Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga PERSÓNUVERND getur með engu móti fall- ist á veigamikil atriði í frumvarpi heilbrigðisráð- herra um lyfjagagnagrunna. Persónuvernd leggst eindregið gegn því að ríkið búi til einn miðlægan gagnagrunn um lyfjanotkun hvers einasta Íslendings, að sögn Sigrúnar Jóhannes- dóttur, forstjóra Persónuverndar. Persónu- vernd hefur sent heilbrigðisnefnd Alþingis bréf þar sem frumvarpið er gagnrýnt. Allt of viðamikil söfnun „Frumvarpið gerir ráð fyrir því að persónu- merktar upplýsingar berist Tryggingastofnun ríkisins (TR) um lyfjaneyslu hvers einasta manns, sem á annað borð fær afgreitt lyf gegn lyfjaávísun. Þar er enginn munur gerður á því hvort sá sem fær lyfið fær yfirhöfuð eitthvað endurgreitt frá TR, eða hvort hann er að fá lyf sem er á lista yfir varhugaverð lyf, t.d. ávana- bindandi lyf,“ segir Sigrún. „Persónuvernd gagnrýnir að þetta sé allt of viðamikil söfnun upplýsinga,“ segir hún. Sigrún segir það skoðun Persónuverndar að TR eigi að fá þær upplýsingar undir persónuauðkennum, sem stofnunin þurfi á að halda til að sinna því hlutverki að endurgreiða hlut ríkisins þegar um endurgreiðsluskyld lyf er að ræða. Stofnunin eigi hins vegar að fá upplýsingar um önnur lyf sem ríkið greiðir án kennitalna eða nafna. Hvað ávana- og fíkniefnalyf varðar er það mat Persónuverndar að landlæknir eigi að fá þær upplýsingar sem hann þarf á að halda til sporna gegn misnotkun. „En við leggjumst eindregið gegn því að ríkið búi til einn miðlægan gagnagrunn um lyfjanotk- un hvers einasta Íslendings, alveg óháð því hvort þar er um ávanabindandi lyf að ræða eða lyf sem eru á einhvern hátt háð endurgreiðslu ríkisins,“ segir hún. Hún segir skiljanlegt að ríkið þurfi að geta gengið úr skugga um að ekki sé verið að end- urgreiða fólki sem ekki eigi rétt á endur- greiðslum og að landlæknir þurfi að geta haft eftirlit með störfum lækna, „en að búa til svona miðlægan gagnagrunn teljum við vera brot á hinni almennu meðalhófsreglu stjórnsýslurétt- arins og storka stjórnarskrárvörðum rétti manna til að njóta einkalífsréttar, og ekki bara það heldur líka storka rétti manna til að geta notfært sér þann möguleika að borga sjálfir fyr- ir sín lyf og læknisþjónustu,“ segir hún. Persónuvernd gagnrýnir lagafrumvarp á Alþingi um lyfjagagnagrunna Storkar stjórnarskrár- vörðum rétti fólks SNEMMA beygist krókurinn sem verða vill, segir málshátturinn. Ekki síst til bókástar. Það sannast á þessari ungu dömu sem hvarf sem snöggvast inn í heim bókarinnar í Smára- lind í gær. Hundar, ljóð, hárgreiðsla, ævisögur og stangveiði – bækur um alla þessa málaflokka og tugi annarra má finna á hinum árlega bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda sem verður opnaður þar í dag. Til sölu verða yfir 10.000 titlar, gefnir út á árinu 2000 og fyrr, allt aftur til þar síðustu aldar, að sögn Benedikts Kristjánssonar, framkvæmdastjóra félagsins. Markaðurinn hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, enda ekki amalegt að geta orð- ið sér úti um bækur af öllum toga á góðu verði. Hann hefur verið haldinn í Perlunni síðustu árin, en á rætur að rekja til Lárusar Blöndal og Jónasar Eggertssonar á árunum í kring um 1960. Morgunblaðið/Sverrir Snemma beygist krókurinn LANDSBANKI Íslands rukkar viðskiptavini sína sem hringja í þjónustuver og fá uppgefna stöðu og færslur á reikningi, um 60 krón- ur fyrir hverja uppflettingu. Þessi gjaldtaka bankans hófst í þessum mánuði. Hærra gjald er innheimt hjá Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis (SPRON), eða 75 krónur fyrir sams konar þjónustu. Samkvæmt upplýsingum frá SPRON hefur þetta viðgengist lengi. Aftur á móti er þessi þjón- usta notendum endurgjaldslaus þegar hringt er í þjónustuver Ís- landsbanka og Búnaðarbanka og spurt um stöðu á reikningi. Sigrún Hildur Guðmundsdóttir, þjónustustjóri SPRON, segir enga nýbreytni falda í þessari gjald- töku. Svona hafi þetta verið um langt skeið hjá SPRON og eigi að standa straum af kostnaði sem hljótist af þjónustunni. Sigrún bendir á að viðskiptavinir hafi aðra möguleika til að nálgast þessar upplýsingar sér að kostnaðar- lausu, eins og heimabanka, þjón- ustusíma Reiknistofu bankanna og hraðbanka. Nýti betur sjálfvirknina „Við erum að fá fólk til að nýta betur þá sjálfvirkni sem er til stað- ar í bankakerfinu,“ segir Björn Líndal framkvæmdastjóri við- skiptabankasviðs Landsbankans. „Mjög margir einstaklingar í hópi okkar viðskiptavina, eða um 60%, nota netbanka Landsbankans þar sem hægt er að nálgast þessar upplýsingar. Sú þjónusta er við- skiptavinum að kostnaðarlausu. Ekki er tekið sérstakt gjald hjá þeim sem hringja í þjónustusíma bankanna hjá RB eða athuga stöðu reikninga í hraðbönkum. Með þessari gjaldtöku erum við að reyna að fá fólk til að nota hag- kvæmari leiðir til að nálgast þess- ar tilteknu upplýsingar, leiðir sem eru því sjálfu og bankanum ódýr- ari en að láta starfsmann lesa upp- lýsingarnar fyrir sig.“ Lísa Ásgeirsdóttir, þjónustu- stjóri Búnaðarbankans, segir að viðskiptavinir þurfi ekki að greiða fyrir þessa þjónustu þegar þeir hringi í þjónustuver bankans. Sömu upplýsingar fengust frá Ís- landsbanka. Þegar hringt er í þjónustuver SPRON og beðið um millifærslu á milli reikninga innan sparisjóð- anna kostar það 80 krónur. Þegar beðið er um millifærslur innan hvers banka er ekkert gjald tekið fyrir þá þjónustu. Viðskiptavinir sem hringja í þjónustuver Landsbanka Íslands og SPRON Greiða fyrir hverja uppflettingu NIÐURGREIÐSLA á vöxtum af íbúða- lánum í gegnum vaxtabótakerfið hefur farið minnkandi á undanförnum árum. Þetta kom fram í máli Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV), á fundi í gær þar sem kynnt var skýrsla samtakanna um markaðsvæð- ingu húsnæð- isfjármögn- unar á Ís- landi. Guðjón greindi frá því að raun- vaxtabyrði af öllum íbúða- lánum, að teknu tilliti til vaxtabóta, hefði verið 3,6% árið 1997, 4,1% árið 1999 og 4,4% bæði árin 2001 og 2002. Með öllum íbúðalánum er átt við lán Íbúðalánasjóðs og lán lífeyrissjóða og banka vegna íbúðarhúsnæðis. Gera megi ráð fyrir að í árslok 2002 hafi lán Íbúðalánasjóðs verið um 78% af íbúða- lánum hér á landi, um 17% hafi þá verið lán lífeyrissjóða og um 5% frá bönkum og sparisjóðum. Vaxtagjöld íbúðaeigenda vegna íbúðalána jukust úr tæpum 10 millj- örðum króna 1997 í rúma 24 milljarða á síð- asta ári. Að teknu tilliti til vaxtabóta voru vaxtagjöldin um 6,5 milljarðar á 1997 og um 19,6 milljarðar á síðasta ári.           #))* #))+ #))) &%%% &%%# &%%&               "  "   #%,% ##,- #.,# #*,* &#,. &',' $% $& '( '$ '' '' )   *        "  "   -,. *,) ##,' #(,+ #*,& #),- Minni nið- urgreiðsla vaxta af íbúðalánum  Húsnæðislán/C1 ♦ ♦ ♦ HLUTFALL forystumanna sem sótt hafa nám erlendis er töluvert hærra í íslenskum fyrirtækjum sem hafa hafið útrás á erlenda markaði en í fyrirtækjum sem það hafa ekki gert. Þetta er meðal þess sem fram kemur í rannsókn sem Þór Sigfússon, nýráðinn framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, hefur unnið að. Könnunin sem rannsóknin byggist á var gerð af Samtökum atvinnu- lífsins. Einnig kemur fram í rannsókn Þórs að stjórnendur útrásarfyrirtækja virðast í meira mæli vera menntaðir erlendis en gengur og gerist í helstu nágrannalöndun- um. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að um 79% stjórnenda öflugustu ís- lensku útrásarfyrirtækjanna hafi stundað nám eða starfað erlendis í sex mánuði eða lengur. Í sambærilegri rannsókn sem fram- kvæmd var í Noregi 1994 kemur fram að verulega lægra hlutfall stjórnenda þar í landi hafi stundað nám eða starfað erlendis. Í rannsókninni kemur jafnframt fram að mikil aukning muni verða á fjölda útrás- arfyrirtækja á næstu tveimur til þremur ár- um, eða um 40%. Þá kemur fram að stjórn- endur útrásarfyrirtækja reikna með um helmingi meiri vexti fyrirtækja sinna á komandi árum en stjórnendur fyrirtækja sem ekki hafa hafið útrás. Þór segir niðurstöðurnar gefa til kynna að útrás fyrirtækja skapi aukna breidd í ís- lensku atvinnulífi en leggi um leið þá ábyrgð á stjórnvöld að búa svo um hnúta að fyrirtækin sjái sér hag í að vera íslensk. Stjórnendur út- rásarfyrirtækja frekar mennt- aðir erlendis  Athafnafólk/C13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.