Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFJARSKIPTI  Hljóð og mynd SONYERICSSON reið á vaðið í Cannes með 3. kynslóðar farsímanum Z1010, sem er sagður væntanlegur síðar árinu. Um er að ræða tveggja banda UMTS/GSM-GPRS-síma, sem býr yfir möguleika til myndsendinga. Þá hefur síminn yfir að ráða innbyggðri myndavél svo dæmi séu tekin. Notandi getur því fangað hreyfimyndir með lita- skjá og myndavél, að sögn SonyEricsson. Einnig er Z1010 með minniskort, sem gerir notanda mögu- legt að flytja á milli mynd- og tónlistarskrár. Enn- fremur mun notandi eiga þess kost að sinna öðr- um möguleikum símans á sama tíma og hann tekur við eða sendir gögn. 6650 frá Nokia, sem er sagður fyrsti þriðju kynslóðarfarsíminn frá fyrirtækinu, er væntanlegur í sumar. Hann mun einnig búa yfir myndavél og getur sent hljóð- og myndskrár og stutt mynd- bönd. Hægt verður að nota símann bæði í núverandi farsímakerfi og 3. kynslóðarkerfi. Báðir símarnir eru jafnframt með annan hefðbundinn staðalbúnað. Nokia segist þegar hafa dreift um 10 þúsund símum til síma- félaga á borð við Orange, Vodafone, T- Mobile og Sonera til prófunar og einnig til fyrirtækja sem framleiða farsímakerfi, svo sem Ericsson, Nortel og Siemens. Ekki er búist við að fleiri stærri fram- leiðendur muni kynna þriðju kynslóðar síma á 3GSM World í Cannes heldur bíði þar til CeBIT-sýningin hefst í Hannover í mars. ÍSLENSKA fyrirtækið Trackwell hefur kynnt til sögunnar staðsetn- ingartæki sem gerir eigendum mögulegt að fylgjast með gæludýr- um sínum, svo sem hundum, með því að koma fyrir litlum búnaði á hálsól dýranna. Sigurður Þórarinsson, þró- unarstjóri hjá Trackwell, segir að fyrirtækið hafi orðið vart við mikinn áhuga fyrir vörunni í Bretlandi og Svíþjóð, en þar hefur Trackwell kynnt þessa tækni. Tæknin nefnist PetTracker og byggir á búnaði sem notar GPS- staðsetningarlausn eða GSM-tækni til þess að staðsetja búnaðinn, hvort sem merki séu tekin frá einni sellu eða nokkrum sellum í einu. Með þeim hætti er hægt að reikna stað- setninguna út frá styrk merkja sem koma frá búnaðinum. Með síðari að- ferðinni er mögulegt að fá nákvæm- ari staðsetningu, niður í 50 metra, að sögn Sigurðar, sem staddur er á 3GSM World-sýningunni í Cannes í Frakklandi. „Nú eru að verða til nógu lítil og ódýr tæki sem hægt er að nýta sér. Tækið er í raun GPS- og/eða GSM-búnaður, sem gerir staðsetningarháða þjónustu að veru- leika.“ Sigurður segir að það virðist vera mikil eftirspurn eftir slíkri vöru því eigendur eigi það til að eyða miklum fjármunum í gæludýrin. „Við höfum kynnt vöruna í Bretlandi, Þýska- landi, Bandaríkjunum og Svíþjóð og fengið góðan hljómgrunn. Það er mikil umræða um lausnir sem þess- ar og símfélög eða framleiðendur gæludýrafóðurs hafa einnig sýnt áhuga.“ Sigurður segir að nú þegar hafi fyrirtækið leitað hófanna hjá framleiðendum gæludýrafóðurs og dýravinafélögum í Bretlandi, en hann segir fullsnemmt að segja til um nöfn á slíkum fyrirtækum eða umfangi mögulegra samninga þar sem enginn slíkur sé enn í höfn. „Við gerum okkur engu að síður vonir um að lausnin hljóti brautargengi enda virðist áhugi til staðar.“ Samningur við Radiolinja í Finnlandi Trackwell, sem var stofnað undir nafninu Stefja árið 1996, hefur eink- un lagt áherslu á staðsetningarháð- ar lausnir. Má þar nefna MyBuddy- Tracker, sem gerir notendum mögulegt að staðsetja vini sína, með því að nota farsíma eða Vefinn, eða MyChildTracker, sem gerir foreldr- um kleift að fylgjast með börnum sínum, hvort sem það er staðsetn- ingarháð lausn í farsíma, leikjatölvu, úri eða öðrum tækjum fyrir SMS eða GPS. Þá hefur fyrirtækið gert samning við fjarskiptafyrirtækið Radiolinja í Finnlandi á staðsetning- arháðum lausnum þar í landi. Sigurður segir að fleiri staðsetn- ingarháðar lausnir frá Trackwell séu til reiðu, meðal annars Senior- Tracking, en sú tækni er ætluð til þess að fylgjast með eldra fólki um farsíma. Einnig hefur fyrirtækið þróað farartækjaeftirlit, sem er undir heitinu TracScape. Til viðbót- ar hefur fyrirtækið þróað fiskveiði- kerfi, sem byggist á staðsetningar- háðri lausn, og upplýsinga- og skilaboðaþjónustu fyrir Tetra-kerf- ið. Trackwell hefur einnig unnið að þróun að hringitónum, leikjum, stefnumótaþjónustu og lausnum sem eru til staðar í Vit-upplýsinga- þjónustu Símans og byggir á SMS- tækni fyrir farsíma og Vefinn. Sig- urður segir að fyrirtækið hafi einnig teygt anga sína til Færeyja og hafi gert samning við Førøya Tele, sem byggja á VITAL-lausnum Track- well. „Forsvarsmenn fyrirtækisins eru ánægir með vöruna þar sem margar lausnir okkar eru mikið not- aðar, svo sem frítt SMS um vefinn og hringitónar. Þá nota þeir okkar tækni til þess að bjóða upp á fleiri lausnir eins og símaskrá eða upplýs- ingaþjónustu fyrir GSM-stöðu.“ Trackwell tekur þátt í 3GSM World í þriðja sinn og þar hafa My- ChildTracker og TracScape vakið mesta athygli af vörum fyrirtækis- ins. „Við höfum einnig lagt áherslu á að kynna þessar tvær vörur í Bret- landi, á Norðurlöndunum og víðar, enda erum við endursöluaðila víða um heim. Við ýttum MyChildTrack- er úr vör í fyrra og nú virðist mark- aðurinn ætla að taka við sér, enda virðist þörfin vera til staðar. Það virðist taka tíma fyrir fyrirtæki á þessu sviði að koma vöru sinni áleið- is til notenda eða viðskiptavina. Nú er vörumerkið orðið þekkt enda hef- ur það skapað sér ákveðna sérstöðu þar sem lítil samkeppni virðist í því ferileftirliti sem við leggjum áherslu á.“ Staðsetningartæki fyrir leikjatölvur Morgunblaðið/Gísli Þorsteinsson ChildTracker og TracSpace hafa vakið athygli á sýningunni. HREYFIMYNDIR, farsíma- lausnir og virðisaukandi þjónusta er meðal þess sem sjö íslensk fyrirtæki og aðilar kynna á 3GSM World-far- símasýningunni sem stendur yfir í Cannes í Frakklandi. Fjórir aðilar eru undir merkjum Útflutningsráðs, en þau eru SmartSMS, Trackwell, Zoom og Agora. Þá eru OZ, Maskína og Landmat með eigin bása. Búist er við því að um 28 þúsund gestir sæki sýninguna, sem lýkur á morgun, föstudag. SmartSMS hefur gert samning við bandaríska fjarskiptafyrirtækið EI (Eletcronic For Imaging) sem tryggir SmartSMS að farsímanot- endur í Bandaríkjunum geta notfært sér þjónustu sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. Halldór Viðar Sanne, framkvæmdastjóri SmartSMS, segir að samningurinn, sem fyrirtækið gerði við EI á 3GSM World í Cannes spari fyritækinu háar fjárhæðir varðandi tekjuskiptasamninga við símfélög í Bandaríkjunum. „Samn- ingurinn gerir okkur mögulegt að ná til allra GSM-farsímanotenda þar í landi.“ SmartSMS er fyrirtæki sem hefur boðið hringitóna, leiki og tákn fyrir farsímanotendur á Íslandi og gert samninga við fyrirtæki um virðis- aukandi SMS-þjónustu. Halldór segir að viðtökur við starfsemi SmartSMS, sem markaðs- sett verður undir nafninu SmartText í Bandaríkjunum og SmartAds í Evrópu, hafi komið sér í opna skjöldu. „Við áttum ekki von á þess- um viðtökum en fólk hefur beðið á morgnana eftir því að ræða við okk- ur. Það er ánægjulegt hve mikinn hljómgrunn vörumerkið hefur á sýn- ingunni,“ segir Halldór, sem hyggst flytja búferlum til Bandaríkjanna til þess að fylgja málum eftir þar í landi. Hann bendir jafnframt á að fjár- sterkir aðilar hafi sýnt á áhuga á að fjárfesta í fyrirtækinu og skapa við- skipti á erlendum vettvangi. Þá höf- um við gert samning við fyrirtæki í Dubaí sem óskar eftir að selja SMS- þjónustu. „Unnið er að því að mark- aðssetja vörumerkið víða um heim, en Ísland er engu að síður stærsti markaðurinn hjá okkur miðað við höfðatölu. Þessi markaður er sífellt að opnast betur fyrir SMS-þjónustu á yfirverði.“ Dreifisamningur til not- enda í Bandaríkjunum Morgunblaðið/Gísli Þorsteinsson Sjö íslensk fyrirtæki eru meðal þátttakenda á 3GSM World-sýningunni. FORSVARSMENN Agora- sýningarinnar, sem er ein helsta tæknisýning landsins, hafa hug á að fá erlend fyr- irtæki til þess að kynna vöru og þjónustu á sýningunni, sem haldin verður næst árið 2004. Einar Gunnar Guðmundsson hjá Agora segir ljóst að sýn- ingin muni ekki stækka mikið til viðbótar miðað við árferði og því sé markmiðið að kynna sýn- inguna á erlendum vettvangi. „Við erum þegar búin að kynna Agora í Kanada og möguleika á fleiri sýningum í framhaldi.“ Ein- ar segir að erfiðlega hafi gengið að fá erlend fyrirtæki til þess að sýna á Íslandi, einkum vegna þess hve markaðurinn er lítill og hversu langt hann er frá öðrum mörkuðum. „Það vekur hins vegar eft- irtekt hvers fljótir Íslendingar eru að tileinka sér nýjungar á litlum markaði. Af þeim sökum er auðvelt fyrir erlendu fyrirtækin að prufukeyra vörur sínar. Enn- fremur er afar hagstætt að reka þróunardeildir því rekstr- arkostnaður er lítill á Íslandi í samanburði við önnur lönd.“ Agora-sýningin kynnt í Cannes LANDMAT, sem hefur þróað far- símalausnir fyrir símafyrirtæki, hefur gert samninga við fyrirtæki í Banda- ríkjunum, Singapúr, Bretlandi og víð- ar. Fyrirtækið hefur gert samning við AT&T Wireless í Bandaríkjunum á stefnumótaþjónustu, sem nefnd er DateTrack en hefur gengið undir fleiri nöfnum hjá samstarfsaðilum Landmats. Þá hefur Landmat gert samning við Vodafone í Bretlandi um staðsetn- ingarþjónustu sem nefnist City Guide þar sem notendur geta leitað eftir veitinga- og matsölustöðum, gistingu eða leiðarvísi um ákveðin hverfi. „Þá höfum við boðið upp á stjörnuspá sem nefnist StarTrack og er hjá Vodafone og Simtel. Þessi þjónusta er einnig í notkun hjá Íslandssíma og Síman- um,“ segir Davíð Bjarnason, yfirmað- ur viðskiptaþróunar hjá Landmati. Spurður hvaða þýðingu það hafi fyrir fyrirtæki eins og Landmat að gera samning við fyrirtæki eins og AT&T Wireless í Bandaríkjunum segir Davíð að fyrirtækið sé komið í samstarf með helstu fjarskiptafyrir- tækjum heims sem sýni að það hafi yfir góðum vörum að ráða. „Við höf- um lagt áherslu á tilbúnar vörur, sem standast strangar gæðakröfur fyrir- tækjanna, en þau hafa trú á að lausnir frá okkur muni skapa tekjur.“ Landmat hefur einnig framleitt þjónustu sem nefnist á erlendum vettvangi Relevance, sem styður MMS og er meðal annars spjallþjón- usta og staðsetningarþjónusta, svo dæmi séu tekin. Davíð segir að Land- mat og vörur þess hafi fengið góðar viðtökur á 3GSM World og yfirhöfuð sé áhugi fyrir þeim. „Það hefur sýnt sig í háum notkunartölum hversu vel sú þjónusta, sem við höfum yfir að ráða, hafa gengið.“ Í samstarfi við AT&T Wireless

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.