Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 C 11 NÚR VERINU  Frá hugmynd að fullunnu verki Fiskimjölsverksmiðjur H ön nu n: G ís li B . Í Ármúla – TIL LEIGU Til leigu húsnæði við Ármúla 31, allt að 4.000 fm. Hentar fyrir ýmiskonar starfsemi s.s. framleiðslu, verslun, þjónustu og/eða lager. Allur aðbúnaður og aðkoma er til fyrirmyndar. Mjög góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði. Húsnæðið er laust nú þegar. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignafélag. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 822 8242 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. SKELVERTÍÐ lauk í Stykkis- hólmi 13. febrúar sl. Alls var landað 3.566 tonnum sem er 29% minni afli en í fyrra og er aflaminnkun enn meiri ef litið er þrjú ár aftur í tím- ann. Sex bátar stunduðu skelveiðar í vetur og var aflinn unninn hjá tveim- ur skelvinnslum sem starfræktar eru í Stykkishólmi, Sigurði Ágústs- syni ehf. og Þórsnesi ehf. Eins og fram hefur komið eru blik- ur á lofti varðandi ástand hörpudisks í Breiðafirði. Stofninn hefur hrunið á síðustu tveimur árum og hafa heima- menn miklar áhyggjur af ástandinu því hörpudiskurinn hefur verið Hólmurum nokkurs konar gullkista og ein sterkasta undirstaða atvinnu- lífsins. Stjórnmálaflokkurinn Vinstri- grænir hélt fyrir skömmu fund í Stykkishólmi þar sem rædd var staða skelveiðanna í Breiðafirði. Á fundinn mættu Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, Jón Sólmundsson, fiski- fræðingur frá útibúi Hafrannsókna- stofnunar í Ólafsvík og Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúru- stofu Vesturlands í Stykkishólmi. Í erindum þeirra kom fram að stofn- vísitala hörpudisks hefur minnað um 65% frá árinu 2000 miðað við með- alvísitölu áranna 1996–2000. Fall á sóknareiningu er 45% miðað við sama tíma. Á þessu sést að um alvar- legt ástand er að ræða. Hjá fiski- fræðingunum kom fram að engin ákveðin skýring liggur fyrir hvers vegna skelstofninn hefur hrunið svo hratt. Aftur á móti nefndu þeir ýms- ar tilgátur sem gætu haft þessi áhrif en til að slá einhverju föstu vantar miklu meiri rannsóknir. Nefnt hefur verið að aukið hitastig sjávar hafi slæm áhrif á skelina, en mælingar á botnhita eru nýhafnar svo að ekki er til samanburður. Rannsóknir fara fram á Keldum hvort fisksjúkdómar geti verið að hrjá skelina og eins fara fram rannsóknir hvernig skelin bregst við misjöfnu hitastigi. Heilsu- far skelstofnsins hefur versnað mik- ið síðustu tvö ár. Skelvöðvinn, eða bitinn, er mun rýrari nú en áður. Hlutfall nýdauðra skelja er hátt og er hlutfallið hærra eftir því sem skel- in er stærri og eldri. Lítið veitt á næstu vertíð Hrafnkell gaf það fyllilega í skyn að ekki yrði mikið veitt á næstu vertíð, ef þá nokkuð. Það kæmi í ljós eftir könnunarleiðangur Hafrannsókna- stofnunar í vor og svo aftur í haust. Ljósi punkturinn er sá að mikið er um smáskel á miðunum og er vöxtur þeirra óvenju hraður og mikil þyngdaraukning. Það væru því ekki mörg ár þangað til þeirra færi að gæta í veiði, ef náttúran verði þeim hliðholl. Þangað til þarf að þreyja þorrann. Það kom skýrt fram á fundinum að það er krafa heimamanna að stór- auka rannsóknir á ástandi hörpu- disksins og lífríki hans í Breiðafirði í þeim tilgangi að finna orsakir hruns stofnsins og ekki síður til að byggja hann upp að nýju. Þá verður að rann- saka áhrif veiðafæra, en þær rann- sóknir hafa setið á hakanum þrátt fyrir beiðni heimamanna. Róbert Arnar Stefánsson lagði til að ríkis- sjóður legði fram stöðugildi og rekst- ur sjávarlíffræðings sem rannsakaði eingöngu hörpuskel og tegundir sem hafa áhrif á hana og stuðlaði þannig að upplýstari og betri veiðistjórnun. Stofnvísitala minnkað um 65% á tveimur árum Hrafnkell Eiríksson fiskifræðingur, Jón Sólmundsson fiskifræðingur og Róbert Arnar Stefánsson líffræðingur gerðu grein fyrir ástandi hörpudisksstofnsins í Breiðafirði og kynntu niðurstöður rannsókna sinna, sem eru langt frá því að vera nægilegar til að skýra hrun stofnsins. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Hörpudiskurinn er undirstaða allrar vinnslu sjávarfangs í Stykkishólmi. Margt bendir til þess að veiðar verði stöðvaðar. Erfiðustu skelvertíð í Stykkishólmi er lokið. Á myndinni eru skipverjarnir á Þórsnesi SH 109, Alex Páll Ólafsson, Eiríkur Helgason og Jónas Sigurðsson, að taka í land skelveiðiúthaldið að lokinni síðustu veiðiferð. Dræmri skelvertíð lokið í Breiðafirði og óvíst með veiðar á næstu vertíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.