Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Bikarúrslit í Laugardalshöll: Konur: Haukar - ÍBV.................................13 Karlar: HK - Afturelding......................16.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna: Ásvellir: Haukar - KR................................17 1. deild karla: Grafarvogur: Fjölnir - Höttur...................17 Sunnudagur: 1. deild kvenna: Keflavík: Keflavík - UMFN ......................16 KNATTSPYRNA Laugardagur: Deildarbikarkeppni karla: Fífan: Afturelding - KR.............................13 Fífan: FH - Þróttur R. ...............................15 Boginn: Þór - ÍA ....................................15.15 Sunnudagur: Deildarbikarkeppni karla: Fífan: ÍBV - Grindavík...............................14 Egilshöll: Valur - Víkingur ........................18 Reykjavíkurmót kvenna: Fífan: Stjarnan - KR.............................16.30 Egilshöll: Þróttur/Haukar - Valur............20 BLAK Laugardaginn: 1. deild kvenna: Keflavíkurflugvöllur: Nato - Fylkir 1. deild karla: Hagaskóli: Þróttur R. - HK.......................14 Hagaskóli: ÍS - Stjarnan............................16 BORÐTENNIS Stigamót Lýsingar hf fer fram í Íþróttahúsi TBR í dag og á morgun, sunnudag. HANDKNATTLEIKUR Haukar – KA 31:26 Ásvellir, í deild karla, Essodeild, föstudag- ur 21. febrúar 2003. Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 5:5, 7:7, 9:9, 12:10, 15:11, 15:13, 16:15, 18:16, 20:17, 22:21, 24:23, 25:25, 28:25, 31:26. Mörk Hauka: Ásgeir Hallgrímsson 7, Þor- kell Magnússon 6, Aron Kristjánsson 4, Jón K. Björnsson 4, Robertas Pauzuolis 4, Vignir Svavarsson 4, Halldór Ingólfsson 2. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 12/2 (Þar af fóru 2 aftur til mótherja), Bjarni Frostason 1. Utan vallar: 14 mínútur. Pétur Magnússon rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir. Mörk KA: Arnór Atlason 6, Andreus Stelmokas 5, Baldvin Þorsteinsson 4, Jón- atan Magnússon 4, Ingólfur Axelsson 3, Einar Logi Friðjónsson 2, Hilmar Stef- ánsson 1, Þorvaldur Þorvaldsson 1. Varin skot: Egidijus Petkiavicius 13/2 (Þar af fóru 3 aftur til mótherja) Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Haf- steinn Ingibergsson. Áhorfendur: Um 170. FH – ÍBV 27:23 Kaplakriki: Gangur leiksins: 0:1, 3:1, 3:3, 5.3, 6:5, 9:5, 11:6, 12:8, 14:9, 17:10, 18:13, 20:15, 23:16, 24:17, 24:20, 27:20, 27:22. Mörk FH: Logi Geirsson 8/4, Guðmundur Pedersen 6, Magnús Sigurðsson 5, Hjört- ur Hinriksson 3, Björgvin Þór Rúnarson 2, Hjörtur Hinriksson 2, Arnar Pétursson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 7 (þar af 2 sem fór aftur til mótherja), Jónas Stefánsson 3. Mörk ÍBV: Róbert Bognar 10/5, Michael Lauritzen 3, Sindri Ólafsson 3, Sigurður A. Stefánsson 2, Erlingur Richardson 2, Sig- urður Bragason 2, Davíð Þ. Óskarsson 1/1. Varin skot: Viktor Gigov 9/1 (þar af 4 sem fór aftur til mótherja). Utan vallar: FH 12 mínútur - ÍBV 14 mín- útur (Davíð Óskarsson var útilokaður frá frekari leik á 24. mínútu fyrri hálfleiks eft- ir brot á Arnari Péturssyni). Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guð- jónsson, mjög slakir. Áhorfendur: Um 140. Staðan: Valur 20 15 3 2 556:432 33 Haukar 20 14 1 5 599:474 29 ÍR 20 14 1 5 577:522 29 KA 20 13 3 4 549:510 29 Þór 20 13 0 7 565:524 26 HK 20 12 2 6 555:528 26 Fram 20 10 4 6 517:489 24 FH 20 10 2 8 534:510 22 Grótta/KR 20 10 1 9 513:474 21 Stjarnan 20 5 2 13 524:581 12 ÍBV 21 5 2 14 502:602 12 Afturelding 19 4 3 12 450:494 11 Víkingur 20 1 3 16 488:616 5 Selfoss 20 0 1 19 484:657 1 KÖRFUKNATTLEIKUR ÍR – Valur 106:96 Seljaskóli, úrvalsdeild karla, Intersport- deild, föstudagur 21. febrúar 2003. Gangur leiksins: 3:0, 7:4, 14:7, 16:11, 24:11, 26:15, 28:17, 34:22, 39:22, 42:31, 46:36, 46:43, 58:43, 65:48, 74:54, 82:56, 82:62, 89:70, 92:78, 96:81, 100:89, 106:96. Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 25, Eugene Christopher 20, Ómar Örn Sævarsson 15, Sigurður Þorvaldsson 13, Hreggviður Magnússon 11, Ólafur Þórisson 9, Steinar Arason 5, Pavel Ermonlinki 4, Benedikt Pálsson 4. Fráköst: 35 vörn, 12 í sókn. Stig Vals: Jason Prior 40, Evaldas Priud- okas 26, Bjarki Gústafsson 13, Barnaby Craddock 7, Ragnar Steinsson 4, Gylfi Geirsson 4, Ægir Jónsson 2. Fráköst: 27 í vörn, 12 í sókn. Villur: ÍR 26 - Valur 27. Dómarar: Helgi Bragason og Bjarni G. Þórmundsson, sæmilegir. Áhorfendur: Um 150. Grindavík – Breiðablik Gangur leiksins: 11:14, 22:14, 25:17, 41:31, 45:35, 50:44, 59:53, 68:67, 74:74, 91:82, 99:95, 104:99. Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 39, Páll Axel Vilbergsson 22, Guðmundur Braga- son 14, Helgi Jónas Guðfinnsson 10, Jó- hann Ólafsson 6, Predrag Pramenko 5, Guðlaugur Eyjólfsson 5, Nökkvi Már Jónsson 2, Guðmundur Ásgeirsson 1. Fráköst: 24 í vörn - 16 í sókn. Stig Breiðabliks: Kenneth Tate 29, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 21, Friðrik Hreins- son 17, Mirko Virijevic 16, Ísak Einarsson 10, Loftur Einarsson 4, Jóhannes Hauks- son 2. Fráköst: 18 í vörn – 20 í sókn. Villur: Grindavík 15, Breiðablik 27. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Rúnar B. Gíslason. Áhorfendur: Um 100. Skallagímur - Njarðvík 89:87 Gangur leiksins: 4:5, 8:9, 13:12, 17:18, 20:25, 26:30, 31:35, 34:39, 38:45, 44:48, 50:51, 53:55, 55:59, 57:61, 63:65, 65:67, 65:70, 75:78, 81:80, 89:87. Stig Skallagríms: JoVann Johnson 33, Darko Ristic 20, Hafþór Gunnarsson 14, Pétur Sigurðsson 11, Valur Ingimundar- son 7, Milosh Ristic 4. Fráköst: 8 í sókn og 25 í vörn. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 27, Páll Kristinsson 17, Guðmundur Jónsson 15, Friðrik Stefánsson 11, Ólafur Ingvarsson 7, Ragnar H. Ragnarsson 5, Sigurður Ein- arsson 3, Þorsteinn Húnfjörð 2. Fráköst: 6 í sókn og 21 í vörn. Villur: Skallagímur 21, Njarðvík 25. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Er- ling Snær Erlingsson. Dæmdu vel yfir það heila. Áhorfendur: 205 Staðan: Grindavík 19 16 3 1761:1592 32 Keflavík 19 14 5 1898:1594 28 KR 19 14 5 1694:1561 28 Haukar 19 13 6 1707:1612 26 Tindastóll 19 10 9 1706:1689 20 Njarðvík 19 10 9 1554:1581 20 ÍR 19 10 9 1654:1683 20 Snæfell 19 8 11 1519:1517 16 Breiðablik 19 7 12 1741:1781 14 Hamar 19 5 14 1723:1894 10 Skallagrímur 19 4 15 1548:1738 8 Valur 19 3 16 1511:1774 6 1. deild karla: KFÍ – Stjarnan .................................. 108:77 Þór – Höttur......................................... 66:71 Staðan: KFÍ 14 12 2 1272:1109 24 Reynir S. 13 10 3 1146:1026 20 Þór Þorl. 14 10 4 1082:1022 20 Ármann/Þróttur 14 8 6 1210:1168 16 Fjölnir 14 6 8 1143:1164 12 Stjarnan 13 5 8 943:949 10 Selfoss/Laugd. 15 4 11 1181:1256 8 Höttur 13 4 9 892:1089 8 ÍS 14 3 11 1029:1115 6 KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla: Fram – Keflavík ...................................... 2:1 Andri Fannar Ottósson, Kristján Brooks - Magnús Þorsteinsson. KA – ÍA..................................................... 0:1 Gunnlaugur Jónsson 90. Fylkir – Haukar ...................................... 1:1 Björn Viðar Ásbjörnsson 80. - Sævar Eyj- ólfsson víti 27. England 2. deild: Cardiff - Plymouth................................... 1:1 Staðan: Wigan 31 21 7 3 50:19 70 Crewe 31 18 7 6 55:28 61 Cardiff 31 17 8 6 48:26 59 Oldham 32 16 10 6 48:28 58 Bristol City 32 15 8 9 54:36 53 QPR 32 15 8 9 46:35 53 Blackpool 32 14 9 9 43:39 51 Luton 31 14 8 9 48:42 50 Tranmere 32 14 6 12 42:46 48 Plymouth 32 12 10 10 41:36 46 Wycombe 32 11 9 12 46:39 42 Swindon 32 11 9 12 42:46 42 Brentford 30 10 9 11 33:33 39 Chesterfield 32 11 6 15 29:43 39 Barnsley 32 9 9 14 38:48 36 Notts County 32 7 13 12 47:52 34 Colchester 31 8 10 13 32:43 34 Port Vale 31 9 7 15 37:49 34 Stockport 32 9 6 17 43:53 33 Peterborough 31 7 11 13 30:39 32 Mansfield 32 9 5 18 48:67 32 Northampton 32 8 7 17 30:51 31 Huddersfield 31 7 9 15 24:38 30 Cheltenham 32 6 11 15 31:49 29 UM HELGINA STJÓRN körfuknattleiks- deildar Keflavíkur segir á heimasíðu félagsins að tekin verði ákvörðun á næstu dög- um hvað varðar tilboð gríska liðsins Panellinios í Damon Johnson sem er samnings- bundinn Keflavík. Félagið hefur boðið ákveðna upphæð til þess að fá Johnson leyst- an undan samingi sínum við Keflavík og þar með gæti hann leikið á Grikklandi út leiktíðina. Panellinios er í næst efstu deild á Grikklandi og hefur unnið fimm leiki og tapað fimm það sem af er deildarkeppninni og er sem stendur í sjötta sæti af alls fjórtán liðum. Keflvík- ingar liggja undir feldi„ÉG fer í aðgerðina þann 6. mars næstkomandi. Hana gerir dr. Hallmayer sem er landsliðslæknir Þjóðverja svo ég ætti að vera í góð- um höndum,“ sagði Sigurður Bjarnason, landsliðsmaður í hand- knattleik og leikmaður þýska liðs- ins Wetzlar, við Morgunblaðið en eins og fram hefur komið er hann með slitið krossband í hné og leikur ekki meira á yfirstandandi leiktíð. Siguður segist ekki vera búinn að taka neina ákvörðun hvað næsta tímabil varðar. „Það eru mestar líkur á að ég komi heim en það eru samt nokkrir möguleikar í Þýskalandi og einn af þeim er að ég verði áfram hjá Wetzlar því félagið hefur lagt hart að mér að halda áfram. Ég mun þó sennilega ekki gera upp hug minn fyrr en eftir aðgerðina.“ Sigurður líklega á heimleið Sigurður Bjarnason ÍR tók á móti botnliði Vals í gær-kvöldi í mjög sveiflukenndum leik og fór með sigur af hólmi 106:96. Heimamenn byrj- uðu leikinn af mikum krafti. Þeir skoruðu fyrstu körfu leiksins og juku forystuna jafnt og þétt út fyrsta leikhluta. Þeir Bjarki Gústafsson og Evaldas Priudokas héldu sínum mönnum á floti í leikhlutanum en heimamenn með Eirík Önundarson í broddi fylk- ingar nýttu breidd sína mun betur en gestirnir og voru komnir með verð- skuldaða 11 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 28:17. ÍR-ingar héldu áfram uppteknum hætti í öðrum leikhluta. Þeir röðuðu niður þriggja stiga körf- um, náðu snemma 18 stiga forystu og virtust ætla að rúlla yfir gestina. Vals- menn neituðu hins vegar að gefast upp. Í stöðunni 42:24 tókst þeim með góðri vörn og mikilli baráttu að snúa leiknum sér í hag, skoruðu 19 stig gegn 4 stigum ÍR-inga og tókst að minnka muninn í 3 stig áður en flaut- að var til leikhlés. Jason Pryor var vaknaður til lífsins og bjuggust áhorf- endur við spennandi seinni hálfleik. ÍR-ingar gengu frá Valsmönnum og gerðu út um leikinn í þriðja leik- hluta. Leikur Vals var hruninn eftir góðan annan leikhluta, þeir áttu engin svör við sóknarleik heimamanna og áttu í miklum erfiðleikum með að koma boltanum ofan í körfuna. Líkt og í fyrsta leikhluta var breiddin mun meiri í sóknarleik heimamanna á meðan sóknarleikurinn hvíldi aðal- lega á herðum Pryors í liði Vals. Gest- irnir skoruðu aðeins 13 stig í þessum leikhluta á meðan ÍR-ingar fóru á kostum og skoruðu 36 stig. Munurinn var því orðinn 26 stig þegar kom að fjórða leikhluta og staða Vals næsta vonlaus. Gestirnir reyndu þó hvað þeir gátu til að laga stöðu sína. Þeir pressuðu ÍR-inga úti um allan völl og tóks með því að saxa verulega á for- skot heimamanna. Valsmenn náðu að skora 40 stig í síðasta leihlutanum en bilið var of breitt og tókst þeim aðeins að minnka muninn niður í 10 stig. Eiríkur Önundarson átti mjög góð- an leik, ÍR-ingar spiluðu reyndar flestir vel og unnu leikinn sem heild. Jason Pryor var mjög atkvæðamikill fyrir Val, skoraði 40 stig, en þurfti til þess ansi margar skottilraunir. Grindavík styrkti stöðu sína á toppnum Það var frekar bragðdaufur leikursem Grindvíkingar og Breiðablik buðu upp á í gærkveldi. Heimamenn höfðu betur 104:99. Guðmundur Bragason átti fyrsta leikhluta þetta kvöld- ið og spilaði frábær- lega í vörn og sókn. Guðmundur skor- aði 12 stig í þessum leikhluta eða nærri helming stiga heimamanna. Kenneth Tate hjá Breiðablik var álíka kaldur og Guðmundur heitur því hann skoraði einungis eitt stig þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Eftir góðan fyrsta leikhluta datt leikurinn niður og við tók töluvert áberandi kæru- leysi í vörninni hjá heimamönnum en Breiðabliksmenn voru í humátt á eftir en beittu sér aldrei að mati undirrit- aðs. Í hálfleik var staðan 50:44 fyrir heimamenn og leikurinn í jafnvægi. Í þriðja leikhluta fóru gestirnir að bíta frá sér og jöfnuðu leikinn og var útlit fyrir spennandi fjórða leikhluta en heimamenn voru sterkari og munaði þar mest um Darrel Lewis sem var stórkostlegur þetta kvöldið og hélt heimamönnum á floti löngum stund- um. Darrel tók 15 fráköst auk 39 stiga og tryggði heimamönnum stigin „Við spiluðum ekki góðan leik, þeir spiluðu vel og héldu uppi hraða og voru ákveðnir í því sem þeir voru að gera. Það komu að vísu góðir kaflar hjá okkur en mikilvægast er þó að fá þessi tvö stig. Við verðum að spila betur en þetta til að landa deildar- meistaratitlinum,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga. Bestur í liði heimamanna var Darrel Lewis en Guðmundur Bragason átti fínan fyrsta leikhluta. Hjá gestunum átti Friðrik Hreinsson bestan leik ásamt Pálma Frey Sigurgeirssyni. Mikil spenna í Borgarnesi Æsispennandi viðureign Skalla-gríms og Njarðvíkinga í Borg- arnesi í gærkvöld endaði með naum- um sigri heima- manna, 89:87. Sigurkarfan kom að- eins tveimur sekúnd- um fyrir leikslok. Njarðvíkingar hófu leikinn með held- ur meiri baráttugleði. Þeir nýttu sóknirnar betur og boltinn gekk hratt manna á milli. Teitur Örlygsson var heitur og skoraði 18 stig í fyrri hálf- leik þar 12 í þriggja stiga skotum. Hjá Skallagrími var JoVann allt í öllu í fyrri hálfleik með 20 stig en sóknar- leikur heimamanna var þrátt fyrir það alls ekki markviss. Skallagríms- menn beittu maður á mann í vörn og það gekk ekki nógu vel. Njarðvíking- ar áttu of auðvelt með að komast í skotfæri sem þeir nýttu vel. Hjá Skallagrímsmönnum var greinilega mikið taugastríð í gangi. Njarðvíking- ar pressuðu JoVann Johnsson grimmt og í hálfleik var hann kominn með þrjár villur sem hann fékk heldur klaufalega. Staðan í hálfleik var 44:48. Í seinni hálfleik komu Hafþór Gunn- arsson og Pétur Sigurðsson sterkir inn og JoVann var látinn hvíla. Góður gangur komst í sóknarleik heima- manna og varnarleikurinn stórlagað- ist. Þrátt fyrir þetta leiddu Njarðvík- ingar með tveggja til fjögurra stiga forskoti. Njarðvíkingarnir Friðrik Stefánsson og Páll Kristinsson sáu al- farið um stigaskorun þeirra í þriðja leikhluta. Þegar fjórði leikhluti hófst var staðan 63:65 fyrir gestina. Spenn- an var óbærileg, áhorfendur voru vel með á nótunum. Ósigur hjá Skalla- grími þýddi að fall yrði að öllum lík- indum staðreynd. Baráttan var gífur- leg. Bæði lið töpuðu boltum og mörg mistök voru gerð. Njarðvíkingurinn Páll Kristinsson sem hafði verið vax- andi í leik sínum fékk sína fimmtu villu sex mínútum fyrir leikslok og var það skarð fyrir skildi. Þegar ein mín- úta var eftir varð atburðarásin dramatísk. JoVann Johnsson kom Skallagrími yfir 86:84. Teitur Örlygs- son innsiglaði langa og góða sókn Njarðvíkinga með þriggja stiga körfu og var staðan þá 87:86. Skallagríms- menn voru snöggir í næstu sókn. JoVann fékk tvö víti og skoraði aðeins úr öðru þeirra. Staðan þá 87:87. Njarðvíkingar hófu sína sókn 28 sek- úndum fyrir leikslok. Eftir mikinn darraðardans undir körfunni náði Darko Ristic frákastinu og þá voru 8 sekúndur til leiksloka. JoVann óð upp völlinn og að þessu sinni smellhitti hann tryggði sínum mönnum sigur. Njarðvíkingar spiluðu sem ein heild allan tímann. Þetta var fyrsti leikur þeirra eftir að Gary Hunter var látinn fara svo það kann að hafa skipt máli. Hjá Skallagrími var Darko Ristic best- ur en JoVann var einnig atkvæðamikill með 33 stig. Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms, undirstrikaði að mikilvægi leiksins hefði einkennt leik liðsins umfram allt annað sigur var það sem þurfti og það gekk eftir. Grindvíkingar standa vel að vígi GRINDVÍKINGAR stigu í gær stórt skref í átt að deildarmeistaratit- ilinum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Breiða- blik og náði þar með fjögurra stiga forskoti í deildinni. Í Borgarnesi unnu heimamenn í Skallagrími góðan sigur á Íslandsmeisturum Njarðvíkur og í Seljaskóla bar ÍR sigurorð af botnliði Vals. Benedikt Rafn Rafnsson skrifar Garðar Vignisson skrifar Guðrún Vala Elísdóttir skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.