Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 33 EITT meginverkefni nútíma- stjórnmála er að vinna að gagn- særri og opinni stjórnsýslu, tryggja skilvirkni í opinberri þjón- ustu og greiða götur almennings að stefnumótun og ákvörðunum kjörinna stjórnvalda. Ástæðan er einföld. Æ fleiri setja spurn- ingamerki við að stjórnvöld taki ákvarðanir í krafti almannavalds nema þær séu teknar fyrir opnum tjöldum, studdar traustum rökum og dragi ekki taum sérhagsmuna á kostnað almannahags. Ef stjórn- málum mistekst að ávarpa þessi vandamál mun áfram draga úr trausti á stjórnmálamönnum og stofnunum samfélagsins. Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti á fyrsta fundi sínum eftir kosningar síðastliðið vor að efna til lýðræðisverkefnisins Greiðar götur til að takast á við þessa nýju tíma. Hornsteinar þess er að vinna að breytingum í stjórnkerfi, við stefnumótun og stjórn borg- arinnar til að taka mið af rétti al- mennings til upplýsinga, þátttöku og sanngjarnrar málsmeðferðar. Fjórða áherslusvið Greiðra gatna, hverfalýðræði, hefur komið til um- ræðu í vikunni í kjölfar prýði- legrar skýrslu Svanborgar Sig- marsdóttur stjórnmálafræðings um hverfaráð í Reykjavík. Hún var unnin á vettvangi Borg- arfræðaseturs og aðgengileg á heimasíðu þess. Samþykkt var í borgarstjórn Reykjavíkur haustið 2001 að stofna hverfisráð í öllum hverfum borgarinnar. Kosið var til þeirra í kjölfar kosninganna 2002 og hófu þau starfsemi á síðastliðnu hausti. Hverfaráðum er ætlað að vera samráðsvettvangur sem á að stuðla að hvers konar hverf- isbundnu samráði, móta stefnu fyrir hverfin, og beita sér í mál- efnum þeirra eftir því sem tilefni gefast. Gera verður ráð fyrir því að áherslur og verkefni hverf- aráða verði eins misjöfn og þau eru ólík. Sem dæmi má nefna að hverfisráð Árbæjar hóf starfsemi sína með heimsóknum í allar helstu stofnanir og skóla hverf- isins og fundum með þeim fjöl- mörgu sem koma að forvarn- arstarfi og málefnum barna og unglinga í hverfinu. Ábendingar sem þar komu fram var komið á framfæri við gerð fjárhagsáætl- unar Reykjavíkurborgar fyrir þetta ár. Í upphafi árs hélt hverf- isráðið opinn fund um fjárhags- áætlun og framkvæmdir í hverf- inu auk skipulags í Norðlingaholti. Þetta var gert í samvinnu við skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur. Á fundinum var til- kynnt um næsta samstarfsverk- efni: að efna til íbúaþings og þátt- tökuskipulags um hönnun og skipulag Árbæjartorgs í hjarta hverfisins. Svanborg Sigmarsdóttir vekur máls á því í skýrslu sinni að sú staðreynd að hverfisráðin eru samráðsvettvangur en hafi ekki vald til að taka endanlegar ákvarðanir í málefnum hverfanna geti unnið gegn lýðræðislegri þátttöku í vettvangi þeirra. Þetta eru réttmætar vangaveltur og urðu raunar til þess síðastliðinn áratug að hverfaráðum var víða breytt í hverfastjórnir með um- talsverð völd í borgum nágranna- landanna. Má nefna að í Ósló og Stokkhólmi eru allt að 70–80% borgarrekstrarins, skólar og fé- lagsþjónusta, á ábyrgð hverf- astjórna sem kosnar eru af borg- arstjórn. Vel þykir hafa tekist til við að færa þjónustuna nær borg- arbúum með samhliða stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum þess- ara borga. Hið sama verður ekki sagt um þann þátt þessara breyt- inga sem átti að auka lýðræðislega þátttöku. Rannsóknir sýna að auk- in völd hverfisstjórna hafa í litlu eða engu aukið lýðræðislega þátt- töku íbúa þessara borga né ánægju þeirra með stjórn borg- arinnar. Afleiðingarnar hafa hins vegar birst í tvöföldun hins póli- tíska stjórnkerfis með tilheyrandi óhagræði, óljósari boðleiðum og auknum kostnaði. Í Kaupmanna- höfn þar sem lengst hafði verið gengið í pólitískri hverfavæðingu með beinum kosningum til hverf- astjórna felldu kjósendur að haldið yrði áfram á þeirri braut í al- mennri atkvæðagreiðslu. Eftir að hafa kynnt sér reynslu þessara borga og annarra hefur stjórnkerfisnefnd Reykjavík- urborgar náð þverpólitískri sam- stöðu um hvert beri að stefna í hverfamálum Reykjavíkur. Í fyrsta lagi á að hefja undirbúning að stofnun þjónustumiðstöðva í borgarhlutum eða hverfum Reykjavíkur til að færa þjónustu Reykjavíkurborgar nær borg- arbúum. Þarna er fetað í fótspor Norðurlanda í því sem vel hefur tekist. Í öðru lagi hefur verið ákveðið að greiða borgarbúum ekki aðeins leið að ákvörðunum og stefnumótun með stofnun hverfaráða heldur einig á vettvangi fagnefnda borg- arinnar. Þetta felst í að greiða götur Reykvíkinga til þátttöku í stefnumótun og ákvörðunum hvort heldur í skipu- lagsmálum, skólum eða stofnunum og stefnumótun á öðrum fagsv- iðum borgarinnar, með því að skil- greina rétt til upplýsinga, samráðs og leita nýrra leiða til þátttöku íbúa. Í stefnumörkun stjórnkerf- isnefndar felst þó jafnframt að færa ekki aukin völd til hverfaráða frá því sem nú er. Þetta virðist ganga gegn einni meginforsendu Svanborgar Sigmarsdóttur, að aukin völd hverfaráða sé besta leiðin til að auka þátttöku Reyk- víkinga við stjórn borgarinnar og um leið prófsteinn á pólitískan vilja í því efni. Reynsla fjölmargra borga gengur gegn þessari for- sendu. Engin töfralausn felst í því að brjóta upp verkefni núverandi fagnefnda og færa þau út í hverfin til að ná því markmiði að virkja íbúa í ákvarðanatöku og stefnu- mótun. Heillavænlegra er að leita nýrra og spennandi leiða til að tryggja aðgang og áhrif borg- aranna að ákvörðunum og stefnu- mótun á vettvangi allra nefnda og ráða borgarinnar. Að þessu sögðu er þó mikilvægt að undirstrika að í mínum huga hafa hverfaráð engu að síður ótví- ræð tækifæri til að efla borg- arumræðuna og bæta stefumótun borgarinnar í málefnum hverf- anna. Hverfaráð geta tvímælalaust haft mikil áhrif með því að beita sér í málefnum hverfanna eins og dæmi frá þessum fyrsta vetri þeirra sanna raunar. Lykilatriðið í þeim efnum er náin samvinna við íbúa, samtök og stofnanir í við- komandi hverfi ásamt samráði við fagnefndir á hverju sviði. Sjálfsagt má þó einnig til sanns vegar færa einsog fram kemur í skýrslu Borg- arfræðaseturs að það ræður miklu hvernig til tekst með hverfaráðin hversu virkir hverfaráðsfulltrúar verða að þróa samráð í hverfinu. Þar kemur þó ekki síður til kasta íbúa sjálfra. Til þess er leikurinn gerður. Íbúalýðræði og hverfaráð Eftir Dag B. Eggertsson ’ Hverfaráð hafa ótví-ræð tækifæri til að efla borgarumræðuna og bæta stefnumótun í mál- efnum hverfanna ‘ Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. kki saman klandi. ta aðstoðar fðu ekki inna, ef til erjar sner- ælum. ATO, aráði knar, inn í jallað er ekki sæti í úr sameig- a ekki þátt í n sunnu- um það, an hafa röfum. herra mikið fyr- l Frakka a bréf til mið Banda- gt bréf frá dsins var fnu Banda- air, for- c og Ger- búið var SB-ríkja í í heim- ndur Evr- mánudag ast, að deil- B-ríkjanna sér- SB. Til lla til friðar mu frá fund- inum sameinaðir um ályktun, þótt hún sé túlkuð á ólík- an hátt eftir því, hver fjallar um hana. Á hinn bóginn sýnir eftirleikur fundarins, að enn er tekist á innan sambandsins. Þar keppa Bretar og Frakkar enn um hylli aðildarlanda og þeirra ríkja, sem hafa sótt um ESB-aðild. Strax daginn eftir að Chirac hafði talað til umsókn- arríkjanna 13 eins og óþekkra krakka, ritaði Blair þeim bréf og sagðist harma, að forystumenn ríkjanna hefðu ekki fengið að sitja sjálfan leiðtogafundinn og taka þátt í umræðum þar. x x x Íraksdeilan varpar ljósi á valdabaráttu innan Evr- ópusambandsins. Alexandr Vondra, aðstoðarutanrík- isráðherra Tékklands, var undrandi á framgöngu Frakklandsforseta og sagðist hafa haldið, að menn væru að búa sig undir stríð við Saddam Hussein en ekki Jacques Chirac. Frökkum vex í augum, að svo mörg Evrópuríki lýsi yfir stuðningi við stefnu Bandaríkja- stjórnar. Þeir vilja einnig hafa það á hreinu, að öllum umsóknarríkjunum sé ljóst, að Frakkar áskilja sér rétt til að eiga síðasta orðið í stórpólitískum málum innan ESB, ef þeim þykir sæmd sín í húfi. Fyrir tæpum fjörutíu árum vildi Charles de Gaulle Frakklandsforseti ekki una því, að Bandaríkjamenn réðu úrslitum um öryggi Frakklands með vísan til sam- eiginlegrar varnarstefnu NATO og þungamiðju banda- rískra kjarnorkuvopna innan hennar. Þess vegna dró hann franska herinn út úr sameiginlegu varnarkerfi NATO og þróaði sjálfstæðan, franskan kjarnorkuher- afla. Nú vilja Frakkar, að öllum sé ljóst, að þeir munu ekki sætta sig við að verða ofurliði bornir innan Evrópusam- bandsins við töku ákvarðana um utanríkis- og öryggis- mál. Þeir eru einfaldlega sagðir illa upp aldir, sem kunna ekki að meta leiðsögn Frakka og leyfa sér að skrifa Bandaríkjaforseta stuðningsbréf í óþökk þeirra. Frakkar hafa lengi haft af því nokkrar áhyggjur, að kommúnistaríkin fyrrverandi, sem telja sig eiga Banda- ríkjunum skuld að gjalda vegna frelsunar undan oki Sovétríkjanna, verði einskonar trójuhestur í þágu bandarískra hagsmuna innan Evrópusambandsins. The New York Times hefur eftir Gilles Lepesant, frönskum sérfræðingi í málefnum Austur-Evrópu, að fyrir Frakka sé Evrópusambandið leiðin til að vera áfram stórveldi á heimsmælikvarða, því að þeir geti notað Evrópu til að hlutast til um alþjóðamál með öflugri hætti en þeir megni af eigin rammleik. Franska blaðið Le Figaro, sem styður Jacques Chir- ac afdráttarlaust, birti frétt um það í vikunni, að banda- rískur þrýstihópur hefði staðið á bakvið bréf umsókn- arríkjanna tíu til Bush. Segir blaðið í nokkrum hneykslunartón, að fyrir þessum hópi fari Bruce K. Jackson, forseti nefndar til frelsunar Íraks, ákafur stuðningsmaður Bush, sem einnig hafi hvatt bandaríska þingmenn til að samþykkja stækkun NATO. Þá hafi hann unnið að því að selja Pólverjum 48 bandarískar F-16-orrustuþotur fyrir um 3,5 milljarða Bandaríkja- dala. Frakkar urðu undir í þeirri keppni og einnig sænsk-breska Gripen-þotan. x x x Í upphafi var minnt á, að heimsmyndin breyttist á augljósan hátt með hruni Berlínarmúrins. Hún er enn að breytast, þótt breytingin blasi ekki við með sama hætti og í nóvember 1989. Straumköstin eru ekki síður mögnuð um þessar mundir en þegar heimskerfi komm- únismans hrundi til grunna. Nú er spurt, hvernig ná eigi því sameiginlega marki allra, að Saddam Hussein fari að alþjóðalögum. Deilan um leiðirnar að því takmarki varpar ljósi á þunga undir- strauma í samstarfi ríkja innan Evrópu og milli Evrópu og Bandaríkjanna. Erfitt er að greina rökin fyrir því, að samhugur Evrópuríkjanna innan ESB hafi eflst, eftir því sem ágreiningurinn verður augljósari. Auðveldara virðist að rökstyðja, að það sé fjarlægara en áður, að draumurinn um sameiginlega ESB-stefnu í utanríkis- og öryggismálum rætist. Bandaríkjastjórn býr sig undir að leggja aðra álykt- un um aðgerðir gegn Saddam Hussein fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, ályktun, sem veiti ótvírætt umboð til að beita hervaldi gegn Írak. Franska ríkisstjórnin er andvíg því, að slík ályktun komi fram. Á það reynir næstu daga, hvort Bandaríkjamenn og Bretar stilli Frökkum upp við vegg í öryggisráðinu. Saddams bjorn@centrum.is sagði einmitt ekkert um það hvort n Íslendinga um að gerast aðilar pusambandinu yrði sú síðasta sem ju sjálfir um mál sem fram að því rið alfarið þeirra. Enda hefði það sennilega verið of djúpt í árinni tekið. En eftir að hafa heyrt skoðun Jacques Chiracs forseta Frakklands á rétti þeirra ríkja sem eru að sækja um aðild að Evrópusamband- inu til að ráða alfarið sinni eigin afstöðu í utanríkismálum, getur enginn mótmælt því að til eru gríðarlega sterk öfl innan Evrópusambandsins sem hafa engan áhuga á sjónarmiðum smáríkja þegar á reynir. Leiðtogar nokkurra nýju aðildar- ríkjanna lýstu yfir stuðningi við Bandarík- in í Íraksmálinu og uppskáru mikla reiði forseta Frakklands. Og burtséð frá tilefn- inu sáu þeir glögglega á hverju þeir eiga von innan sambandsins, þegar Chirac sagði: „Þið misstuð af tækifæri til að þegja“. Þetta er ekki dæmisaga um Íraks- málið heldur um álit franska forsetans á rétti smáþjóða innan Evrópusambandsins til að taka sjálfstæða afstöðu í veigamikl- um málum. Þeir sem fjalla um Evrópumál hér á landi virðast almennt sammála um að breytingar á stofnanakerfi Evrópusam- bandsins séu nú smáþjóðum innan sam- bandsins í óhag. Þær miði einkum að því að styrkja ráðherraráðið gagnvart fram- kvæmdastjórninni í Brussel, sem hafi verið bandamaður smáþjóða innan sambandsins. Við óhamingju smáþjóðanna bætist svo það sem m.a. Baldur Þórhallsson lektor við Háskóla Íslands hefur haldið fram að stór- þjóðirnar innan Evrópusambandsins séu ósveigjanlegar í samningaviðræðum í nær öllum málum innan sambandsins. Smá- þjóðirnar þurfi því stuðning framkvæmda- stjórnarinnar, en hann er ekki skilyrðis- laust veittur. Ef þetta er allt saman satt og rétt, sem ég dreg ekkert sérstaklega í efa, skil ég betur og betur afstöðu leiðtoganna á Norðurlöndum sem vilja stækka hópinn í sínu bandalagi. Það er vandlifað innan sambandsins ef maður þarf að reiða sig á framkvæmdastjórnina. Allir vita náttúru- lega að við erum einmitt um þessar mundir að reyna að semja við þennan vin smáþjóð- arinnar innan Evrópusambandsins í tengslum við EES-samninginn. Sanngirni og skilningur framkvæmdastjórnarinnar keyrir nú ekki beinlínis úr hófi fram í þeim viðræðum. Allir þekkja þessa kröfugerð smáþjóðavinarins á hendur Íslendingum. Með slíka vini innan Evrópusambandsins, hver þarfnast óvina? þegja Morgunblaðið/Jim Smart a skipta sér af Evrópuumræðu á Íslandi. Hér er Anna Lindh á fundi hjá Stofnun mmtudag. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimssýnar, samtaka sjálfstæðissinna í Evrópumálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.