Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir Í Austurlöndum ríkir margra alda gömul tehefð og í Bretlandi er síð- degistetíminn heil- ög stund. Það virðist sem te sé „í tísku“ almennt og e.t.v. er teæðið hluti af aukinni sókn fólks í aust- ræn fræði og hefð- ir, s.s. jóga, tai-chi-leikfimi og búddisma. Menn virðast sækja meira í það sem er innhverft og róar hugann sem mót- vægi við brjálsemi nútímans. Te og kaffi eru miklar andstæður þó hvoru tveggja innihaldi koffín (heitir teín í tei, en um sama efni er að ræða engu að síður). Kaffibollann drekk- ur maður yfirleitt í flýti, en ilmandi bolla af hunangsbættu tei fylgir ein- hver ólýsanleg ró og friður. Það má segja að athöfnin að drekka te sé eins konar óður til kyrrðarinnar. Frá Japan til Bretlands Hinn göfugi drykkur á rætur sínar að rekja til Japans í kringum árið 1000 og þaðan er „Chanoyu“ (teathöfnin) sprottin. (Bókstafleg merking orðsins er „soðið vatn fyrir te“). Hástéttin í Bretlandi komst síðan á tebragðið eftir að hin portú- galska Caterina di Braganza, eig- inkona Karls II, flutti það með sér frá Portúgal. Portúgal ásamt Hol- landi voru fyrstu löndin sem settu te á markað. Í dag drekkur almenningur í Bretlandi um 800 bolla af te á mann á ári hverju og eru fáar þjóðir sem komast með tærnar þar sem þeir hafa hælana í þeim efnum. Te er engu að síður (á eftir vatni og mjólk) mest drukkni drykkur heims. Ástæðan fyrir vinsældum te- drykkjarins er vafalaust sú stað- reynd að það er bragðgott, gerir manni gott og samkvæmt Austur- landafræðimanninum Okakura, ku það hvetja til ljóðrænnar sýnar á raunveruleikann. Teplantan er sígrænt tré af Kam- elíuætt (Camelia sinensis). Það get- ur orðið allt að 20 metra hátt, en er yfirleitt haldið við í eins metra hæð til að auðvelda laufatínsluna. Tréð er upprunnið í S-Kína, Tíbet og N-Indlandi og kjöraðstæður te- plöntunnar eru í trópísku loftslagi í 1200–2500 m hæð. Tetegundirnar Á markaðnum er að finna um 3.000 tegundir af tei, en þær skiptast svo niður í fjóra aðalflokka sem eru: svart te (gerjað), grænt te (ógerjað), ljóst te (ógerjað) og Oolong (hálfgerjað). Hafa skal hug- fast að margbreytileiki tetegund- anna felst í ólíkri vinnslu laufanna, en ekki er um margar tegundir laufs að ræða. Teplantan er semsé ein og hin sama og laufin aðgreinast semsagt ekki í ólíka flokka fyrr en eftir tínslu og ganga þá í gegnum ólíka meðhöndlun. Hið leyndardómsfulla Earl Grey Margir halda að um ákveðna te- laufstegund sé að ræða sem ber þetta breska nafn, en Earl Grey var hins vegar forsætisráðherra Bret- lands, sem tileinkuð var þessi ákveðna teblanda í kringum 1800. Hún samanstendur af blöndu af svörtu tei, bragðbættu með olíu úr berki bergamotsítrusávaxtarins (ol- ían af sama appelsínuafbrigði er einnig meginuppistaðan í hinu margrómaða Kölnarvatni „eau-de- cologne“). Te í rólegheitum Svart te 1 tsk. á bolla, láta bíða 4–5 mín. Grænt te 1½ tsk. á bolla, láta bíða í 5–6 mín. Ljóst (hvítt) te 2 tsk. á bolla, láta bíða í 8–16 mín. Oolong 1 tsk. á bolla, láta bíða í 5–6 mín. Fylgifiskar við Suðurlandsbraut eru miklu meira en venju-leg fiskbúð. Þótt vissulega sé hægt að kaupa ferskan fiskí fiskborðinu er aðaláherslan á tilbúna rétti. Í hádeginueru Fylgifiskar veitingastaður þar sem hægt er að komaog fá sér súpu eða sjávarrétt úr smiðju Sveins Kjart- anssonar matreiðslumeistara sem einnig veitir viðskiptavinum ráðgjöf um hvernig hægt sé að elda það hráefni sem er á boð- stólum. Síðdegis er hægt að fá vel samsetta og magnaða rétti til- búna á pönnuna eða í ofninn. Þarna er ekki verið að bjóða upp á ýsu í gumsi líkt og svo algengt er að sjá í fiskborðum í stórmörk- uðum heldur bragðgóða og vandaða rétti úr saltfiski, kola, þorski eða ýsu svo eitthvað sé nefnt. Það mætti kalla þetta „skyndibita“ þar sem oftast þarf ekki meira en nokkrar mínútur á pönnu eða í ofni til að rétturinn sé tilbúinn. Nær væri hins vegar að kalla þetta fljótlagað sælkerafæði. Verslunin er stór og björt og mjög frábrugðin hinni sígildu litlu íslensku fiskbúð (sem vissulega geta verið frábærar). Ýmislegt annað er í boði sem þarf við matreiðsl- una, s.s. ferskt salat, couscous eða pasta. Morgunblaðið/Áslaug Ferskir Fylgifiskar matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sælkerum hugmyndir, athugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, atburði eða uppákomur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birtingu áskilur Morgunblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Netfang sælkerasíðunnar er matur@mbl.is.  Svo virðist sem að um 80% af koffíni tesins (teína) samlagist tevatninu fyrstu 30 sekúnd- urnar. Ef við hendum „fyrsta“ te- vatninu og hellum strax sjóðandi vatni yfir telaufin, losum við okk- ur semsagt við koffín en bragð- gæðin fara ekki forgörðum. Teráð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.