Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VUR V I ÐS K IP TAÞJÓNUSTA U TA N R Í K I S R Á Ð U N E Y T I S I N S í verki með íslenskri útrás www.vur.is Litla lirfan ljóta verður Katie the Caterpillar „CAOZ hf. vinnur nú að markaðs- setningu á Litlu lirfunni ljótu erlendis. Í samstarfi við viðskiptafulltrúa VUR ytra er m.a. unnið að því að fara markvisst inn á tvo af lykilmörkuðum í Evrópu. Okkar hugmyndum hefur verið tekið opnum örmum og eftir gott undirbúningsstarf og þarfagreiningu hefur tekið við öflugt starf á báðum mörkuðum. Það er okkar reynsla af samvinnu við VUR að þar fer mjög hæft starfsfólk saman við metnað og vilja til að ná árangri. Ekki síðra virði fyrir okkur er sú staðreynd að viðskiptafulltrúarnir opna okkur dyr sem virtust lokaðar áður. Við erum þess fullviss að sam- starfið við VUR muni bera góðan ávöxt.“ Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri CAOZ hf. E F L IR / H N O T S K Ó G U R V U R 6 0 2 0 3 LANDSBANKI Íslands hf. hef- ur lækkað vexti óverðtryggðra innlána og útlána um 0,50%. Jafnframt lækka vextir verð- tryggðra innlána og útlána um 0,3%. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu frá Lands- bankanum í gær. Í tilkynningunni segir að lækkun á vöxtum á óverðtryggð- um inn- og útlánum sé í sam- ræmi við lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans, en Landsbankinn hafi undantekningarlaust fylgt eftir lækkun á stýrivöxtum. Þá segir að vextir verðbréfaveltu vaxtareiknings, sem sé eitt vin- sælasta innlánsform Landsbank- ans, hafi þróast í samræmi við stýrivexti Seðlabankans. Sama megi segja um útlánsvexti en eftir þessa vaxtabreytingu verði kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa 8,90% en þeir voru 13,85% í ársbyrjun 2002. Mismunur kjör- og stýri- vaxta hefur minnkað Stýrivextir Seðlabankans eru nú 5,3% en þeir voru 10,1% í byrjun síðastliðins árs. Segir í tilkynningu Landsbankans að mismunur kjörvaxta og stýri- vaxta hafi því minnkað úr 3,75% í upphafi síðastliðins árs í 3,6% nú. Þá segir að Landsbankinn hafi haft frumkvæði að lækkun vaxta í mars á síðasta ári stuttu áður en Seðlabankinn hóf vaxta- lækkunarferli sitt. Landsbankinn lækkar vexti PÉTUR Guðmundarson stjórnarformaður Össur- ar hf. sagði á aðalfundi félagsins í gær að geng- issveiflur sem urðu á síðasta rekstrarári hefðu haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins upp á 1,5 milljónir Bandaríkjadala en félagið færði 20–30 störf hingað til lands í fyrra vegna bætts skattaumhverfis fyr- irtækja. „Þrátt fyrir að yfirvöld hafi bætt skatta- umhverfi fyrirtækja hér á landi, fylgir sá böggull skammrifi fyrir fyrirtæki, sem hefur nánast allar sínar tekjur í erlendum gjaldmiðli en framleiðslu- kostnað í íslenskum krónum, hversu óstöðugt gengi íslensku krónunnar hefur verið. Þær miklu geng- issveiflur sem urðu á síðasta rekstrarári hafa haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Svo sem hluthöfum er kunnugt, eru bækur fé- lagsins færðar í Bandaríkjadölum. Reynslan af þessu hefur verið jákvæð í hvívetna, því að í tilviki Össurar hf. er Bandaríkjadalur eðlilegri uppgjörs- mynt en íslenska krónan. Þegar mið er tekið af því og hinum miklu gengisbreytingum kemur í ljós að kostnaður í íslenskum krónum jókst úr 11% af kostnaði í upphafi árs 2002 í 18% í lok ársins. Laus- lega má áætla að aukning kostnaðar á árinu vegna styrkingar krónunnar sé um 1,5 milljónir dala,“ sagði Pétur en Össur tók þá ákvörðun í fyrra að færa til Íslands alla framleiðslu á koltrefjum í kjöl- far þess að skattaumhverfi fyrirtækja á Íslandi hafði verið bætt á árinu. Sú breyting þýddi að ráðið var í 20–30 stöðugildi hér á Íslandi. Bankarnir ekki tilbúnir Formaðurinn gagnrýndi einnig bankana fyrir að vera ekki tilbúnir að skrá hlutafé í erlendri mynt en samþykkt var á hluthafafundi Össurar sl. sumar að skrá hlutafé félagsins í Bandaríkjadölum. „Þegar til átti að taka, reyndist viðskiptakerfi bankanna ekki vera í stakk búið fyrir þessa breytingu, þannig að hún hefur ekki enn náð fram að ganga. Það er miður, því það er sannfæring stjórnenda félagsins, að með því að skrá hlutaféð í Bandaríkjadölum megi laða að félaginu fleiri fjárfesta, einkum er- lenda. Vonandi verður þó ráðin bót á uppgjörskerf- um bankanna fljótlega.“ Stjórnin stækkar Sex manna stjórn félagsins var endurkjörin á fundinum en við bættist sjöundi stjórnarmaðurinn, Bengt Kjell fulltrúi sænska fjárfestingarfyrirtæk- isins Industry Verden sem á síðasta ári keypti 16% hlut í Össuri. Aðrir stjórnarmenn eru Gunnar Stefánsson, Heimir Haraldsson, Kristján T. Ragnarsson, Pétur Guðmundarson, Össur Kristinsson og Sigurbjörn Þorkelsson. Gengissveiflur á síðasta ári höfðu neikvæð áhrif á afkomu Össurar hf. Kostnaðaraukning 1,5 milljónir dala vegna styrkingar krónu HANNES G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir að atvinnulífið kalli eftir því að Seðlabankinn „endurskoði já- kvæða afstöðu sína til hins of háa gengis krónunnar sem myndast hefur á markaðnum.“ Þetta kom fram í er- indi hans á fundi samtakanna, Áhrif hágengis á þjóðarhag. Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans, svaraði því til að Seðlabankinn gæti ekki, nema til skamms tíma, haft áhrif á raungengi krónunnar. „Peningastefna getur að- eins haft áhrif á raunstærðir í mjög skamman tíma, í mesta lagi eitt ár. Hér er að verða mjög mikil aukning í eftirspurn vegna álversframkvæmd- anna. Þessi aukning hlýtur alltaf að leiða til hærra verðlags.“ Hærra raungengi en talið er Hannes fjallaði í erindi sínu um versnandi rekstrarskilyrði útflutn- ingsfyrirtækja vegna hás gengis og þar með lækkandi tekna í íslenskum krónum. Hann sagði að raungengi, mælt á mælikvarða launa, væri hærra en talið væri og hefði verið það und- anfarin ár, þar sem launavísitala Hag- stofunnar vanmæti launakostnað. Þá nái mælingar kjararannsóknarnefnd- ar ekki til starfsgreina sem mest spurn hafi verið eftir á tímabilinu. „Ef þróun launa er „leiðrétt“ með framangreindum hætti fæst sú nið- urstaða, á grundvelli áætlunar Seðla- bankans um raungengishækkun á þessu ári, að raungengi á mælikvarða launa verði hærra á þessu ári en nokkru sinni síðustu 10 ár. Það verður tæpum 10% hærra en að meðaltali síðustu 10 ár,“ sagði hann. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ, sagði í ræðu sinni að nauð- synlegt væri að efna til formlegs sam- starfs stjórnvalda, Seðlabanka og aðila vinnumarkaðarins, til að sam- ræma viðbrögð hagstjórnar næstu missera. „Svona efnahagsstefna get- ur ekki verið annað en ávísun á það, að hér verði átök um grundvallar- hagsmuni. Menn geta ekki ætlast til þess að launafólk verði bara eins og hver annar Svarti Pétur og verði ým- ist atvinnulaust eða á lágum tekjum til að mæta þessum sveiflum í nafn- gengi krónunnar,“ sagði hann, „sem byggjast á væntingum um það sem verður eftir tvö eða þrjú ár.“ Mikil áhrif gengis á rekstur Hörður Arnarson, forstjóri Marels, sagði að gengisbreytingar hefðu mikil áhrif á rekstur útflutningsfyrirtækja. Hann nefndi sem dæmi að 5% geng- ishækkun hefði sömu áhrif á rekstur og 16% launahækkun. Ef gengi hækkaði um 15% hefði það sömu áhrif og nærri helmingshækkun launa. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Brims og Útgerðar- félags Akureyringa, sagði að fram- legð í fiskvinnslu á landi færi ört lækkandi. Árið 2001 hefði hún numið 36,5 milljörðum króna, en í ár væru líkur á að hún myndi nema um 23 milljörðum. Mun auðveldara væri að laga rekstur á fiskveiðum að geng- issveiflum, þar sem tveir þriðju kostnaðar væru tengdir gengi. Í land- vinnslunni væri lítil sem engin geng- isaðlögun möguleg á kostnaði. Gunnar Rafn Birgisson, fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar- Atlantik, sagði í ræðu sinni að gera mætti ráð fyrir að Íslandsferð kostaði 25–30% meira í erlendri mynt núna en árið 2002. Ferðaþjónustan væri að tapa viðskiptum til annarra landa, svo sem Írlands og Finnlands, vegna hins háa gengis. Opinn fundur SA um gengismál Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, var einn framsögumanna á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins um gengismál. Tekist á um peningastefnu Seðlabanka HREIÐAR Már Sigurðsson að- stoðarforstjóri Kaupþings banka sagði á kynningarfundi á ársuppgjöri Kaupþings í gær að umtalsverð dulin verðmæti lægju í óskráðum eignum fé- lagsins. Hann sagði jafnframt að til greina kæmi að selja eitt- hvað af helstu óskráðum eign- um félagsins á árinu, en stærstu eignir bankans í óskráðum fé- lögum eru í Vífilfelli, Bonus Store Inc. og Karen Miller. Eignir Kaupþings banka í óskráðum félögum eru nú 4% af heildareignum og hafa farið minnk- andi hlutfallslega, en Hreiðar sagði að óskráðar eignir Kaupþings hefðu verið þyrnir í augum margra. „Allt sem við eigum er til sölu hve- nær sem er,“ sagði Hreiðar. Slæm afkoma eignastýringar Fram kom í máli hans að afkoma í eignastýringu hefði verið slæm og tap hefði numið 383 milljónum á síðasta ári og jókst úr 201 milljón árið áður. „Við erum að vonast til þess að afkoma í eignastýringu þessa árs verði umtalsvert betri.“ Hreiðar sagði að mjög góð af- koma hefði verið af markaðs- viðskiptum á síðasta ári, sér- staklega á fjórða ársfjórðungi, og hagnaður sviðsins hefði verið 712 milljónir króna fyrir skatta, og heildartekjur 2,3 milljarðar. Fyr- irtækjasvið hefði einnig gengið vel á árinu og verið rekið með 852 milljóna hagnaði og sömuleiðis hefði verið góð afkoma af fjárstýr- ingu og bankastarfsemi en hagn- aður var 882 milljónir og óx úr 177 milljónum króna. Innlán hafa stóraukist Hreiðar sagði að gjörbylting hefði orðið í fjármögnun bankans þar sem nú væru innlán orðin næst stærsti hluti fjármögnunar bank- ans, eða tæpir 72 milljarðar, en var 10,6 milljarðar árið áður. Hann sagði að markmiðið um þreföldun innlána sem hann hefði talað um fyrir ári síðan hefði gengið eftir. Eigið fé Kaupþings banka tvö- faldaðist á milli ára fjórða árið í röð úr 9,2 milljörðum í 18,3. Arðsemi eigin fjár síðustu fimm árin hefur verið 38% en markmiðið fyrir þetta ár er 15%. CAD hlutfall bankans er að vaxa umtalsvert á milli ára að því er fram kom í máli Hreiðars og fór úr 11,6% í 14,7%. Rekstrartekjur félagsins hafa vaxið um 63% á ári að meðaltali síð- an árið 1998 þegar þær voru 1.391 milljónir en voru á síðasta ári 9.909 milljónir. Hreiðar sagði að fyrirtækið ætli að halda áfram að vaxa og að stjórnendur teldu að góð tæki- færi væru bæði fyrir innri vöxt auk þess sem mörg yfirtöku- tækifæri væru á norrænum bankamarkaði. Hann sagði að á þessu ári færi mikill tími stjórnenda í að ná samlegð út úr núverandi ein- ingum. Hann sagði ennfremur að starfsemi á Íslandi færi niður fyrir 50% af tekjum félagsins á þessu ári. Hreiðar sagði aðspurður um út- rás félagsins til Lundúna, en Kaup- þing opnaði skrifstofu þar á síðasta ári, að félagið hefði verið með starfsmenn þar nær stanslaust í tvö ár, þó að „skrifstofan“ hefði verið á hótelherbergjum. Hann sagði að starfsemin í London hefði skilað fyrirtækinu bestum árangri í tekju- sköpun á fyrirtækjasviði og áfram yrði haldið á þeirri braut. Hreiðar sagði að fljótlega yrði nafni JP-Nordiska breytt í Kaup- thing-JP-Nordiska og svo í fyllingu tímans í Kaupthing eingöngu, en það vörumerki á að vera ríkjandi í framtíðinni á öllum einingum fé- lagsins. „Við ætlum að innleiða „Kaupþingskúltúrinn“ í Svíþjóð og gera starfsfólkið þar með meira söludrifið en nú er raunin.“ Að- spurður hvort Kaupþing hefði í hyggju að sækja um lánshæfismat sagði Hreiðar að í raun væri ekki eftir neinu að bíða í þeim efnum. Hann sagði það þó ekki há félaginu að hafa ekki sótt um lánshæfismat þar sem Kaupþing nyti ágætra kjara í sinni fjármögnum. Kynningarfundur á ársuppgjöri Kaupþings banka Morgunblaðið/Ásdís Umtalsverð dulin verðmæti í óskráðum félögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.