Morgunblaðið - 22.02.2003, Page 1

Morgunblaðið - 22.02.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 51. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 mbl.is Obb, obb, obb Spaðarnir með sinn árlega dansleik í kvöld Fólk 61 Þórir Baldursson man tímana tvenna í tónlistinni Lesbók 4 Rifbeina- borgirnar Sænska skáldkonan Eva Ström fær Norðurlandaverðlaunin Listir 29 HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, sagði í setningarávarpi á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær, að hann teldi ekki tímabært fyr- ir Framsóknarflokkinn að taka af- stöðu til þess nú hvort og þá hvenær rétt væri að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu. Óvissuþættirnir væru of margir, umræðan of óþrosk- uð og staðan í alþjóðamálum of tví- sýn. Rétt væri að ljúka fyrst samn- ingum vegna áhrifa stækkunar ESB á Evrópska efnahagssvæðið. „Ég hef sannfæringu fyrir því,“ sagði Halldór, „að innan fárra ára renni sú stund upp að við Íslendingar verðum að gera þessi mál upp við okkur. Við Íslendingar höfum viljað styrkja EES-samninginn og halda í heiðri, en það hefur ekki verið auð- velt. Þar hefur okkar afstaða ekki einvörðungu áhrif, heldur jafnframt Evrópusambandið, Noregur, Liecht- enstein og Sviss. Evrópusambandið hefur gengið á skjön við samninginn. Kröfur um margföldun framlaga okkar eru gott dæmi um það. Við munum sjá vaxandi tilhneigingu í þessa átt.“ Vill öflugt eftirlit Halldór vék einnig að auknu frelsi í atvinnulífinu og sagði mikilvægt að tryggja bæði Fjármálaeftirlitinu og Samkeppnisstofnun fjármagn og lagaheimildir til að halda uppi öflugu eftirliti. „Á alþjóðavettvangi og einn- ig hér innanlands hefur athygli manna beinst í auknum mæli að hinu flókna valdatafli sem á sér stað í fjár- málalífinu. Í kjölfarið hefur sprottið upp umræða um það, hvort nægilegt aðhald sé með fjármálamarkaðnum og hvort almennum siðareglum sé þar fylgt og þá hvernig. Við fram- sóknarmenn höfum lengi barist fyrir öflugum eftirlitsstofnunum á þessu sviði, svo tryggt sé að almennum leik- reglum sé fylgt. Með þessu erum við ekki að leggja til að atvinnulífið verði hneppt í fjötra hafta og skrifræðis, heldur miklu fremur að jafnræði gildi við mat á aðstæðum þegar í húfi eru gríðarlegar upphæðir og heill at- vinnufyrirtækja, einstaklinga og jafnvel byggðarlaga.“ Halldór vék að því að landbúnaður- inn væri sífellt að færast nær alþjóð- legu umhverfi með meira frjálsræði í viðskiptum. Nýjustu tillögur Alþjóða viðskiptastofnunarinnar væru lýs- andi dæmi um það. „Landbúnaðurinn á að líta á þessar aðstæður sem tæki- færi. Tækifæri til þess að sækja fram í breyttu umhverfi. Á heimsmarkaði er vaxandi markaður fyrir náttúru- legar afurðir sem neytandinn er tilbúinn að greiða gott verð fyrir. Þarna tel ég að liggi mikil sóknar- færi, ef rétt er á málum haldið. “ Ekki tímabært að taka afstöðu til ESB-aðildar nú  Flokksþing/10 Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, heilsar upp á þingfulltrúa á flokksþinginu í gær. TYRKIR sögðu í gær að samkomu- lag við Bandaríkjamenn, sem heim- ila myndi komu bandarískra her- manna til Tyrklands, væri innan seilingar, en samkomulagið væri lið- ur í undirbúningi vegna hernaðar- aðgerða gegn Írökum. „Ef viljinn er fyrir hendi mætti skrifa upp á sam- komulagið á laugardag [í dag] eða sunnudag,“ sagði Yasar Yakis, ut- anríkisráðherra Tyrklands. Tyrkir og Bandaríkjamenn hafa m.a. þráttað um notkun Bandaríkja- hers á tyrkneskum herstöðvum og öðrum hernaðarmannvirkjum í hugsanlegu stríði gegn Írak. Hafa viðræður fram að þessu strandað á kröfum Tyrkja um fjárhagsaðstoð. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, taldi þó í gær að höggva mætti á hnútinn þannig að tyrkneska þinginu yrði gert kleift að afgreiða málið í næstu viku. Írakar vilja viðræður Taha Yassin Ramadan, varafor- seti Íraks, bauð Bandaríkjamönn- um í gær upp á „viðræður“ ef stjórnvöld í Washington létu af „árásargirni“ sinni og hættu „að skipta sér af innanríkismálum“. „Við erum tilbúnir í viðræður við bandarísk stjórnvöld og reiðubúnir til að efna til efnahagslegra sam- skipta,“ sagði Ramadan. „Við erum til í viðræður og eðlileg samskipti við öll ríki heimsins, að frátöldu Ísr- aelsríki.“ Samkomu- lag innan seilingar Bagdad, Ankara, Washington. AP, AFP.  Neikvæð/21 FRAKKINN Alain Robert, sem fengið hefur viðurnefnið Könguló- armaðurinn vegna þeirrar áráttu að vilja klífa ýmsar hæstu bygg- ingar veraldar, kleif í gær stærsta skýjakljúf borgarinnar Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum. Um var að ræða höf- uðstöðvar Landsbankans en bygg- ingin er 202 metrar á hæð. Það tók Robert aðeins 25 mín- útur að klífa upp á topp bankans en talið er að um 50 þúsund manns hafi fylgst með honum. Robert hefur m.a. klifið Sears- turninn í Chicago, Petronas- turnana tvo í Kuala Lumpur, Emp- ire State-bygginguna í New York, Eiffel-turninn í París og Golden Gate-brúna í San Francisco. Reuters Köngulóar- maðurinn enn á ferð ♦ ♦ ♦ HALLDÓR Ásgrímsson sagði á flokksþingi Framsókn- arflokksins að nota ætti aukið svigrúm, sem ríkissjóður fær á næstu árum vegna stóriðju- og virkjunarfram- kvæmda, til að lækka tekjuskatt úr 38,55% í 35,20%. „Ég tel rétt að Framsóknarflokkurinn stuðli að því að almenningur njóti góðs af þessu aukna svigrúmi með því að setja skattalækkanir í forgang á næsta kjör- tímabili,“ sagði Halldór. Skattalækkanir settar í forgang AÐ minnsta kosti níutíu og fimm manns fórust í eldsvoða í næt- urklúbbi í bænum West Warwick í Rhode Island-ríki í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Næstum 190 til viðbótar hlutu brunasár eða reykeitrun. „Við teljum að búið sé að finna öll lík,“ sagði Donald Carcieri, rík- isstjóri í Rhode Island, eftir að björgunarmenn höfðu lokið leit í rústum byggingarinnar. Carcieri sagði hins vegar að meiðsl a.m.k. 25 manna, sem nú eru á sjúkrahúsi, væru lífshættuleg. Á myndinni sést hvar björg- unarmenn bera eitt fórnarlamba eldsvoðans úr rústum næturklúbbs- ins í gær. Reuters 95 fórust í eldsvoða  Tugir manna/18 FLUGMÁLASTJÓRN ákvað síð- degis í gær að kyrrsetja allar litlar flugvélar í landinu eftir að við eftirlit á Reykjavíkurflugvelli kom í ljós að bensín sem notað er á vélarnar upp- fyllti ekki gæðakröfur. Ákvörðun um frekari aðgerðir verður tekin um há- degi í dag eftir að Flugmálastjórn hefur kannað eldsneyti vélanna víðar um land. Engin vél sem kyrrsetn- ingin á við um var í flugi þegar til- kynningin barst. Bannið á við bensíndrifnar vélar, þ.e. vélar sem nota ekki þotuelds- neyti. Það eru m.a. flugvélar Flug- félags Vestmannaeyja, Jórvíkur og fleiri lítilla flugfélaga svo og allar litl- ar einkavélar. Þær eru alls um 200. Smáflugvélar kyrrsettar Konungur Hammondsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.