig af- síðis og sagðir ákveðið við mig: „Ekki spreða fídusum, Dóri minn, það skilja þig ekki allir.“ Þú skildir alltaf. Við nutum þess oft að sitja einir og ræða um göfugar manneskjur, listir, stjórnmál, flokkinn okkar, heiminn, geiminn, stjörnurnar og Guð. Ég man eina nótt á Laugarásvegi 18, þegar við sátum tveir og ræddum alla þessa hluti, eins og oft áður, þegar þú sagðir skyndilega: „Halldór, ert þú geim- vera?“ „Já, og þú líka,“ svaraði ég. Við sem ætluðum, þegar við yrðum gamlir, að sitja í fallegum dal milli fjallanna við sjóinn á Íslandi, mála myndir, semja lög og texta í samein- ingu. Mála og semja, um og til okkar litlu en merku þjóðar. Um og til landsins, sem liggur svo langt frá heimsins glaumi. Í anda mæðra og feðra okkar allra á Íslandi. Líka til barna framtíðarinnar. Verkin þín í húsagerðarlist út um allan bæ í Reykjavík og víðar, sanna þína praktísku og fagurfræðilegu snilld. En þú hefðir nú átt að mála fleiri málverk, Nonni minn, okkur hinum til ánægju og innblásturs. Aðeins eitt í þeim afstæða heimi, sem við lifum í, er 100% öruggt. Það er: Ef við fæðumst, þá deyjum við. Allt annað er afstætt og breytilegt. Bróðir lífsins er dauðinn eins sorglegt og það hljómar í eyrum okkar. Vegir hins „mikla anda, byggingameistara heims“, eru órannsakanlegir okkur manneskjunum. Hinn „mikli andi“ er alverandi og allsráðandi máttur hins góða, jákvæða og uppbyggjandi afls. Óskiljanlegur okkur með þann tak- markaða skilning, sem við höfum. Ekkert er tilviljun. Allt hefur tilgang, þó svo að dauðlegar verur eins og við áttum okkur ekki á því. Þessu verðum við að vera auðmjúk fyrir, því skiln- ingur okkar nær svo stutt, og er svo óskaplega frumstæður. Hugsa sér, að enn er stríð á jörð. Hugsa sér, að pen- ingagræðgi og valdasýki ráða hér í heimi. Þetta, þrátt fyrir trúarsöfnuði okkar, alla góða, göfuga menn og konur, sem hafa sagt og kennt okkur annað í mörg þúsund ár. Ég veit við hittumst aftur hinum megin, elsku Nonni minn. Hver veit nema við fáum þá tíma til þess að mála og semja lög og texta saman. Ég er viss um að „byggingameistari heims“ hefur þörf fyrir góða hönnuði eins og þig. Ef til vill smiði og söngv- ara líka. Elsku Nonni minn. Ég votta kon- unni þinni, henni Steinu systur minni, og frábæru börnunum ykkar, sem eru: Kristinn Ragnar, Anna, Jón, Guðrún, Steinar og Sóley, mína dýpstu samúð við brottför þína til æðri heima. Á sama hátt votta ég systrum þínum, fjölskyldu, öllum vin- um þínum og vandamönnum dýpstu samúð. Reykjavík verður ekki söm án þín. Þú kenndir mér falleg kveðjuorð þegar ég var unglingur, sem þú sagð- ir alltaf við mig í gegnum árin þegar þú vissir að mér leið illa. Mér þykir hæfa að nota þau núna: „Almættið varðveiti þig á höndum, fótum og öll- um liðamótum.“ Kveð ég þig, minn kæri vinur. Kveðjustundin er mér sár. Það er sama á hverju dynur. Þig ég man í þúsund ár. (H.K.) Með þökk fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þinn einlægur vinur og mágur, Halldór Kristinsson. Svili minn og vinur Jón Kaldal er allur. Langri og strangri baráttu hans við krabbamein er lokið. JÓN KALDAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.