Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 C 5 NFÓLK  Þ ú ert aftur kominn með fyr- irtækið Hagvang. Hvað kemur til? „Ég fór aldrei neitt, tók bara smá hring í sama starfinu, en fyrirtækið skipti nokkrum sinnum um nafn á leiðinni. Ég hóf störf hjá Hagvangi 1981. Árið 1986 keypti ég fyrirtækið ásamt þrem öðrum þáverandi starfs- mönnum. Á árinu 1998 sameinaðist fyrirtækið Endurskoðunarmiðstöð- inni Coopers & Lybrand. Ástæða þess var að Coopers & Lybrand og Pricewaterhouse sameinuðust á heimsvísu og til varð stærsta endur- skoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki í heiminum, PricewaterhoseCoopers. Hagvangur var á þessum tíma í nánu samstarfi við Pricewaterhouse og var þetta því eðlilegt skref í ljósi þess sem var að gerast á þessum tíma. Síðan hafa hlutirnir gerst hratt og flestir þekkja hvað hefur gerst í Bandaríkjunum varðandi ný sam- keppnislög, en PwC er skráð í Banda- ríkjunum og samkvæmt þeim var óheimilt að reka fyrirtæki sem bæði var í endurskoðun og ráðgjöf. PwC seldi síðan ráðgjafarhlutann til IBM og tókum við formlega til starfa undir því heiti 1. október 2002, en ráðning- arhlutinn undir nafninu Hagvangur. Það var síðan um síðastliðin ára- mót að ég ásamt Katrínu S. Óladótt- ur, samstarfsmanni mínum frá árinu 1983, keyptum Hagvang aftur, en við keyptum fyrirtækið saman árið 1986. Starfsmenn Hagvangs í dag eru 6, Katrín er nú framkvæmdastjóri og ég stjórnarformaður ásamt því að starfa við ráðningar og starfsmannaráðgjöf. Það má því segja að ég sé kominn „heim“ í gamla Hagvang.“ Hefur mikið breyst á þeim starfsvett- vangi sem Hagvangur starfar á á þeim rúmu þremur áratugum sem liðnir eru frá stofnun fyrirtækisins? „Já, það hafa orðið mjög miklar breytingar á starfsemi og starfs- háttum fyrirtækisins á þessum tíma. Fyrirtækið hefur vaxið úr því að vera lítið ráðgjafarfyrirtæki með ungum og framsýnum nýútskrifuðum há- skólamönnum á borð við Sigurð R. Helgason í Björgun, nafna hans hjá Icelandair og Ásmund Stefánsson hjá Þróunarfélagi Íslands, svo einhverjir séu nefndir, í það að vera hluti af stóru alþjóðlegu ráðgjafarfyrirtæki. Vinnubrögðin hafa eðlilega þróast og þekking og menntun þeirra sem starfa við ráðgjöf vaxið. Einnig skipt- ir það mjög miklu fyrir íslenskt at- vinnulíf að þjónustan sem veitt er á þessu sviði er ekki aðeins byggð á ís- lensku hugviti, við sækjum einnig okkar þekkingu og reynslu í gagna- banka þeirra erlendu fyrirtækja og starfsmanna þeirra sem við erum hluti af eða í nánu samstarfi við. Hagvangur starfar áfram í nánu samstarfi við IBM Business Consult- ing Services á Íslandi og Pricewater- houseCoopers ehf.“ Hvað með áhugamálin? „Ef þú spyrðir konuna mína mundi hún eflaust svara því til að ég væri alltof mikið í félagsmálum og hefði of lítinn tíma til að sinna áhugamálunum og fjölskyldunni. Ég hef tekið virkan þátt í baráttumálum fatlaðra og verið formaður stjórnar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra síðan 1988 og sem slíkur setið í aðalstjórn Öryrkja- bandalags Íslands og setið sem fulltrúi þess í stjórn Lottósins und- anfarin 12 ár. Einnig er ég virkur fé- lagi í Oddfellowreglunni og síðast en ekki síst er ég stjórnarformaður Hagvangs. Áhugamálin eru aðallega ferðalög, lax- og silungsveiði, sem ég því miður sinni alltof lítið, og notalegar stundir með góðum vinum. Við eigum okkar fellihýsi og erum dugleg að ferðast um landið. Við höfum töluvert ferðast um Bandaríkin, þá gjarnan með við- komu í Washington DC þar sem faðir Hjördísar býr. Við hjónin höfum einnig farið víða, m.a. til Ástralíu og Balí. Í sumar er ferðinni m.a. heitið til Makedóníu, Albaníu og Grikklands en vinahjón okkar búa í Makedóníu og ætlum við að ferðast saman undir góðri leiðsögn þeirra.“ Kominn „heim“ í gamla Hagvang Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þórir Þorvarðarson keypti ráðgjafarfyrirtækið Hagvang út úr fyrirtækinu IBM Consulting Services um síðastliðin áramót ásamt Katrínu S. Óladótt- ur. Þórir fæddist á Hellissandi 1950, lauk samvinnuskólaprófi frá Bifröst 1971 og eins árs námi við Den Danske Andelskole í stjórnun og versl- unargreinum 1975. Hann var verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga 1971–1978, kenndi við Samvinnuskólann á Bifröst 1978–1981 og hóf störf hjá Hagvangi 1981. Þórir er kvæntur Hjördísi Harðardóttur, skóla- liða í Árbæjarskóla, og eignuðust þau þrjú börn, Erlu 24 ára og Hörð 15 ára. Auður, tvíburasystir Erlu, lést á fyrsta aldursári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.