Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ birtuna D ESFORM er heiti á fyrirtæki Kristins og fleiri til ellefu ára og það er jafnframt vörumerki og heiti sýningarsalarins og verðandi lista- miðstöðvar. „Hugsunin var að hafa þetta alþjóðlegt vörumerki. Þetta er sett saman úr orðunum design og form og stafirnir hannaðir þann- ig að þeir geti verið logo eða vöru- merki. Þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir alþjóðlegan markað,“ segir Kristinn og vísar til hús- gagnahönnunar sinnar og smæðar markaðarins hér heima. „Það tekur því ekki að standa í hönnun, vöruþróun og markaðssetningu fyrir svo lítinn markað. Það hefur tekið þrjú ár að komast þetta langt með húsgagnalínuna og mikil vinna sem liggur að baki.“ Húsgögnin eru flest smíðuð í Litháen. Miklar kröfur eru gerðar til handverks og er vörunni ætlað að keppa við það besta á alþjóða- markaði, að sögn Kristins. Desform hefur í gegnum tíðina selt húsgögn bæði til Evrópu og Bandaríkjanna. Nú er framleiðsluþróun á nýju hlutunum lokið og frekari markaðs- setning er í startholunum. Munurinn á framhliðum jarðhúsanna er greinilegur. Þegar inn er komið sést yfir ílangan sýningarsalinn af vinnustofu Kristins í enda rýmisins. Efst er sófinn þekkti Wave, sem Kristinn hannaði árið 1992. Þá eru það tveir sófar úr nýjustu línu Kristins, Luxor og Racer, sem fást einnig sem stólar. Úr myrkrinuíÍ niðurgröfnum fyrrver- andi sprengju- og síðar kartöflugeymslum, eru nú sýnd húsgögn ís- lenska innanhúss- arkitektsins Kristins Brynjólfssonar. Hann hefur umbreytt einu af sjö jarðhúsunum í Ártúnsbrekkunni í sýn- ingarsal og vinnustofu og framtíðarsýn hans er að gera húsnæðið að allsherjar hönnunar- og listamiðstöð. Stein- gerður Ólafsdóttir heimsótti Desform. KARTÖFLUGEYMSLA VERÐUR SÝNINGARSALUR MENNINGARKVÖLD íBárðardal þar semyrðu sungin og spiluðlög bárðdælskra höf- unda var gamall draumur sem rætt- ist í ágúst 2001, segir Guðrún Tryggvadóttir, einn aðstandenda Bárðdælskra tóna, eins og platan heitir. Það var á árlegu lokahófi sum- arhótelsins á Kiðagili sem látið var til skarar skríða; þar voru flutt 13 lög sem Ólafur Ólafsson, kúabóndi á Bjarnarstöðum, tók upp, en hann bæði leikur og syngur á plötunni auk þess að semja nokkur lög. „Sam- koman tókst ágætlega og við veltum því strax fyrir okkur að gefa þetta út, en þegar farið var að hlusta á upptökurnar komu hnökrar í ljós,“ segir Ólafur. Þau hugleiddu að taka aftur upp tvö lög sem voru ónýt, en ekkert gerðist fyrr en í október í fyrra; „í lok október var ákvörðun tekin um að kýla á þetta,“ segir Guð- rún. „Það er einmitt ríkjandi hér í Bárðardal að ef fólk vill gera eitt- hvað, á hvaða sviði sem er, þá er bara kýlt á það.“ Platan kom út fyrir jól og þau eru ánægð með útkomuna: „Maður met- ur það ef til vill mest á viðbrögð- unum og þau hafa verið mjög góð. Fólk er bæði ánægt með framtakið og eins með hve diskurinn er góð- ur,“ segir Ólafur. Hann segir fjölbreytnina stærsta kost plötunnar. „Tónlistin höfðar til svo margra. Þetta er ef til vill ekki fyrir yngsta aldurshópinn, en fólk frá tvítugu til sjötugs hringir í okkur og lýsir því yfir hve platan sé skemmtileg.“ Lögin á plötunni eru 19, bæði gömul og ný; það elsta áratuga gam- alt en hið yngsta var samið tveimur dögum fyrir upptöku! Anna Sæunn Ólafsdóttir, 16 ára dóttir Ólafs á Bjarnarstöðum, samdi það. Aðeins eitt lag á plötunni er þekkt, Ég sé þig eftir Áskel Jónsson. Þau Ólafur og Guðrún taka svo til orða að búandi og brottfluttir Bárð- dælingar komi að gerð plötunnar. Ólafur Héðinsson frá Bólstað, fulltrúi í Búnaðarbankanum á Ak- Músík og mjaltir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ólafur Ólafsson, kúabóndi á Bjarnarstöðum, sinnir skepnum sínum í fjósinu: „Ég get viðurkennt að oft verða lög til í fjósinu. Það er gott að hugsa þar þegar maður er einn að brasa.“ Bárðdælingar hafa löngum verið miklir músíkmenn. Skapti Hallgrímsson spjallaði við tvo bændur, sem ný- verið gáfu út geislaplötu ásamt fleirum með ljóð- um og lögum úr dalnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.