Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 16
Fyrirtækjalausnir f j a r v i n n a s k i l a r á r a n g r i N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 0 8 7 1 4 siminn.is Nánari uppl‡singarí síma 800 4000     >/=6=B >/$$/CDB $/=EAFG6>/G$FHF),$FE !/G(,>/G$F D,,=B  /     /   ; / ;  /    /    /    /    /  ; / ;   /  , ! , - (  -    :&   5+!1 52!0 62!1 2!2 2!2 52!7 5/!/ 5/!4 >IG/J/B>/G$F E/B)/KL 54!2 82!0 #,!/G(,>/G$F ,/)HBMF CHRIS Jansen hefur verið ráð- inn forstjóri Opinna kerfa Group hf. (OKG) með sérstaka áherslu á rekstur erlendis, en hann mun taka til starfa 1. mars nk. Jansen er 42 ára Hollendingur og býr yfir 18 ára reynslu í upplýs- ingatækniiðnaðinum og stjórnun almennt og hefur próf í stjórnun og viðskiptafræði frá Hollandi og Bandaríkjunum. Nýtt skipulag OKG gerir ráð fyrir að undir merki OKG verði fimm einingar, OKS/Datapoint Svenska, Enterprise Solutions, Op- in kerfi, Tölvudreifing og OK-In- vestments, en þar undir eru ýmis tæknifyrirtæki sem Opin kerfi eiga hluti í, s.s. Skýrr, Median og Teymi. Gylfi Árnason framkvæmdastjóri Opinna kerfa er áfram fram- kvæmdastjóri reksturs Opinna kerfa á Íslandi (Opin kerfi ehf.) en dregur úr störfum sínum fyrir Datapoint í Svíþjóð. Forstjóri OKG mun taka við þeim, auk ábyrgðar á Enterprise Solutions í Danmörku og öðrum umsvifum OKG erlendis. Kynntist OKG 2001 Chris Jansen segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi fyrst kynnst Opnum kerfum í nóvember árið 2001 þegar hann var forstjóri HP í Danmörku. „Eftir að við Gylfi og Frosti (Frosti Bergsson stjórn- arformaður OKG) hittumst fyrst höfðum við Frosti aftur samband nokkrum mánuðum síðar og rædd- um um framtíð Opinna kerfa sem leiddi til þess að ég tók að mér verkefni fyrir fyrirtækið og bjó til uppkast að framtíðarsýn fyrir það. Þegar við kynntum það fyrir stjórninni, kom upp sú spurning hvernig við færum að því að hrinda framtíðarsýninni í framkvæmd. Í framhaldi af því var farið að ræða við mig um að koma til starfa hjá fyrirtækinu,“ sagði Jansen. Hann segir ákvörðunina að ganga til liðs við OKG ekki hafa verið erfiða. Þó hafi hann þurft að huga að ýmsu, enda er hann bú- settur í Hollandi og tiltölulega stutt er síðan fjölskyldan flutti þangað frá Noregi, en Chris er kvæntur og á tvær dætur, sjö og tíu ára gamlar. „Þetta þýðir að ég er lítið heima. Fjölskyldan er þó vön þessu þar sem ég hef starfað á alþjóðavettvangi í sjö ár og verið á miklum ferðalögum. Ég geri ráð fyrir að heimsækja Ísland í nokkra daga, t.d. aðra hverja viku, en eyða í heild 4 dögum í viku að heiman.“ Jansen segist fyrst um sinn munu einbeita sér að útvíkkun fyr- irtækisins á alþjóðamarkaði, að framtíðarsýn fyrirtækisins og sam- legðaráhrifum milli mismunandi eininga þess. Hann segir að núver- andi hlutfall erlendra umsvifa og innlendra sé nokkurn veginn jafnt hvað varði tekjur, en jafnvægið þar á breytist hratt með stækkunar- áform fyrirtækisins í huga. Jansen segir að stefnt sé bæði að ytri og innri vexti. „Við höfum í hyggju að kaupa upp erlend fyr- irtæki í sama geira og erum með nokkur slík í sigtinu sem við höfum þegar rætt við, þó ekkert sé fast í hendi ennþá.“ Tæknifyrirtæki, internet-fyrir- tæki og fjarskiptafyrirtæki hafa mátt þola ýmislegt á síðustu 2–3 árum síðan þessi fyrirtæki hrundu mikið í verði fyrir þremur árum. Jansen segir að markaðurinn al- mennt sé enn í hægagangi og hann geri ráð fyrir að árið í ár verði svipað síðasta ári. Starfsemi OKG snýst um að selja og þjónusta vörur frá Hewlett Packard. Jansen segir að framlegð á tölvuvörum fari stöðugt minnk- andi og því verði aukin áhersla lögð á þjónustuþáttinn í framtíð- inni en framlegð af þeim hluta rekstrarins er mun meiri að hans sögn. Heimamarkaður OKG er Ísland og Norðurlöndin. Jansen segir að ef að vel gangi að fóta sig á Norð- urlöndunum muni fyrirtækið hugsa lengra og jafnvel færa sig til Norð- ur-Evrópu og þá komi sú stað- reynd að hann sé frá Hollandi sér afar vel. Um það segir hann þó of snemmt að hugsa, fyrst er að sjá hvernig gangi næstu 3–5 árin á heimamarkaði. Opin kerfi vilja kaupa fleiri fyrirtæki erlendis Nýr forstjóri Opinna kerfa var áður for- stjóri HP í Danmörku Morgunblaðið/Árni Sæberg Chris Jansen mun leiða útvíkkun OKG á erlendum markaði. Á RÁÐSTEFNU sem verkfræði- fyrirtækið AGR stóð fyrir nýlega um lausnir til að minnka bundið fé í birgðum kom meðal annars fram að meðalbirgðastaða 15 innflutnings- og framleiðslufyrirtækja í Kauphöll Íslands sé um einn milljarður króna og kostnaður hvers fyrirtækis af birgðahaldinu nemi um 200–350 milljónum króna. „Birgðahalds- kostnaður er 20–35% af kostnaðar- verði birgða og samanstendur m.a. af fjármagnskostnaði, geymslu- kostnaði, pöntunarkostnaði, trygg- ingakostnaði, rýrnun o.fl. Áðurnefnd fyrirtæki eru því hvert um sig að bera um 200–350 milljónir króna á ári í birgðahaldskostnað. Algengt er að örfáir innkaupa- menn sjái um að stýra birgðum á mörg þúsund vörunúmerum án þess að hafa haldgóð hjálpartæki í hönd- unum og mikið ráðrúm er því til að gera betur,“ sagði Hálfdan Gunnars- son, framkvæmdastjóri AGR, í er- indi sínu á ráðstefnunni. AGR sérhæfir sig í lausnum til hagræðingar í rekstri, þ.á m. lausn- um í aðfanga og birgðastýringu en meðal fyrirtækja sem nota þær lausnir eru Aðföng, Húsasmiðjan, Esso, Olís, Fríhöfnin og ÁTVR. Að sögn markaðsstjóra fyrirtæk- isins Hauks Þórs Hannessonar var mæting á ráðstefnuna mjög góð en yfir 130 manns frá rúmlega 50 fyr- irtækjum voru viðstaddir. Haukur sagði að mætingin sýni þá miklu þörf og áhuga sem markaðurinn hefur á aðfanga og birgðastýringalausnum eins og þeim sem AGR býður upp á. 200–350 milljóna birgða- kostnaður RÚMLEGA 7% aukning varð í dagvöruveltu í janúar á föstu verðlagi samanborið við janúar á fyrra ári samkvæmt smásölu- vísitölu Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin segja að veltuaukning hafi einnig orðið á áfengissölu eða um 9,2% ef borin eru saman sömu tímabil. Mjög lítil breyting hafi orðið í veltu lyfjaverslana á síðustu fimm mánuðum. Smásöluvísitala SVÞ hefur nú verið mæld mánaðarlega í lið- lega eitt ár, eða frá nóvember 2001 í dagvörum og áfengi, en lyfjaverslunin kom inn í septem- ber á síðastliðnu ári. Á þessum tíma hafa aðferðir við mæling- arnar verið endurbættar til að koma til móts við þarfir þeirra sem nota niðurstöður mæling- anna við stjórnun verslana, skoðun á hegðun neytenda o.fl. Smásöluvísitala SVÞ er mæld á grundvelli upplýsinga frá flest- um dagvöruverslunum landsins, ÁTVR og lyfjaverslunum og síð- an leiðrétt með neysluverðsvísi- tölu viðkomandi vöruflokka sem Hagstofa Íslands birtir reglu- lega. Það er IMG sem vinnur þessar upplýsingar úr gögnum frá dagvöruverslunum, lyfja- verslunum og ÁTVR. Á föstu verðlagi hefur smá- söluvísitala dagvöru hækkað um 6,9 prósentustig (eða 7,4%) frá janúar 2002 til janúar 2003. Neysluverðsvísitala dagvöru lækkaði um tæp 4,5% á þessu tímabili. Sala dagvöru jókst í janúar sam- anborið við sama tímabil í fyrra. Hið sama er uppi á teningnum varðandi áfengissölu. 7% veltu- aukning í verslun ÞORMÓÐUR rammi-Sæberg hf. var rekinn með 1.067 milljóna króna hagnaði á árinu 2002 eftir skatta. Ár- ið áður var tap félagsins 33 milljónir. Rekstrartekjur félagsins námu 5.236 milljónum og drógust saman um tæp 2% frá fyrra ári. Rekstrargjöld voru 3.917 milljónir og eru nánast óbreytt milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 1.318 milljónum króna og lækkaði milli ára um tæp- lega 7%. Afskriftir námu 570 millj- ónum en voru 536 milljónir króna á árinu 2001. Í tilkynningu frá félaginu segir að vegna styrkingar íslensku krónunn- ar séu fjármagnsliðir jákvæðir sem nemur 603 milljónum króna en voru á árinu 2001 neikvæðir um 858 millj- ónir króna. Heildaráhrif hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 52 milljónir króna á árinu 2002. Hlutdeildarfélög fé- lagsins eru: Primex ehf., Scandsea AB. og Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna hf. Hagnaður fyrir skatta er 1.300 milljónir króna. Veltufé frá rekstri nam 986 millj- ónum króna eða 18,8% af veltu, en var 1.101 milljón árið áður. Eigið fé félagsins var í árslok 2002 2.860 milljónir króna samanborið við 2.113 milljónir árið áður. Eiginfjár- hlutfall er 29,6% Eignir félagsins voru í árslok 9.669 og skuldir og skuldbindingar námu 6.809 milljónum króna. Búist er við erfiðu ári Í tilkynningu félagsins segir að árið 2002 hafi að mörgu leyti verið hag- stætt fyrir Þormóð ramma-Sæberg hf. Framlegð á síðasta fjórðungi árs- ins hafi þó lækkað umtalsvert, eink- um í landvinnslu. Veiðar og vinnsla rækju hafi áfram verið mjög erfið og sé afkoma af þeirri grein óviðunandi. Afkoma af humarveiðum og vinnslu hafi verið þokkaleg. Bolfiskfrystitog- arar félagsins hafi aflað vel og rekst- ur þeirra verið með ágætum. Segir í tilkynningunni að það sé mat stjórnenda Þormóðs ramma- Sæbergs hf. að miðað við núverandi gengi gjaldmiðla megi búast við því að reksturinn á árinu 2003 verði erf- iðari en á liðnu ári. Aðalfundur Þormóðs ramma-Sæ- bergs verður haldinn 28. febrúar næstkomandi á Siglufirði. Stjórn fé- lagsins leggur til að hluthöfum verði greiddur 50% arður vegna nýliðins árs. Mikil umskipti hjá Þormóði ramma                                         !"   #"$ %$ #!   &    '       %($ &(%$ )    '    )     *   (% & +%, $+( &%&   &$   #% (#( ##  $  "%&" &!!  !!$! &!+", $+"! &%$  !   "#$%$&!   !!&  '         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.