Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 41 Fell þessa síðustu daga. Þessa síð- ustu erfiðu daga. Guð sé með ykkur öllum og blessi minningu Ingólfs Kristjánssonar. Halldór Blöndal. Fyrir tveimur árum átti ég þess kost að dvelja vikutíma með fjöl- skyldu minni í gamalli hlöðu á eyði- býlinu Landamótum í Köldukinn, en hlöðu þessa hafði Ingólfur á Ystafelli gert upp af miklum hagleik og um- breytt í fallegt íbúðarhús. Fyrir ut- an eldhúsgluggann malaði forláta rafstöð frá Bjarna eldsmið í Hólmi og sá hún gestum fyrir nægu raf- magni. Ingólfur minnti um margt á Bjarna í Hólmi. Báðir voru þeir miklir hagleiksmenn á járn og þurftu löngum að viða að sér öllu því sem til féll, svo hægt væri að halda vélum og tækjum gangandi. Þegar Ingólfur og Kristbjörg kona hans fluttu norður í Kinnina árið 1946 var vélaöld að hefja innreið sína í sveitir landsins. Ingólfur hafði lært bifvéla- virkjun hjá Sveini Egilssyni í Reykjavík og því lá beinast við að hann snéri sér að vélaviðgerðum fyr- ir norðan, þegar gömlu mennirnir í sveitinni voru smám saman að kaupa sér sína fyrstu dráttarvélar og kunnu að vonum lítið til viðgerða. Í þá daga gat skipt sköpum fyrir heyskapinn ef hægt var að gera við vélarnar á staðnum, því óratíma gat tekið að fá varahluti að sunnan. Ing- ólfur hóf því að viða að sér öllu því sem komið gat að notum við viðgerð- irnar og lagerinn óx og dafnaði, eins og vegfarendur um Kinnina tóku vel eftir. Fyrr en varði urðu þessir af- lögðu hlutir að merkilegum safn- gripum og enduðu margir þeirra að lokum inni í glæsilegu samgöngu- minjasafni, sem er og verður tákn- rænn minnisvarði um Ingólf á Ysta- felli. Ég og aðrir fornbílamenn sunnan heiða vottum Kristbjörgu og fjöl- skyldu hennar samúð okkar, með þakklæti fyrir frábærar móttökur á liðnum árum. Örn Sigurðsson. Ystafell. Ingólfur er í hlaði og heilsar komumanni. Eftir að hafa sýnt honum helstu verkefni sem unnið er að segir hann: „Jæja, en ég held það sé til kaffi, Bibba var áreið- anlega að hella á.“ Að koma að Ystafelli er líkt og að koma heim. Þar eru allir velkomnir. Þar hefur staðið samfelld veisla í hálfa öld. Ingólfur og Bibba hafa rekið þar einskonar veitingastað sem að sönnu mætti kalla „Ingólfs- kaffi“ þeirra Þingeyinga eða Café Kristbjörgu. Þessi staður er að því leyti öðruvísi en aðrir af því tagi, að þar er alltaf opið og allar veitingar ókeypis. „Þið verðið að koma inn – og fá eitthvað áður en þið haldið áfram, – það er ómögulegt annað.“ Þetta heyrði ég Ingólf oft segja þeg- ar hann hafði greitt úr vanda þeirra sem til hans höfðu leitað, með bil- aðan farkost, en þeir voru ófáir. Einu sinni var ég spurður að því á hverju þetta fólk lifði. Sannaðist þá enn og aftur að þegar stórt er spurt verður gjarnan lítið um svör. Veistu það, svaraði ég, ég eiginlega veit það ekki alveg. Ég veit þó að ágirndin íþyngir þessu fólki ekki. Ingólfur sagði að vísu stundum að hann hefði alla tíð lifað á óförum annarra, það væri alveg sannleikur. Hitt er þó meiri sannleikur að hann verðlagði vinnu sína aldrei að verðleikum. Ósjaldan voru einföld þakkaryrði einu launin. Mestu skipti var að greiða úr fyrir þeim sem til hans leituðu. Líf hans snerist um það öðru fremur. Það er náungakærleikur, án sýndarmennsku og yfirlætis. Ingólfur var einhver spaugsam- asti maður sem á vegi mínum hefur orðið. Sagði sögur af sveitungunum, hinum og þessum uppátækjum og ógleymanlegum tilsvörurum, með þvílíku látbragði og lýsingum að allt ætlaði um koll að keyra úr hlátri. Endalaust grín, en þó svo græsku- laust að engu skipti hver fyrir því varð. Einu sinni var ég í skúrnum hjá Ingólfi. Lá undir bíl og vantaði verkfæri til að losa kvarttommusk- rúfu. Páll bróðir minn var þarna líka. Hvað vantar þig Ámundi? spurði Ingólfur. Fimm sextándu lyk- il, skiptilykil, töng, eða eitthvað, svaraði ég. Allt í einu skellir Palli upp úr. Ingólfur hafði rennt tíu kílóa, metra löngum skiptilykli undir bílinn til mín. Þegar Ingólfur var í sérlega góðu skapi söng hann oft vís- ur á drepfyndinn hátt. T.d. Yfir kaldan eyðisand, á alveg sérstakan hátt með löngum tónum þar sem seimurinn var svo langt dreginn að hægt var að fara með vísuna tvisvar meðan hann söng hana einu sinni. Þegar kallinn var í þessu stuði sveif kómíkin yfir vötnum. Hláturinn sauð og kraumaði allt í kring. Ing- ólfur sýndi engin svipbrigði. Ingólfur var afburða verkmaður. Skipulag hans í verki skilaði ótrúleg- um afköstum. Þau rúmlega þrjátíu ár sem ég þekkti Ingólf minnist ég þess ekki að hafa séð hann vinna upp eftir sig nokkurt verk. Það gekk allt og virkaði. Hann var alltaf í andlegu jafnvægi og skipti aldrei skapi á þann veg að hann hefði ekki full- komna stjórn á orðum sínum og gerðum. Vissulega gat honum sárn- að ef svo bar undir. Þá lét hann það líka í ljós á þann hátt að ekki varð misskilið. Eins og allir vita var Ingólfur áhugamaður um gamlar vélar og bíla. Fyrir hans atbeina hefur á löngum tíma orðið til mikið safn af slíku í Ystafelli. Og hefur verið byggt yfir það að hluta. Þar er veg- leg aðstaða fyrir gesti sem skoða vilja safnið. Nú er leik lokið. Ingólfur hefur kvatt okkur og það nokkuð óvænt, Áhugi hans, starfsgleði og vinnu- þrek var svo frábært að aldurinn vildi gjarnan gleymast. Hér er að- eins stiklað á stóru í minningum um Ingólf. Þar er af nægu að taka fyrir hans fjölmörgu vini. Þeir eiga ómet- anlegan fjársjóð minninga um ein- stakan mann. Ámundi Loftsson. Það er sumarkvöld, og fuglarnir gengnir til náða í Köldukinn. Út um hálfopnar dyr skemmunnar að Ysta- felli berst ljósglæta, og ef litið er inn ber fyrir augu ótrúlegt samansafn af bílum og bílhlutum, vélum og verk- færum. Við vélarblokk stendur mað- ur með skrúflykil í hendi og glímir við heddbolta hægum og fumlausum tökum. Ef lagt er við hlustir heyrist raulað „Yfir kaldan eyðisand“. Það er til marks um að boltinn er að láta undan þrautseigju mannsins. Maðurinn er Ingólfur Kristjáns- son og umhverfið er hans ævistarf; þarna á hann heima. Þegar rúmlega áttræður maður deyr ætti það ekki að koma neinum á óvart. Jafnvel til í dæminu að fólki sem nær slíkum aldri sé dauðinn vel- komin líkn frá ellihrumleikanum. En þeir sem þekktu Ingólf í Ystafelli áttu svo sannarlega ekki von á því að hann myndi deyja á næstunni. Ekk- ert í fari þessa glaðlega og sístarf- andi manns minnti á háan aldur og mikla vinnu frá barnæsku. En svona er lífið, – og dauðinn, sífellt að koma á óvart, enda má segja að mesti spenningurinn færi úr tilverunni ef allir vissu ætíð sinn næturstað. Trú- lega hefði Ingólfur kosið sér örlítið lengri tíma hér á jörð, því það átti aldrei við hann að hverfa frá óloknu verki. En dauðdaginn var eins og hann hefði að líkindum sjálfur viljað, og á þeim stað sem honum var kær- astur. Ingólfur Kristjánsson var vinur minn og allrar minnar fjölskyldu. Fyrir tveim áratugum var ég svo ljónheppinn að vera nokkur sumur hjá sæmdarhjónunum Ingólfi og Bibbu. Fyrir þá sem ekki vita skal upplýst að þarna var ekki stundaður hefðbundinn búskapur. Einhverjar kýr voru í fjósi, og að sjálfsögðu heyjað fyrir þær, en að öðru leyti snerist lífið að Ystafelli um bíla. Þeir bílar sem ekki voru a.m.k. tuttugu ára gamlir töldust reyndar ekki með. Fyrir óharðnaðan ungling úr Reykjavík var það opinberun að koma á slíkan stað. Þarna var allt unnið af ljúfmennsku og heiðarleika, hávaðalaust. Þeir sem kenna okkur slíka eiginleika verða vinir okkar. Á þessum árum var ekki álitið til eftirbreytni að sanka að sér bílhræj- um, enda talaði skammsýnt fólk stundum um „draslið á Ystafelli“. Nú heitir þetta björgun menningar- verðmæta, og félagar í Fornbíla- klúbbnum kyssa jörðina þegar þeir eiga leið um Köldukinn. Slíkur fjöldi bíla er á jörðinni að ég veit um unga stúlku sem fór þar framhjá nokkrum sinnum, og spurði að lokum foreldra sína: „Er alltaf afmæli þarna?“ Fyrir nokkrum árum réðust þeir feðgar, Ingólfur og Sverrir, í það stórvirki að byggja yfir hluta bíla- flotans, og stofnuðu Samgöngu- minjasafnið. Þar hefur verið fróðlegt að njóta leiðsagnar þeirra, og mun þetta framtak halda nafni þeirra á lofti um ókomin ár. Það verður ögn tómlegt að koma að Ystafelli þegar Ingólf vantar, en ég veit að Samgönguminjasafnið heldur áfram að stækka og dafna undir styrkri stjórn Sverris. Því miður komumst við ekki til að fylgja Ingólfi síðasta spölinn, en sendum þessa kveðju. Einnig frá foreldrum mínum og systur. Megi allar góðar vættir styrkja Bibbu og afkomendur hennar og Ingólfs í sorginni. Björgvin Harðarson og fjölskylda. Þökkum af alhug samúð og vinarhug við fráfall bróður okkar og mágs, ÓSKARS ANDRÉSSONAR frá Saurum, Borgarbraut 70, Borgarnesi. Guð blessi ykkur öll. Hulda Brynjúlfsdóttir, Unnur Andrésdóttir, Jóhann Ó. Sigurðsson, Árni Guðmundsson, Þorsteinn A. Andrésson, Friðbjörg Óskarsdóttir, Guðbjörg S. Andrésdóttir, Jón H. Einarsson, Ragnhildur Andrésdóttir, Ölver Benjamínsson, Bragi Andrésson, María Nielsen. Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, JÓN GUÐMUNDSSON trésmiður, dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, sem lést fimmtudaginn 13. febrúar, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 26. febrúar kl. 14.00. Þórarinn Ingi Jónsson, Björg Hjartardóttir, Guðmundur Kr. Jónsson, Valgerður Magnúsdóttir, Ásgeir Jónsson, María Halldórsdóttir, Sigurður Jónsson, Bryndís Jónsdóttir, Ágúst Þorgeirsson, Valgeir Jónsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir og afabörnin. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra sonar, bróður, barnabarns og frænda, RÓBERTS BIRKIS VIGGÓSSONAR, Heimahaga 9, Selfossi. Viggó Rúnar Einarsson, Elísa Berglind Adólfsdóttir, Jón Ingi Smárason, Lovísa Dögg Viggósdóttir, Sigurður Rúnar Kristbjörnsson, Hlynur Freyr Viggósson, Einar Klemensson, Hrefna Finnbogadóttir, Eiríkur Einarsson, Stefanía Guðmundsdóttir, Daníel Ingi Jónsson og Viggó Rúnar Sigurðsson. Frænka mín, ÓLAFÍA PÉTURSDÓTTIR, Nönnugötu 7, Reykjavík, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 20. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Andrésdóttir. Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð, hlýju og styrk við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGMUNDAR BIRGIS PÁLSSONAR, Smáragrund 13, Sauðárkróki. Guðlaug Gísladóttir, Sigríður G. Sigmundsdóttir, Baldvin Þór Jóhannesson, Pálína Sigmundsdóttir, Alfreð Þór Alfreðsson, Margrét Sigmundsdóttir, Skúli V. Jónsson, Inga Jóna Sigmundsdóttir, Jónatan Sævarsson, barnabörn og langafabarn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, SVAVA SCHEVING JÓNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 fimmtu- daginn 20. febrúar sl. Jarðarförin auglýst síðar. Björgvin Guðmundsson, Kristín Gunnarsdóttir, Dóra Scheving Petersen, Gunnar Petersen. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÚN JÓNSDÓTTIR frá Ölvaldsstöðum, andaðist á Dvalarheimli aldraðra í Borgarnesi fimmtudaginn 20. febrúar. Jón Ragnar Björnsson, Guðrún Jónína Magnúsdóttir, Gylfi Björnsson, Guðrún Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.