Morgunblaðið - 20.02.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.02.2003, Qupperneq 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ C VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F SKEL VERSLUN OPIN KERFI Dræmri skelvertíð er lok- ið en alls var landað 3.566 tonnum sem er 29% minni afli en í fyrra. Umsvif BYKO hafa auk- ist verulega og hefur velta félagsins tvöfald- ast á síðustu 5 árum. Nýr forstjóri Opinna kerfa, Chris Jansen, var áður forstjóri HP í Danmörku. STOFNVÍSITALA/11 BYKO/8 OPIN/16 ÍSLENSKA ríkið kynnti í gær útboð á hlut sínum í Landsbanka Íslands í gær, allt að 2,5% hlutafjár að nafnvirði um 170 millj- óna króna. Sölu- tímabil í útboðinu er ein vika og hefst það 25. febrúar og lýkur í síðasta lagi kl. 16 hinn 3. mars. Seljist allt hlutafé fyrir þann tíma verður sölunni þó hætt fyrr, segir í til- kynningu frá Landsbankanum og framkvæmda- nefnd um einka- væðingu. Útboðsgengi verður ákveðið með hliðsjón af markaðsaðstæð- um síðustu vik- urnar fyrir út- boðið og verður það birt eftir lokun viðskipta í Kauphöll Íslands hinn 24. febr- úar nk. Allt hlutaféð í útboðinu verður selt í gegnum viðskiptakerfi Kauphallar Íslands og er athygli fjárfesta vakin á því að óskir um hlutafjárkaup verða afgreiddar jafnóð- um og í þeirri röð sem þær berast. Fjár- festum sem vilja taka þátt í útboðinu er bent á að til þess þurfa þeir að stofna vörslureikning fyrir rafrænt skráð verð- bréf, t.d. hjá Landsbanka Íslands. Um er að ræða svokallaðan VS-reikning en hann er hægt að stofna samhliða því að leggja fram ósk um viðskipti með hlutinn sem nú er ver- ið að selja. Þeir sem þegar eiga VS-reikning geta tekið þátt í útboðinu í gegnum síma en aðrir þurfa að koma á afgreiðslustað Landsbankans til að ganga frá viðskiptum, segir í tilkynningu. H L U T A B R É F Útboð á 2,5% hluta- fjár í Lands- bankanum Útboðsgengið kynnt 24. febrúar SAMTÖK banka og verðbréfa- fyrirtækja, SBV, telja tímabært að færa húsnæðislánamarkað á Íslandi í sambærilegt horf og al- mennt gerist í nágrannalöndun- um. Með því móti yrðu íslensk fjármálafyrirtæki samkeppnis- hæfari og gætu bætt arðsemi og lækkað kostnaðarhlutföll enn frekar. Þetta eru þær megin- áherslur sem fram koma í nýrri skýrslu SBV um markaðs- væðingu húsnæðisfjármögnunar á Íslandi, sem kynnt var á fundi samtakanna í gær. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, gerði á fundinum grein fyr- ir helstu niðurstöðum skýrslunn- ar. Öll viðskipti á einum stað Húsnæðislán hér á landi skiptast nú í almenn lán og lán til fé- lagslegs húsnæðis. Í skýrslunni segir að SBV telji eðlilegt að til að byrja með verði almenni hlutinn færður frá ríki til fyrirtækja á frjálsum markaði eins og tíðkist í flestum vestrænum ríkjum. Þá segir að ef fjármálafyrirtæki taki yfir almenna húsnæðislánamark- aðinn myndu viðskiptamenn eiga kost á að hafa öll sín viðskipti á einum stað. Þar sem fyrirtækin hafi heildarsýn yfir skuldbinding- ar viðskiptamanna sinna séu þau í enn betri aðstöðu til að fylgjast með og veita ráðgjöf um fjármál hvers og eins, ef húsnæðislán væru einnig á þeirra hendi. Það ætti að mati skýrsluhöfunda síð- an að leiða til minni vanskila og lægri afskrifta húsnæðislána. Þá segir að gera megi ráð fyrir að aðkoma fjármálafyrirtækja leiði til aukinnar vöruþróunar, svo sem möguleika lántakenda á að velja á milli skammtíma- og lang- tímavaxta eða breytilegra og fastra vaxta. Þrjár leiðir nefndar Nefndar eru þrjár leiðir í skýrsl- unni til breytinga á núverandi fyrirkomulagi húsnæðislána, svo- nefnd markaðsleið, yfirtökuleið og verðbréfunarleið. Markaðs- leiðin miðar að því að ríkið þrepi sig út af almenna húsnæðislána- markaðnum í áföngum. Vaxta- kjör á húsnæðislánum myndu þá að mati skýrsluhöfunda hækka um 0,9–1,3%, þar sem ríkis- ábyrgð á lánunum myndi þá verða aflögð, sem hægt væri að mæta með hækkun vaxtabóta. Yfirtökuleiðin gengur út á að markaðurinn yfirtaki lánveiting- ar Íbúðalánasjóðs en ríkisábyrgð- inni yrði viðhaldið. Vaxtakjör yrðu þá óbreytt. Þriðja leiðin sem nefnd er, verðbréfunarleiðin, gengur út á að hlutverki Íbúðalánasjóðs verði breytt þannig að hann hefði það hlutverk að annast endurfjár- mögnun húsnæðislána en lánveit- ingarnar færðust hins vegar til markaðarins. Vaxtakjör myndu þá ekki breytast. Í skýrslunni segir að fyrri tvær leiðirnar, þ.e. markaðsleiðin og yfirtökuleiðin, kalli ekki á fjölgun starfa í fjármálafyrirtækjum en umfangið ykist hins veger ef verðbréfunarleiðin yrði farin. Þróun ekki fylgt eftir hér Fram kemur í skýrslunni að fyr- irkomulag húsnæðislána í Evr- ópu hafi tekið miklum breyting- um á síðastliðnum tveimur áratugum. Með opnun fjármála- markaða heimsins og aukinni samkeppni milli landa hafi fjár- málafyrirtæki víðast hvar yfir- tekið þennan þátt lánamarkaðar- ins að mestu leyti. Íslandi hafi þó ekki fylgt eftir þeirri þróun. Þeg- ar húsbréfakerfinu hafi verið komið á fót á árinu 1989 hafi hins vegar komið fram í lagafrum- varpi þar um, að kerfið væri skref í þá átt að ríkið hyrfi af vettvangi húsnæðislána. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans og formaður SBV, var fundarstjóri á fundi samtakanna í gær. Hann sagði m.a. að ræða þyrfti um betri verkaskiptingu milli fjármála- stofnana og ríkisins varðandi hús- næðisfjármögnun á Íslandi. Skýrslan væri innlegg þar í. Húsnæðislán myndu auka arðsemi banka Samtök banka og verðbréfafyrirtækja telja að með því að færa almenn húsnæðislán til lánafyrirtækja á frjálsum markaði geti þau sinnt viðskiptavinum sínum enn betur en nú Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í skýrslu SBV um húsnæðisfjármögnun segir að fyrirkomulag húsnæðislána hér á landi hafi ekki fylgt eftir þróun víðast hvar annars staðar í Evrópu.  Miðopna: BYKO breiðist út

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.