Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Undarlegustu fyrirbærum er hægt a kynnast á námskeiðum til sjávar og sve upplýsingaöld – og er þá ekki aðeins átt indverska matargerð, glerskurð e flísalagningu í heimahúsum. Sig björg Þrastardóttir gekk inn tómstundafrumskóginn og missti hvað eftir annað and- litið. F RÍTÍMI er dýrmætur því honum má eyða í allt það sem ekki er skylda. Flestir myndu án efa þiggja fleiri frí- stundir, ef marka má asann sem er á þeim alla daga, en aðrir eiga í stökustu vandræðum með að eyða þeim tíma sem tómur er. Tómstundanámskeið eru meðal þess sem í boði er, vilji fólk nýta stundirnar í eitthvað upp- byggilegt, skemmtilegt eða fróðlegt. Á þeim er líka oft að hafa óvæntan félagsskap, unnt að kynnast fólki með svipuð áhugamál. Endur- menntun er og vinsælt hugtak á síðari tímum, enda margsannað að heilinn helst ekki í almennilegri þjálf- un nema á hann sé reynt. Svo lærir sem lifir. Hópvitund og hærri orka Óhætt er að segja að fjöl- breytt námskeið standi landsmönnum til boða. Símenntunarmiðstöðvar og kvöldskólar starfa víða um land, tómstundaskólar, klúbbar, félagasamtök og menntasetur gefa út náms- skrár og fjarnámi vex ás- megin á upplýsingaöld. All- ir þekkja einhvern sem hefur brugðið sér á þýsku- námskeið eða matreiðslukúrs, svo er það bútasaumurinn, bílavið- gerðirnar, ræðumennskan, blóma- skreytingarnar og hattasaumurinn – sum námskeið falla aldrei úr gildi. En hvað með andann, sálina og ljós- ið? Á þeim akri hafa á síðustu árum sprottið upp ýmsir valmöguleikar, hægt er að nema reiki og heilun og slökun og betri einbeitingu. Lítum á dæmi: „Shamballa 12+1 D þróunar- og sjálfseflingarnámskeið. Nú leggjum við megináherslu á sjálfseflingu, þróun okkar sjálfra og vitundar okkar, ljóslíkamann, hreinsun hindrana úr orkusviði okkar. Áttum okkur á því hver við erum í tengslum við allt sem er og margt, margt fleira. 13 vígslur inn í hærri og hærri orku.“ Tilkynningu þessa með nánari útskýringum gefur að líta á heimasíðu Shamballa-seturs- ins (www.geocities.com/lillyrokk/) en Shamballa er hugmyndafræði þar sem „fyrst og fremst er um að ræða tengingu við Guð þinn þar sem heilunarorkan sem flæðir um lík- ama þinn og út frá honum er bónus sem hægt er að nota til að aðstoða aðra við heilun sjálfra þeirra. Shamballa er marglita, fjölvíða, fjöltíðni kærleiks- hópvitund sem ber í sér mest af þeirri orku sem við höfum áður kallað ýmsum nöfnum uns okkur var gefin þessi stórkostlega gjöf Eining- ar í Shamballa demantinum“. Stuttar tilvitnanir, og auk þess slitnar úr samhengi, gefa reyndar ekki fulla mynd af hug- myndum Shamballa, en nám- skeið á vegum setursins eru sem sé á meðal þess sem býðst á vett- vangi vitundar og sjálfsræktar. Önnur og óskyld dæmi er að finna und- ir Jökli, þar býður Leiðarljós ehf. m.a. upp á nám- skeiðin Blóðflokkalíferni og Ævin- týri á Brekkubæ, en á hinu síðar- nefnda er „lesið í stjörnumerki þátttakenda, farið í gönguferðir um orkulínur og álfabyggðir, gerðar jógaæfingar á morgnana og haldin skemmtileg kvöldvaka“ eins og fram kemur á heimasíðunni blod- flokkar.is. Þá er í boði fyrir konur Gyðjuhelgi, sérstakt helgarnám- skeið þar sem unnið er með eigin- leika gyðjunnar í formi fyrirlestra, hópvinnu, helgiathafna, heilunar o.fl. Liljan, hringur um andleg mál með miðstöð á Arkarlæk í Borgar- fjarðarsýslu, stendur fyrir fræðslu- námskeiðum sem m.a. eru ætluð fólki með miðilshæfileika sem vill læra betur inn á þá og/eða ræða við þá sem til þekkja. „Á þessum nám- skeiðum er kannski ekki ætlunin að fara mjög djúpt í þau mál sem snerta miðilsþjálfunina, en þau sannarlega veita góða innsýn inn í hina andlegu flóru og varpa ljósi á marga þætti sem lúta þar að,“ segir á heimasíðunni www.liljan.cjb.net. Þá var nýlega auglýst í dagblöð- um Námskeið í spádómsbók Daní- els, haldið í Hafnarfirði í febrúar og Að smíða sitt eigið bassabox. mars í fyrirlestraformi. „Ein asta bók Biblíunnar er án ef dómsbók Daníels. Sjálfur Kristur mætli með henni og dómum hennar sérstaklega,“ auglýsingu, en bókin fjallar a meðal annars „um óvéfengj gildi samviskufrelsisins“. lestrana heldur Björn Snorr Loftssalnum við Hólshraun. Af þessum örfáu dæmum m vera að hugrækt af ýmsum t kennd á nánast hverju horni. Lífhræddir, gestgjafar o samningamenn Næst má nefna námskeið lúta að hæfni og árangri í ei og starfi. Sjálfsstyrkjandi aðferðir fælni er heiti námskeiðs sem var hjá Miðstöð símenntunar urnesjum í janúar. „Lífshr s.s. flughræðsla, sundhræðs missa heilsuna, bílhræðsla, fælni, hræðsla við dýr eða konar fælni, eru hindranir í meðvitundinni. Fælninni mögulega breyta. Þegar því e eykst öryggi, gleði og tilhlök lífinu,“ segir í námslýsingu, e aðar eru virkar tækniaðfer NLP-fræðum. Leiðbeina Katrín Erla Kjartansdóttir, einnig nýlega námskeiðinu Að sér vel skipulögð markmið drauma og framtíð, þar sem uðum grunnaðferðum var beit Meðal annarra athyglisv námskeiða suður með sjó á unni má nefna Að eiga við erfi skiptavini, ætlað starfsmö þjónustufyrirtækja, og Að veislu á auðveldan og skemmt hátt með stuttum fyrirvara, sjón Marentzu Poulsen, brauðsjómfrúr. Sjá nána www.mss.is. Hjá Iðntæknistofnun stend menningi meðal annars til námskeiðið Að semja með ár Þar er ekki um að ræða náms kveðskap eða skapandi skrifu Teikningar/Andrés Að undirbúa brúðkaup. námskeið Í RAUN eru þetta einfaldar og mjög að-gengilegar aðferðir til þess að takastá við veruleikann. Þegar ég fór á mittfyrsta námskeið sjálfur erlendis, hélt ég að verið væri að gera grín að mér, þetta var svo augljóst,“ segir Kári Eyþórsson, ráð- gjafi um NLP-fræðin (Neuro-Linguistic Pro- gramming), sem hann kennir nú áhugasöm- um hér á landi. „Ég skildi ekki hvers vegna ég hafði ekki áttað mig á þessu sjálfur – að ég gæti talað við sjálfan mig í huganum með skipulögðum hætti til þess að ná fram veru- leikabreytingu í undirmeðvitundinni.“ Um þessar mundir stendur yfir grunn- námskeið í NLP undir stjórn Kára og þar er að sögn m.a. kennt „að stjórna samtölum“. Hvernig skyldi það vera gert? „Í upphafi förum við í það hvernig undir- meðvitundin vinnur,“ svarar Kári. „Svo er meðal annars farið í tengsl augna og undir- meðvitundar; hvernig augun hreyfast í sam- ræmi við það á hvaða sviði undirmeðvitund- arinnar við erum að vinna. Um er að ræða a.m.k. fjögur ólík svið og hverju þeirra teng- ist ákveðið tungumál eða orðaforði. Og ástæða þess að fólk skilur ekki alltaf hvert annað, s.s. hjón eða vinnufélagar, er að það talar mismunandi tungumál.“ Hin ólíku svið undirmeðvitundarinnar og þar með málaflokkarnir fjórir eru kenndir við tilfinningar, sjón, hljóð og rökvísi. „Við skiljum orðræðu annarra í ljósi þess á hvaða sviði við erum sterkust. Sá sem vinnur myndrænt er líklegur til þess að segja „þú hlýtur að sjá að þetta gengur ekki“ en ef við- mælandinn vinnur á tilfininngasviðinu þá skilur hann alls ekki hvað hinn á við. Sá sem er sterkastur í tilfinningunum verður að „finna“ að ekki er allt með felldu, hann not- ar setningar eins og „ég hef ekki góða til- finningu fyrir þessu“. Þegar við höfum lært að greina þennan orðaforða getum við farið að tala við fólkið í kringum okkur á þeirra forsendum, í stað okkar eigin, og stjórna þannig samtölum til árangurs.“ Kári tekur þó fram að kunnáttan miði ekki að því að ná yfirhönd eða afvegaleiða viðmælandann. „Þetta snýst einfaldlega um að auðvelda og stytta samtöl, svo öll sam- skipti gangi betur.“ Á einu NLP-námskeiði er farið langt með að kynna og kenna aðferðina, að sögn Kára, með fyrirlestrum og verklegum æfingum, en svo er gert ráð fyrir að hún þjálfist upp við notkun. Ástríðu beint í réttan farveg Í námslýsingu segir einnig að kennt sé hvernig vekja eigi snillinginn í sjálfum sér. Kári er beðinn að útskýra það nánar. „Í raun miðar þetta nám allt að því að læra að þekkja sjálfan sig betur. NLP- fræðin eru samsett úr fjölskylduþerapíu, Gestaltþerapíu, dáleiðslu og kenningum um gagnabanka undirmeðvitundarinnar. Þróun fræðanna í núverandi mynd hófst á 8. ára- tugnum og síðan hafa verið að mótast sífellt skýrari hugmyndir á þessu sviði, m.a. um taugasamskipti, endurprógrammeringu og fleira. Mikil bylting varð líka þegar menn áttuðu sig á því hvernig tungumálið virkar í samskiptum fólks, eins og ég nefndi áðan, og einnig hvernig það getur virkað inn á við hjá einstaklingnum. En, sem sagt, þegar við erum farin að þekkja veikleika okkar og styrkleika, þá er stutt í að við lærum hvar hæfileikar okkar liggja helst. Að vekja snillinginn í sjálfum okkur merkir einfaldlega að beina ástríðum okkar í farveg sem vinnur með okkur. Oft veljum við okkur starfsvettvang eða stað í lífinu gegn okkar eigin vilja og upplagi, en í kjölfar NLP-námskeiða hef ég séð fjölda fólks ýmist rata inn á réttan starfsvettvang eða taka stórstígum framförum á þeim gamla, allt eftir því hvar ástríðan liggur. Við æfum okkur líka í að senda undir- meðvitundinni rétt skilaboð, að hjálpa henni í stað þess að streitast á móti.“ Dáleiðsla á fáeinum sekúndum Aðspurður segir Kári NLP-fræðin liggja á milli nýaldarfræða og sálfræði, án þess að vera hvorugt. „Þetta eru leiðir til þess að vinna með sjálfan sig og um leið aðra, hvort sem menn hafa mannaforráð eða ekki,“ seg- ir hann og kveður fræðin geta gagnast í við- ureign við allt frá vanlíðan til peningaleysis. „Á grunni NLP höfum við sniðið einstök námskeið að ólíkum þáttum, til dæmis til- finningum karla, peningaáhyggjum og streitu. En grundvallaratriðin eru þau sömu, við förum í persónuleikaeinkenni, áunna hegðun, hvað okkur er eiginlegt og svo framvegis. Þetta gerum við í hópum þannig að aðrir hjálpa til.“ Finnst þátttakendum ekkert erfitt að fara út í slíka sjálfsskoðun innan um bláókunn- ugt fólk? „Jú, engum þykir það auðvelt. En það er haldið fast utan um hópvinnuna og passað upp á að enginn meiði sig eða aðra. Það er nú einu sinni þannig að svo hægt sé að ná ár- angri verða menn yfirleitt að láta sig hafa einhver óþægindi – við höldum því heldur hvergi fram að þetta sé létt. Þetta er ekki námskeið þar sem fólk fær að halla sér aftur og láta mata sig.“ Sefjun, eða dáleiðsla, er kennd sem hluti af NLP til þess að auðvelda sambandið við undirmeðvitundina. Í annríki nútímamanns- ins, þar sem mörgum vex í augum að stunda jóga í klukkutíma á hverjum degi eða eyða heilum kvöldum í lestur sjálfshjálparbóka, virðist NLP ágætur kostur því notkunin fléttast inn í hversdagslífið. „Kosturinn við sefjun er ekki síst hversu fljótvirk hún er, stundum duga fáeinar sekúndur og margt af því sem hér lærist er í raun hægt að nota á meðan við gerum eitthvað annað,“ staðfestir Kári og bætir við að NLP-námskeiðin sæki almenningur úr öllum stéttum og á ýmsum aldri. „Þeir yngstu hafa verið rétt undir tví- tugu og sá elsti hingað til 74 ára. Svo er tals- vert um það að fólk komi aftur á námskeið – endurgjaldslaust – og aðstoði mig þá við að leiðbeina, í því skyni að miðla og læra um leið meira sjálfir.“ NLP-undirmeðvitundarfræði Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Kári Eyþórsson leiðir áhugasama inn í heim NLP-fræða á nokkrum vikum. Snillingurinn vakinn upp TENGLAR ......................................................... www.cKari.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.