Morgunblaðið - 21.02.2003, Side 1

Morgunblaðið - 21.02.2003, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 1 . F E B R Ú A R 2 0 0 3 B L A Ð B  KARTÖFLUGEYMSLA VERÐUR SÝNINGARSALUR/2  MÚSÍK OG MJALTIR/2  DULARFULLU NÁMSKEIÐIN/4  LESBLINDA – MYND- RÆN HUGSUN Í ÞRÍVÍDD/6  BÚTASAUMUR/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  MARGIR eru smeykir viðbylgjurnar sem farsím-ar gefa frá sér þar semekkert hefur verið sann- að um áhrif þeirra á heilsu manna. Fæstir þeirra grípa þó til ráðstafana heldur tala mismikið í hinn ómissandi farsíma. Hjónin Eva María Jónsdóttir dag- skrárgerðarmaður og Óskar Jón- asson kvikmyndagerðarmaður eru meðal þeirra fáu sem hafa tekið til sinna ráða þegar kemur að því að verjast farsímabylgjum og vekja af þeim sökum athygli þegar þau tala í farsímana sína sem hjá þeim eins og öðrum eru orðnir ómissandi tól. Óskar á heiðurinn af því að festa hlustunarpípu við farsíma með bút úr hjólaslöngu úr gúmmíi sem smeygt er utan um símann til að allt haldist á sínum stað. Þegar hann talar í sím- ann setur hann hlustunarpípu í eyrun en hún nemur hljóðið sem berst úr þeim hluta farsímans sem við berum yfirleitt upp að eyranu. Hann talar í símann á venjulegan hátt en mun- urinn er sá að síminn er hvorki upp við höfuðið né tengdur því með hand- frjálsum búnaði og notandinn verður því ekki fyrir farsímabylgjunum. Losnaði við þrálátan hausverk „Ég gerði þetta af illri nauðsyn,“ segir Óskar. „Ég var búinn að reyna allt til að losna við þrálátan hausverk. Þegar ég hætti að nota farsíma hætti ég að fá hausverk, það var beint sam- band þarna á milli.“ Óskar heyrði af manni sem talaði í farsímann sinn í gegnum hlustunarpípu og greip hug- myndina á lofti. Sá hafði ekki fest hlustunarpípuna við símann og til að tækið yrði handhægt datt Óskari í hug að nota teygjur. Þær runnu hins vegar af og hjólaslanga varð lausnin. Sterkt gúmmíið heldur hlustunarpíp- unni á sínum stað, bæði að ofan- og neðanverðu. Tækið er ekki beint fyrirferðarlítið eða þægilegt í notkun enda lítur Eva María á síma sem neyðartæki eins og pabbi hennar reyndi að segja henni þegar hún tal- aði ótæpilega í heimilissímann á ung- lingsárunum. Óskar prófaði handfrjálsan búnað á sínum tíma en hausverkurinn lagað- ist ekkert. „Handfrjáls búnaður er málmþráður úr símanum og upp í eyra og gerir ekki annað en að magna bylgjurnar eins og loftnet.“ Og eftir að hlustunarpípufarsíminn komst í gagnið fyrir u.þ.b. þremur árum hef- ur Óskar ekki fundið fyrir hausverk. Eva María átti ekki far- síma fyrr en fyrir um tveimur árum þegar það var orðið nauð- synlegt vegna vinn- unnar. Um ári eftir að hún byrjaði að nota farsíma að stað- aldri fór hún að finna fyrir hausverk og Óskar útbjó þá sams konar síma fyrir hana. Fleiri eiga ekki hlustunarpípufarsíma hann- aðan af Óskari Jónassyni og ekki stendur til að fjöldaframleiða tækið, að hans sögn. „Farsímafyrirtækin gætu nú samt framleitt eitthvað af sama tagi, bara nettara,“ segir hönn- uðurinn. Þau kannast bæði við að vekja at- hygli þegar þau tala í farsímana og útlendingar hafa m.a.s. tekið mynd af Evu Maríu að tala í símann! „Og margir gera grín að þessu en ég er ekkert viðkvæm fyrir því. Óskar fer meira í felur með þetta og er vanur því að fara afsíðis að tala í símann. Einu sinni hringdi hann í mig af kló- setti á sænskum flugvelli,“ segir hún brosandi. Þau halda því fram að nú sé eins lít- ið vitað um skaðsemi farsíma og um reykingar fyrir hundrað árum. Þau vilja því fara að öllu með gát þótt síma- framleiðendur keppist við að fullyrða að farsímar séu skaðlausir. Hlustunarpípa og hjólaslanga M orgunblaðið/Sverrir Óskar og Eva María með hlustunarpípu- farsímana góðu. Heimatilbúin vörn gegn farsímabylgjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.