Morgunblaðið - 20.02.2003, Page 1

Morgunblaðið - 20.02.2003, Page 1
Fjarskipti 3GSM World fjarskiptasýningin stendur þessa dagana yfir í Cannes í Suður Frakklandi. Gísli Þorsteinsson kynnti sér hvaða nýjungar eru væntanlegar á fjarskiptamarkaðnum á næstunni. LÍKLEGT er talið að fjarskiptafyrirtækið Hutchison, sem er í eigu Hutchison Whamopa í Hong Kong, verða fyrst til þess að hefja rekstur á þriðju kynslóðar farsímaþjónustu í Evrópu, en fyrirtækið er rekið í Bretlandi. Búist er við því að það muni hefja sölu á NEC-farsímum fyrir 3. kynslóðartækni í næsta mánuði, bæði í Bret- landi og Ítalíu. Ekki er talið að stærri fjarskipta- fyrirtæki í Evrópu muni feta í fótspor Hutchison á komandi mánuðum. Það mun því sitja eitt að markaðinum um sinn, að sögn sérblaðs Financi- al Times, sem gefið var út í tengslum við 3GSM World í Cannes. Fá send myndbrot úr íþróttaleikjum Þá er fyrirtækið sagt það eina sem muni gera notendum mögulegt að hlaða niður myndbands- efni um farsíma. Til dæmis eiga notendur að geta sótt sér brot úr knattspyrnuleikjum. Þá ætlar fyrirtækið einnig að bjóða upp á tölvupóst og sendingar á myndum með MMS. Vodafone, sem sýnir starfsemi sína á 3GSM World, ætlar að hefja rekstur á þriðju kynslóðar farsímakerfi síðar á þessu ári. Ekki er talið að Orange, sem einnig er til staðar á sýningunni, muni hefja slíkan rekstur fyrr en á næsta ári, ef marka má ummæli forsvarsmanna þess, en far- símafyrirtæki hafa sýnt 3. kynslóðinni mismik- inn áhuga á allra síðustu árum. Hins vegar hefur sala á myndasímum farið vel af stað og er það talið gefa vonir um að notendur muni fjárfesta í þriðju kynslóðar farsímum þegar þeir streyma á markaðinn, að því er fram kom á sýningunni. Talið er að þriðju kynslóðar farsímaþjónusta japanska fjarskiptafyrirtækisins NTT Do- CoMo, sem er eitt öflugasta fjarskiptafyrirtæki landsins, muni ná til 90% þjóðarinnar undir lok næsta mánaðar. Þjónustan, sem nefnist FOMA og tryggir gagnaflutningshraða sem nemur allt að 483 kb/s (hraðinn í venjulegu GSM-kerfi er 9,6 kb/s), gerir notendum meðal annars kleift að taka á móti hljóði og mynd frá öðrum notendum á rauntíma. Þá geta þeir notfært sér efnisveitur sem byggja á myndskeiðum og hljóði. Fyrirtæk- ið er eitt af fjölmörgum tækni- og fjarskiptafyr- irtækjum sem kynna starfsemi sína á 3GSM World-sýningunni. FOMA (Freedom of Mobile multimedia Ac- cess) var kynnt til sögunnar í maí 2001 og því er NTT DoCoMo fyrsta fyrirtækið til þess að hefja rekstur á þriðju kynslóðar farsímakerfi. Kerfið er viðbót við W-CDMA-staðal og gerir notend- um mögulegt að miðla gögnum og öðru efni með pakkasendingum. Hámarksflutningshraði er um 40 sinnum meiri heldur en með eldri far- símaþjónustu. Þá tryggir FOMA enn meiri hraða með sendingum á margmiðlunarefni. 34 milljónir notenda FOMA er viðbót við i-mode, farsímaþjónustu NTT DoCoMo, og gerði notendum kleift að taka við upplýsingum eða notfæra sér bankaþjónustu um vefgátt. Þá er hægt að sækja sér leiki og nota tölvupóst um i-mode. Um 34 milljónir eru áskrifendur að þjónustunni í Japan. Þá hefur fyrirtækið opnað útibú víða um heim þar sem þjónustan er í boði. Með FOMA er hins vegar hægt að taka á móti hljóði og myndskeiði (streymandi mynd) frá öðrum notendum á rauntíma. Einnig er hægt að flytja gögn á sama tíma og notandi talar í síma eða sækja efni frá þjónustuveitu sem hefur upp á að bjóða hljóð og mynd. Má þar nefna fréttir eða myndskeið frá íþróttaleikjum. Enn fremur er hægt að notfæra sér þjónustuna fyrir gagna- flutning og komast inn á staðarnet fyrirtækja. Þrátt fyrir mikla möguleika til notkunar á far- símum frá NNT DoCoMo hafa notendur tekið seint við sér og meðal annars hefur fyrirtækið þurft að horfa á eftir markaðshlutdeild til ann- arra fjarskiptafyrirtækja. Þriðja kynslóðin ber að dyrum AP Sýningargestur virðir úrval fjarskiptabúnaðar fyrir sér á 3GSM World fjarskiptasýningunni í Cannes í Suður-Frakklandi. Búist er við því að þriðja kyn- slóð farsímakerfa verði víða tekin í gagnið á þessu ári. Jap- an og Suður-Kórea nýta sér tæknina nú þegar. Bretar ætla að gera slíkt hið sama á kom- andi vikum og í Evrópu er gert ráð fyrir að tæknin komist þar í gagnið síðar á árinu. Skeifan 4 • Sími 585 0000 • www.aukaraf.is • Opið frá kl. 9-18 • Laugardag frá kl. 10-16 Sendum í póstkröfu F rá b æ r ti lb o ð : • Magellan GPS-tæki • GPS-aukahlutir s.s. plastpokar, tengi, loftnet o.fl. • Talstöðvar, bíla-, báta- og handtalstöðvar • Aukahlutir fyrir talstöðvar • Fjarstýrðar samlæsingar • Þjófavarnarkerfi • Hljómflutningstæki fyrir bíla, magnarar á frábæru verði, mikið úrval hátalara • GSM-handfrjáls búnaður • Radarvarar • Hleðslutæki 15-50% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.