Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐ MINNSTA kosti 95 manns fór- ust þegar eldur blossaði upp á stjörnuljósasýningu á tónleikum rokkhljómsveitar í næturklúbbi í West Warwick í Rhode Island í fyrri- nótt. Húsið varð alelda á þremur mínútum og mikill troðningur varð þegar fólkið hljóp í ofboði að aðal- dyrunum. Yfir 180 manns voru flutt- ir á sjúkrahús og búist var við að dánartalan myndi hækka þar sem nokkurra var enn saknað. Eldurinn kviknaði þegar rokk- hljómsveitin Great White var að hefja tónleikana og stjörnuljós skut- ust upp í nokkrar sekúndur. Eldur- inn læsti sig um plasthljóðeinangrun á bak við hljómsveitina og breiddist út um loftið á örskammri stundu. Húsið fylltist af þykkum, svörtum reyk og varð alelda áður en slökkvi- lið kom á staðinn. Héldu að eldurinn væri hluti af sýningunni Sjónarvottar sögðu að tónleika- gestirnir hefðu í fyrstu haldið að eld- urinn væri þáttur í stjörnuljósasýn- ingunni og haldið áfram að fagna hljómsveitinni. Þegar eldurinn tók að breiðast út fóru nokkrir að að- aldyrum hússins en ofsahræðsla greip síðan um sig. Fólkið hljóp að aðaldyrunum en margir komust ekki út vegna troðningsins. Flest líkin fundust nálægt fram- dyrum hússins og mörg þeirra voru illa brunnin. Aðrir köfnuðu eða tróð- ust undir. „Þau reyndu að fara út sömu leið og þau komu inn. Það var vanda- málið,“ sagði sagði Charles Hall, slökkviliðsstjóri í West Warwick, um 25 km suðvestan við Providence, helstu borg Rhode Island. „Þau not- uðu ekki hina neyðarútgangana þrjá.“ Hafði ekki leyfi til stjörnuljósasýningar Slökkviliðsstjórinn sagði að næt- urklúbburinn hefði staðist eldvarna- kröfur við skoðun 31. desember eftir smávægilegar lagfæringar. Skemmtistaðurinn hefði ekki haft leyfi til stjörnuljósasýningarinnar og engin úðunartæki hefðu verið í hús- inu, enda hefði þess ekki verið kraf- ist vegna þess að byggingin var til- tölulega lítil. Jack Russell, aðalsöngvari Great White, kvaðst hafa rætt við fram- kvæmdastjóra næturklúbbsins fyrir tónleikana og hann hefði samþykkt stjörnuljósasýninguna. Sviðstækni- maður skemmtistaðarins, Paul Vanner, kvaðst þó ekki hafa vitað að hljómsveitin ætlaði að skjóta upp stjörnuljósum. Hann sagði að slíkar sýningar hefðu áður verið haldnar á tónleikum í næturklúbbnum, en allt- af undir eftirliti sérfræðings með til- skilin starfsleyfi. Í þetta sinn hefði enginn eftirlitsmaður verið á sviðinu. Slökkviliðsstjórinn sagði að 300 manns hefðu mátt vera í húsinu en færri hefðu verið á tónleikunum. Næturklúbburinn nefndist The Sta- tion og var í einnar hæðar byggingu sem var reist fyrir um 60 árum. „Þau gátu ekkert gert“ Aðeins sviðin grind hússins stóð uppi. Hundruð slökkviliðs- og lög- reglumanna voru á staðnum og báru illa brunnin lík úr rústunum. Nokkurra var enn saknað, þeirra á meðal Ty Longley, gítarleikara Great White. Yngstu fórnarlömb eldsins voru á táningsaldri og þau elstu um fertugt. Robin Petrarca, 44 ára kona á meðal tónleikagestanna, var einn og hálfan metra frá dyrunum en sagði að reykurinn hefði verið svo þykkur að hún hefði ekki séð þær. Hún hras- aði og lenti í troðningnum en komst út. „Þau gátu ekkert gert, eldurinn gaus svo hratt upp.“ Tók brunann upp á myndband Brian Butler var að taka tón- leikana upp á myndband fyrir sjón- varpsstöðina WPRI vegna fréttar um öryggismál næturklúbba. Á upp- tökunni sáust hrúgur af fólki, sem lá hvað ofan á öðru og reyndi að skríða út úr skemmtistaðnum. „Sumir reyndu strax að forða sér [þegar eldurinn gaus upp] en aðrir sátu bara og sögðu „vá, þetta er snjallt“ og ég man þessi orð vegna þess að ég hugsaði með mér að þetta væri ekkert snjallt og nú ættu allir að forða sér út,“ sagði Butler. „Fólk reyndi að hjálpa hvað öðru og braut rúður,“ sagði Butler. „Fólk- inu var alveg sama um öll skurðsár- in, meiðslin og brunasárin, vildi bara komast út úr byggingunni.“ „Hvernig gat þetta gerst?“ „Ég fann allt í einu mikinn hita,“ sagði Russell, söngvari hljómsveit- arinnar, sem stökk af sviðinu ásamt félögum sínum þegar hann gerði sér grein fyrir því að ekki yrði hægt að slökkva eldinn. „Ég sá að plast- klæðningin logaði og fyrr en nokk- urn varði var allt húsið í ljósum log- um.“ Söngvarinn kvaðst hafa reynt að skvetta vatni úr flösku á eldinn en án nokkurs árangurs og öll ljósin í hús- inu hefðu síðan slökknað. „Það var ótrúlegt hvað eldurinn gaus hratt upp.“ Don Garcier, ríkisstjóri Rhode Island, kvaðst furða sig á því að slíkt skyldi geta gerst. „Það vakna alls konar spurningar um hvernig þetta gat gerst og hvers vegna þetta gerð- ist,“ sagði ríkisstjórinn. „Slökkviliðs- stjórinn sagði að stjörnuljósasýning- in hefði ekki verið leyfð. Hvers vegna var þetta þá ekki stöðvað?“ Einn mannskæðasti bruni í sögu Bandaríkjanna Great White er þungarokkshljóm- sveit og á meðal þekktust laga henn- ar eru „Once Bitten, Twice Shy“ og „Rock Me“. Hún var stofnuð í Los Angeles á níunda áratugnum og plötur hennar hafa selst í sex millj- ónum eintaka. Hún var tilnefnd til Grammy-verðlauna árið 1990. Þetta er annað stórslysið í banda- rískum skemmtistað á fjórum dög- um. 21 fórst og yfir 50 slösuðust í miklum troðningi í næturklúbbi í Chicago aðfaranótt mánudags þegar ofsahræðsla greip um sig eftir að ör- yggisvörður beitti piparúða til að skilja að áflogaseggi. Eldsvoðinn í fyrrinótt er mann- skæðari en bruninn í byggingu sér- trúarsafnaðar í Waco í Texas árið 1993 þegar nær 80 manns fórust. Mannskæðasti bruni sögunnar í bandarískum næturklúbbi varð í nóvember 1942 þegar 491 maður fórst í næturklúbbnum Cocoanut Grove í Boston. AP Slökkviliðs- og björgunarmenn bera lík út úr næturklúbbnum The Station í West Warwick í Rhode Island eftir eldsvoðann mannskæða í fyrrinótt. Tugir manna farast í eldsvoða í næturklúbbi West Warwick. AP, AFP. Ofsahræðsla greip um sig meðal gestanna eftir að eldur kviknaði vegna stjörnuljósasýningar AP Robin Petrarca (t.h.) og 44 ára kona, sem lifði af eldsvoðann, með vinkonu. TALSMENN stjórnvalda á Filipps- eyjum drógu í gær úr fréttum um, að bandarískir hermenn myndu taka þátt í bardögum gegn múslímskum uppreisnarmönnum á eyjunum. Sögðu þeir, að ekki væri enn ljóst hvernig staðið yrði að fyrirhugaðri sókn gegn þeim. „Það er ekkert afráðið í þessum efnum,“ sagði Angelo Reyes, varn- armálaráðherra Filippseyja, um þá frétt, sem höfð var eftir ónefndum embættismanni í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu, að um 1.750 bandarískir hermenn myndu taka þátt í sókn gegn skæruliðum Abu Sayyaf-hreyfingarinnar á eyjunni Jolo í suðurhluta eyjaklasans. Sagði Reyes, að það eitt væri víst, að að þessum aðgerðum yrði staðið í sam- ræmi við filippísk lög en stjórnar- skráin bannar þátttöku erlendra hermanna í átökum á filippískri grund. Reyes bætti því við, að hann færi til Washington um helgina og myndi þá ræða þessi mál við kollega sinn, Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna. Ekki bandarískir hermenn Manila. AFP. STEFNT er að því, að allir íbú- ar Evrópusambandsríkjanna verði komnir með sérstakt heilsukort í hendurnar um mitt næst ár en það veitir þeim rétt á læknisþjónustu hvar sem er innan sambandsins. Með heilsukortinu á að út- rýma alls konar skriffinnsku, sem nú fylgir því að leita sér lækninga í öðru ESB-ríki en sínu eigin. Hafa þeir fengið að finna fyrir því, sem búa eða starfa utan heimalandsins, og mörg dæmi eru um, að dregist hafi að veita fólki bráðaþjón- ustu vegna mikillar pappírs- vinnu. Nýju heilsukortin eiga að breyta þessu og tryggja, að fólk fái þá þjónustu, sem það hefði ella fengið í sínu landi. Er þetta liður í margvíslegri samræm- ingarstarfsemi innan ESB. Heilsukort innan ESB Brussel. AP. STARFSMENN áfengiseinkasölu ríkisins í Svíþjóð drekka næstum 50% meira áfengi en aðrir lands- menn til jafnaðar. Er það nið- urstaða könnunar, sem gerð var meðal þeirra. Röksemdir sænskra yfirvalda fyrir einkasölu ríkisins á áfengi eru ekki síst þær, að með henni sé í raun verið að takmarka áfeng- isneyslu og draga um leið úr þeim alvarlegu afleiðingum, sem henni geta fylgt. Af þessum sökum meðal annars hefur könnunin vakið mikla athygli og hefur stjórn einkasöl- unnar ákveðið að herða reglur um áfengisneyslu starfsmanna. Karl- menn í hópi starfsmannanna kváð- ust drekka 7,7 lítra af hreinum vín- anda á ári en landsmeðaltalið er 5,2 lítrar. Konurnar áætluðu sína drykkju 3,7 lítra en meðaltalið er 2,7 lítrar. Þá kemur fram, að sjö af tíu karlmönnum og sex af tíu kon- um fóru að drekka meira eftir að hafa hafið störf hjá einkasölunni. Björn Rydberg, talsmaður einka- sölunnar, sagði, að svo virtist sem starfsmennirnir drykkju ekki verr en aðrir í hvert sinn en augljóslega oftar en almennt gerðist. Hann tók hins vegar skýrt fram, að starfs- fólkið fengi ekki áfengi á öðrum kjörum en aðrir landsmenn. Varasamur vinnustaður Stokkhólmi. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.