Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ F leiri en ég eru orðnir þreyttir á ástandinu hér á landi und- anfarin ár. Við viljum eitthvað annað en virkjanir, vegaframkvæmdir, vinnubrjálæði og gamaldags við- horf t.d. í atvinnumálum. Eitthvað annað er einmitt yf- irskrift forvitnilegrar sýningar eða öllu heldur hugmyndasmiðju sem myndlistarmaðurinn Ósk Vil- hjálmsdóttir stendur nú fyrir í Galleríi Hlemmi. Þar kemur fólk með hugmyndir til dæmis um hag- vöxt eða orku. Sett hefur verið upp starfsumhverfi fyrir hugarflugið en hug- mynda- smiðjan er opinn vett- vangur fyr- ir alla þá sem vilja ræða og rannsaka möguleika lífs- ins í landinu og eins og fram kem- ur í umfjöllun um sýninguna: „Ósk leitar eftir hugmyndum frá gest- um og gangandi um framtíðina, s.s. hvers konar þjóðfélag viljum við? Hvers konar land viljum við? Hvers konar framtíð? Hvers konar lýðræði? Hvers konar stjórn? Hvers konar stjórnleysi?“ Lista- maðurinn skapar þarna tengingu á milli samfélagsins og listarinnar og vill hafa áhrif á samfélagið. Ósk hefur bent á að það hafa ekki allir áhuga á þessu peninga- og hagvaxtartali, fólk hafi fengið nóg og vilji breytingar. Í Silfri Eg- ils á Skjá einum um síðustu helgi sagði Ósk að í einhverri um- ræðunni í hugmyndasmiðjunni hafi verið rætt um orðið hag- vöxtur. Og það hafi verið gagnleg umræða. Hér verður ekki rakið nánar hvað Ósk sagði í viðtalinu heldur dvalið aðeins við orðið. Hagvöxtur er ágætis orð sem þó getur verið frekar óskiljanlegt fyrir venjulegt fólk. Samkvæmt Íslenskri orðabók þýðir það „aukning þjóðarfram- leiðslu á mann, reiknuð á föstu verði“. Allt vinnubrjálæðið skapar sem sagt hagvöxtinn. Síaukin neysla skapar hagvöxt þar sem við fjármögnum hana með meiri vinnu. Meiri vinna kostar meiri fjarvistir frá fjölskyldu. Þetta gengur allt út á gamla viðhorfið að vera duglegur að vinna og því meiri yfirvinnu, því betra. En góð- ur hagur fólks og vellíðan þýðir ekki endilega meiri hagvöxt. Það má líka segja að allt þetta tal um ríkt land, peninga, hagvöxt og virkjanir sé líka á einhverju öðru stigi en því sem venjulegt fólk getur samsamað sig við. Fjöl- skyldan verður undir í hagvaxt- artalinu. Og eins og Ósk benti á: Nýtni hindrar hagvöxt. Við förum sem sagt frekar út í búð og kaup- um nýjar buxur heldur en að gera við gatið sem kom á þær gömlu. Við kaupum okkur skyndibita af því við höfum ekki tíma til að vinna matinn sjálf fyrir vinnu. Það er alþekkt í hagfræðinni að hagvöxtur reiknar ekki með vinnu innan heimilisins, og nýverið hefur verið bent á, m.a. í The Economist, að séu hagvaxtarútreikningar milli landa leiðréttir fyrir aldurs- samsetningu þjóða og lengd vinnu- dagsins, þá eru Bandaríkjamenn ekki mikið framar Evrópubúum í hagvexti. Og sama má segja um samanburð Íslendinga við aðrar þjóðir, en við höfum löngum unnið mun lengri vinnuviku en nágrann- ar okkar, og þ.a.l. er hagvöxtur sem reiknaður er á mann, en ekki vinnustund, í raun að gefa ranga mynd af ástandinu, enda finnur fólk það þegar það hefur búið er- lendis. Hér er ríkjandi gamaldags við- horf til atvinnumála og utanrík- ismála. Fyrir venjulegt barnafólk er stöðnun í þjóðfélaginu. Mikið er talað um framfarir hér á landi, rík- asta land heims, hamingjusamasta fólkið og sífellt tönnlast á því hversu miklar framfarir hafa orðið frá því á níunda áratugnum „þegar maður þurfti að fara til banka- stjóra og fá lán, þegar verðbólga var hundrað prósent, þegar gengið var fellt æ ofan í æ... o.s.frv.“. Vissulega hafa orðið miklar fram- farir síðan þá. Þetta er liðin tíð og það er ekki endilega ríkisstjórn- arflokkunum að þakka. Mikið af umbótunum í íslensku viðskiptalífi má rekja til samræmdra reglna frá ESB sem við erum skuldbundin til að taka upp, og margir hafa verið á móti lengi vel. Milljarðarnir sex sem rík- isstjórnin er búin að lofa til upp- byggingar í atvinnumálum koma sér ágætlega fyrir landið en út- spilið er samt svolítið fljótfærn- islegt. Það er viðurkennt að fram- lög til menntamála, rannsókna og nýsköpunar hafa jákvæð áhrif og leiða m.a.s. til hagvaxtar! En hér eru atvinnuúrræðin öll í sömu átt – til framkvæmda. Vegafram- kvæmda, byggingaframkvæmda og virkjanaframkvæmda. Störf skapast fyrir karla úti á landi. Um nauðsyn þessa eru ríkisstjórn- arflokkarnir sammála og hafa í engu svarað gagnrýni á að meira skuli ekki notað af fénu til að byggja upp á höfuðborgarsvæðinu, í menntakerfinu eða í velferð- arkerfinu. Dálæti sitjandi ríkisstjórnar á virkjanaframkvæmdum er af sama meiði. Með þeim fá karlar á Aust- fjörðum meiri vinnu og orkan verður nýtt. Það þykir sem sagt óviðunandi að nýta ekki fyrirliggj- andi orku, hvernig sem farið er með náttúruna. (Hugsið ykkur hvað við erum búin að tapa mikl- um hagvexti síðan um landnám, á öllum ánum sem runnið hafa til sjávar – óvirkjaðar.) Við viljum eitthvað annað en virkjanir. Hér er líka ríkjandi gamaldags viðhorf í utanríkismálum. Bæði hvað varðar Evrópusamstarf og hvað varðar framlag Íslands til þess að viðhalda friði í heiminum. Rödd Íslands má heyrast og hún þarf ekki endilega að taka undir með rödd Bandaríkjanna. Við vilj- um eitthvað annað en að rík- isstjórn Íslands segi já við stríði í Írak. Tíðar skoðanakannanir und- anfarið gefa til kynna að venjulegt fólk vill eitthvað annað en ríkjandi ástand. Eitthvað annað Það er viðurkennt að framlög til menntamála, rannsókna og nýsköp- unar hafa jákvæð áhrif og leiða m.a.s. til hagvaxtar! En hér eru atvinnuúr- ræðin öll í sömu átt – til framkvæmda. Vegaframkvæmda, byggingafram- kvæmda og virkjanaframkvæmda. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is ÞÆR raddir heyrast stundum að allir stjórnmálaflokkarnir séu eins, þær deildu meiningar, sem oft á tíð- um einkenna stjórnmálaumræðuna, séu látalæti. Satt er það að í stjórn- málum eiga menn oft samleið eins og sjá má af mörgum samhljóða at- kvæðagreiðslum á Alþingi. Um þessar mundir fer fram bæði meðal þings og þjóðar mikil umræða um virkjana- og stóriðjumál og hugsan- leg tengsl Íslands við ESB. Það er einmitt við slíkar aðstæður sem mál- efni skýrast og afstaða stjórnmála- flokka kemur fram Austur og vestur Tíminn frá stofnun lýðveldis, árið 1944, er ekki langur en hann hefur verið viðburða- og lærdómsríkur. Sérstaklega á þetta við um þróun al- þjóðamála. Menn horfðu ýmist til austurs eða vesturs eftir því hvaða form þeir vildu hafa á íslensku þjóð- skipulagi eða hvernig þeir sáu frels- inu best borgið. Til að treysta at- vinnulífið voru tekin upp samskipti við erlend stórfyrirtæki um nýja iðnaðarkosti. Þannig tókst að nýta þær auðlindir sem fólgnar eru í fall- vötnum landsins. Með alþjóðlegum samningum, m.a. í tengslum við EFTA, GATT og EES, voru mik- ilvægir viðskiptahagsmunir Íslands treystir. Straumar stjórnmála Um þessi mál voru skiptar skoð- anir á milli stjórnmálaflokanna og mikið deilt þegar þau voru til um- fjöllunar. Þessar deilur voru oft á tíðum miklu harðari en nú er um framkvæmdirnar á Austurlandi. Það skiptir miklu fyrir fólkið í þessu landi að leggja vandlega niður fyrir sér hvernig straumar stjórn- málanna hafa fallið, þegar þessi mik- ilvægu málefni voru til úrlausnar og leggja síðan eigið mat á hvort réttar leiðir voru valdar eða til hvers leitt hefði fyrir Ísland ef andstöðu- og úr- töluöflin hefðu ráðið málum. Reynslan lýgur ekki Það hefur sjaldnast verið talið til afreka að vera vitur eftir á. Líka er það sannmæli að reynslan lýgur ekki. Þess vegna eru allar tilgátur nú óþarfar. Gæfa þessarar þjóðar var sú að hún kunni að velja sér for- ustu. Ástæða þessarar upprifjunar nú er sú umfjöllun sem fram hefur farið að undanförnu um virkjana- og stóriðjumál á Austurlandi. Þannig svipar umræðunni nú til þess sem var þegar álver var reist við Straumsvík samhliða virkjun Þjórs- ár við Búrfell. Öryggi og afkoma Það dylst tæpast nokkrum manni hvað þessar ákvarðanir voru mik- ilvægar, bæði er varðaði öryggi og afkomu og að frelsið stóð óhaggað. Þennan skóla hafa menn nú fyrir sér þegar málefni framtíðarinnar eru rædd. Gildir það jafnt um GATT- samningana, sem framundan eru, en fullyrðingar eru farnar að glymja um hvaða örlög bíði landbúnaðar á Íslandi þegar samið verður. Hið sama á við um þær stríðu meiningar sem uppi eru um aðild Ís- lands að ESB. Um þessi efni snýst umræðan sem framundan er í sam- skiptum Íslendinga við aðrar þjóðir. Sú reynsla, sem fengist hefur á lýð- veldistímanum, greinir hvaða stjórn- málaflokki er langbest treystandi til að stýra þessum málum til farsælla lykta en að auki talar reynsla af framgangi stóru málanna á Austur- landi skýru máli. Meðfylgjandi tafla skýrir afstöðu stjórnmálaflokkanna með ótvíræð- um hætti og sannast hér sem endra- nær að „sjón er sögu ríkari“. Eftir Egil Jónsson „Það dylst tæpast nokkrum manni hvað þessar ákvarðanir voru mikil- vægar, bæði er varðaði öryggi og afkomu og að frelsið stóð óhaggað.“ Höfundur er fyrrv. alþingismaður. Afgreiðsla nokkurra mik- ilvæga þingmála sem varða samskipti Íslands við aðrar þjóðir Með Á móti Hjá- seta Herverndarsamnin. 1946 Sjálfstæðisflokkur 20 Framsóknarflokkur 6 7 Sósíalistaflokkur 10 Alþýðuflokkur 6 2 1 Þátttaka í NATO 1949 Sjálfstæðisflokkur 19 Framsóknarflokkur 11 1 2 Sósíalistaflokkur 10 Alþýðuflokkur 7 2 Varnarsamningurinn 1951 Sjálfstæðisflokkur 17 Framsóknarflokkur 16 Sósíalistaflokkur 8 Alþýðuflokkur 3 Álbræðsla við Straumsvík 1966 Sjálfstæðisflokkur 24 Framsóknarflokkur 17 2 Alþýðubandalag 9 Alþýðuflokkur 7 EFTA-aðild 1969 Sjálfstæðisflokkur 23 Framsóknarflokkur 17 Alþýðubandalag 7 Alþýðuflokkur 9 Samtök frjálsl. og vinstri manna 2 EES-aðild 1993 Sjálfstæðisflokkur 23 3 Framsóknarflokkur 8 6 Alþýðubandalag 8 Alþýðuflokkur 10 Kvennalisti 4 1 Yfirlit 1946-1993 Sjálfstæðisflokkur 126 3 Framsóknarflokkur 33 33 27 Sósíalistaflokkur/ Alþýðubandalag 52 Alþýðuflokkur 42 4 1 Samtök frjálsl. og vinstri manna 2 Kvennalisti 4 1 Ekki eru allir eins EITT af mikilvægustu málum Stúdentaráðs er að tryggja jafnrétti til náms fyrir alla stúdenta. Stúd- entaráð, undir forystu Vöku, hefur því í vetur lagt áherslu á það innan háskólasamfélagsins að jafnréttis- baráttan beinist ekki eingöngu að jafnrétti kynjanna heldur að jafn- rétti allra til náms. Vaka vill tryggja betra aðgengi fatlaðra að háskóla- svæðinu því það er forsenda þess að Háskóli Íslands geti talist til fremstu menntastofnana landsins. Vaka hefur ávallt lagt sérstaka áherslu á að til staðar séu úrræði fyrir námsmenn með sértæka örð- ugleika því HÍ er fyrir alla og tryggja þarf að allir stúdentar hans fái þá þjónustu sem þeir þarfnast til að stunda sitt nám. Því vill Vaka sjá til þess að framboð á hljóðbókum og tónmöskvum verði aukið. Einnig vill Vaka afhjúpa falin vandamál innan skólans. HÍ er stærsti vinnustaður landsins og harla ólíklegt er að skól- inn fari varhluta af vandamálum eins og einelti og kynferðislegri áreitni. Því verða að vera til hald- bær úrræði til að taka á slíkum mál- um. Vaka vill að Stúdentaráð standi fyrir opinni umræðu um þessi vandamál og sjá til þess að leiðbein- ingar og ráðgjöf séu til staðar fyrir þolendur. Stórt skref Afnám tekjutengingar við maka síðasta vor var eitt stærsta skrefið í bættu jafnrétti til náms í langan tíma. Sú breyting hefur gagnast fjölskyldufólki hvað mest en um fjórðungur allra stúdenta við HÍ á börn. Stúdentaráð, undir forystu Vöku, hefur í vetur beitt sér gegn bæði fyrirhuguðum sumarlokunum á leikskólum Reykjavíkurborgar og hækkun dagvistunargjalda. Þeirri baráttu mun Vaka halda áfram. Vaka vill tryggja fleiri dagvistunar- pláss fyrir börn stúdenta og lægri dagvistunargjöld fyrir námsmenn í öllum sveitarfélögum. Einnig vill Vaka að aukið tillit sé tekið til náms- manna í lögum um fæðingar- og for- eldraorlof. Öryggi á oddinn Vaka vill að hugað verði að öryggi stúdenta. Þetta er málaflokkur sem hefur algjörlega setið á hakanum undanfarin ár. Starfssviði einnar fastanefndar Stúdentaráðs var því breytt í ár til að fjalla um þessi mál. Vaka mun sjá til þess að gerð verði úttekt á öryggismálum í HÍ svo gera megi úrbætur. Bæta þarf t.d lýsingu á háskólasvæðinu og ef háskólayfir- völd eru ekki tilbúin til að taka á vandanum þá mun Vaka safna fyrir þessu sjálf. Tryggjum jafnrétti til náms Vaka þarf á stuðningi stúdenta að halda til að tryggja það að þessum málum verði framfylgt. Kjósum því á Vöku í kosningunum 26. og 27. febrúar og tryggjum jafnrétti allra til náms. Eftir Þórhildi Birgis- dóttur og Soffíu Erlu Einarsdóttur „Jafnréttisbaráttan beinist ekki eingöngu að jafnrétti kynjanna heldur að jafnrétti allra til náms.“ Þórhildur skipar 5. sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs og Soffía Erla 6. sætið. Soffía Erla Einarsdóttir Þórhildur Birgisdóttir Vaka hefur jafnrétti til náms að leiðarljósi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.