Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 28
ÚR VESTURHEIMI 28 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞESSI styrkur skiptir okkur mjög miklu máli og við þökkum ís- lensku ríkisstjórninni fyrir veittan stuðning,“ segir Julianna S. Bjorn- son, formaður útgáfustjórnar vest- ur-íslenska vikublaðsins Lög- bergs–Heimskringlu í Winnipeg í Kanada, um árlegan íslenskan rík- isstyrk til blaðsins. Íslenska ríkisstjórnin hefur styrkt Lögberg–Heimskringlu um árabil en í fyrra var árlegi styrk- urinn hækkaður úr 7.000 kanadísk- um dollurum í 15.000 dollara og er upphæðin óbreytt í ár. Fyrir skömmu afhenti Kornelíus Sig- mundsson, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, styrkinn fyrir hönd rík- isstjórnarinnar, en Julianna og Lillian Vilborg, ritstjóri blaðsins, tóku við honum fyrir hönd blaðsins. Julianna segir að peningarnir komi sér vel. „Það er erfitt að ná endum saman því tekjur af áskrift og auglýsingum nægja ekki til að standa undir rekstrinum og því skipta svona framlög gífurlega miklu máli,“ segir hún. Lögberg–Heimskringla Útgáfustyrkurinn kemur sér vel Ljósmynd/Lögberg-Heimskringla Lillian Vilborg, ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu, og Julianna Bjornson, stjórnarformaður, taka við styrknum frá Kornelíusi Sigmundssyni, aðalræðismanni Íslands í Winnipeg. Í VETUR verðlaunaði Sögu- félag Manitoba Joel Frið- finnsson fyrir verkefni sem hann gerði í sögu við menntaskólann í Arborg í Manitoba, en hann segir að verk- efnið hafi kennt sér mikið um ís- lenskan uppruna sinn og fjölskyldu sína. „Ég tók þátt í samkeppni fyrir unga sagnfræðiáhugamenn ásamt fjölmörgum nemendum vítt og breitt í Manitoba. Ég sendi inn 350 síða verkefni með mörgum mynd- um, en vinna mín fólst í því að setja saman íslenska fjölskyldutréð okk- ar. Það var sérstaklega fræðandi að vinna við þetta og ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir það hjá Sögufélagi Manitoba. Ég fékk önn- ur verðlaun í samkeppninni en sig- urvegarinn er í einkaskóla í Winni- peg. Þetta var mikil vinna og ómældur tími fór í hana, nær allur frítími minn í fyrra, en þeim tíma var vel varið. Að minnsta kosti er mér sagt að það sé ekki slæmt að fá verðlaun í þessari samkeppni, hvað þá önnur verðlaun.“ Stoltur af upprunanum Joel hefur gífurlegan áhuga á öllu sem íslenskt er, er stoltur af hinu sívaxandi íslenska bókasafni sínu og kortinu af Íslandi sem hann fékk í afmælisgjöf frá afa sínum og ömmu. Hann á ættir að rekja til Ís- lands í bæði móður- og föðurætt og býr í íslensku umhverfi á sveita- bænum Skækli skammt austan við Árborg í Manitoba. „Þetta getur ekki verið betra,“ segir hann og vísar til alls þess ís- lenska í kringum sig. Þegar hann er spurður hverra manna hann sé stendur ekki á svarinu enda pilt- urinn, sem verður 18 ára í maí, þar á heimavelli og þarf enga Íslend- ingabók til að rekja ættir sínar, með fullri virðingu fyrir því göfuga og þarfa verki. Faðir hans er Brian Halldór Friðfinnsson. Foreldrar hans eru Númi Friðfinnsson og Ásta Hall- dóra Finnsson Friðfinnsson. For- eldrar Núma voru Kristmundur Númi Sigurðsson Friðfinnsson og Jakobína Helgadóttir. Foreldrar Kristmunds voru Sigurður Frið- finnsson og Kristrún Pétursdóttir frá Kolbeinsdal í Skagafirði, en þau voru á meðal þriggja fyrstu fjöl- skyldnanna sem settust að í Geysi- sbyggðinni. Foreldrar Jakobínu voru Helgi Jakobsson og Ingibjörg Böðvarsdóttir. Foreldrar Ástu voru Friðrik Finnsson og Helga Guð- björg Fjeldsted. Foreldrar Friðriks voru Sigurður Finnsson og Hildur Jónína Sigfúsdóttir. Foreldrar Helgu voru Guðmundur Fjeldsted og Jakobína Einarsdóttir. Móðir hans heitir Heather Jóna Sigurðs- son Friðfinnsson og eru foreldrar hennar Sigurjón Donald Sigurðs- son og Shirley Langtry, sem er írsk. Foreldrar Sigurjóns voru Magnea Jónsdóttir og Sigurjón Arnþór Sigurðsson. Foreldrar Magneu voru Ólafur Jónsson og Ragnheiður Bjarnadóttir. For- eldrar Sigurjóns Arnþórs voru Sig- urjón Sigurðsson og Jóna Guðríður Jónsdóttir Vopni, en þessi langa- langamma Joels flutti vestur frá Vopnafirði skömmu fyrir 1890. Áhuginn kviknaði í skólanum „Ég er frá Fjalli í Kolbeinsdal í Skagafirði og Borgarfirði í föð- urætt og frá Snæfellsnesi, Núpi í Axarfirði, Húnavatnssýslu og Vopnafirði í móðurætt,“ segir Joel. „Ég hef alltaf verið hérna í sveit- inni innan um fólk af íslenskum ættum, sem talar íslensku, og alltaf verið hreykinn af upprunanum, en þrátt fyrir íslenska umhverfið byrj- aði þessi áhugi ekki af alvöru fyrr en í skólanum í fyrra. Ég var í sögu hjá Nelson Gerrard og stöðugt tal hans um Ísland og íslensk málefni kveikti í mér. Ég heillaðist af ís- lensku menningunni, fólkinu og tungumálinu og ákvað að kynna mér þessi málefni betur. Því byrj- aði ég í íslenskunámi og hóf að lesa bækur um Ísland. Eftir því sem ég lærði meira því áhugasamari varð ég, en þótt ég skilji svolítið í málinu og þekki mörg orð finnst mér erfitt að mynda setningar. En það kemur og ég legg mikla áherslu á að skrifa íslenskuna rétt. Ég þoli ekki að gera vitleysur.“ Fyrir um tveimur árum fékk menntaskólinn í Árborg íslensku þjóðargjöfina, Íslendingasögurnar á ensku í fimm bindum, og er Joel byrjaður að lesa bækurnar auk þess sem hann segist gjarnan fá ís- lenskar bækur að láni hjá Núma, afa sínum. Þegar Morgunblaðið heimsótti hann var hann rétt búinn að lesa Þorleifs þátt jarlaskálds. „Ég les allt sem ég kemst yfir um Ísland og nýverið las ég til dæmis mjög áhugaverða bók eftir Magnús Magnússon, Iceland Saga, sem er mjög fræðandi og ég varð margs vísari um sögu Íslands eftir lest- urinn, en Magnús er reyndar skyld- ur mér. Ég er líka mjög áhuga- samur um sögu Nýja Íslands og þar hefur komið sér vel að geta leitað í smiðju nágranna minna, Nelsons Gerrards, Davids Gislasonar og Svövu Sæmundson, auk þess sem afar mínir og ömmur hafa veitt mér mikla aðstoð. Þetta er mitt helsta áhugamál og það er ekki leiðinlegt.“ Íslenskan mikilvæg Íslenskan er á undanhaldi í Nýja- Íslandi en Joel hefur af því nokkrar áhyggjur og vill spyrna við fótum. „Unga fólkið verður að læra málið og tala það því annars hverfur ís- lenskan hérna. Ég vil læra málið eins vel og ég get til að halda því á lofti þegar gamla fólkið deyr.“ Íslenskufélögin reyna að við- halda íslenskunni með því að bjóða upp á íslenskunámskeið af og til og segir Joel að allt þetta starf skipti miklu máli. „Það verður einhver að sjá um kennsluna,“ segir hann, en Joel er í stjórn Íslendingafélagsins Esju í Árborg og leggur þar sitt af mörkum í þjóðræknisstarfinu. „Ég geri eins mikið og ég get, því arf- leifðin skiptir miklu máli, og mér finnst það viss viðurkenning, þegar krakkarnir kalla mig mister Ice- land eða herra Ísland.“ Það er ekki algengt að hitta ung- linga í Vesturheimi með eins mik- inn áhuga á Íslandi og Joel, en hann veit hvað hann vill. „Ég hef ekki enn farið til Íslands en von- andi gefst tækifæri til þess í sumar. Ég hef verið að velta þátttöku í Snorraverkefninu fyrir mér, en held að ég fari frekar fyrst í frí til Íslands með fjölskyldunni,“ segir hann en hann á eina systur, Lauru. Íshokkí heillaði fyrst Joel virðist vera ósköp venjuleg- ur menntaskólastrákur, en hann segir að sveitakrakkar séu öðruvísi en þorpsbörn, að ekki sé minnst á unglinga í borgun. „Við lærum til dæmis að keyra bíl miklu fyrr en aðrir krakkar og vitum miklu meira um lífið í sveitinni og þekkj- um vinnuna af eigin raun en hinir krakkarnir lesa bara um þetta starf í skólabókum.“ Í innkeyrslunni við íbúðarhús fjölskyldunnar er íshokkímark og í ljós kemur að Joel spilar þjóð- aríþrótt Kanada. Það er mikill íþróttaáhugi í Kanada en Joel seg- ist aðeins spila íshokkí ánægjunnar vegna. „Þegar ég var yngri vildi ég verða atvinnumaður og leika í NHL-deildinni en eftir því sem ég varð eldri gerði ég mér betur grein fyrir því að ég hafði ekki næga hæfileika til að komast í fremstu röð og hugsaði því ekki meira um það. En mér finnst gaman að horfa á leiki í NHL-deildinni. Ég er líka í blakliði, spila golf á sumrin og var í fótbolta en hætti því. Stærðarinnar vegna gæti ég verið í körfubolta en sú íþrótt heillar mig ekki og því læt ég hana vera.“ Varðveislan mikilvæg Þótt ekki séu nema rúm 127 ár síðan Íslendingar settust að á Nýja Íslandi hefur ýmislegt fallið í gleymskunnar dá. Sem betur fer eru menn samt á varðbergi og Joel er í hópi þeirra sem vilja varðveita söguna og leggja sitt af mörkum til að gera það sem best. Í því sam- bandi má nefna að hann vinnur að því í hjáverkum að skrifa fjöl- skyldusögur í bók um Hnausa- byggðina og ennfremur er hann að safna upplýsingum varðandi kirkjugarð nokkurn. Þannig vill til að í Geysisbyggðinni, skammt fyrir austan Skækil, er kirkjugarður frá því skömmu eftir komu Íslendinga á svæðið, en engar merkingar við grafirnar. Joel, Nelson Gerrard og Pálmi Palsson, bóndi í Grenihlíð, ákváðu að reyna að hafa upp á, hverjir hefðu verið jarðaðir þarna, og meðal annars skrifaði Joel grein í fyrra í vikublaðið Lögberg- Heimskringlu þar sem hann óskaði eftir upplýsingum. „Ef og þegar við fáum nöfnin getum við sett upp minnisvarða með þeim. Í fyrrasum- ar merktum við 30 grafir í kirkju- garði á jörðinni Kirkjubóli á Heclu- eyju, en þar höfðu 30 manns dáið úr bólusótt 1876. Ein langalanga- langamma mín var jörðuð í þessum kirkjugarði, en hún dó úr bólusótt og lét eftir sig langalangalangafa minn, Kristján Finnsson, og tvö ung börn. Hann dró börnin á sleða til Norður-Dakóta, þar sem for- eldrar konu hans bjuggu, og börnin voru hjá þeim þar til þau voru orð- in nógu gömul til að flytja aftur til föður síns.“ Joel lýkur menntaskólanámi í vor og gerir ráð fyrir að hefja nám við Manitobaháskóla í Winnipeg í haust. „Ég geri ráð fyrir að ég taki meðal annars íslensku og einhvers konar sögu við íslenskudeildina,“ segir hann og bætir við að því fylgi mikil tilhlökkun að byrja í há- skólanámi. „Það verður tilbreyting að flytja að heiman en einhvern tíma verður það að gerast og það verður áhugavert að búa í Winni- peg í nokkur ár.“ Upprunan- um haldið hátt á lofti Morgunblaðið/Steinþór Joel Friðfinnsson, Brian Halldór Friðfinnsson, faðir hans, og Sigurjón Donald Sigurðsson, móðurafi, við innkeyrsluna að bæ fjölskyldunnar. Morgunblaðið/Steinþór Joel Friðfinnsson við kirkjugarðinn í Fljótshlíð skammt frá Árborg. Menntaskólapiltur af íslenskum ættum í Manitoba verðlaunaður fyrir íslenskt ættfræðiverkefni steg@mbl.is Skækill heitir bær í Nýja Íslandi í Manitoba í Kanada, en þar býr enginn smástrákur, heldur hávaxinn piltur, Joel Friðfinnsson, með fjölskyldunni. Steinþór Guðbjartsson heimsótti Joel og forvitnaðist um Íslands- áhuga hans, en hann var nýlega verð- launaður fyrir íslenskt ættfræðiverkefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.