Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ EIN allra drungalegasta byggingin í þessari grámyglulegu borg er lág- reist steinsteypt blokk í vindbörðum borgarjaðrinum, sem hefur verið heimili Pavels Mazheika frá því í september sl.: Svefnskáli nr. 3. Þótt heitið minni á stúdentagarða eru rimlar fyrir gluggum og lögregla á vakt við járnbentar dyrnar við inn- ganginn. Og nágrannar Masheika eru ekki námsmenn: Einn var dæmdur fyrir mútur, annar er iðjulaus faðir, og sá þriðji reyndi að stela bíl. Masheika sjálfur er blaðamaður, einn þriggja starfsbræðra sem í fyrra voru dæmdir til útlegðar innanlands fyrir meintan rógburð um forsetann, Alexander Lúkasjenkó, en gagnrýn- endur hans saka hann um að innleiða á ný gerræðisstjórnarhætti eins og tíðkuðust á sovéttímanum, sem bæla niður allt andóf og halda efnahagslíf- inu í spennitreyju. Síðan í september hefur Masheika vaknað við skerandi bjölluhringingu á hverjum morgni kl. 6:30 og unnið í ellefu tíma á dag við að burðast með trjáboli í sögunarmyllu. Og ekki kom- izt í sturtu nema ganga langa leið ut- andyra. Allir „íbúarnir“ verða að vera komnir inn til sín fyrir kl. 22:30 og stór gluggi á dyrum hvers herbergis þýðir að verðir geta litið inn hvenær sem er. Masheika, sem er 24 ára gamall, var upprunalega tjáð að hann gæti setið refsingu sína af sér í grennd við heimili sitt í bænum Grodno, vestast í landinu. En á síðustu stundu var ákveðið að hann skyldi sendur til Zhlobin í suðausturhorni landsins, um 425 km að heiman. Úr umbótasinna í valdníðing Mazheika fékk dóm sinn mildaðan í tveggja ára „takmarkað frelsi“. Verð- irnir hafa sagt honum að hann gæti fengið sig látinn lausan fyrr ef hann sýnir góða hegðun, en forsenda fyrir því er að hann játi á sig sök – og það mun hann aldrei gera. „Ég iðrast þess ekki að ég skuli vilja lifa í venju- legu landi með prent- og tjáning- arfrelsi,“ segir hann. Masheika var dæmdur fyrir grein sem hann skrifaði, þar sem gefið var í skyn að forsetinn beitti andstæðinga sína ofbeldi. Hún birtist aðeins á Net- inu þar sem prentupplag blaðins var gert upptækt áður en því var dreift. Lúkasjenkó náði fyrst kjöri til forseta sem frambjóðandi gegn spillingu. Hann tók fljótlega til við að þjarma að þeim sem ekki gerðust honum undirgefnir og stóð gegn umbótum í efnahagslífinu í átt að frjálsu mark- aðshagkerfi; hann hélt mestöllu at- vinnulífinu í höndum ríkisins til að hafa sem víðtækasta stjórn á því. Ár- ið 1996 leysti hann upp þjóðþingið og kallaði saman nýtt þing skipað ein- tómum jábræðrum, í kjölfar þjóð- aratkvæðagreiðslu þar sem hann lét kjósendur leggja blessun sína yfir stjórnarskrárbreytingar sem færðu honum aukin völd og framlengdu kjörtímabil hans um tvö ár. Erindrekar vestrænna ríkja í Minsk segja að stjórnvöld hafi hert á tilraunum til að múlbinda fjölmiðla sem gagnrýndu Lúkasjenkó í kosn- ingabaráttunni fyrir forseta- og þing- kosningar sem fram fóru í september 2001, þar sem hann fékk formlega umboð kjósenda til að sitja fimm ár í viðbót á forsetastóli – í kosningum sem fulltrúar Evrópusambandsins og Bandaríkjanna vottuðu að hefðu farið allt annað en frjálst og rétt fram. Talsmenn mannréttindasamtaka segja að níu hvít-rússneskum dag- blöðum hafi verið lokað eða ýtt út af markaði á síðasta ári. Landið er eina fyrrverandi sovétlýðveldið þar sem leyniþjónustan ber enn heitið KGB og margir borgarar vilja ekki láta nafns síns getið ef þeir eru beðnir að tjá sig af hreinskilni um stjórnarherr- ana, af ótta við að vera leitaðir uppi. „Höfuðbandamaður hans er ótt- inn,“ segir stjórnarandstæðingurinn Anatolí Lebedko, en á veggjum skrif- stofu hans hanga myndir af sex stjórnmálamönnum og öðru fólki sem hafa horfið eða látið lífið undir grun- samlegum kringumstæðum á síðustu árum. Stjórnarandstaðan sakar Lúk- asjenkó um að eiga hluta að máli að þessum mannshvörfum. En Lúkasjenkó nýtur þó enn stuðnings meðal töluverðs hluta landsmanna, einkum elztu kynslóð- arinnar, þar sem hann hefur lagt áherzlu á að eftirlaun (þótt lág séu) séu greidd með skilum og kunnað lagið á því að nýta sér fortíðarþrá fólks eftir „góðu gömlu dögunum“ á tímum Sovétríkjanna; þrá eftir fé- lagslegu öryggi og því að lögum og reglu sé haldið uppi málamiðl- unarlaust. Óánægjuröddum fjölgar Þó fer óánægjuröddum fjölgandi. Æ fleiri kvarta yfir seinkunum á launagreiðslum, síminnkandi kaup- mætti og skortinum á efnahags- umbótum sem margir, ekki sízt yngra fólk, telur nauðsynlegar. Ein mikilvægasta útflutnings- tekjulind Hvíta-Rússlands er vopna- sala. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknaþjónustu Bandaríkjaþings var landið á síðasta ári í 11. sæti yfir um- svifamestu vopnaútflytjendur í heim- inum, með veltu upp á um 200 millj- ónir bandaríkjadala, um 16 milljarða króna. Hernaðarsamvinna Hvít-Rússa við Íraka hefur reitt ráðamenn í Wash- ington til reiði, og Bandaríkin og öll Evrópusambandslöndin nema Portú- gal hafa lýst Lúkasjenkó og aðra æðstu ráðamenn Hvíta-Rússlands óæskilega gesti vegna ástandsins í mannréttindamálum í landinu. Á síðasta áratug vann Lúkasjenkó sér hylli meðal hinna tíu milljóna landsmanna sinna - og fjárhagsstuðn- ing frá Rússlandi - með því að halda á lofti hugmyndum um endursamein- ingu grannþjóðanna, en slíkar hug- myndir nutu hljómgrunns hjá millj- ónum manna í báðum löndum sem harma hrun Sovétríkjanna. En Vladimír Pútín Rússlands- forseti gerði Lúkasjenkó grikk síð- astliðið sumar, þegar hann bauð upp á áætlun um innlimun Hvíta- Rússlands í Rússland. Lúkasjenkó hafnaði henni móðgaður og hefur upp frá þessu lagt mikla áherzlu á mik- ilvægi þess að landið haldi fullveldi sínu. Vangaveltur eru uppi um að Lúk- asjenkó hyggi á að efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu til að fá stjórn- arskránni breytt þannig að hann geti boðið sig fram til forseta þriðja kjör- tímabilsins í röð. Mazheika, sitjandi á fangelsislegu járnrúminu í svefnskálanum í Zhlob- in, er ekki hrifinn. „Þeim mun fyrr sem hægt er að breyta ástandinu, því betra,“ segir hann. En Galina Va- siltsjenkó, sem selur uppstoppuð dýr fyrir utan aðaljárnbrautarstöðina í Zhlobin, á torgi sem stærðar stytta af Lenín trónir yfir, segist myndu kjósa Lúkasjenkó aftur. Hún segist hafa kunnað vel að meta forsetann á fyrsta kjörtímabili hans, en varð fyrir von- brigðum með skattahækkanir og efnahagsörðugleikana á seinna kjör- tímabilinu. „Við vonum að þriðja kjörtímabilið verði betra,“ segir hún. AP Zhlobin-búinn Valentina Naumenko málar steingirðingu í frostveðri á dögunum, en henni og tugum annarra vinnufélaga hennar var gert að fríska upp á útlit mannvirkja sem leið Lúkasjenkós forseta mun liggja um er hann kemur í heimsókn til borgarinnar. Hann er sakaður um að hafa innleitt á ný gerræðisstjórnarhætti sovéttímans. AP Pavel Mazheika, blaðamaður sem var dæmdur til að sæta tveggja ára „tak- mörkuðu frelsi“ fyrir meintan rógburð um Alexander Lúkasjenkó forseta. Þjóð í greipum fortíðar Zhlobin í Hvíta-Rússlandi. Associated Press. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rúss- lands, heldur þjóðfélagi og efnahagslífi þessa fyrrverandi Sovétlýðveldis í járngreipum. ’ Höfuðbandamað-ur hans er óttinn. ‘ JACQUES Chirac Frakklandsforseti hefur nú blandað sér í harða deilu aðdáenda 19.-aldar tónskáldsins Hectors Berlioz um hvort það ætti að verða fyrsti franski tónlistarmaðurinn sem fengi jarðneskar leifar sínar fluttar í helg- ustu vé landsins, Pantheon-grafhýsið í París. Í ár verður þess minnzt með ýmsum hætti í Frakklandi að tvö hundruð ár eru frá fæðingu Berlioz. Nefndin sem hafði umsjón með und- irbúningi hátíðartónleikaraðar og annarra viðburða af þessu tilefni vonaðist til að há- punktur minningardagskrár ársins yrði hátíð- leg athöfn í júní, þar sem jarðneskar leifar tónskáldsins yrðu fluttar í Pantheon. Fengju þær þar með að liggja undir sama þaki og aðr- ar hetjur franskrar menningar. En þessi áform kölluðu á hörð andmæli af hálfu margra aðdáenda Berlioz. Hafa þau valdið því að Chirac forseti – sem einn hefur vald til að taka ákvörðun um hver fái að hvíla í Pantheon – er sagður hafa ákveðið að athöfn- inni skuli frestað. Berlioz fæddist árið 1903 í Suðaustur- Frakklandi og varð frægur er sinfónía hans Symphonie Fantastique var frumflutt árið 1830. Þótt hann hafi ekki verið sérlega af- kastamikill höfundur – eftir hann liggja fjórar sinfóníur, þrjár óperur, ein sálumessa og um 20 minni verk - og léki ekki sjálfur á neitt hljóðfæri nýtur hann viðurkenningar sem stór- brotið tónskáld. Er hann sagður hafa tekið „við kyndli rómantísku stefn- unnar í tónlistinni af Beethoven og [borið] hann í hendur Wagners síðar,“ eins og AFP-fréttastofan kemst að orði. Ekki spámaður í eigin heimalandi Í lifanda lífi hlaut Berlioz takmarkaða við- urkenningu í heimalandi sínu; mun meiri eft- irsókn var eftir að flytja verk hans í Þýzka- landi, Bretlandi og Ítalíu og enn þann dag í dag er hann þekktari utan landamæra Frakk- lands en meðal landa sinna. „Það hefur ætíð vakið furðu mína að engin gata í París skuli vera nefnd eftir mesta tón- skáldi Frakklands fyrr og síðar. Það er ótrú- legt,“ segir Michel Austin, sem heldur úti heimasíðu á Netinu um Berlioz frá St. And- rews í Skotlandi. Það var í því skyni að gera eitthvað í þessu langvarandi skeytingarleysi um minningu listamannsins sem afmælisnefndin, undir for- ystu Georges Hirsch, aðalhljómsveitarstjóra Orchestre de Paris, lagði til að Berlioz yrði fundinn hvílustaður við hlið helztu jöfra franskrar menningarsögu eins og Voltaire og Victor Hugo. „Þetta er virðingarvottur sem löngu var orðinn tímabær,“ segir Hirsch. „Ekki nóg með að Berlioz hafi verið snillingur í tónsmíðum, heldur var hann jafnframt mikill rithöfundur og nýjungamaður. Margar kenningar nú- tímans um hljómsveitarstjórn eru frá honum runnar. Um lífdaga sína sóttist hann eftir við- urkenningu en hlaut hana aldrei, svo að hann myndi vafalaust samþykkja [að verða fluttur til hinztu hvílu í Pantheon].“ En hugmyndinni var harðlega andmælt. Margir unnendur tónskáldsins bentu á, að fyr- ir dauða sinn árið 1869 hefði hann óskað þess að vera grafinn í Montmartre-kirkjugarði, við hliðin á konunum tveim sem hann kvæntist um ævina. Aðrir setja stjórnmálaskoðanir hans fyrir sig. Hann hafi aldrei verið mikill stuðnings- maður lýðveldisins og tekið því fagnandi er Napóleon III rændi völdum árið 1851; franskir vinstrimenn nútímans álíta þetta eitt og sér útiloka að hann eigi heima í hetjuhöll franska lýðveldisins. „Það kann að vera að hann hafi fundið nú- tíma(symfóníu)hljómsveitina upp, en er hann var á lífi var hann hreinn og klár afturhalds- maður,“ skrifaði Joel-Marie Fauquet, frétta- skýrandi Le Monde. Þó eru flestir fræðimenn sammála um að Berlioz hafi verið áhugalítill um stjórnmál og hafi einfaldlega viljað koma sér í mjúkinn hjá ráðamönnum sem vörðu fé til verkefna sem hljómsveitarstjóranum og tón- skáldinu þóttu eftirsóknarverð. Í ljósi þessara skiptu skoðana er Chirac nú sagður hafa kveðið upp Salómonsdóm; að heimilt skuli að flytja kistu Berlioz frá Mont- marte í Pantheon, en vegna þess hve skammt sé liðið frá síðustu slíkri athöfn, er jarðneskar leifar rithöfundarins Alexandre Dumas voru færðar þangað í lok síðasta árs, skuli fresta framkvæmdinni um óákveðinn tíma. Þannig hafa báðar fylkingar aðdáenda Berl- ioz getað hrósað sigri – í bili. Fær Berlioz inni í Pantheon? ’ Ekki nóg með að Berliozhafi verið snillingur í tón- smíðum, heldur var hann einnig mikill rithöfundur og nýjungamaður. ‘ Hector Berlioz París. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.